Vísir - 04.03.1974, Blaðsíða 10
cTVIenningarmál
Vísir. Mánudagur 4. marz 1974.
Tilhugalíf og stéttir
Jón Þorleifsson:
LJÓÐ OG SAGNAMAL
Ilannes Pétur^son bjó til prentun-
ar
Mcnningarsjóöur 1973. 107 bls.
Oftast er farið heldur
vorkennandi orðum um
sögubrot Jóns Þorleifsson-
ar, úr hversdagslifinu,
næstu tilraun til skáld-
sagnagerðar á islensku
eftir Pilt og stúlku. En á
það er að líta að sagan var
aldrei samin til enda og
það sem til er af henni varð
ekki nema uppkast. Ekki
gott að segja hvað úr hefði
orðið ef höfundinum hefði
auðnast að Ijúka verkinu
eins og hann virðist hafa
ætlað sér.
1 öllu falli er vert að halda sögu-
korninu til haga vegna stöðu
hennar i bókmenntasögunni þótt
ekki væri annað, og vel má halda
á lofti minningu höfundarins sem
dæmi úr menningarsögu 19du
aldar, svo dapurleg sem örlög
hans voru. En hvað sem öðru lið-
ur er sögu hans jafnan talinn til
tekna hinn liðlegi stílsháttur sem
á henni er — hún er samin á lipru
alþýðumáli sins tima og bregður
vissulega upp nokkurri mynd úr
hversdagslifi á 19du öld, segir
Hannes Pétursson i eftirmála
þessarar bókar.
Sveitalifslýsingin i sögunni er á
mjög svipaðan veg og siðar varð
að venjasti skáldsögum. Glögg er
stéttaskipting sögunnar með
rikilátan stórbónda, Arna á
Bólstað á aöra hönd, en dyggðug-
an sómamann i smábændahóp,
Brynjólf á Bjarnastöðum á hinn.
A milli þessara félagslegu skauta
sögunnar stendur presturinn,
séra Björn á Stað og hans fólk, og
á vegna hagsmuna og vináttu
samstöðu með Bólstaðarfólki, en
hefur lika góðvild og manngæsku
til að bera skyn á verðleika þeirra
Bjarnastaða-feðga og vill ekki
þola að þeir séu beittir neinum
rangindum. Þessi tviveðrungur
kemur fram i þvi að prestsfrúin
BOKMENNTIR
EFTIR OLAF JONSSON
er höll undir Bólstaðarfeðga, en
prestur, og auðvitað dóttir hans,
vinveitt þeim á Bjarnastöðum.
En uppistaða sögunnar hefur
vitaskuld átt að verða ástir unga
fólksins, rómantiskur þrihyrning-
ur skipaður þeim bændasonum á
Bjarnastöðum og Bólstað, Sveini
og Benedikt og Soffiu prestsdótt-
ur. Ég veit ekki hvort það er eins
mikill ljóður á sögunni og menn
vilja vera láta hversu yfirdrifin
rómantisk viðkvæmni er lögð i
lýsinguna á ástum þeirra Sveins
og Soffiu — þótt þetta sé ritháttur
sem orðinn er býsna fjarlægur
okkar smekk. Hann er i sögunni
teikn um tisku og tiðaranda henn-
ar eigin tima sem vel má hafa
gaman af. En lifandis skelfing
hefur tilhugalif þeirra daga verið
harðsótt ef taka ætti frásögnina
fyrir alvöru. En það er nú likast
til óþarft!
Úr hversdagslifinu varð sem sé
aldrei nema uppkast að litlum
hluta sögunnar. En sjá má að hún
hefur átt að verða alllöng og
ganga i siðferðislega stefnu, þar
hefðu réttir elskendur verið leidd-
ir saman um siðir, eftir tilheyri-
legar þrengingar, og allir saman
á réttan dyggðaveg um það er
lauk, en mannvonska og illindi
sjálfsagt fengið sin makleg mála-
gjöld. Sjálfsagt hefði atburðarás
sögunnar orðið bæði löng og rekin
og ærið tilfinningasöm. Meginat-
burðir eru i sögubrotinu felldir i
umgerð viðtækari þjóðlifslýsing-
ar, baðstofulifs, kirkjuferðar,
frásagna af förumönnum, sem
vel má vera að lifgað hefðu upp á
meginsöguna. En ekki verður séð
af sögubrotinu að Jón Þorleifsson
hafi haft til að bera neina jafn-
mergjaða skopsýn þjóðlifsins og
mannfólksins og Jón Thoroddsen
i sinum sögum sem umfram allt
gefur þeim lif og lit.
