Vísir - 11.12.1973, Blaðsíða 6

Vísir - 11.12.1973, Blaðsíða 6
6 Vísir. Þriöjudagur 11. desember 1973. vísrn Tjtgefandl :-Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Skilli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgotu 32. Simar 11660 86ðli Afgreiósla: Hverfisgötu 32. Simi 86611, Ritstjórn: SÍ&umUla u. Simi 86611 (7,irnur) Áskriftargjald kr. 360 ó mánufti innanlands i lausasölu kr. 22.00 eintakib. Blabaprent hf. Dagprisar á krónunni Flestir segjast vera andvigir verðbólgu, jafn- vel þeir, sem hagnast á henni. Og varla er til sá stjórnmálamaður, sem ekki hefur afnám verð- bólgunnar efst á loforðalista sinum. Þessi einkennisbólga íslands skipar heiðurssæti i stjórnmálaályktunum og málefnasamningum. Samt gengur hvorki né rekur. Verðbólgan situr við sinn keip. Hún er að visu misjafnlega mikil. Á viðreisnartimanum var hún að meðaltali um 10% á ári. Núna á vinstristjórnartima er hún hins vegar um 20% á ári. Og svo virðist sem við munum áfram lifa við verðbólgu næstu árin og jafnvel áratugina, eins og við höfum gert i rúma þrjá undanfarna áratugi. Vitanlega er óhugnanlegt að búa við verðbólgu, sem tvöfaldar verðlagið á aðeins einu kjörtíma- bili, eins og nú virðist ætla að verða reynslan. Það má áreiðanlega minnka núverandi verðbólgu um helming og koma henni niður i 10% á ári. En spurningin er sú, hvort það þýði nokkuð að reyna að koma henni enn neðar. Oft hefur það verið reynt og ekki tekizt. Hæfileg verðbólga, helzt innan við 10% á ári, hefur sinar ljósu hliðar. Hún er merki um tölu- verðan hagvöxt og næg verkefni i atvinnulifinu. En skuggahliðarnar eru alvarlegar. í fyrsta lagi skekkir hún smám saman gengi krónunnar og veldur skyndilegum kollsteypum hennar. Og i öðru lagi rýrir hún ört ellilifeyri og annað sparnað. Verðbólgan fylgir okkur, hvort sem okkur likar betur eða ver. Þar með er ekki sagt, að við eigum að leggja árar i bát. Við þurfum stöðugt að beita gamalkunnum ráðum til að hamla gegn henni. Og við þurfum lika að leita nýrra ráða, sem kunna að henta islenzkum aðstæðum. Fljótandi gengi krónunnar og almenn visitölu- trygging fjárskuldbindinga hefur hvort tveggja verið nefnt, en aldrei i nægilegri alvöru. Efna- hagssérfræðingar okkar mættu gjarna kanna þessar tvær leiðir ofan i kjölinn. Laun og verð eru beint og óbeint visitölutryggð. Hvi skyldu vixlar, lán og aðrar fjárskuld- bindingar ekki einnig vera visitölutryggðar? Með þvi mætti loka hring visitölukerfisins. Ellilaun- þegar og sparendur mundu tapa minna og steinsteypusafnarar græða minna. Núverandi dagprisar á launum og verði mundu yfirfærast á aðra peningaveltu i landinu. Með sama hætti mætti setja dagprisa á krónuna i viðskiptum við útlönd eins og margar þjóðir hafa gert með góðum árangri. Hingað til hafa út- flutningsatvinnuvegir og iðnaður átt i sifelldum erfiðleikum út af skökku gengi. Og hinar stór- felldu gengislækkanir, sem jafnan hafa reynzt nauðsynlegar, hafa sett þjóðfélagið á annan endann. Hvi ekki bara lækka krónuna jafnt og þétt án allra kollsteypa, — taka upp fljótandi gengi að erlendri fyrirmynd. Svona stórtækar hugmyndir er ekki unnt að framkvæma i einu vetfangi. Menn þurfa aðlögunartima. Visitölutryggingu fjárskuld- bindinga mætti t.d. koma upp á fjögurra ára timabili, þannig að fjórðungur visitölunnar kæmi til framkvæmda á nýjar fjárskuldbindingar fyrsta árs og siðan fjórðungur til viðbótar á hverju ári. Menn hafa tilhneigingu til að afgreiða svona hugmyndir með þvi að yppta öxlum. En höfum við lengur efni á að neita að kanna þær ofan i kjölinn? —JK skreytt