Vísir - 24.05.1974, Blaðsíða 1

Vísir - 24.05.1974, Blaðsíða 1
VISIR Gríðastaður á Sturlungaöld 64. árg. — Föstudagur 24. mal 1974. — 82. tbl. „Reykjavik er i bráðri liættu”, segir i leiðara Visis i dag. „Brim upplausnar og öng- þveitis brýtur á borgararmúrun um. Við skorum á alla ábyrga kjósendur að snúa nú bökum saman gegn þessari hættu og tryggja, að Reykjavik verði úfram vin og griðastaður á Sturlungaöld vinstri vængs landsmálanna. Reykvíkingar vilja hafa frið til að halda áfram aö byggja góða og fagra borg og vilja ei evða kröftum borgar- stjórnarinnar i pólitiskt öng- þveiti. Kosning^nar á sunnu- daginn skera úr um, hvort þetta tekst eða ekki”. Sjá bls. 6 Breiðholtið verði fyrirmyndarhverfí „Ég geri mér vonir um, að innan skamms verði Breið- holt til fyrirmyndar um allan ytri búnað og þjónustu,” seg- ir Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri. Reykjavíkur- borg fylgir nú fram áætlun til 7 ára um framkvæmdir i þessu nýja „landnámi”. Þriðjungur af þvi fé, sem borgin ver i framkvæmdir, fer i ár til Breiðholts. Alls eiga 3,4 milljarðar að fara i borgarframkvæmdir þar á þessum 7 árum, 1974-1980. i Breiðholti munu innan skamms búa 24 þúsund manns að minnsta kosti, sennilega fleiri i fyrstu, en siðan færri, er börnin vaxa upp og fiytjast annað. Breiðholtshverfi á að verða sem mest sjálfu sér nógt um alla þjónustu. 1 Breiðholti III verða I haust komnar margar mikilvæg- ustu þjónustustofnanirnar og Reykjanes- og Breiðholts- braut bættar og vegurinn frá Vesturhólum niður til Stekkjabakka orðinn nothæf- ur. Sjá bls. 7. • • Elzt í hópi hvítu kollanna Guöný Sigurgisladóttir var hin kátasta, er við heimsóttum hana I morgun. Hún verður að öllum líkindum elzti stúdent- inn i ár. Sjá nánar á bakslöu um stúdentana i ár. Dauðaslys við eggjatöku Þeir kunnu svo sannarlega að meta góða veðrið, sundlaugar- gestir I borginni I gær. Enda var veður eins og bezt verður á kos- ið, og sjálfsagt hafa fleiri kunn- að að meta það vel og nota en sundlaugargestirnir. Þó sólin láti ekki mikið á sér kræla í dag, er voiiandi, að kosningaveðrið verði aðeins léttara. Þegar við röbbuöum viö veðurstofuna I morgun, gáfu veðurfræðingar nokkuð góöa von um, að léttara yrði yfir. Eins og horfurnar eru I dag mó búast við, að á kosninga- daginn verði vestan eða jafnvel norðanátt, bjartasta verður sunnanlands og austan, en líklega verður skýjað fyrir norðan, þó litil úrkoma. En menn setja það tæpast fyrir sig, þegará að fara að kjósa. — EA.'ljósm : Bjarnleifur VAR SKOTIÐ A STÚLKUR LAND- SÍMANS? „Við gátum ekki betur séð en það væri skotgat, sem myndaöist á rúðuna um leið og glerbrotin þeyttust inn I vinnustofuna hjá okkur”, sagði Geirharður Þorsteinsson arkitekt i samtali við VIsi. A vinnustofu Geirharðs hrökk fólk upp við þaö, að skotiö var á gluggann um kl. 16.30 á miðvikudag — en það var tveim stundum eftir að starfsstúlkur Landssimans tilkynntu lögregl- unni, að einhver væri að skjóta á þær inn um glugga á þriðju hæð, þar sem þær sátu við að afgreiða langlinusimtöl. Landssimahúsið og Vinnustofa Geirharðs arkitekts i Veltusundi 3 eru bæði á móti Grjótaþorpinu. — Vaknaði grunur um, að skotin kæmu þaöan, enda töldu simastúlkurnar ;sig hafa orðið varar við hreyfingar á bak við gluggatjöld I glugga eins hússins gegnt þeim. En var það skotárás? „Okkur þótti einkennilegt að finna hvergi byssukúluna inni i