Vísir - 04.03.1974, Blaðsíða 12

Vísir - 04.03.1974, Blaðsíða 12
Visir. Mánudagur 4. marz 1974. Visir. Mánudagur 4. marz 1974. Þríbœtti ís- landsmetið! — Hreinn Halldórsson varpaði lengst 18.23 metra í kúluvarpi Strandamaðurinn sterki, Hreinn Halldórsson, var heldur betur i formi á ís- landsmótinu í frjálsum íþróttum innanhúss, sem háð var um helgina. Hann þribætti íslandsmet Guð- mundar Hermannssonar, KR, — varpaði lengst 18.23 metra, en met Guðmundar var 17.75 metrar. Ef að lík- um lætur ætti Hreinn að varpa kúlunni vel yfir 19 metrana í sumar — en Is- landsmet Guðmundar utanhúss er 18.48 metrar. Kastseria Hreins var góð á laugardaginn. Han byrjaði á þvi aö varpa 17.64 metra en strax i næstu tilraun setti hann met 17.82 metra. Það bætti hann i 17.87 m i m.. t\ I ■ ' ' '|l i. Borgþór Magnússon, KR. þriðju tilraun. Fjórða mældist 17.45. m. — sú fimmta var ógild — en siðan varpaði sá sterki 18.23 metra og bætti þvi met Guðmund- ar um 48 sentimetra. Það er gott i kúluvarpi. Þá var einnig árang- ur hins unga Óskars Jakobssonar, 1R, athyglisverður, en hann varpaði 15.10. Erlendur Valdi- marsson, 1R, varð annar meö 16.03 metra. 1 kúluvarpi kvenna var einnig sett Islandsmet — Guörún Ingólfsdóttir, Hornafiröi, varpaði lengst 11.50 metra — en eldra metið átti Alda Helgadóttir, UMSK, og var það 10.17 metrar. Þá má geta þess — meðan ég man — aö á þessu móti i fyrra varð Hreinn Halldórsson Islands- meistari — varpaði þá 17.05 metra, svo framförin leynir sér ekki. I 50 m hl. jafnaði Vilmundur Vilhjálmsson, KR, Islandsmet Bjarna Stefánssonar KR. — hljóp á 5.8sek. Sigurður Sigurðsson, Á, varð annar á 6.0 sek, og Marinó Einarsson, KR, fékk sama tima. Vilmundur varð einnig Islands- meistari i tveimur öðrum grein- um — stökk 6.64 metra i lang- stökki og 9.68 metra i þristökki án atrennu. Varð tslandsmeistari þar i sinu siðasta stökki. Það er 40 sm styttra, en Islandsmet Jóns Péturssonar KR, frá 1960, 10.08 metrar. Hjá konum var Lára Sveins- dóttir mest afrekskona — varð íslandsmeistari i þremur grein- um — stökk meðal annars 1.60 metra i hástökki. Islandsmeistarar urðu annars: 800 m. hlaup Sigurður Sigmunds son, FH, 2:08.9 min. Hástökk Arni Þorsteinsson, FH, 1.95 m og hástökk án atrennu sami 1.65 m. Langstökk án atrennu Elias Sveinsson, 1R, 3.20 m 800 m hlaup kvenna Anna Haraldsdótt- ir FH, 2:40.6 min. Langstökk án mm Ilreinn Halldórsson atrennu Sigurlina Gisladóttir, UMSS, 2.65 m. 50 m hlaup Lára Sveinsdóttir6.8sek. 1500 m. hlaup Sigurður Sigmundsson, FH, 4:27.6 min. Stangarstökk Guðmúndur Jóhannesson, Breiðablik 4.30 m. 50 m. grinda- hlaup Borgþór Magnússon, KR, 7.0 sek., en hann sigraði einnig i þristökki. 