Vísir - 05.01.1974, Side 8

Vísir - 05.01.1974, Side 8
8 Visir. Laugardagur 5. janúar 1974 Jón Sturlaugsson: ARABAR OG ANNAÐ FÓLK '.VAWAV.V.V Eitt þaö, sem efst hefur verið á baugi að undan- förnu hjá fjölmiðlum og almenningi, er ákvörðun Araba um framleiðslutak- mörkun og verðhækkun á olíu, og þar sem mér f innst margur taka fullmikið upp i sig um þetta framferði, langar mig til að bera okk- ur íslendinga saman við þá og jafnvel reyna að setja okkur i þeirra spor. Auðvitað kemur það við kvik- una á okkur, þegar eitthvað er farið að kreista pyngjuna, enda ekki nema mannlegt, en við skul- um þá muna, að „Arabar” þeir, sem selja okkur oliur og bensin, eru hér yfirleitt kallaðir ,,Rúss- ar”, vinir alþýðunnar og mjög mótfallnir öllu kapitalisku gróða- bralli, arðráni og hvað það nú heitir. Eigi að siður hafa þeir, bæði fyrr og siðar, lýst sig góða kaupsýslumenn og gera þvi samninga, sem byggjast á heims- markaðs-verði, og skiptir þá engu, hvort vinstri eða hægri stjórn er við völd i landi okkar, og það er þessi gerð samninga, sem á el'tir að valda hækkunum á oliu- afurðum þeim, sem við notum. En hvert er þá það einokunar- vald.sem veldur þessu hörmung- arástandi i oliumálunum? Samkvæmt opinberum skýrsl- um var hlutdeild Arabarikjanna i orkuframleiðslu heimsins 13,1% árið 1908 (nýrri tölur hef ég ekki við höndina), og finnst mér.erfitt að kalla slikt einokunar-aðstöðu. En snúum okkur nú að saman- burðinum. 1. Við álösum Aröbum fyrir fram- leiðslu-takmörkunina. Fyrir aðra heimsstyrjöldina, og jafnvel að henni lokinni, var ,,aö beztu manna yfirsýn” augljóst, að með sömu eyðslu og þá tiðkaðist, yrði siðasta oliufatinu brennt upp fyrir 1970. Við höfum þvi i meira en fjögur ár ekið bilum okkar og kynt húsin með drauga-eldsneyti. Vissuð þið þetta? Sem betur fer reyndist þetta ekki rétt, þvi m.a. hafa á timabil- inu fundizt fleiri og stærri oliu- lindir en þá þekktust, svo að við erum enn ekki komin á siðasta dropann, enda virðumst við hugsa litt i þeim dúr dags dag- lega. Við vitum samt, aö „eyðist það, sem af er tekið”, og einhvern tima kemuraðsiðasta dropanum, ekki sizt ef sóað er áfram eins og hingað til. Arabarnir eru jafnháðir oliunni og við fiskinum, enda er það ein ástæðan til þess, að ég ræðst i þennan samanburð, eða könn- umst við tslendingar ekki við orð eins og veiðitakmarkanir, friðun fiskimiðanna, sérstaklega fyrir öðrum þjóðum, en einnig fyrir ágangi okkar sjálfra? 2. Við könnumst nokkuð við orðin „frjáls verðmyndun”, m.a. i sam- bandi við áðurnefnda Rússa- samninga. Nú er Aröbum legið á hálsi fyrir að vilja ráða einhverju um verðiðá dvinandi oliubirgðum sinum. Gerum við okkur fyllilega ljóst, að velmegun sú, sem hér er á tslandi miðað við stöðu okkar á Hóte! Jörð, stafar af háu fisk- verði, sem stafar aftur af skorti á eggjahvituefnum i heiminum? Hvar værum við stödd með allt okkar brambolt, ef fiskur væri nægur í úthafinu? Hvar væru þægindin, sem við teljum svo nauösynleg i daglegu lifi, ef hver sem væri gæti án teljandi fyrir- hafnar fengið nægju sina af fiski? Ég er hræddur um, að okkur gengi litt betur að lifa á út- flutningi á jöklum en Aröbum á sandútflutningi, en það virðast vera þau gæði, sem þeir gætu helzt miðlað heiminum af, að oliunni uppurinni. Þegar þvi er verið að tala um fjárkúgun af þeirra hálfu, er okkur hollt að minnast þess, að i krafti hungurs, ekki orkuhungurs, höldum við uppi þeim lifsstaöli á fslandi, sem við teljum oft algert frumskilyrði fyrir „mannsæmandi lifi”. Hingað til hefur það verið regl- an, þegar um alþjóðlega verð- myndun er að ræða, svo sem á kaffi, hveiti, málmum