vinnustofunni” sagði Geirharður „Og þó fannst okkur sendingin, sem á rúðuna kom, kraftmeiri en svo, að um loftriffil gæti veriö að ræða,—En eftir aö lögreglan fór af staðnum, fannst stálkúla liggjandi hér á stéttinni undir glugganum, og hún var of fægð til að hafa legið þar lengi. Kannski eru þetta einhverjir með teygju- byssur svona kröftugar”. Lögreglan hefur fengið máliö til rannsóknar. í Hœlavíkurbjargi Dauöaslys varð i Hælavikurbjargi að- faranött s.l. þriðjudags. Þaulvanur sigmaður, sem þar var við eggja- töku, hrasaði þar á syllu, datt aftur yfir sig og fékk mikið höfuð- högg. Var hann látinn, þegar að var komið Sigmaðurinn, sem hét Sigurður Magnússon og var 27 ára, var við eggjatöku i bjarginu meö kunningja sinum. Voru þeir sinn á hvorum staðnum, en höfðu ákveðið að hittast i tjaldi sinu um miðnætti. Félagi Sigurðar kom snemma i tjaldiðog hallaði sér útaf og sofn- aði, á meöan hann beið komu hans. Vaknaði hann um nóttina og sá þá, að Sigurður var ekki kominn. Hóf hann þá leit i bjarg- inu. Þegar hann fann loks Sigurð, var langt liðið á nóttina, og var Sigurður þá látinn. Þyrla flutti fjóra menn úr slysavarnadeildinni á ísafirði á staðinn um klukkan tvö á þriðju- dag, Að sögn eins þeirra var að- staða öll mjög erfið. Var miklar krókaleiðir að fara til að geta náð i likið, og tók það langan tima. Þeir Sigurður og félagi hans fóru i Hæluvikurbjarg fyrst 17. þessa mánaðar, en fengu þá litið. Þeir fóru siðan aftur um siöustu helgi og þá til að koma fyrir varanlegum útbúnaði fyrir sumarið. Siðan sneru þeir sér aö eggjatöku og höfðu unniö sleitu- laustaðhenni allan mánudaginn. —ÞJM ÍSLENDINGAR í SPRENGIBROTUM Á LUNDÚNAFLUGVELLI „Þegar sprengjan sprakk á bilastæði flugvallarins stóð ég einmitt nærri gluggunum sem sneru þangað út. Gler- brotunum rigndi yfir mig, gusturinn frá sprengingunni gekk langt inn i byggingana og reykurinn sömuleiðis.” Þannig lýsir Albert Guð- mundsson sprengingunni miklu á Lundúnaflugvelli um siðustu helgi, en nokkrir is- lendingar voru þar staddir og biöu flugs til islands. — Týndi 226 þúsundum 226.000 krónum tapaði maöur einn, sem týndi veski sinu i mið- bænum i gær. i veskinu var nefni- lega ávisun stiluð á Steinþór Þor- valdsson, og hljóðaði hún upp á þcssa upphæö. Útgefandi þessarar á visunar er Kcflavik h.f„ en þarna er visað á ávisanareikning I útvegsbankan- um i Keflavik. Avisanablaðiö er nr. A172526. Hver sem kann að hafa fundiö veskið eða verða var við ávisun- ina, er beðinn að snúa sér til lög- reglunnar. — GP Liggur þungt haldinn eftir slagsmól Lögreglan leitar nú ákaft að manni, sem veitti ungum pilti alvarlegan áverka i Nóatúni að faranótt fimmtudagsins. Piltur- inn haföi verið i tuski viö annan pilt i undirgöngunum aö Röðli, þegar maðurinn kom aðvifandi án þess aö eiga nokkra hlutdeild i deilumáli piltanna. Gekk maður- inn i slagsmálin af mikilli hörku og með hrottalegum fantabrögð- uin. Þegar honum hafði tekizt að leggja annan piltinn i jörðina sparkaði hann tvivegis i höfuð hans. lllutust af þessum spörk- um miklir áverkar, og er piltur- inn sagður liggja þungt haldinn. Var gerð aðgcrð á höfði hans I gær. Óskar rannsóknarlögreglan eftir sjónarvottum að átökunum yið Röðul hið fyrsta. —ÞJM F-listar í ðllum kjördœmum — baksíða Bjarni Utl I kuldanum — baksiða Dauðaslys í Heiðmörk — baksíða

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.