Vísir - 08.11.1973, Side 20

Vísir - 08.11.1973, Side 20
VISIR Fimmtudagur 8. nóvember 1973 Síðustu forvöð fyrir Eyjamenn aðókveða sig: NÚ ER AÐ HRÖKKVA EÐA STÖKKVA Nú fara aö veröa siöustu for- vöö fyrir Vestmannaeyinga, sem átt hafa lögheimili i Eyj- um, aö gera þaö upp viö sig, hvort þeir hyggist búa þar áfram eöa ekki. Frestur til þess aö tilkynna breytt lögheimili er til 29. nóvember, aö því er viö fengum upplýst hjá Hagstofunni. Ný ibúaskrá fyrir Vestmannaeyjar verður gerö i desember, og fyrir þann tima verður þaö aö vera fyllilega ljóst, hversu margir eiga þar lögheimili áfram. Þegar hafa komið tilkynning- ar um þetta i útvarpi, og liggja frammi sérstök eyðublöö, sem Eyjamenn þurfa aö útfylla, ef þeir hyggjast flytja lögheimili sitt frá Eyjum. Ef þaö er ekki gert, er litiö svo á, að viökomandi eigi enn og áfram lögheimili i Eyjum. — EA ,Mikið má ef þessi þurs á ekki eftir að nema brott meyjar úr mannheimum' — sagði prófessor Árni er hann sá mynd Örlygs af sér „Eftir þcnnan oröheppnasta og fyndnasta prófessor aldar- innar liggur fátt annaö en óskráöur fjársjóöur fyndni og einstæöra tilsvara, sem hann varp og stráöi af rausn og ócigingirni I allar áttir, þegar sá gállinn var á karli”. Þetta og inargt flcira stendur i bók örlygs Sigurössonai „Nef- skinnu" um þann mcrka mann próf. Arna Pálsson, sem mjög liefur vcriö til umræöu, eftir aö lögbann var sett á meint iimmæli um hann i sjónvarpinu. Þaö var Svcrrir Kristjánson. sem átti aö liafa sagt eitt og annaö um Arna Pálsson i sjón- varpsviötali, og fengu dætur Arna sett lögbann á þáttinn. örlygur scgir ýmislegt fleira um Arna, og i bókinni er af honum mikil inynd og segir, aö Arni liafi sagt, „þegar hann sá þennan feiknlega front af sjálfum sér”: „Mikiö má ef þessi þurs á ekki eftir aö nema brott meyjarúr mannheimuin”. örlygur Sigurösson mun selja bók sina „Nefskinnu" á sýningu sinni i Norræna húsinu, sem nefnist „Ferö til Frans i myndum og fáeinir landar", en sýningin veröur opnuö n.k. laugardag. ÞS Stjómarkreppu afstýrt Alþýöubandalagið ætlar að sætta sig við samninga við Breta á grundvelli samningsdraganna, sem fyrir liggja, til að sundra ekki ríkisstjórninni. Þetta varð niöurstaða á fundi miöstjórnar Alþýðubandalagsins i gærkvöldi. Niðurstaöan varð þó sú, aö rétt væri að sitja áfram i rikisstjórninni til aö standa aö framkvæmd þeirra mála i mál- efnasamningi rikisstjórnarinnar, sem óframkvæmd eru. Var mestur áhugi fyrir þvi að knýja fram brottför varnarliðsins á kjörtimabilinu, og þótti Alþýöu- bandalagsmönnum, að það mál- efni væri illa komiö án aðildar þeirra að rikisstjórn. Fundur i rikisstjórninni hófst klukkan ellefu i morgun. Var bú- izt við, að stjórnin legði blessun sina yfir samningsdrögin i land- helgismálinu. Siöan kæmi fram þingsályktunartillaga, hugsan- lega frá forsætisráöherra, sem gengi út á, aö Alþingi fæli rikis- stjórninni að semja við Breta á þeim grundvelli, sem fyrir liggur. Þær kröfur, sem Alþýðubanda- lagið hcfur gert um breytingar á samningsdrögunum, hafa ekki að neinu marki náð fram að ganga. Bretar hafa verið ósveigjanlegir og ekki í aðalatriðum viljaö hvika frá því, sem varö niöurstaöa funda forsætisráöherranna i London. Skilningur ólafs staðfest- ur með lögum Miðstjórn Alþýðubandalagsins samþykkti eftirfarandi: Þar sem fullkannað er, að ekki hefur reynzt kleift aö ná samstöðu inn- an rlkistjórnarinnar um aö knýja fram