50 m. grindahlaup , Lára Sveinsdóttir 7.9 sek., en systir hennar Sigrún varö ts- landsmeistari i langstökki. Missir Valur titilinn? Óvænt úrslit urðu i 1. deild kvenna i Laugar- dalshöllinni i gærkvöldi, þegar KIl sigraði Val i hörkuspennandi leik með 12-10. Eftir þessi úrslit virðist fátt geta komið i veg fyrir sigur Fram i deildinni. Tveir aðrir leikir voru háðir i 1. deild um helgina. Þór tapar enn með litlum mun — tapaði i gær i Hafnarfirði fyrir FH með tveggja marka mun — FH-stúlkurnar sigruðu með 14-12. Þá léku Ár- mann og Vikingur i Laugardals- höllinni og sigraði Ármann með 10-6. Staðan er þannig i 1. deild kvenna. Fram 7 7 0 0 95-61 14 Valur FH Armann KR Vikingur Þór 7 0 4 2 2 2 3 0 1 0 0 0 131-99 120-111 76-74 82-86 70-98 62-108 14 10 6 6 2 0 Ungu strókarnir sigruðu Valsmeim Þó meistarakeppni KSt i knatt- spyrnunni hæfist ekki i gær — eins Volvo læsingar Ytri og innri handföng eru felld inn í huröirnar til öryggis fyrir farþega. Læsingin gefur ekki eftir viö árekstur. Afturhuröir eru búnar sérstökum öryggis- læsingum vegna farþeganna. Volvo öryggi. og upphaflega var ákveðið — voru félögin.sem leika áttu fyrsta leik- inn, Keflavik og Valur, i eldiin- unni á öðrum vigstöðvum. llæði léku æfingaleiki —'Kefla- vík lék við Breiðabiik á malar- vellinum i Keflavik og sigraði mcð 3-1. Staðan i hálfleik var 3-0 og skoraði Einar Gunnarsson tvö fyrstu mörkin fyrir IBK — Jón Óiafur það 3ja. 1 siðari háifleikn- um skoraði Guðmundur Þórðar- son fyrir Blikana. A Melaveilinum lék Valur við Unglingalandsliðið, sem tekur þátt i UEFA-mótinu i Sviþjóð i vor. Strákarnir gerðu sér litið fyrir og sigruðu Val með 2-1. Ekki er vitað hvort meistara- keppnin hefst um næstu helgi. Þó svo mótanefnd KSl raði leikjun- um niður i hana, er það á valdi félaganna hvenær byrjað er. Aldrei séð dómara dœma öðru liðinu eins mikið í hag! — Norsku dómararnir alveg á bandi danska liðsins. Danir treystu á norrœna samvinnu, en þýzkir lofuðu að veiða ekki meira í landhelgi ef íslenzka liðið tuskaði Dani Frá Magnúsi Gislasyni, Erfurt i gærkvöldi. íslenzka liðið hefur lokið þátttöku sinni i HM eftir dapurlegustu ferð á al- þjóðamót, sem það hefur jafnvel lent I, eftir tapleik gegn Dönum i dag. Það kemur heim með þrjá ósigra á HM eftir vikulanga útivist og þar sem leikmenn voru heldur farnir að rétta úr kútnum eftir veikindin var lengi haldið i þá von að sigra Dani — jafnvel með sjö mörkum. Voru miklar bollaleggingar um leikinn bæði meðal Dana og Þjóð- verja, sem hér eru. Danir sögðust treysta á norræna samvinnu og töldu það gegn anda hennar, að íslendingar stefndu að sigri i dag. Þjóðverjarnir sögðust hins vegar vilja lofa þvi, að þýzkir togarar færu ekki framar inn fyrir 50 milna land- heigina ef landanum tækist að tuska Danina rækilega til. Þá kæmust Þjóð- verjarnir nefnilega áfram. En hvað sem öllum vangaveltum leið var is- lenzka liðiðekkert á þeim buxunum að leika samkvæmt málamiðlun. Það barðist eins og kraftar leyfðu — lika við þá flensu, sem liðið hefur átt i bar- áttu við að undanförnu. Sigurinn yfir Dönum skyldi verða takmarkið, þó svo mörkin yrðu ekki sjö. íþróttahöllin I Erfurt var þéttskipuð áhorfendum, sem voru frekar á bandi tslendinga, en þúsundir hafa lýst yfir