jólatré með fjársjóðum hvaðanæva að, mynd eftir teiknarann Blair Lent. — Full- trúar Unicef segja þó, að með árunum og vakningunni fyrir „friði á jörð” hafi orðið meiri eftirspurn i kortum með jóla- boðskapnum. Eitthvert vin- sælasta kortið fyrir þessar hátiðar, er mynd af upphleyptri friðardúfu með græna olifugrein, eftir Howard Alstad. Ein kuldaleg mynd hefur verið mjög eftirsótt. „Vetrarlandslag” heitir hún eftir Peter Leisinger og sýnir hún kráku eða hrafn fljúga einan á ferð i áttina að lauflausu tré. Nú er það svo, að jólakorta- bransinn er margplægður akur og samkeppni þar mikil. Samt hafa ekki margir orðið til að amast við kortum Unicef, en þó einn og einn. Alvarlegasta kvörtunin kom frá vestur-þýzkum aðila, sem þótti Unicef verðleggja Með kveðju frá Barnahjálpinni llllllllllll m mrn Umsjón: Guðmundur Pétursson Það hófst fyrir aldar- fjórðungi með teikningu af börnum i kringum maistöng. Þessi vatns- litamynd var eftir Jitka Samkova, sjö ára tékkneska skólatelpu, sem vildi votta þakklæti sitt fyrir matvælin, sem hún og leiksystur hennar höfðu þegið að striðinu loknu af Unicef, Barna- hjálp Sameinuðu þjóð- anna. Teikning Jitku varð fyrsta jólakort Unicef. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna sendu hver öðrum það með kveðjum 1949. Arið eftir, með þá nýjar teikn- ingar i höndum, hóf Unicef stór- verzlun á þessu sviði. Og núna um þessi jól býst Unicef við þvi að selja 100 milljón jólakort i 140 löndum fyrir 1725 milljónir króna. Seljast þau venjulega misjafn- lega vel i löndum, en sennilega mest i Bandarikjunum, eða þriðj- ungur. Oll salan i fyrra var um 92 milljónir jólakorta fyrir 1540 milljónir króna. Þetta árlega flóð af kortum Barnahjálparinnar er ekki einungis fjáröflunaraðferö til þess að standa undir matar- kaupum, lyfjakaupum og til þess aö útvega fóstrur og kennara, þar sem þeirra er þörf. „Heldur er þetta orðið farvegur menningar- skipta”, segir Margaret Sharkley, sem stjórnar jólakorta- útgáfu Barnahjálparinnar. T.d. fyrir þessi jólin fær fólk að kynnast verkum Georgia O’Keeffe, sem er bandarisk og þykir snjöll-listakona, en er litt kunn utan heimalands sins. Málverk O’Keeffe frá þvi 1946 „Blakkur fugl með snæviþaktar hæðir i bakgrunni” er meðal 30 jólakorta, sem eru á boðstólum þetta árið. Myndirnar, allar gefnar Unicef. voru valdar af al- þjóðlegri nefnd listamanna. Þegar hefur verið prentuö 1,16 milljón eintaka af kortum með mynd O’Keeffe. Hún er dæmigerð fyrir kort, sem ekki felur i sér einhvern boðskap ákveðinna trúarbragða, og trúleysingjar velja gjarnan, eða þeir, sem ætla að senda vinum kveðjur, sem ekki eru kristnir t.d. Annað kort, sem kemur út, fékkst fyrir milligöngu páfa: garðs. Það er endurprentun á 15. aldar málverki eftir listamanninn Benozzo Gozzoli. Eitt þeirra, sem bezt selzt er „Tré marga þjóða” fjörlega kortin sin of lágt.og voru þau þá hækkuð i verði. Annars urðu kveðjukort Unicef til þess að opna augu heilla þjóða fyrir þessum skemmtilega sið, sem hafði ekki áður þekkzt með þeim. „Einkanlega opnuðum við markað fyrir þetta i löndum, þar sem kristin trú var ekki útbreidd, og þvi nýárskveðjur og jólakveðj- ur litt eða alveg óþekkt fyrir- brigði”, sagði Sharkey hjá Barna- hjálpinni i samtali við mann Associated Press. Danny Kaye er einn þeirra listamanna, sem hafa miklð unnið i þágu barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, og hér sést hann á blaðamanna- fundi I hitteðfyrra, sem efnt var til i þvi skyni aö vekja athygli á kveðjukortum Unicef.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.