Vísir - 04.03.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 04.03.1974, Blaðsíða 2
2 Visir. Mánudagur 4. niarz 1974. risuism: Búizt þcr við að verðhækkanir éti upp þær kauphækkanir sem nú hafa fengizt? Sigrún Pálsdóttir, kennari: — Nei, ég býst ekki við þvi. Ég held að nú loksins séu þessi mál að komast i gott lag, hvað snertir verðlag og kaupmátt launa. Guðmundur Gunnarsson, sjó maöur: — Er það ekki venjan? Og ég held það taki stuttan tima. betta gengur alltaf eins, en samt finnst mér eins og sifellt gangi á verri og verri veg. Ðagný Kristjánsdóttir, nemandi: — Fer ekki svoleiðis með allar kauphækkanir? Ég held það hefði verið til meiri bóta að veita óbeinar kjarabætur. Þessar eilifu krónuhækkanir eru ekki raunhæfar. Þórður lljartarson, verkamaður: —Já, og það gerir það algjörlega á 2 til 3 mánuðum. Þá tekur aftur það sama við. Þetta getur ekki endað öðruvisi en með hruni. Einhvers staðar hlýtur þetta kapphlaup að enda. Pálina Andrésdóttir, húsmóðir: — Já, ég tel það, og þá finnst mér kauphækkanirnar hafa verið til litils. Annars er aldrei að vita hvað verður úr þessu. Kjartan Sigurgeirsson, lögreglu- þjónn: — Er það ekki vaninn? Það verður aftur komið sama ástand fyrir næstu jól. En ég þori ekki að spá hvað þetta getur gengið lengi. Skipzt á listamönnum — svissneskur listmálari sýnir hér, en Kári Eiríksson sýnir í Sviss í haust ,,Við Þórir Jónsson vorum að skoða sýningar i Genf i Sviss i fyrrahaust, þegar við komum i þetta nýopnaða galleri. Við kynntumst forráðamönnum þar, og eftir að við vorum komnir heim, var ákveðið að ég myndi halda sýningu i galleriinu i september næstkomandi, en á móti skyldi svissneskur list- málari sýna hérna”. Þetta sagði Kári Eiriksson list- málari i viðtali við Visi i stúdiói sinu við Skipholt 37 i gær. bað sem þá var ákveðið með þessi listamannaskipti er nú komið til framkvæmda þvi svissneski lista- maðurinn er kominn hingað með myndir sinar. Hann heitir Pierre Vogel og er talinn einn helzti listmálari Svisslendinga. Hann setti sýningu sina upp i stúdió Kára, en það er sérbyggt fyrir smærri sýningar og hingað til hefur Kári eingöngu sýnt þar sjálfur. Vogel sýnir þar bæði málverk og teikningar, 21 talsins. Hann málar gjarnan hugaráhrif þau, sem hann verður fyrir i sinu dag- lega lifi, af fréttum og úr um- hverfinu. Hann hefur haldið mjög marg- ar sýningar, bæði i Genf og svo viðsvegar um heim. I haust mun hann halda eina sýninguna enn, og af þvi tilefni gefur viðkomandi galleri út bók um hann, með lit- prentuðum myndum af málverk- um. Nokkur þeirra, sem hann sýnir hér eru prentuð i bókinni. Galleriið, sem Kári Eiriksson mun sýna i, hefur hlotið skjótan framan og nýtur nú viðurkenn- ingar sem eitt eftirsóttasta galleri i Genf. Sýning Pierre Vogel stendur til 10. marz. — ÓII. Listmálarinn Pierre Vogel til vinstri á myndinni, en kona hans, Natacha og Kári Eiríksson listmálari til hægri við málverkið. Vogel er þekktur i Sviss og myndir hans mjög eftirsóttar. Þau málverk, sem hann sýnir hér á landi eru til sölu. Ljósm : Bj. Bj. LESENDUR HAFA ORÐIÐ ÞEIR BROSA f GEGNUM ALLAN SKORTINN „Sæl og margblessuð! Ég er námsmaður hér i Eng- landi og þvi er þannig varið með okkur hér, að fátæklegar fréttir fáum við af atburöum heima fyrir, nema þegar velviljaðir ætt- ingjar senda dagblaðabunka að heiman. Nokkrar greinar, sem ég sá i siöasta bunkanum, um efnahags- hrun hér i Bretlandi, oliuskort, kolaskort, verðbólgu, raforku- skort, stytta vinnuviku o.s.frv. komu mér til að skrifa þetta bréf. Ekki rengi ég neinar af þeim hagfræðilegu niðurstöðum eða fullyrðingum, enda veit ég litið þar um, þvi hugur minn er litt hneigður til tölfræðivisinda. Þær eru eflaust allar réttar. — En það sem mig langar til að komi betur fram heima, varðar andann meðal fólksins, sem byggir þetta land. Það er þáttur, sem erfitt er að troða i tölur. Flest allir Bretar eru löngu komnir yfir það stig að vera nokkuð að armæðast þótt smá- vegis tafir verði á hlutunum eða framkvæmd þeirra. Við Islendingar gætum lært mikið i kurteisi af þessari vina og óvina- þjóð okkar. Það er sama hvort maður þarf að verzla i búð, kaupa sér miöa i bióafgreiðslu eða hvað sem vera skal. Maöur finnuralls staðar hlýtt viðmótið og þægilegar mót- hverju, sem annars gengur i kringum þá. Það er eiginleiki, sem vill glatast nú á dögum, Annars kemur mér núna i hug, að ég hef ekki séð á gangi kunningja mina, sem eru bil- eigendur. 1 bensineklunni var þó við þvi að búast. Ekki er heldur hættuminna yfir göturnar aö fara á þessum timum, fremur en áður þegar bensinið flaut i striðum straumum. Hitt vekur mann lika til um- hugsunar, aö hér sér maður fólk brosa meira og halda betur ró- semi hugans heldur en maður minnist heima. Þrátt fyrir skort og ýmis óþægindi, sem það verður að búa við, eins og lýst er i greinum i blöðunum heima. Er það ekki skritið?” Halldór Gislason tökurnar, sem aðeins vildarvinir sýna manni heima fyrir. Sitthvað má lesa úr þvi, að þótt götulýsingu hafi orðið að hætta vegna rafmagnsskömmtunar, þá sýnast alltaf nokkur wött af gangs til að hita te. Ljósleysið á götunni kemur heldur ekki að svo mikilli sök, þvi fólk er ekki að snattast úti á kvöldin, nema til að fá sér einn á pöbbnum sinum, og er sú leið margfarin og nauð- þekkt. Eini aminn, sem fólk hefur af ljósleysinu, er sá, að þvi er hættara við að stiga i hunda- skitinn á gangstéttunum. En við þvi er bara það ráð aö þurrka betur af fótunum, áður en inn er gengið. Núna á dögunum brá ég mér i snögga ferð i lest. Það var 5 stundarfjórðunga vegalengd, sem lestir fara á 20 minútna fresti. Fimm klukkustundir tók það mig að komast á leiðarenda, og þá uppgötvaði ég, hvi dagblöðin Breta eru höfð svona stór og níikil. Lesningin verður að endast alla leið, hvað sem tautar og raular. — Ekki gat ég merkt nein svipbrigði á samferðafólki minu. Já, Bretar kunna að sitja á rassinum og taka lifinu með ró á

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.