Vísir - 04.03.1974, Blaðsíða 11

Vísir - 04.03.1974, Blaðsíða 11
Anœgbur= Danir einir frá V-Evrópu — f úrslitum HM í handknattleiknum Danir cru eina þjóftin úr Vestur-Kvrópu, sem komst i úr- slitakeppnina i HM i handknatt- leiknum — og mæta rúmensku lieimsm eisturunum í sínum fyrsta leik þar. i úrslit komust Tékkóslóvakia og Danmörk úr A-riðli, Rúmenia og Pólland úr B-riðli, Austur-Þýzkaland og Sovétrikin úr C-riðli og Júgóslavia og Ungverjaland úr D-riðli. Um sætin frá 9.-12. leika Vestur-Þjóðver jar, Sviar, Japanir og Búlgaria — en heim eftir riðlakeppnina halda lið is- lands, Spánar, Bandarikjanna og Alsir. Úrslit i leikjunum i gær urðu þau, að Tékkóslóvakia vann Vestur-Þýzkaland i A-riðli 17-11 (6-7) og Danmörk vann island 19- 17 (10-10). í B-riðli unnu Sviar Ilúmena með 20-18 (9-8), og Pólland vann Spán með 21-15 (ll-6).Spánn hlaut tvö stig eins og Sviþjóð, en hafði verri markatölu. i C-riðli vann Japan Bandarikin 29-18 (12-9), en Austur-Þýzkaland og Sovétríkin gerðu jafntefli 15-15 (7-4) í D-riðli vann Júgóslavia Ung- verjaland með 21-18 (9-10) og Búlgaria vann Alsir með 23-16 (10-9) A þriðjudag hefst úrslita- keppnin. bá leika Tékkar við Pólverja, Danir við Rúmena, Austur-Þýzkaland viö Ungverja- land og Júgóslavia við Sovét- rikin. Um 9.-12. sætið leika Vestur- Þjóðverjar viðJapan og Sviar við Búlgari. Þessir gullfallegu frönsku rammar voru að koma Þeir eru i grænu og rauöu velour i gylltri umgjörö, og svo eru þeir lika vatteraöir. Ofan á rammanum er messing englamynd og aö neðan er brokade dúskur eins og þér sjáið á myndinni. Það er ein mynd stök og siöan getiö þér valið um 2—■?> og 4 saman, allt eft- ir þvi, hvað fjölskyldan er stór. Eins eru myndirnar sem i römmunum eru og fylgja, mjög fallegar og klassiskar eftir heims- frægum málverkum, og má þvi, fyrir þá sem vilja, nota rammann eins og hann kemur fyr- ir. Þessu getum við, með góöri samvizku, mælt meö sem l'yrsta flokks tækifærisgjöf. Hjá okkur eruð þér all(- af velkomin. Skólavörðustig og Laugavegi. Athugunarleysi ekki leikjum frestað Frá Magnúsi Gislasyni, Erfurt. Feröin hefur gengið öll á afturfótunum hjá okkur, sagöi Reynir ólafsson, landsliðs- nef ndarmaður, vegna veikinda. Eftir að hafa horftá hin liðin í riðlinum er ég sannfærður um að við hefðum getað komizt áfram — jafnvel í átta liða úrslit — hefðum við getað teflt fram full- frískum mönnum. Hvorki Danir né Vestur- Þjóðverjar hafa sterkum liðum á að skipa og tvisýnt hefði getað orðið um úrslit í leiknum við Tékka. Við gerðum jafn- tefli við þá í Rostock í vetur og siðan hefur is- lenzka liðið eflzt með endurkomu ólafs H. Jónssonar og Geirs í liðið, svo full ástæða var að vera bjartsýnn. Eftir á að hyggja var at- hugunarleysi að fá ekki frestun á fyrsta — eða jafnvel tveimur fyrstu leikjunum. Að öllum likindum hefði þetta verið hægt, ef rétt hefði verið á spilum hald- ið. Úrskurður læknis hefði átt að nægja. Þess ber lika að geta, að fararstjórar og landliðsþjálf- arinn veiktust og gátu tæpast á fótum verið og heilum sér tekið. Vissulega gaf leikurinn i Osló góð fyrirheit — liðið lék þar eins og nákvæmt klukkuverk, enda sögðu Norðmenn sjálfir að leikurinn hefði verið kennslu- stund fyrir þá, en þegar allt liðið veiktist, nema þrir menn og lykilmenn eins og Ólafur H. geta ekki verið með, er ekki á góðu von. Okkar hressustu menn hafa ekki gefið eftir leikmönnum hinna liðanna. Axel Axelsson er ásamt Jari, Tékkóslóvakiu, örugglega bezti maður A- riðilsins, og hefur vakið athygli — oft verið klappað lof i lófa fyrir frábærlega fallega skoruð mörk. Og hann getur skorað upp á eindæmi. Ekki má heldur gleyma Björgvin Björgvinssyni sem skoraði gullfalleg mörk af linu, og er Björgvin á heims- mælikvarða i þeim efnum. Ölaf- ur Benediktsson, markvörður, hefur staðið sig vel og varið allt, sem hægt var að kref jast af hon- um. Það sem valdið hefur mestri óánægju, erþáttur dómaranna, sérstaklega i leiknum við Vestur-Þjóðverja, enda má segja, að þeir hafi beint „skandileserað” og þaö hafa þeir einnig gert áður. Eftir síoustu hækkun bensíndropans er SKODA meðal eftirsóttustu bifreiða á markaðinum. SKODA EYÐIR MINNA ekur á Skoda Nokkrir bíiar fyrirliggjandi á „Fyrir olíukreppuverði" TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU 44-6 SÍMI 42600 KðPAVOGI Það var dapurlegt, að is- lenzka liðið komst ekki lengra i HM — islenzka liðið eins sterkt og þaðvanáður en veikindin drogu afl úr mönnum. Það var ' gott lið, sem átti betra skilið. Geir Hallsteinsson lauk þarna glæsilegum ferli i landsliði — hefur skorað 396 mörk i 80 landsleikjum eða að meðaltali um fimm mörk i leik — Ég hef fyrir löngu ákveðið að hætta að leika með landsliðinu eftir HM, en ég mun halda áfram að leika með FH. Það hefði verið skemmtilegra að enda á betri hátt — en um það er ekki að fást, og nú þarf að fara að endur- skipuleggja landsliðið, sagði Geir. Ég er ekki ánægður með leikinn i dag — okkur vantaði aðeins neistann til að brjóta niður Danina — og ekki voru blessaðir dómararnir okkur o f vinsamlegir, sagði Geir Guðjön Magnússon var litið látinn leika á HM og er ég ekki sammála þvi. Það var ekki rétt hjá fararstjórunum og „mönn- unum á bekknum” að velja menn, sem voru veikir, þegar menn, sem ekki veiktust, voru látnir horfa á —já, meðan aðrir léku, sem voru næstum lamaðir af lasleika. Einnig fannst mér margir, sem áttu að vera liðinu til örvunar, hafa þveröfug . áhrif — og lika. Hvers vegna er verið að velja menn i lið, sem ekki er treyst? -emm.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.