Vísir - 04.03.1974, Blaðsíða 4
4
Visir. Mánudagur 4. marz 1974.
i
Hannyrðavörur frá Jenný prýða heimilið
HATTA- OG HANNYRÐAVERZLUNIN
Jettný
SkólavörOustíg 13a • Sími 19746 - Pósthólf 58 - Reykjavík
AP/IMTB UTLÖNDI MORGUN ÚTLÖND í MORGUN
Rœndu
vél og
brenndu
Eins og fætur toguðu
hlupu nær 100 farþegar út
úr brezkri farþegaf lugvél,
sem flugræningjar höfðu
neytt til lendingar á flug-
vellinum við Amsterdam í
gær. Voru sumir ekki
komnír i öruggt skjól,
þegar vélin sprakk i loft
upp og logaði endanna á
milli.
„Þarna er illa farið með góðan
skota,” sagði flugstjórinn, meðan
viski-birgðir vélarinnar loguðu
glatt. — Engan sakaði alvar-
lega.
Tveir Arabar höfðu hertekið
vélina, þegar hún var i flugi yfir
Júgóslaviij, en haldið er, að þeir
hafi stigið um borð i hana, þegar
hún tók 15 farþega i Beirút.
Mennirnir voru vopnaðir vél-
byssum og handsprengjum
Fréttir hermdu, að þeir hafi
ætlað að neyða flugstjórann til að
fljúga til Aþenu og heimta þar
lausa tvo Palestinuskæruliða,
sem þar sitja inni fyrir að hafa
orðiðaðbana 5manns og sært 55 i
ágúst i fyrra. En flugvallaryfir-
völd i Aþenu segjast ekki hafa
heyrt neitt frá véiinni.
Vélinni var snúið til Amster-
dam,
Um leið og vélin hafði stöðvazt,
kveiktu ræningjarnir i henni og
sögðu fólkinu að forða sér út. —
Þeir voru svo handteknir, þegar
þeir ætluðu sér að komast undan i
uppnáminu.
Blaðamaður Lundúna-blaðsins
Times, sem var i vélinni, segir, að
Palestinuarabarnir hafi tekið
vélina, vegna þess að ameriskar
flugvélar notuðu Heathrow-flug-
völl i októberstriðinu, þegar þær
flugu i njósnaferðir yfir egypzku
herina.
Farþegavélin, sem var af
gerðinni VC-10, er metin á 3
milljónir sterlingspunda (eða
hátt á sjötta hundrað milljóna isl.
kr.)
Efraim Katzir forseti sést hér
segja nokkur hughreystingarorð
við Goldu Meir, þegar hann veitti
henni viku viðbótarfrest á sinum
tima til að mynda stjórn. Tókst
henni þá að mynda minnihluta-
stjórn, en ráðherralistinn fékk
dræmar undirtektir i Verkamanna-
flokki hennar.
Brezka farþegaflugvélin i ljósum iogum á flugvellinum I Amsterdam, eftir að
Arabarnir kveiktu I henni. Farþegunum tókst með naumindum að forða sér úr
vélinni og hlaupa i skjól, áður en sprengingarnar kváðu við.
Goldu nóg boðið
Neftar að gera fleiri tilraunir til stjórnar-
myndunar og tilkynnir afsögn sína
„Þetta eru lokaorð mín í
málinu," sagði Golda Meir á
þingf lokksf undi Verka-
mannaflokksins í gær, þar
sem hún tilkynnti, að hún
mundi segja af sér og hætta
frekari tilraunum til
stjórnarmyndunar.
„Ég hef reynt að gera
mitt bezta," er haft eftir
henni á þessum fundi. „Það
hefði verið betra, að ég
hefði sagt af mér í ágúst eða
september, fyrir stríðið."
Stjórn Goldu Meir lá undir gagn-
rýni fyrir að hafa verið óviðbúin
árás Arabanna i október, en Golda
Meir visaði slikum ásökunum á
bug. ,,Við i stjórninni brugðumst
ekki, né nokkur annar.”
Um leið og Golda Meir tilkynnti
þingflokknum ákvörðun sina ætlaði
allt vitlaust að verða. Þingmenn-
irnir hrópuðu á hana að halda
áfram, en hún lét sem hún heyrði
ekki köllin, gekk út úr herberginu
og lét aka sér burt. — Hennar nán-
ustu samstarfsmenn segja, að það
mundi þurfa pólitiskt kraftaverk
til þess að fá hana ofan af þessari
ákvörðun sinni.
Golda veitti enga skýringu á þvi,
hvers vegna hún bregst svona við
núna, eftir að hún er nýbúin að
mynda minnihlutastjórn. En þeir,
sem til þekkja, segja, að það hafi
verið henni mikil vonbrigði, þegar
einn af leiðtogum flokksins, Ben
Aharon, gagnrýndi ráðherralista
hennar og sagði, að slik stjórn
mundi vera of veik til að glima við
efnahagsvandamál landsins. Aður
hafði annar framám. flokksins
spáð stjórninni hrakförum, og
Moshe Dayan, sem tveim vikum
fyrr setti allt á annan endann i
flokknum með þvi að neita að setj-
ast i nýju stjórnina, greiddi at-
kvæði gegn ráðherralistanum á
flokksfundinum, þar sem hann var
lagður fram.
Golda Meir á eftir að tilkynna
formlega Efraim Katzie forseta
Israel þessa ákvörðun sina.
Bókamarkaöur
Bóksalafélags
íslands,
í noróurenda
Hagkaups,
Skeifunni 15
Góöar bækur-
gamatt verö