Vísir - 04.03.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 04.03.1974, Blaðsíða 7
L~i»l \ fcfi' . •» > '. i• «,'n 'm i’/ Vísir. Mánudagur 4. marz 1974. „Heimilið ekki lengur eingöngu starfsvettvangur kvenna „Það hefur nú bara verið svo/ að það hefur enginn sérstakur áhugi verið hjá ungu fólki, sem hyggurá heimilisstofnun, að koma á þetta nám- skeið. Það var nú skorað á okkur að halda það, en það hefur verið lítil þátt- taka", sagði Sigriður Haraldsdóttir, hjá Kven- félagasambandi íslands, þegar við ræddum við hana, en þann2l. febrúar sl. hófst á vegum þess námskeið fyrir fólk, sem er að stofna heimili. „Við stofnun hjúskapar gangast menn undir ævilangan samning og er skynsamlegt að kynna sér hvaða skyldur menn takast á herðar lögum sam- kvæmt við þá athöfn”, segir meðal annars i fréttatilkynn- ingu frá sambandinu. Þegar hefur verið fjallað um lagalegu hliðina, og einnig hefur verið f jallað um fjárhagsáætlun fyrir heimilisrekstur. 7. marz verður fjallað um bús áhöld og lin til heimilis, og sagði Sigriður að sú uppástunga hefði komið frá karlmanni að fjalla um búsáhöld. 14. marz verður svo fjallað um nútima mann- eldi. Fólk sem áhuga hefur á að fræðast um þessi tvö málefni getur gert það, en námskeiðið hefst kl. 20,30 á kvöldin. og er það haldið að Hallveigar- stöðum. Þátttökugjald i upphafi var 1000 krónur. 1 fréttatilkynningunni segir meðal annars: „Þrátt fyrir vaxandi velmegun hefur fólk oft fjárhagsáhyggjur og lendir i greiðsluerfiðleikum vegna heimilisstofnunar. Þvi verður fjallað um fjárhag heimilanna á námskeiðinu og hvernig gera má fjárhagsáætlun fyrir heimilisreksturinn”. „1 nútima þjóðfélagi er mikill vandi áð velja þau áhöld, sem nauðsynleg eru til heimilis- starfa og hráefni til matreiðslu, þar sem úrval er viða fjöl- breytt”. „Matreiðslu verður að stunda á hverju heimili og það er mikil- vægt að fæðuval sé skynsam- legt”. „Til þess að heimilið verði ánægjulegt, þarf rekstur þess að byggjast á hagsýni og þekkingu. Það er ekki lengur eingöngu starfsvettvangur kvenna, þvi konur vinna i vaxandi mæli utan heimilis, og þvi er námskeiðið bæði fyrir konur og karla. Mikilvægt er, að góð samvinna takist á milli hjónaefna um heimilisrekstur og Kvenfélagasamband Islands efnir til þessa námskeiðs til að vekja menn til umhugsunar um nokkur grundvallar atriði, sem stuðlað geta að þvi”. Þá má geta þess, að Leið- beiningastöð húsmæðra er á vegum sambandsins og Sigriður sagði okkur að karlmenn leituðu þangað ekkert siður en kven- menn — En finnst þá ekki ein- hverjum timi til kominn að breyta um nafn á leiðbeininga- stöðinni? „Ég held að kven- fólkið sé bara að láta i ljós minnimáttarkennd með þessu”, sagði Sigriður. „Hvers vegna getur karlmaður ekki heitið húsmóðir eins og kona heitir al- þingismaður?” —EA - "A að vera hennar fyrsta skylda og mesta ónœgja." „Leiðina til þess að vinna úti mó ekki misnota n Hennar stoða er ó heimilínu n En sjónarmiðið ,#/ í dag þykir okkur sjálfsagt að konan vinni úti og sinni ekki eingöngu húsmóður störfum. Af flestum er það viður kennt að konan eigi jafn mikinn rétt á þvi að vinna utan heimilis sins og láta til sin taka, vinna sér sjálf inn peninga og þar fram eftir götunum, en fyrir hálfri öld, eða áriö 1924, var sjónarmiðið svolitið annað. Og það jafnvel hjá konunni sjálfri. Árið 1924 skrifar kvenmaður i sænska blaðið Húsmóðirin um stöðu konunnar.og við látum það til gamdns fylgja með hvað hún segir þar. 1 sumum tilfellum, segir greinarhöfundur, aö á heimili þarsem fjölskyldufaðirinn vinni fyrir þokkalegum árstekjum sem vel væri hægt að lifa af. geri konan það samt sem áður að vinna örlitið við þjónustu- störf, sem vinnukona eða annaö. Peninginn sem konan fær leggur hún i bankann. og hann er ætlaður sem heimamundur fyrir einu dótturina á heimilinu. Greinarhöfundur er einnig sár út i þær konur. sem njóta ánægju og gleði af heimili sinu, án þess að bera allan hita þess og þunga lika. Auövitað er það gott. segir sú sama, að það skuli vera til sú ieiö að konan geti farið út fyrir veggi heimilisins og dregið aðeins til búsins, en þessa leið má ekki misnota, segir hún. ..Það verður að vera undan- tekning og engin regla að hin gifta kona eyöi þannig kröftum sinum. Hennar staður er á heimilinu, það er hennar fyrsta skylda og ætti aö vera hénnar mesta ánægja”. —EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.