mótmælum sinum á ráðandi mönnum á vellinum, norsku dómurunum. Oft er þvi haldið fram, þegar lið biður ósigur, að það geti beint athyglinni frá ósigrinum á dómarana. En i þessu til- viki er ekki þvi til að dreifa — ég minn- ist þess ekki að hafa séð dómara jafn eindregið á bandi annars aðilans eins og I dag. Fyrir nákvæmlega sömu brot sáu þeir gegnum fingur sér við Dani. Einnig fengu Danir að láta sinar sóknariotur ganga eins lengi og þeim þóknaðist án þess að fá dæmda á sig töf — og aldrei var Dana visað af velli fyrir gróf brot, en þremur Islending- um. En ekki má gleyma gangi leiksins, þó dómararnir valdi mönnum angri. I fyrstu sóknarlotunum misnotuðu Dann. ir tvö skot — annað fór framhjá, en hittrí varði ólafur Benediktsson. En svo tók> hamhleypan Axel Axelsson af skarið og skoraði fyrsta mark leiksins, en Bent Larsen jafnaði fyrir Dani af linu — og sami maður tók svo forustu fyrir Dani með föstu skoti. Geir Hallsteins- son jafnaði með gegnumbroti. Nielsen skoraöi 3-2, en Ólafur H. Jónsson, sem lék sinn fyrsta leik á HM, skoraði 3ja mark tslands, með skoti eins og þau bezt gerast hjá honum. Eftir þetta kom slakur kafli hjá islenzka liðinu. Danir fóru sér hægt og reyndu ekki skot nema úr öruggum færum. Þrátt fyrir tvö mörk Axels og eitt hjá Björg- vin — siðar Viðari — komust Danir i KR efst í körfunni Fjórir leikir voru háðir i 1. deild körfuboitans um helgina. A laugardag vann Armann HSK 79- 71 eftir framlengingu, og KR vann Skallagrim 94-79. A sunnu- dag vann Armann IS með 88-87 i hörkuleik, og KR vann HSK 114- 76. KR er nú komið með 14 stig eftir 8 leiki — tR og Valur hafa 14 stig eftir 9 leiki. Bikarkeppni KKt hófst á föstudag. Þá vann Njarðvik Snæ- fell með 85-61 og UMSG vann Hauka 77-68. Quinn til FH Skozki þjáifarinn Pat Quinn mun þjálfa FII i sumar I knatt- spyrnunni — gerði samning við félagið i gær. Hann var áður framkvæmdastjóri skozka 1. deiidarliðsins East Fife — en skozkur landsliðsmaður með Motherwell. Lék einnig með Blackpool. Quinn var hér um helgina —cn heldur til Skotlands aftur og kemur til starfa 15. marz. 10-7, þegar 25 min. voru af leik. Þá tók Island góðan sprett og jafnaði, þó svo liöið væri með einum manni færra á vellinum — fyrst var Geir visað útaf, siðan Björgvini. Danir byrjuðu einum fleiri i siðari hálfleik vegna brottvikningar Björg- vins — og voru með knöttinn. Eigi að siöur náði Isl. liðið knettinum, eftir að hinn frábæri ólafur Benediktsson varði linuskot, og geystist upp völlinn. Þar var brotið illa á Axel og dæmt viti. Axel tók vitið sjálfur, en danski mark- vörðurinn varði, en Axel náði knettin- um og aftur var brotið á honum. Ekk- ert dæmt. Danir komust svo yfir. Oft hafa islenzkir handknattleiksmenn verið óheppnir gegn Dönum — en núna keyrði þó um þverbak. Fyrstu 15 min. s.h. skoraði liðið ekki mark meðan Danir skoruðu fimm mörk. Einar Magnússon og Gunnar Einarsson komu inn á lokakaflann og þrátt fyrir góða leikkafla þeirra beggja