og öðru, að kaupendahringar hafa ráðið henni. Við ráðum t.d. frekar litlu um markaðsverð á fiskinum okk- ar erlendis. Aröbum hefur tekizt með samtökum að breyta hér nokkru um, og fleiri þjóðir þriðja heimsins hala fullan hug á að fara að dæmi þeirra og losna þar með úr þeim sultargreipum, sem við vestrænir menn höldum þeim i. Ert þú það ósanngjarn (eða buddan þin), að þú viljir meina þeim að lifa „mannsæmandi iifi”? Fyrsta skemmtun þjóðhátíðar 1974 HLFH DAIIIS og á Melavelli 6.janúar kl. 20.30 Fjölbreytt dagskrá fyrir börn og fullorðna. 1. Borgarstjórinn i Reykjavik, Birgir Isl. Gunnarsson, flytur á- varp. 2. Lúðrasveit verkalýðsins leikur. Stjórnandi ólafur L. Kristjáns- son. 3. Alfakóngur og drottning koma með friðu föruneyti og syngja álfalög. Nemendakór Menntaskólans við Hamrahlið syngur með álfun- um. Félagar úr Þjóðdansafélagi Reykjavikur taka þátt i gleði álf- anna og stiga dans. Hópur fimleikamanna kemur fram i gervi þjóðsagnapersóna og leikur listir sinar. 4. Grýla, Leppalúði og jólasveinarnir kveðja börnin. 5. Stórkostleg flugeldasýning. Aðgöngumiðar seldir á Melavelli frá kl. 16.00 þann 6. jan. Verð aðgöngumiða kr. 100.00 fyrir fullorðna. Verð aðgöngumiða kr. 50.00 fyrir börn. Foreldrar, hafið börn ykkar vel klædd. »•« T þjóöhátíöarnefnd Reykjavíkur 1974 3. Þegar talað er um október- striðið, hættir mönnum til að gera það I þeim anda, sem um land- vinningastrið væri að ræða, og þvi er haldið fram, að Arabarnir noti oliuskortinn til að berja i gegn það, sem þeim mistókst að ná með hernaði. Við Islendingar erum með full- um rétti stoltir yfir frelsisbaráttu okkar, og sjálfsagt hefði það stolt ekki minnkað, ef við gætum nú minnzt þess, að okkur hefði tekizt á sinum tima að koma i veg fyrir, að Kaupmannahöfn væri lýst upp með „islenzkum grút” (Nóbels- skáldið i fslandsklukkunni). Eig- um við þá að liggja Aröbum á hálsi fyrir að beita sams konar aðgerðum? Þá er ýmsum tamt að tala um Araba-skril, óalandi og óferjandi og öllum bjargráðum ó- unnandi, en hvernig litu Danir á okkur áður fyrr? Vissulega litu þeir niður á Molbúana sina, en langt þar neðar kom svo tslend- ingurinn, og við skulum minnast þess, að margt af þvi, sem við teljum fagurt og nytsamt, er einmitt frá Aröbum komið, þegar þeir lifðu „mannsæmandi lifi”, og fyrirheiti Jehóva til Gyðinga um land þeirra, og i þeirri styrjöld ætti samúð okkar frekar að vera með Aröbum, sem telja Jesú meðal spámanna sinna, en Gyð- ingum, sem harðneita, að sá ,,ná- ungi” hafi verið Messias. Margt hefur skeð, siðan nokkr- um Zionistum var seld Palestina, og skal litt tiundað hér, enda efni i margar bækur, en hlutur Gyðinga hefur ekki ávallt verið fagur, þótt heimspressan, fjármögnuð af Gyðingum, vilji gera hlut Araba verri. Hryðjuverk Araba hafa að von- um vakið hrylling alls góðs fólks, en þeir eru siöur en svo einir um þau, eða er minni þitt svo stutt, lesandi góður, að þú munir ekki það, þegar fsraelar skutu niður óvopnaöa farþegaflugvél siðari hluta febrúar i fyrra (stundum nær minni manna lengra en tæpt ár)? Þeir lýstu þvi þá yfir, að um hörmuleg mistök hefði verið að ræða, en seinna datt þó upp úr þeim, að þeir hefðu „frétt” að Jósef nokkur Arafat, litill vinur þeirra, hefði ætlað með vélinni, og þótti þá ekki umtalsvert að fórna lifi um 70 saklausra mann- eskja, ef þeim tækist að velgja honum eitthvað undir uggum, en Seppi karlinn virtist hafa misst af strætisvagninum i þetta sinn, þvi bráðlifandi er karlinn enn. Eða allar þær árásir, sem skæruliðar fsraels hafa gert inn fyrir landa- mæri annarra landa undir þvi yfirskini, að þeir væru að leita að andstæðingum sinum. Og nú sið- ast i haust voru frændur okkar Norðmenn eitthvað miður sin vegna sláturstarfa þeirra i Lille- hammer. Fyrir stofnun Israels- rikis voru einnig að verki mjög nægir þar að nefna tölustafina og reikningsaðferðir, sem við not- umst við, og ýmsar fegurstu byggingar Spánar og annars staðar. 