Vísir - 24.05.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 24.05.1974, Blaðsíða 6
6 Vísir. Föstudagur 24. mai 1974. visir (Jtgefandi: Framkvæmdastjóri: Hitstjóri: Fréttastjóri: Kitstjórnarfuiltrúi: Fi'éttastj. erl. frétta: Augiýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritstjórn: Reykjaprent hl'. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Ilaukur Ilelgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Ilverfisgötu 32. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Kjölfesta eða upplausn Áður voru vinstri flokkarnir þrir, en nú eru vinstri flokksbrotin orðin ellefu talsins. Alþýðu- flokkurinn hefur fætt af sér Samtök jafnaðar- manna. Framsóknarflokkurinn hefur fætt af sér Möðruvallahreyfinguna. Alþýðubandalagið hefur fætt af sér Fylkinguna, Kommúnistasamtökin, Rauða verkalýðseiningu og Samtök frjálslyndra og vinstri manna, sem siðan hafa fætt af sér lið- sveitir Bjarna Guðnasonar, Magnúsar Torfa og Hannibals. Þetta er mesta upplausn, sem orðið hefur á skömmum tima i stjórnmálum landsins. Allur vinstri vængur stjórnmálanna hefur sprungið i loft upp. I stað hinnar venjulegu sundrungar eru komin bræðravig og upplausn. Fyrirsjáanlegt er, að i náinni framtið er enginn grundvöllur fyrir samstarfi þessara striðandi fylkinga, allra sizt i rikisstjórn landsins og borgarstjórn Reykjavik- ur. Ekki er þetta aðeins hörmuieg þróun fyrir vinstri menn, heldur þjóðina alla. Við höfum fylgzt með þvi, hvernig upplausn stjórnmála- flokkanna i Danmörku hefur leikið frændþjóð okkar. Þar vofir yfir efnahagskreppa og stjórn- leysi. Var þó flokkaupplausnin þar sýnu hæg- gengari en sú, sem er að gerast um þessar mund- ir hér á landi. Ábyrgir kjósendur verða nú að taka saman höndum gegn upplausninni með þvi að ganga til liðs við stærsta stjórnmálaflokkinn, Sjálfstæðis- flokkinn. Með þvi að efla hann eru kjósendur að tryggja kjölfestu þjóðfélagsins á þessum upp- lausnartimum. Og fyrsta verkefnið á þvi sviði er að hindra innreið upplausnarinnar i borgarstjórn Reykjavikur. Nýtt land, blað Bjarna Guðnasonar, segir á for- siðu, að óliklegt sé, að vinstri flokkarnir geti komið sér saman um borgarstjóraefni i Reykja- vikog enn siður um önnur borgarmál. ,,öll stjórn borgarinnar i þeirra höndum yrði hrossakaup- stefna, þar sem hagsmunir flokkanna sitja i fyrirrúmi”. Sjálfstæðismenn viðurkenna, að þeir geta ekki einir varið borgina gegn innreið upplausnarinn- ar. Þeir þurfa að fá til liðs við sig óháða kjósend- ur i stærri stil en nokkru sinni áður til að tryggja áfram heilsteyptan meirihluta i Reykjavik, kjöl- festu i ólgusjó upplausnarinnar. Horfurnar i borgarstjórnarkosningunum eru svo tvisýnar, að eitt atkvæði getur skilið milli kjölfestu og upp- lausnar. Sigur Sjálfstæðisflokksins i borgarstjórnar- kosningunum mundi einnig koma vinstri mönn- um að gagni, þegar til lengri tima er litið. Sá sig- ur yrði túlkaður sem andstaða kjósenda gegn pólitiskri upplausn og hvatning og krafa til vinstri flokkanna um að leggja niður bræðravig sin. Og vinstri flokkarnir hafa um þessar mundir sára þörf fyrir slika kennslustund. Reykjavik er i bráðri hættu. Brim upplausnar og öngþveitis brýtur á borgarmúrunum. Við skorum á alla ábyrga kjósendur að snúa nú bök- um saman gegn þessari hættu og tryggja, að Reykjavik verði áfram vin og griðastaður i Sturlungaöld vinstri vængs landsmálanna. Reyk- vikingar vilja hafa frið til að halda áfram að byggja góða og fagra borg og vilja ekki eyða kröftum borgarstjórnarinnar i pólitiskt öng- þveiti. Kosningarnar á sunnudaginn skera úr um, hvort þetta tekst eða ekki. —JK Indland orðið sjötta kjarnorkuveldið Indverjar sprengdu kjarnorkusprengju neðanjarðar i lok siðustu viku. Þeir urðu þar með sjötta rikið i hópi kjarn- orkuvelda. Fram til þessa hafa aðeins þau fimm riki, sem hafa neitunarvald i öryggis- ráði Sameinuðu þjóð- anna, ráðið yfir kjarn- orkuvopnum: Bandarík- in, Sovétrikin, Kina, Frakkland og Bretland. til átakasvæðanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Sakharov, sovézki kjarnorkufræðingurinn, sem nú er i ónáð, sagði, að kjarn- orkutilraunin væri „mikill harm- leikur”. Sú staðreynd, að Indverjar hafa beizlað kjarnorkuna, verður ekki til þess að lyfta landinu upp úr þeirri efnahagslegu eymd, sem það er í. Þar rikir hungursneyð og alls kyns hörmungar sækja að. Iðnþróun er almennt á mjög lágu I Sprengjan var sprengd á 100 metra dýpi i héraðinu