og Geirs varð sigurinn Dana 19- 17 og þar með voru þeir komnir — Arnarliðið eins og einn danski blaða- maðurinn komst að orði við einn isl. blaðamann i áttaliðaúrslitum á HM. öllu léttara var nú yfir isl. liðinu, en þó var það ekki nema svipur hjá sjón miðað við leikinn við Norðmenn i Osló. Þó með betri dómurum hefði sig- ur ekki verið óhugsandi. Að minni hyggju hefðu þeir Einar og Gunnar átt að koma mun fyrr inn á og auk þess hefði Guðjón Magnússon gjarnan mátt spreyta sig i leiknum, enda i fullu fjöri. Axel bætti enn einni rósinni i hnappa- gatið, þrátt fyrir óvægna meðferð af Dana hálfu. ólafur Ben. átti hylli áhorfenda — snilldarmarkvöröur — og Ólafur H. baröist eins og kraftar leyfðu. Auk þess komu Viðar og Auð- unn vel frá leiknum og Gunnsteinn. Frandsen er maðurinn á bak við lið Dana — hann virðist alveg vita hvað hann má og má ekki. Eftir þennan ósigur mátti landsliðið pakka saman og það eru leikmenn ein- mitt að gera núna. Að þvi loknu munu þeir halda til Berlinar og flugleiðis heim á morgun gegnum Kaupmanna- höfn. Vegna verkfallsins heima varð ekk- ert úr hópferðinni á HM og hafa fáir áhorfendur islenzkir verið til að styrkja landann — en þeir hafa þó sézt. Mörk tslands gegn Dönum skoruðu Axel 4, Einar 3, Björgvin 3, Viðar 2, Geir 2, Gunnar Einarsson 2 og Ólafur 1. — Fyrir Dani skoruðu Nielsen 8, Frandsen 3, Vodsgaard 2, Larsen 2, Boch 2, Munkager 1 og Steinskjær 1. emm. Axel skoraði átján island skoraði 48 mörk leikjunum þremur í A-riðlinum í heimsmeistarakeppninni — og skoraði aðeins efsta liðið Tékkóslóvakía fleiri mörk í riðlinum. Hins vegar fékk ís- lenzka liðið é sig miklu fleiri mörk í riðlinum en önnur lið. Lokastaðan i riðlinum varð þannig: Tékkóslóvakia 3 3 0 0 58-38 6 Danmörk 3 2 0 1 43-44 4 V-Þýzkaland 3 1 0 2 44-45 2 tsland 2 0 0 3 48-66 0 Alls skoruðu niu leikmenn islenzka liðsins mörk i keppninni. Axel Axels- son, Fram, var markhæstur leik- mannanna með 18 mörk og einn mark- hæsti leikmaðurinn i undankeppninni — riðlakeppninni. Næstur Axel kom félagi hans úr Fram, Björgvin Björgvinsson með 10 mörk, sem er gott afrek hjá linu- manni. Einar Magnússon, Viking, skoraði fimm mörk, þótt hann léki litið i keppninni, og Geir Hallsteinsson, Göppingen, var einnig með fimm mörk. Viðar Simonarson, FH, skoraði fjögur mörk og hinn ungi Gunnar Einarsson, FH, þrjú mörk, þó hann eins og Einar léki litið. Þá skoruðu þeir Gunnsteinn Skúlason, Hörður Kristinsson og Ólafur H. Jónsson eitt mark hver — en Ólafur tók aðeins þátt i siðasta leiknum. Fjórir leikmenn skoruðu ekki, Guðjón Magnússon Vik- ing, sem aðeins lék 2-3 min. i einum leiknum, Auðunn Óskarsson, FH, og Sigurbergur Sigsteinsson, Fram —- og að auki Gisli Blöndal, Val, sem ekkert lék með vegna veikinda. Friðrik Friðriksson skorar eittaf mörkum Þróttar gegn Breiðablikii 2. deildinni i gærkvöldi. Ljósmynd Bjarnleifur. Gros nóði 16 stiga for- ustu í Noregskeppninni! Italinn ungi, Piero Gros, náði forustu í