Vísir - 08.11.1973, Page 9
Visir. Fimmtudagur 8. nóvember 1973.
9
cTVIenningarmál
EDlllCGT OG
ENGIN „flff"
Athyglisverð Ijósmyndasýning skoðuð
Hér er ein myndaserian á sýningunni. Sama myndin dregin hægt úr fókus. Aörar myndaseriur á þessari
sýningu vekja enga sérstaka athygli.
Það er hverjum ljósmyndara
lærdómsrikt að viröa fyrir sér
sýningu áhugaljósmyndaranna
sex að Kjarvalsstöðum. Að visu
er þar ekki brotið blað i sögu
ljósmyndalistar, en sýningin er
heiðarlegt framlag tií þessarar
listgreinar — og minnir okkur
á, að það er hugmyndin að baki
ljósmyndunarinnar, sem mestu
ræður. Ekki það, að nota hinar
furðulegustu linsur framaná
vélarnar og siðan gera hin
margvislegustu ,,fiff” við
stækkun myndarinnar.
Greinilegt er, að náin sam-
vinna er á milli ljósmyndaranna
sex. Þeir draga mjög dám hver
af öðrum. Sjálfsagt er það að-
eins til góðs. Þá er það einnig
auðséð, að þeir félagarnir hafa
unnið sýninguna saman, bæði
hvað snertir myndavalið og
stækkun myndanna. Sýningin er
lika óneitanlega heilsteypt mjög
og virðist gefa góða yfirsýn yfir
það, sem þessir ljósmyndarar
hafa verið að fást við.
Þessi sýning er að þvi leytinu
frábrugðin hinni fyrri, sem þeir
sömu stóðu að fyrir tveim árum,
að hér er ekki verið að gera
neinar kúnstir með negatifin,
eins og nokkuð var um áður.
Það er jafnvel minna gert að þvi
núna að stækka út úr myndun-
um, og hlýtur það að bera vott
um ákveðnari vinnubrögð við
ljósmyndunina sjálfa.
Það er ekki að sjá, að ljós-
myndararnir séu heldur i vand-
ræðum með negatifin. Lýsingin
virðist leika i höndum þeirra i
allflestum tilvikum, og þeir eru
farnir að gera meira að þvi að
leika sér með ljós og skugga. Til
dæmis er nokkuð um myndir,
sem teknar eru á móti sól. Hér
eru þeir greinilega að þreifa
fyrir sér i rikara mæli en áður.
Hugmyndaflug og ,,gott
auga” er þessum sex ljós-
myndurum óneitanlega gefið.
Hvað hugmyndaflugið snertir
vekur sérstaka athygli röð
mynda af húsgöflum og öðru
sliku. Það er til að mynda stór
mynd, sem sýnir raunverulega
Texti:
Þórarinn Jón
Magnússon
Bragi
Guðmundsson
litið annað en svartan húsvegg,
en I horni myndar er þó glugga-
bora, sem litill drengur er að
horfa út um. önnur mynd sýnir
aftur litið annað en kvist og
bárujárn, þó mjög gripandi
mynd.
Eins má taka sem dæmi mynd
af telpu, sem er að kikja fyrir
húsgafl. Hún nær þó ekki nema
yfir lítinn hluta myndflatarins.
Megnið af myndfletinum fer
undir stigvél og bakhluta
drengs, sem er tæpast i fókus.
Góð mynd, sem hefði misst
áhrifamátt sinn, ef svo mikið
sem táin hefði verið skorin af
stigvélunum.
Eitthvað er á sýningunni af
myndaflokkum. Þar eru ljós-
myndararnir ennþá nokkuð
fálmandi. Athyglisverö er að
visu mynd af grjóti, sem er
dregin út úr fókus, en af sliku er
hægt að fá of mikið. Hins vegar
getur „myndasaga” verið stór-
brotið viðfangsefni, en á þessari
sýningu er ekki neina slika aö
finna, sem hrósverð má kallast.
Forvitnilegar geta þær
myndir talizt, sem teknar eru af
„massa”, eins og t.d. myndin af
timburhlaðanum og myndin frá
fiskþurrkuninni. Hér tekst ljós-
myndurunum nokkuð vel upp.
Eins má að lokum bera lof á til-
finningu þeirra fyrir fólki og
öðru kviku. Þeir hafa beðið eftir
réttu svipbrigðunum — og náð
að smella af á hárréttu augna-
bliki.
„ÞETTA ER ÍSLAND”
Litmyndir Gunnars Hannes-
sonar eru landsmönnum að
góðu kunnar. Framlag hans til
sýningarinnar að Kjarvalsstöð-
um mun þó ábyggilega koma
flestum á óvart. Hér er Gunnar
ekki að sýna aðra hlið á náttúru
íslands en hann viðurkennir
sjálfur, að sé hin eina sanna.
Landslagsmyndir Gunnars á
sýningunni, sem eru 560 talsins,
eru ekki þær glansmyndir, sem
við eigum að venjast af for-
siðum landkynningarbæklinga,
almanökum og póstkortum.
Myndir, sem hafa laufguð tré i
forgrunni, sæta stelpu á aðra
hönd og yfirleitt annað það, sem
skapað getur suðræna
stemmningu. Hér tekst
Gunnari miklu fremur að draga
fram hrikalega náttúru
landsins, sem er öll likari þvi
sem við þekkjum. Og við tökum
fúslega undir þau orð snillings-
ins, að „þetta sé Island”.
Kin af Kæreyjamyndunum á sýningunni. Þær myndir gefa sýning-
unni aibrigðilegan.svip, enþærtóku tveir sýnendanna á siöasta
sumri.
Þrir áhugaljósmyndaranna vinna viö að skola eina myndanna, sem
á sýninguna fóru. Þeir þurftu að koma sér upp sérstakri aðstöðu til
að geta unnið hinar miklu stækkanir fyrir sýninguna, m.a. smiða
þessa stóru bakka.
Hvað skyldi langt siðan tökumaður þessarar myndar gerði fjöl- Loftmynd af Skeiðarársandi?— Nei, mynd af drullupolli á einni af götum Reykjavfkur.
skyldu sina að myndaefni....?