hagstæöari samninga við Breta en felst i drögum þeim, er nú liggja fyrir — og þar sem rikis- stjórnin hefur ákveðið að beita sér fyrir þvi að yfirlýstur skiln- ingur forsætisráðherra á fram- kvæmd ákvæðis umbrot á samningnum, að islenzk stjórn- völd skuli ein hafa þar lögsögu um, verði staöfestur með lögum frá Alþingi. — og þar sem land- helgismálinu sjálfu og öðrum stórmálum, sem rikisstjórnin . vinnur að, er stefnt i bráða hættu, ef stjórnarsamstarfið rofnar — þá fellst miðstjórn Alþýðubanda- lagsins á, að þingflokkur Alþýðu- bandalagsins standi að þvi, að fyrirliggjandi samningur verði gerður, enda komi Ijóslega fram á Alþingi afstaða flokksins til málsins. Þessi samþykkt var gerð einróma á fullskipuðum fundi i miðstjórn Alþýöubandalgsins. HH ■■ . Sigurbros á vör mann Visis. ólafur Jóhannesson hefur haft sitt fram. Hann spjallar hér kankvfslega við blaða- ÞVl MIÐUR - HUNDAVINIR! — hundahald er bannað í Reykjavík samkvœmt dómi — Hundavinafélagið mun kœra tii Hœstaréttar og mannréttindanefndarinnar, segir formaður félagsins ' „Þessi úrskurður borgardóms kemur okkur alls ekki á óvart. Ilann skcrðir þó á engan hátt réttarstöðu okkar, þvi sam- kvæmt landslögum má ekki taka hund af manni nema að undangenginni ákæru og dóms- úrskurði”, sagði Jakob Jónas- son, formaður Hundavina- félagsins í viðtali við Visi I morgun. Fyrir stuttu féll dómur i borg- ardómi á þá lund, að lög og reglugeröir um bann viö hunda- haldi væru i fullu gildi. t mai siðastliönum kæröi maður hér i borg borgarstjóra, heilbrigðis- ráöherra og dómsmálaráöherra vegna synjunar borgarstjóra á umsókn hans um að fá að hafa hund heima hjá sér. Kraföist maðurinn, að synjunin yrði dæmd ólögmæt, vegna þess aö lög og reglugerðir um þetta stæöust ekki. En nú er niður- staöan sem sagt komin og á þá lund, að ekki megi sem áður hafa hund hér i höfuðborginni. „Stjórn Hundavinafélagsins mun standa að baki áframhalds málsins, þótt það verði rekið i nafni mannsins. Við munum kæra til Hæstaréttar. Ef niður- staða þar verður okkur i óhag, þá munu lögfræöingar okkar i London færa fram kæru til mannréttindanefndar Evrópu- ráðsins i Strassbourg”, sagði Jakob. Jakob sagði að „hunda- striöiö” i Reykjavik undanfarið hafi orðiö aö alþjóðamáli, og ekkert islenzkt mál, hvorki fyrr né siðar, hafi oröiö kunnara á erlendum vettvangi. „I sambandi viö áfrýjunina til Hæstaréttar, þá mun stjórn Hundavinafélagsins hefja fjár- söfnun erlendis. Greinargerð okkar mun afhjúpa afdráttar- laust hneykslanlega meðíerð þessara mála af hálfu hins opin- bera. Sérstaklega fáránlega, villandi og hlutdræga umsögn borgarlæknis, sem erlendir sér- fræðingar rifu siöan niður lið fyrir lið. Þeir gáfu i skyn, að heilbrigöismálaráö hefði not- fært sér opinbera aðstööu sina til aö þóknast fyrirfram ákveðinni skoðun borgarstjórn- ar. Þegar þetta var endurskoðað '71, þá hunzaði borgarstjórn rök margra manna, sem mælti með hundahaldinu, og má þeirra á meðal geta Conrad Lorenz, sem fékk nýlega Nóbelsverðlaun i læknisfræði. Borgarráð tók meira mark á vizku borgar- læknis en Nóbelsverðlaunahafa, þó borgarlæknir hafi að minum dómi ekki hundsvit á þessu máli og væri eflaust álika fær til að gefa umsögn um apahald i Reykjavik. Borgarlæknir getur fariö I meiðyrðamál viö mig vegna þessa.en þá kæri ég hann á móti fyrir brot á siðareglum lækna, bæði vegna umsagnar- innar og ósæmilegrar fram- komu i minn