I bókinni er ein þjóðsaga sem
Jón Þorleifsson færði i letur, álfa-
sagan Tungustapi sem vafalaust
mun lifa lengst af verkum hans.
Þar er klassisk islensk ritlist — og
engar skáldlegar orðalengingar i
likingu við skáldsöguna. En
skrýtið er að maður sem svo
meistaraleg tök kann á frásögn
eins og á Tungustapa skuli ekki
hafa skráð fleiri þjóðsögur. Þar
eru ennfremur þrir gamanpistlar
hans, ósköp marklitlir að sjá, og
úrval úr ljóðum Jóns. Af þvi að
dæma hefur hann verið lipurt og
ljóðrænt skáld eftir sinnar tiðar
hætti. Það er veigur i broti úr
andlegu ljóði sem lýkur úrvalinu.
Og lifsviðhorf skáldsins birtast i
ýmsum smákvæðum öðrum,
ÞAU VERÐA FLJÓT AÐ
TÆMAST HJÁ OKKUR
HERÐATRÉN Á ÞESSARI
ÚTSÖLU, ÞVÍ FLESTAR
VÖRURNAR ERU NÝJAR
OG AFSLÁTTURINN MIK-
ILL.
10
00%
aPslátCur öf
öllum vónum
venslunannnan
svona eru niðurlagserindin i
kvæði sem nefnist Vaðið:
Ofur fátt til yndis bcr,
ekki er hugurinn glaður,
i straumi lifsins ég þvi er
enginn vatnamaður.
Hvort ég lognast iandi að
löngu ráðaþrotinn,
hef ég ei vit á, hann veit það
sem hittir.fyrir mig brotin.
Ljóð og sagnamál Jóns
Þorleifssonar kom út i nýjum
smábókaflokk sem Menningar-
sjóður byrjaði i haust, og kom þá
lika út sögukorn eftir Cervantes,
Króksi og Skerðir, sem Guðberg-
ur Bergsson þýddi. Þetta eru
prýðilega snotrar bækur, miklu
ásjálegri en gömlu smábækurnar
i sinu gallaða bandi. Ein aðfinnsla
þó: leturflötur hefur orðið ögn of
breiður á siðunum svo að spássia
verður of naum i kjölinn. Þetta
'Xwc'
***$";*& 'X
' wJWru *- -* ?**
væri vert að lagfæra þvi að það er
til baga við lestur bókanna.
Allt á hvolfí
Og nú er búið að úthluta
listamannalaunum eina
ferðina enn og hafin hin
árlega hneykslun sem út-
hlutun þessi veldur. Það er
satt sem einhver sagði:
sjaldan hafa jafnmargir
menn orðið jaf nreiðir jaf n-
oft og jafnlengi út af jafn-
litlum peningum. Þessu
spakmæli má reyndar snúa
við eins og fleiri slíkum:
sjaldan munu jafnmiklir
peningar koma að jafn-
litlum notum og hið árlega
listamannafé. Það eru
þrátt fyrir allt rúmar
þrettán milljónir króna
sem í ár er ráðstafað með
þessum hætti, heiðurslaun
alþingis og laun úthlut-
unarnefndar.
Úthlutunarkerfi listamanna-
launa var i upphafi i þvi skyni
samið að „hafa sem flesta góða”,
sýna lit á að sinna sem allra
flestum einstaklingum, skoð
unum og hagsmunum á sviði
viðtekinna lista. Það er með þeim
hagleik gert að siðan hefur aldrei
neinn nokkurn tima verið
ánægður með neina úthlutun
listamannalauna. Aftur á móti er
fyrir þvi séð að ölmusukerfi þetta
verði afhrópað af þeim sem þess
eru einir umkomnir: lista-
mönnum sjálfum. Til þess eru
þeir of margir sem þá mundu
missa spón úr aski sinum, þótt
lltilfjörlegu sé. Og hver er i
þessum hóp sá aö hann afþakki
peninga — þó svo að skattheimtu-
menn rikisins taki jafnharðan
aftur með vinstri hendi kúfinn af
þvi sem úthlutunarnefnd réttir
fram i hinni hægri með sinu bliða
brosi?