keppninni um heimsbikarinn, þegar keppt var í stórsvigi og svigi í Voss í Noregi. Hann sigraði i svigkeppninni — varð annar í stórsviginu — og kom stigatölu sinni upp í 156. Er með 16 stigum meira en brunsér- fræðingurinn Roland Collombin, Sviss, sem hef- ur 140 stig. I 3ja sæti er Hans Hinterseer, hinn 18 ára Austurríkismaður, með 136 stig — en hann er sem sagt rúmu ári yngri en Gros. A laugardaginn var keppt i stórsvigi og þar hafði heims- meistarinn margfaldi, Gustavo Thoeni, gifurlega yfirburði — var mun betri en Gros, sem varð i öðru sæti. Aðeins i fyrri umferð- inni var Thoeni 64 sekúndubrot- um á undan. t sviginu var Thoeni einnig beztur eftir fyrri umferð — en i þeirri siðari keyrði hann út úr brautinni og varð úr leik. Aðeins 21 keppandi af 65 luku keppni, þar af keyrðu 38 úr i fyrri umferð. Olympiumeistarinn spánski Fernandez Ochoa féll út. Gros sigraði á 1:08.33 min. ann- ar varð 17 ára Svii, Ingemar Sten- mark á 1:09.33 min. Hann kom mjög á óvart þarna i Voss — varð fjórði i stórsviginu. Þriöji varð Johan Kniewasser, Austurriki, á 1:09.52 min. og Walter Tresch, Sviss, fjórði. 1 stigakeppninni er Franz Klammer, Austurriki, i fjórða sæti meö 122 stig, en Gustavo Thoeni, sigurvegarinn siðustu þrjú árin, er fimmti með 120 stig. David Zwilling, Austurriki, er sjötti með 95 stig. Eftir er að keppa á mótum i Póllandi og Tékkóslóvakiu, og vafasamt að þau nægi Thoeni til sigurs. ÞRÓTTUR 0G GRÓTTA BERJAST í 2. DEILD Sama baráttan er enn hjá Þrótti og Gróttu i 2. deild karla og bendir margt til þess, að auka- leikur verði milli lið- anna i lokin, en önnur lið koma ekki til greina. Grótta og Þróttur unnu leiki sina um helgina tneð miklum tnun. Grótta lék við Keflavik á Sel- tjarnarnesi og i þeim varð heldur betur markasúpa. Grótta sigraði með 39-24. Tveir leikir voru i Laugardalshöll i gærkvöldi — Þróttur sigraði Breiðablik 29-16, og KR vann Fylki með 19-16. Staðan er Þróttur Grótta KR KA Breiðablik Keflavik Fylkir Völsungur nú þannig 13 11 02 12 10 0 2 9 0 4 6 1 4 5 1 6 4 2 7 2 0 11 0 0 11 291-219 314-251 281-227 267-248 260- 275 261- 317 247-302 184-267 22 20 18 13 11 10 4 0 Þróttur á eftir að leika við KR — Grótta á eftir leiki sina fyrir norðan við KA og Völsunga. Júdósigur Norðmanna islendingar töpuöu sinni fyrstu landskeppni i júdó — Norðnienn báru sigur úr býtum i lands- keppni þjóðanna i Nadderudhall- en i Osló á laugardagskvöldið. Munurinn var þó minni en við mátti búast, þvi að sögn iðka um sex þúsund Norðmenn júdó. ís- lendingar hlutu sjö vinninga — Norðmenn tólf — og einni viður- eign lauk með jafntefli. Að sögn norsku fréttastofunnar vann ísland fljótastan sigur i ein- um leik, sem aðeins tók tuttugu sekúndur. Um 400 áhorfendur voru i höliinni og urðu vitni að ágætri glimuviðureign. Lesið allt um Piu Jensen, sem er Miss Young International og frœgasti táningur veraldar í dag EFNI FYRIR ALLA í NÝJA SAMÚEL!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.