4. Tilurð fsraels ætti frekar að vekja samúð okkar með Aröbum en hitt, þvi það er ekki aðeins, að hún byggistá likum forsendum og „afnám” islenzkrar landhelgi, með smjörsamningunum 1903, heldur er sama Bretanum, Balfour lávarði, eignaður heiður- inn af hvoru tveggja. 1917, þegar Bandamenn voru orðnir anzi blankir i slagnum við Þjóðverj- ana hans „Willys” frænda (Victoria drottning), seldu Bretar pólitiskum samtökum Gyðinga, Zionistum, Palestinu fyrir fjár- hagsaðstoð. Þá bjuggu i landinu nokkrar tugþúsundir Gyðinga i sátt og samlyndi við arabiska nágranna, og voru þeir minni hluti ibúanna en þeir fslendingar eru hér, se;m fæddir eru erlendis. Hvernig þætti okkur, ef Islend- ingum af erlendu bergi (fæddir þar) væri „úthlutað” landinu, en við hin mættum hypja okkur burt? Og hvernig getum við deilt á framferði hvitra minnihluta, t.d. i Rhodesiu eða Suður-Afriku, i sömu andránni og við mælum þessum aðgerðum bót, þegar Palestina á i hlut? Hollt er okkur einnig að minn- ast þess, að það er eigi aðeins, að Arabar búi i Israel, nokkurn veg- inn I sátt og samlyndi við lands- herrana, heldur er og talsverður slatti Gyðinga búsettur t.d. i sjálfri Kairó og njóta þar, að sögn blaðamanna, tilhlýðilegrar virð- ingar Arabanna fyrir dugnað og gott liferni. Þá skulum við einnig minnast þess, að hér er ekki um styrjöld að ræða milli kynþátta, þar sem báðir aðilar voru af semitiskum uppruna, þótt nú sé búið að hrúga alls konar „heims- hornalýð” inn i tsrael: þetta er trúarbragða-styrjöld, byggð á athafnasamir skæruliðaflokkar Gyðinga, engu siður en Araba, og fór svo, að Bretar, sem áttu að halda uppi lögum og reglu i land- inu, þóttust eiga fótum sinum fjör að launa, þegar þeir máttu, enda var það álitin hin bezta þjálfun, nokkurs konar trimm, af háifu beggja deiluaðila að lumbra á Bretum, ef ekkert þarflegra var að gera. Við tölum um oliuþvinganir Araba. Þar hafa þeir loks lært af andstæðingnum, sem ávallt hefur beitt fjármagni og fjármagns- þvingunum til að hafa sitt fram. Við skulum i þvi samhengi minnast þess, að við höfum óspart notfært okkar hernaðar- þýðingu til að reyna að þvinga fram okkar málstað i landhelgis- deilunni. Þetta minnir óneitan- lega á söguna um Esaú og frum- burðarréttinn, en munurinn er aðeins sá, að við stöndum sjálfir i braskinu, þar sem það er „móð- ir” Arabanna, sem átti að vernda þá, sem seldi þeirra frumburðar- rétt. Þetta má alls ekki skilja sem neina andstöðu mina við veru okkar i NATO, siður en svo, en ég vil sýna fram á, að það, sem okk- ur finnst sjálfsagt og „sniðugt” hjá okkur, er alveg óverjandi, þegar Arabar eiga i hlut. Ég vil að lokum biðja lesendur, hvern og einn, að athuga, hvort við búum i glerhúsi, áður en við köstum steinunum að öðrum hvorum aðilanum. Við ættum að standa nógu fjarri vettvangi til að geta séð báðar hliðar málsins, ef við kærum okkur um, og sizt skyldum við gleyma þvi, að tilvera fsraels, sem i upphafi mátti telja til eins af fjölmörgum dipiómatiskum mistökum Breta (könnumst við nokkuð við þau?), hefursýnt ibúunum þarna eystra, að með dugnaði og fjármagnimá bæta lifskjörin á þessum slóðum geysilega. Ætli ég skjóti svo langt yfir markið. þegar ég lýsi Israela óbeina feður Aswan-stiflunnar?

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.