Vísir - 24.05.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 24.05.1974, Blaðsíða 7
Vísir. Föstudagur 24. mai 1974. 7 ,Breiðholt verði til fyrirmyndor um ytri búnað og alla þjónustu' — Þriðji hlutinn af framkvœmdafé borgarinnar í ár rennur til Breiðholts r — Rœtt við Birgi Isleif Gunnarsson, borgarstjóra, um framtíðaráœtlanir fyrir hverfið og kemur væntanlega i gagnið i sumar. Þó má bóast við, að eitthvað lengri tima kunni að taka að fullgera sérverzlanir, sem verða i hverfinu. En nauðsynja- verzlanir verða orðnar allgóðar með haustinu, ef áætlun stenzt. „Gatnagerð i Breiðholti III er að miklu leyti lokið,” segir borgarstjóri. ,,Nú er unnið við göngu- og hjólreiðastiga og ræktun — meðfram götum og á ljúka i sumar. Einnig á að ljúka við opinn leikvöll við Suðurhóla, sparkvijll og sleðabrekku þar og starfsvöll við Vesturberg. Leikskóli er kominn við Völvufell. Þar er einnig i bygg- ingu dagheimili, sem verður fyrir 51 barn, innflutt timbur- hús. I ár verður byrjað að byggja dagheimili og leikskóla við Suðurhóla. Siðar er i áætlun dagheimili við Rjúpufell. Enn- fremur á eitt skóladagheimili að Þrátt fyrir fullyrðingar um, að ýmislegt vanti, er fylgt eftir ör- ar með þjónustustofnanir borgarinnar i þessu hverfi en verið hefur. „Búið er að úthluta öllu verzlunar- og þjónustumið- stöðvaplássi. Skipulagsnefnd hefur samþykkt tillögur að skipulagi að svonefndri Mjódd i Breiðholti III, þar sem verður aðalviðskipta- og þjónustumið- stöð fyrir hverfiö allt.” „Ég geri mér vonir um, aö innan skamms verði Breiðholt til fyrirmyndar um allan ytri búnað og þjónustu. Vissulega mætti margt betur fara í þessu hverfi eins og öðr- um, og aldrei verður gert svo, að öllum líki. En til úrbóta á ýmsu, sem af- laga fer, er náið og gott samstarf við hverfisbúa líklegast til árangurs, enda hef ég haft náið samstarf við ibúana og fengið margar góðar ábendingar." Þetta segir borgarstjóri, Birgir Isleifur Gunnarsson. Við „landnámið” i Breiðholti, þar sem innan skamms munu búa að minnsta kosti 24 þúsund manns og þó sennilega mun fleiri, hefur Reykjavikurborg bryddað upp á ýmsu nýju i skipulagi, sem til framfara telst, enda tilvalinn vettvangur á þeim stað. 1 hinum gömlu, rót- grónu hverfum hljóta breytingar að taka lengri tima. Og hvað ætlar borgin að gera? „Þriðji hlutinn af öllu fram- kvæmdafé borgarinnar fer i ár til framkvæmda i Breiðholti,” segir borgarstjóri. Þetta eru um 670 milljónir. 1 áætlun til sjö.ára, sem borg- in hefur gert, eiga 3,4 milljarðar að fara til framkvæmda borgar- innar i hverfinu. Slik áætlun hefur ekki áður verið gerð um hverfi i borginni, enda er verk- efnið gerólikt. Jafnvel i Ar- bæjarhverfi munu liklega búa aðeins um sex þúsund manns, þegar Seláshverfi verður full- byggt. 1 Breiðholti I búa nú um sex þúsund og rúmlega það i Breiðholti III. 1 Breiðholti III er áætlað að verði rúmlega 12 þús- und og liklega heldur fleira i fyrstu, meðan börn vaxa úr grasi. Reynslan sýnir, að i nýj- um hverfum búa iðulega fleiri i fyrstu en siðar verður. Hverfin verða eldri og um leið verður meðalaldur ibúanna eldri. Börnin flytjast burt i önnur, ný, hverfi. Með Breiðholti II, sem sprettur nú upp, verða ibúarnir alls komnir yfir 24 þúsund, kann ski allmikið þar yfir. Þ jónustumiðstöðvum lokið á 4 árum Fyrst og fremst vill fólk vita, hvað gerist á næstunni. „I Breiðholti I,” segir borgar- stjóri, „eru nú komnar allar þjónustustofnanir, sem gert var ráð fyrir. 