Vísir - 24.05.1974, Blaðsíða 9

Vísir - 24.05.1974, Blaðsíða 9
Visir. Föstudagur 24. mai 1974. 9 cTVIenningannál í óendanlegu rúmi Vilhjálmur Bergsson er einn þeirra fjöl- mörgu islensku listamanna, sem bú- settir eru erlendis. Hann hefur undanfarið dvalið i Kaup- mannahöfn, þar sem hann lærði á sinum tima, unnið að mynd- list og haldið sýningar. Nú er hann hér i skyndiheimsókn og hefur opnað sýningu i Norræna húsinu. Það hefur færst i vöxt hér á landi, að menn haldi yfirlits- sýningar meðan þeir eru enn á miðjum starfsaldri, og ber að fagna þvi, vegna þess að alltaf bætast nýir i hóp mynd- listaráhugafólks, og svona sýningar hjálpa þeim til að átta sig á hlutunum og fá i þá sam- hengi. Á yfirlitssýningu Vilhjálms eru nokkrar teikning- ar og 39 oliumálverk frá árun- um 1961-’74. Sýningunni er haganleg fyrir komið, og gefur hún glögga mynd af ferli Vilhjálms. Greinilegt er, að um 1967 verða miklar breytingar á viðhorfum hans og vinnubrögð- um. Hann tekur upp sjálf- stæðari stefnu en áður, og frá þessum tima má rekja óslitna þróun. Ef horft er á lita- og efnisval, má sjá hægfara breytingu frá þungum svart- brúnum litum yfir i hvella og andstæða, og myndefnið virðist nálgast æ meir hugarheim raunvisindamannsins. Nýjar uppgötvanir i visindum og listum hafa alltaf farið saman. Landafundirnir og renaissansinn byggja á sama grundvelli, einnig surrealisminn og Sigmund Freud, og þannig mætti lengi tplja. A seinni hluta 20. aldar er þvi ekki undarlegt að visinda- legar uppgötvanir svo sem i stjörnufræði, dragi að sér at- hygli listamanna, a.m.k. þeirra sem komið hafa auga á það hlutverk sitt að vera ekki aðeins þjónar timabundinna viðhorfa og hugmynda, heldur einnig hreyfiafl i framvindunni. Vist er um það að Vilhjálmur hefur orðið fyrir miklum áhrifum frá þeirri nýju heimsmynd, sem nútima stjörnufræði og skyldar MYNDLIST greinar hafa skapað. Margar seinni mynda hans sýna hluti svifandi i óendanlegu rúmi Einnig reynir hann i öðrum að sýna bæði tima og rúm i hinum tviviða fleti málverksins, t.d. i mynd nr. 35 Á strengjum II og nr. 39 Ýmis stig II. Þar hefur hann bætt timanum frá vexti til hrörnunar við viðáttuskynið. eftir Elísabetu Gunnarsdóttur Utan hrings og innan IV, máluð 1973. í strand? Þó val viðfangsefnisins sé þannig mjög við hæfi þeirra tima sem við lifum á, finnst mér samt, þegar ég athuga feril Vii- hjálms undanfarin ár, eins og hann sé að sigla i strand. Siðustu verkin frá '73 og ’74 tei ég bera þetta með sér. Þrátt fyrir langvinna og nákvæma ihugun viðfangsefnisins, er eins og honum hafi ekki tekist að taka afstöðu til þess eða draga af þvi ályktanir. Allavega tekst honum ekki, að mér finnst, að koma máli sinu nógu vel til skila, og á ég þá ekki við hina tæknilegu úrvinnslu, þvi þar er Vilhjálmur vel að sér, heldur er annað tveggja að hugmyndin, sem býr að baki er ekki nógu skýr eða að oliumálverkið er honum ekki hentugur miðill. En hvað sem annars má um þetta mál segja, þá er sýningin allrar athygli verð, timinn er þó ekki langur til stefnu, þvi henni lýkur á sunnudagskvöld. MIKU&RAU7 HÚSGAGNAVERZLUN GUÐMUNDAR Skeifan 15 Sími 82898 0-lúsfroyjustóll Hægindastóllinn vinsæli frá Módelhúsgögnum. Hl/legur stóll, sem sæmir sér vel hvar sem er. 0Holsingi Frábært sófasett fyrir vandláta. íslenzk eða erlend áklæði eftir eigin vali. 2,3, eða 4 sæta sófi. Velja má um stál eða tréfætur. Húsbóndastólinn má kaupa sérstaklega. °6ommoda Sófasettið, sem endist helmingi lengur. Formfagurt og sérlega þægilegt. Nýtízkulegt í hönnun: tveir púðar í baki; allir slitfletir viðsnúanlegir. £>omino Sófasettið vinsæla er komið aftur. Eldri pantanir óskast endurnýjaðar. Takmarkaðar birgðir. GUÐMUNDSSONAR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.