Vísir


Vísir - 08.11.1973, Qupperneq 7

Vísir - 08.11.1973, Qupperneq 7
Vlsir. Fimmtudagur 8. nóvember 1973, 7 Þannig á kollurínn að vera í veturl Mikið virðist ætla að verða um pelsa og loð- kápur, húfur og annað slikt i vetur. Pelsar hafa alla tið verið vinsælir, en loðhúfurnar eru nú að koma aftur fram i dags- ljósið. Slikur fatnaður á virkilega vel við okkar veðráttu. En fatnaður þessi er yfirleitt mjög dýr og ekki á færi hvers og eins að verða sér úti um slikan. En stundum má fá fallega gervi- pelsa og ekki mjög dýra ,þó að auðvitað sé skemmtilegra að geta leyft sér að ganga i einhverjum ekta. Við birtum nú nokkrar myndir af loðhúfum, eins og sumar eru á markaðnum i vetur. Þær eru sannarlega ekki amalegar i vetrarkuldann, frostin og snjóinn. A mynd númer eitt sjáum við frekar finlegan hatt úr brúnu skinni. Hattur þessi er með hálf- gerðu barðasniði. A mynd númer tvö sjáum við hatt, sem á liklega eftir að verða geysilega vinsæll, enda hefur þetta snið vakið hvað mesta athygli i haust Kollurinn á þessari húfu er mokkaskinn en það hvita sem við sjáum, er blárefur. Þriðja myndin sýnir hatt úr dökku minkaskinni. Þessi hattur er mjög kvenlegur, og sniðið er eink- ar skemmtilegt. Mynd númer fjögur sýnir svo höfuðfat úr hlébarðaskinni. Þessi hattur er skemmtilegur i sniðinu, og hann nær undir hökuna, þar sem hann er hnepptur á annarri hlið- inni. IIMIM SÍOAIM Umsjón Edda Andrésdóttir ALLT Á VÍSUM STAÐ! Hver kannast ekki við það, þegar ekki virðist hægt að finna nokkurn hlut og allt virðist týn- ast, sem maður lætur frá sér. En það er til ráð við þvi, og það sjáum við hér á meðfylgjandi mynd. Þó nóg sé af skápunum um alla veggi, þá virðist svo sem aldrei finnist hirzlur fyrir vissa hluti, sem þarf að geyma og mikilvægt er að týnist ekki. Slíkan poka má auðveldlega sauma sjálfur. Hann þarf heldur ekki nauðsynlega að hafa i þess- ari stærð, þessi er stór og myndarlegur, kannski helzt til stór, til þess að hengja upp á góðum stað. Þessi er 90 x 150 cm á stærð. En hólfin eru mjög þægileg fyrir hvað sem er, hvort sem það eru timarit, dagblöö, leikföng eða annað. Takið svo eftir vösunum á pokanum, sem hægt er að loka. BLANDIÐ SAMAN SMJÖRI OG JURTASMJÖRLÍKI Þannig sparar 5 manna fjölskylda 4560 kr á óri 4ra manna — 3648 — 3ja manna — 2736 — Það getur verið gaman að velta þvi fyrir sér, hvernig hægt sé að spara i mat án þess að rýra veru- lega gildi matarins og gæði. Við tslendingar borðum yfirleitt hreint og óblandað smjör, en flestar nágrannaþjóðir okkar láta sér nægja blöndu af smjöri og jurtasmjörliki til daglegrar notkunar. Slik blanda er ekki fáanleg hér, en hins vegar getum við sparaö þúsundir á ári með þvi að blanda venjulegu smjöri og jurtasmjörlíki til helminga. Auk þess fáum við minni dýrafitu og ágætlega bragðgott smjör út úr þvi. Kilóið af jurtasmjörlikinu er nú um 160 krónur, en smjörið er ná- lægt helmingi dýrara, eða 312 krónur kilóið. Jurtasmjörlikið hefur tekið nokkrum breytingum upp á siðkastið vegna bætts véla- kosts og er nú mun mýkra og þéttara. A þessu myndi 5 manna fjöl- skylda spara 4560 krónur á ári, 4ra manna fjölskylda 3648 krónur og 3ja manna fjölskylda 2736 krónur. Er þá miðað við að neyzla hvers sé um 6 kiló af smjöri á ári. Við sjáum, að það má fá nokkrar góðar nautasteik- ur fyrir þennan mismun, eða jafnvel nokkrar máltiðir á veit- ingahúsi. -ÞS.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.