Vísir - 24.05.1974, Blaðsíða 13

Vísir - 24.05.1974, Blaðsíða 13
Visir. Föstudagur 24. mai 1974. 13 Brúðkaupsnóttin, sem heimurinn vildi vita um — Nei,segir hún — Já,segir hann Fréttin um aö mann- fræöingurinn Wyn Sargent heföi gifzt mannætu- höfðingjanum Obaharok, langt inni í frumskógum Nýju Guienu, vakti á sin- um tíma heimsathygli. Eitt af því fyrsta, sem blaðamenn spuröu frú Obaharok um, eftir að hún kom aftur út í hinn „sið- menntaða heim", var, hvort hún hefði ekki sofið vel á brúðkaupsnóttina í örmum síns heittelskaða mannætuhöfðingja. Blöðin buðust til að borga henni háar upphæðir fyrir lýsingu henn- ar á þessari nótt og öllu þvi, sem þau hefðu sagt og fram hefði far- ið á milli þeirra. En frúin neitaði öllum slikum boðum og hún þvertók fyrir að þau hefðu..? Heimurinn lét sér þetta svar vel lika, en þó ekki allir. Blaðamaður frá þýzku blaði vildi fá hina hlið- ina á málinu og gerði sér ferð inn i skóginn — ásamt fjölda fylgdar- manna — og ræddi þar við eigin- manninn yfirgefna, herra Obaharok, og hann hafði allt aðra sögu að segja. Hún var n grísa virði! ,,Hún benti á mig og siðan á sig og loks á kofann,” sagði herra Obaharok. ,,Ég skildi strax hvað hún var að fara, og ég var ekki ófáanlegur, þrátt fyrir að hún væri með mjótt nef — (slikt þykir ekki fallegt i skóginum hans Obaharok) — og að af henni væri óþægileg lykt” — (frúin fór i bað þegar heim var komið, en slikt telja mannæturnar á þessum slóðum hinn mesta óþarfa). Obaharok lýsti siðan vandlega öllum viðskiptum þeirra hjóna fyrir blaðamanninum, svo og brúðkaupinu og undirbúningi þess. Hann sagði m.a. frá þvi, að frú- in hefði ekki átt neitt til að láta sig hafa i heimanmund og þvi keypt 11 svin og ýmislegt annað til að fá að giftast honum. Viðurkenndi hann að hafa sjálfur sett upp þetta verð til að losna við að gift- ast henni — þetta væri vel tvö- faldur heimanmundur.... ,,En hún vildi fyrir hvern mun giftast mér, og ég gat ekki slegið hendi á móti 11 svinum” — sagði þessi svarti sjarmör og brosti ánægju- lega framan i þýzka blaðamann- inn. Bók Wyn Sargent um ferðina i frumskóginum og hið skamm- vinna hjónaband sitt með mannætuhöfðingjanum mun íoma út i sumar. Biða menn nú spenntir eftir að vita, hvort hún segi þar frá ÖLLU. — klp — *D SIGUR REYKJAVÍKUR + 1 Wyn Sargent ásamt syni sinum —af fyrra hjónabandi — við komuna til Los Angeles, eftir að henni hafði vcrið visað úr landi I Indónesiu. Opið til kl. 10 í kvöld og hódegis laugardag JAKOBS tekex LIBBY’s tómatsósa 4x250 gr. RÍÓ kaffi Strásykur, 2 kg, COCOA PUFFS CHEERIOS Eldhúsrúllur Toilet pappir — 25 rl. kr. 36.00 kr. 59.00 kr. 316.00 kr. 196.00 kr. 84.00 kr. 66.00 kr. 88.00 kr. 515.00 Kjöt, smjör, ostar og mjólk ó nýja verðinu. Kaupgarður .... á leiðinni heim Smiöjuvegi 9 Kopavogi Hjónin Wyn Sargent frá Bandarikjunum og mannætuhöfðinginn Obaharok frá Nýju Guineu eftir hjónavigsluna. Nú ber þeim ekki sam- an um hvað gerðist á brúðkaupsnóttina. 2748.- Ritari Starf ritara á skrifstofu landlæknis er laust frá 1. júli næst komandi. Nánari upp- lýsingar á skrifstofu landlæknis. Landlæknir (SKÓÖÚD SUÐURU€RS Kr. 2462.-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.