garð persónulega vegna þessa máls”, sagði Jak- ob. Jakob er ekki ánægöur með það, sem borgardómari sagði I Vísi fyrir nokkru. Þá sagði borgardómari, að hann væri á móti hundahaldi i Reykjavik. „Borgardómari tjáir sig þarna sem óvin annars aðila i máli, sem verið er aö dæma i fyrir embætti hans. Þessi yfir- lýsing hans verður einnig send til lögfræðinganna i London, sem eru þó sennilega hættir að kippa sér upp við sérkenni is- lenzks réttarfars, samanber aö ofbeldisverkið á Húsavik hefur énn ekki verið tekið fyrir, þótt nú séu • fjórir mánuðir liðnir siðan”, sagöi Jakob. Að sögn Jakobs Jónassonar, þá hefur hundum i Reykjavik farið ört fjölgandi undanfarið, og gizkaði hann á, að þeir væru nú um tvö þúsund talsins i borg- inni einni. Dómari i málinu fyrir borgar- dómi var Stefán Már Stefáns- son. , — ÓH „GUFU-RAFORKAN SAMKEPPNISFÆR" — kwstund fró gufuaflstöð við Kröflu áœtluð kosta 39 aura — en 55 megavatta virkjun kosta 1246 milljónir króna Stofnkostnaður við jarðgufu- aflstöð við Kröflu, hefur verið reikuaður út, og er áætlaður 1246 milljónir króna, ef miðað er við 55 niegavatta aflstöð. Nú mun stöö af þeirri stærð vera ónauð- synleg, ef miðað cr við þarfir Norðlendinga i raforkumálum, og þvi hefur lika verið reiknaður út kostnaður við gerð minni stöðva við Kröflu. Þannig munu hinar ýmsu stöðvarstærðir kosta frá 394 milljónum króna og upp i 1246 milljónir. Sérfræðingar Orkustofnunar hafa sent frá sér skýrslu u»n jarð- gufuaflstöö við Kröflu, og telja þeir, að jarðhitasvæðin við Kröflu og Námafjall séu bæði jafn vel fallin til virkjunar. Vegna frá- rennslis, sé þó óráðlegt að stað- setja virkjun vestan Námafjalls. „Umhverfisáhrif af völdum frá rennslisvatns eru sennilega svipuð, hvort heldur virkjunin væri austan Námafjalls eða við Kröflu, þar sem frárennslisvatnið rennur i báðum tilfellum að jaðri Búrfellshrauns”, segir i skýrslu sérfræðinganna, og ennfremur, að „nokkur gufumökkur fylgir virkjun af þessari gerð, en hann er ekki talinn valda neinni mengun i umhverfinu, og yrði að meta út frá fagurfræðilegu sjónarmiði, hvor staðurinn væri hentugri vegna þessa, en svæðið viö Kröflu er mun fjær byggð, sem kunnugt er.” Sérfræðingar hafa og reiknað út kostnaö við að tengja slika jarð- gufuaflstöð allsherjar veitukerfi, og mun þá átt við veitukerfi milli Suður- og Norðurlands, þvi fyrir- hugaö er aö leggja háspennulinu norður frá Sigölduvirkjuninni, hvort sem linan verður lögð norður yfir hálendið til Eyja- fjarðar, eða norður byggðir vestan lands. „Þetta lofar heldur góðu”, sagði Jakob Gislason, fyrr- verandi orkumálastjóri, sem gegnir nú störfum fyrir Jakob Björnsson, sem er erlendis — „verð á kwstund miðað við 55 megavatta jarðgufuaflstöð er áætlað 39 aurar. Það sýnir, að gufuaflstöövar geta fyllilega keppt við vatnsaflsstöðvar. Hins vegar, þá höfum við ekki þá reynslu af byggingu gufuafl- stöðva sem við höfum af gerð vatnsaflsstöðva, og þvi er rétt að skoða þetta með nokkrum fyrir- vara. En þessar áætlanir okkar sér- fræðinga eru mjög vel unnar, enda gerðar af sérlega færum mönnum”. Og væntanlega yrðu Norð- lendingar ánægðir, fengju þeir aflmikla orkustöð i eigin lands- fjórðungi — en likur benda til að „hundurinn að sunnan” komi alla vega norður og fari þá byggða- leiðina. Þar með verður stór hluti landsins tengdur einu, samvirku orkuveitukerfi. —GG

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.