Hér var ekki ætlunin að fara
langt út i þessa sálma: þótt færa
megi þúsund rök gegn núv.
skipan listamannalauna er auð-
vitað aldrei hlustað á þau. Samt
langar mig til að hreyfa hér
fjarskalega einfaldri hugmynd
sem ég hygg að geri það svo.sem
helmingi liklegra að fjárveiting
þessi komi að nokkru gagni. Hún
hefur lika þann kost meö sér að
úthlutun listamannalauna færi
eftir sem áður fram með öldungis
sama hætti og áður, bæði
nefndarmenn og launþegar allir
hinir sömu, og þá einnig sinnt
öllum hinum sömu hagsmunum
sem kerfi þetta ris á.
Þetta þjóðráð er i stystu máli
sagt aö taka núverandi úthlutun
og hvolfa henni svo að það viti
upp sem áður sneri niður.
Hæsti flokkur listamannalauna
er sem kunnugt er heiðurslaun
alþingis. 250 þúsund krónur i hlut
handa 12 manns. Ætla má að
mest sé um vert heiðurinn sem
þessum flokk er sýndur, að það
er alþingi sjálft sem kýs menn til
þessa frama — en hitt skipti
minna máli hver fjárhagslegur
ábati fylgi heiðri. Væri ekki
meira að segja þeim mun meiri
heiður að kosningunni ef fjár-
hagsmunir kæmu alls ekki við
hana, launagreiðslan væri af-
numin með öllu og viðurkenning
hins háa alþingis látin duga án
uppbótar.
Efri launaflokkur nefndar-
innar er varanlegur, þannig að
þeir sem úthlutunarnefnd hefur
einu sinni metið verðuga upptöku
i flokkinn 60 manns i ár, njóta
launa sinna til æviloka. Hér er
sem sé um að ræða mjög verulega
viðurkenningu af hálfu hins opin-
bera listmats i landinu — og
nefndarmönnum ábyrgð og vandi
á höndum að þvi skapi eins og
kosning I þennan flokk jafnan ber
með sér. Hér gildir hið sama og
áður, að meira er um frama vert
en fjármuni. Mundi ekki lista-
mönnum i þessum flokk nægja
hinn lægri launaflokkur nefndar-
innar, 90 þúsund krónur i hlut, allt
þar til þeir yrðu hins hæsta
heiðurs aðnjótandi af hálfu sjálfs
alþingis — og misstu þá I staðinn
sporslu sina?
DAGB0K
1 neðri flokk úthlutunarinnar
kúrir vonarpeningur nefndar-
innar, sumpart ungir menn og
efnilegir, sem fengu kannski
fúlgu i fyrra en enga i ár, fá
kannski ekkert i ár en eiga sér
von að ári en sumpart lika gamlir
menn og grónir i þessum flokk ,
þótt þeir hafi ekki enn þótt tæki-
legir i hinn efri. Ef sá háttur væri
upp tekinn sem nú var lýst er það
ljóst aö mjög mundi rýmkast um
fjárveitingar i þessum launa-
flokk . 47 manns skipa hann i ár,
og telst mér til að kæmu rúmlega
160 þúsund krónur i hlut, ef laun
væru goldin i hinum efri flokkum
eins og fyrr var sagt. Vaxa að þvi
skapi likur á þvi að listamenn
sem flokkinn skipa gætu notað
þessa fjármuni til að vinna sig i
náð hjá nefndinni, hækkað um
þrep i hinum opinbera frama-
stiga, og rýmdu þá um leið neðri
flokkinn fyrir nýjum mönnum.
Eins og vonlegt er hefur kosn-
ing manna i þennan úthlutunar-
flokk verið á talsverðu reiki öll
þau ár sem úthlutun hefur farið
fram. Þó virðist mér að eygja
megi þá meginreglu i starfi
nefndarinnar að fella menn frá
kosningu i flokkinn ef þeir hafa,
svo nefndarmenn muni nýverið
unnið einhver þau verk sem eftir
var tekiö, birt ný skáldrit, jafnvel
mikilsháttar bækur eða tónverk,
eða þá haldið dálitið góðar mál-
verkasýningar. Og svo fram-
vegis. Þótt ekki sé þessi regla ein-
hlit, frekar en annað, hygg ég að
finna megi æðimörg dæmi henni
til staðfestingar bæði i ár og
undanfarin ár. Þvi virðist eftir at-
vikum rétt að binda kosningu i
þennan flokk þvi skilyrði að laun-
þegarhafi ekki, svo sannað verði,
unnið að listum undanfarið ár
áður en úthlutun fer fram. — ÓJ.