Radschast- han, sem liggur að landamærum Pakistan. Hún er talin hafa verið jafnöflug og 15000 tonna TNT- sprengja. Indverjar hafa ekki frekar en Frakkar og Kinverjar undirritað M l'S'M Umsjón: B.B. Indira Gandhi, forsætisráðherra Indlands, ræðir hér við hermenn i her lands sins. Hún getur nú látið þá beita kjarnorkuvopnum. alþjóðasamninginn um bann við dreifingu kjarnorkuvopna. En öll þessi þrjú riki hafa undanfarin ár unnið sleitulaust að gerð kjarn- orkusprengja. Stjórn Indlands leggur rika áherzlu á það, að til- raunin með sprengjuna sé ekki fyrirboði þess, að Indverjar ætli að hverfa frá þeirri stefnu sinni að nýta kjarnorkuna aðeins til friðsamlegra nota. Indira Gandhi, forsætisráð- herra, hefur hvað eftir annað itrekað, að hún vilji ekki að þjóð sin verði þátttakandi i kjarnorku- vopnakapphlaupinu. Með þessum yfirlýsingum hefur hún bæði viljað róa erlend riki og halda i skefjum þeim öflum i Indlandi, sem vilja, að landið komi sér upp kjarnorkuher. 1 skoðanakönnun, sem framkvæmd var 1970, kemur fram, að 66% Indverja vilja, að land sitt ráði yfir kjarnorkuvopn- stigi. Talsmenn stjórnvalda hafa m.a. rökstutt nauðsyn sprengingarinnar með þvi að benda á, að Indland hafi farið á mis við iðnbyltinguna og verði þvi að stiga skrefi framar og taka kjarnorkuna i sina þjónustu. Það hlýtur að vera áleitin spurning, hvort Indverjar ætli einungis að nota kjarnorkuna i friðsamlegum tilgangi. A undan- förnum árum hafa þeir oftar en einu sinni lent i átökum við ná- granna sina iPakistan. Indverjar hafa ekki heldur gleymt þvi, þeg- ar þeir töpuðu i átökunum við Kinverja 1962. „Við höfum ákveðið að sækjast ekki eftir kjarnorkuvopnum, en komi tiPþess vegna atvika, sem við ráðum ekki við, að við þurfum að eignast kjarnorkusprengju, þá held ég, að við getum það með til- Indverjar gerðu tilraunina með kjarnorkusprengjuna I Rad- schasthan-héraði, sem liggur að Pakistan. tölulega skömmum fyrirvara.” Þetta sagði Chagla, sem var utanrikisráðherra Indlands 1967, þegar hann ávarpaði afvopnunar- ráðstefnuna i Genf i april það ár. í byrjun árs 1970 ákvað ind- verska rikisstjórnin að. kanna, hvað það kostaði að framleiða kjarnorkusprengju. Ákvörðunin var tekin á grundvelli skýrslu, sem samin var af S. Swamy, hag- fræðingi menntuðum i Harvard- háskóla. Að hans áliti átti fimm ára áætlun með þessu markmiði að kosta einn milljarð dala. Áætlunin náði einnig til þess, að smiðaðar yrðu eldflaugar til að flytja sprengjurnar. Indverjar segja nú, að fram- leiðsla þessarar einu sprengju hafi kostað 216 milljónir dollara. Þeir leggja áherzlu á, að enginn erlendur aðili hafi komið nálægt gerð sprengjunnar. „Við ráðum auðvitað sjálfir yfir plútonium” er haft eftir indverskum emb- ættismanni, og einnig: „Við get- um fundið hér og þar i landi okkar það, sem að öðru leyti er nauð- synlegt, og við höfum notazt við það.” Aðeins Bandarikin og Sovétrik- in hafa til þessa notað kjarnorku- sprengjur i friðsamlegum til- gangi. Bandarikjamenn hafa not- að sprengjurnar I leit að jarðgasi. Sovétmenn hafa notað þær við gerð skipaskurðarins Petchora- Volga. Hvort Indverjar ætla að beita sínum sprengjum fyrir sig við gerð áveituskurða eða i leit að náttúruauðlindum, mun koma i ljós. Hitt er vist, að tilraun þeirra með sprengjuna hefur betur en nokkuð annað dregið fram and- stæðurnar i landinu. Þar rölta heilagar kýr um stræti, bændur strita á ökrum með haka og skóflu og visindamenn framleiða hættulegasta vopn sögunnar. uni . Yfirlýsingar frú Gandhi hafa ekki megnað að koma i veg fyrir mótmæli gegn fyrstu tilrauninni með kjarnorkusprengju á Ind- landi. Bandariska utanrikisráðu- neytið sagði i afstöðu sinni til sprengjunnar, að frekari út- breiðsla kjarnorkuvopna hefði neikvæð áhrif á pólitiskan stöðug- leika I heiminum. Hernaðarstað- an i Asiu mundi þó ekki breytast við það, að Indverjar kæmu sér upp kjarnorkuher. 1 Japan var tilraunin skýrð sem einn liðurinn i ásælni Indverja eftir að verða taldir til stórveld- anna. Rikisstjórnin i Pakistan mótmælti harðlega. Sumir telja, að tilraunin hafi einmitt verið gerð til að sýna Pakistönum og Kinverjum veldi Indlands. I til- efni af tilrauninni itrekaði stjórn ísraels þá stefnu sina, að tsraels- menn ætluðu ekki að verða fyrstir til þess að flytja kjarnorkuvopn í sjötta kjarnorkuveldinu er kýrin enn dýrkuð og heiðruð með þvl að taka I halann á henni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.