1 sumar verður lokið við göngustiga- og gangstétta- kerfið og allmikið unnið að ræktun. Starfsvöllur verður gerður við Blöndubakka og reyntað ganga frá opnum svæð- um, sem skipulagið gerir ráð fyrir að verði leiksvæði. Þar er gert ráð fyrir, að einn leikskóli komi i viðbót, liklega eftir 3 ár. Siðan komi skóladag- heimili. I Breiðholti III er ráðgert að byggja upp alla þá þjónustu, sem skipulagið gerir ráð fyrir, á næstu fjórum árum, og verði þá komnar allar þjónustumið- stöðvar fyrir það hverfi.” Margt af þessu er alveg á næsta leiti. Bygging íþróttavallarins i Breiðholti er hafin. Þarna kemur slðan inni- og útisundlaug á stærð við Sundlaug Vesturbæjar. „Breiðholt II, ’’ segir borgar- stjóri, „hlýtur að fylgja mjög fast eftir. Þar er i undirbúningi skóli, en aðallega er reiknað með, að þjónustustöðvar komi i gagnið árin 1975 og 1976. Fyrsti áfangi Skógaskóla i Breiðholti II á að verða tilbúinn á næsta ári.” Verzlunarmiðstöð í sumar Hvað um göturnar? Jú, þar eru úrbætur á næsta leiti. „Réykjanes- og Breið- holtsbraut með fjórum akrein- um á að verða lokið i sumar.” segir Birgir. „Vonandi verður einnig i haust búið að leggja götuna frá Vesturhólum niður til Höfða- og Stekkjabakka, þannig að verði nothæft til bráðabirgða og síðan fullgert næsta ár.” Við þann veg styttist geysilega leið „Hólamanna” i Breiðholti III niður i borgina. Verzlunarmiðstöð, allmikil, i Hólahverfi er einnig i byggingu ýmsum auðum og opnum svæð- um. Gatnagerð i óbyggðum hluta Breiðholts verður að mestu unnin á næstu 3 árum.” Verið að opna hverfa- miðstöð. Gæzluvellinum við Suðurhóla, sem er 1600 fermetrar, á að bætast við i Breiðholti III nú i ár. „Fellaskóla verður lokið i ár,” segir borgarsjóri, „og i Hólaskóla verður lokið 1. áfanga, sem verða 12 kennslu- stofur og 2 hópkennslusalir. Þetta verður tilbúið i haust. Borgarstjóri útskýrir áætlunina. Lokið veröur við Reykjanesbraut og Breiðholtsbraut I ár og langt komizt með nýja veginn fyrir „Hólamenn” niður til Höfða- og Stekkjabakka. Látlaust er unnið við göturnar nú. I ár er tekið til við fjöl- brautarskólann, og á fyrsti áfangi kennslustofa að vera kominn i gagnið haustið 1975. Til mannvirkja þessa skóla telst iþróttavöllur með áhorfenda- svæði, löglegur knattspyrnu- völlur,” segir borgarstjóri, „og útisundlaug af svipaðri stærð og Sundlaug Vesturbæjar. Félagsmálastofnun og Heilsu- verndarstöð eru að opna útibú við Asparfell þessa dagana,” segir Birgir ísleifur. „Þarna verður mikilvæg þjónusta við almenning flutt inn i hverfið”. Þarna verður hverfismiðstöð fyrir mál ibúanna, til dæmis mæðravernd og ungbarna- vernd, svo að nokkuð sé nefnt. „Við gerum ráð fyrir, að Breið holtshverfið geti orðið sjálfu sér nóg sem mest um alla þjónustu,” segir borgarstjóri. 3,4 milljarðar eiga að fara i framkvæmdir borgarinnar i Breiðholti, vel að merkja á nú- gildandi verðlagi, svo að þetta verður miklu meira, ef verð- bólgan heldur áfram. Af þessu endurgreiðir rikið borginni rif- lega 1,1 milljarð, miðað við nú- gildandi lög og reglur um hlut- deild rikisins i slikum efnum. Mest er lagt i þetta i ár, 670 milljónir, og siðan öllu minna árin 1975-1978, en þó frá 485 til 592 milljónir á hverju þvi ári. 1979 skal verja um 330 milljónum og um 230 milljónum siðasta ár áætlunarinnar, 1980. Byggingasvæði endist til 1977 Þegar Breiðholt verður full- byggt, er gert ráð fyrir, að þar verði 5040 ibúðir i fjölbýlishús- um, 1067 ibúðir i rað- og keðju- húsum og 653 ibúðir i einbýlis- húsum. I fjölbýlishúsum verða þvi um þrir fjórðu ibúðanna, en tæp 10% i einbýlishúsum. Þau siðasttöldu verða flest, tæp 20%, i Breiðholti II. Nú i ársbyrjun var úthlutað i Breiðholti II 1257 ibúðum og 820 i Breiðholti III. Miðað við svipaða þróun og verið hefur siðustu ár ættu byggingasvæði i Breiðhólti að endast fram á árið 1977. Þá álit- ur borgarstjóri að hverfið ætti að vera til nokkurrar fyrir- myndar um þjónustu hins opin- bera og ytri búnað, ef farið verður i meginatriðum eftir áætluninni. „Auðvitað er slik áætlun viðmiðun,” segir hann. Þróunin gæti breytt einhverju i henni eða kröfur timans á 6-7 árum. I þessari grein hefur einkum verið fjallað um það, sem er væntanlegt alveg á næstunni og er þvi fréttnæmast fyrir „landnemana” i Breiðholti og aðra. _hh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.