Vísir - 24.05.1974, Blaðsíða 4

Vísir - 24.05.1974, Blaðsíða 4
4 Vísir. Föstúdagur 24. mai 1974. &KÓBÚD 5UÐURUGR5 PASSA/ViTNDIR 'TÍÍ/óájU&l Á, ö nvUt-f é öAuöskírtteinL~ n&frvskMeUiL oeffttkréf~ skóttöskéiéainl o.a- Hve lengi viltu bída eftir fréttunum? Viltu fá þærheim til þín samdægurs? Eda viltu bída til næsta morguns? VtSIR flytur fréttir dagsins ídag! f^Tstur meó TTTfl I II fréttimar \ Frá Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur Þeim, sem hyggjast sækja um leyfi til að setja upp sölutjöld á þjóðhátiðardaginn 17. júni nk.,ber að hafa skilað umsóknum fyr- ir 7. júni nk. á skrifstofu borgarverkfræð- ings, Skúlatúni 2, 3. hæð. Umsóknareyðublöð liggja frammi á sama stað. LAUSAR STÖÐUR VIÐ SJÚKRAHÚS OG HEILSU- GÆSLUSTÖÐ VESTMANNAEYJA Stöðurnar og störfin, sem hér um ræðir veitast frá 1. ágúst 1974. 1. Yfirlæknir á lyflæknisdeild. 2. Yfirlæknir á handlækningadeild. 3. Yfirhjúkrunarkona. 4. Deildarhjúkrunarkona á lyflækninga- deild. 5. Deildarhjúkrunarkona á hand- lækningadeild. 6. Sérmenntuð hjúkrunarkona á skurð- stofu. 7. Tvær ljósmæður. 8. Nokkrar hjúkrunarkonur á allar deildir: 9. Nokkra sjúkraliða á allar deildir. 10. 2 Meinatæknar 11. 1 Röntgentæknir. 12. 1 Röntgenmyndari. 13. Læknaritari. 14. Bryti. 15. Matráðskona. 16. Gangastúlkur. Auk þess er óskað eftir fólki til ræstinga, aðstoðar i eldhúsi, og húsverði, sem verður að geta annast minniháttar viðgerðir og hafa bilpróf. Nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri. Umsóknarfrestur er til 15. júni 1974. Vestmannaeyjum, 6. mai 1974. Stjórn sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar. AR/NTB i MO Ráðherrar fyrir rétt Tveir fyrrverandi ráðherrar i rikisstjórn Marcello Caetanos i Portúgal verða dregnir fyrir her- rétt. Þeir cru Cesar Moreira Baptista, fyrrverandi innanrikis- ráðherra, og Joaquim Silva Cunha, fyrrverandi varnarmála- ráðherra. Ráðherrar úr fyrrverandi rikis- stjórn Portúgals hafa ekki áður verið dregnir fyrir dóm. Ekkert hefur verið látið uppi um sakir iþeirra, en báðir stjórnuðu þeir PIDE, pólitisku lögreglu |einræðisstjórnarinnar. Vill aflétta olíubanninu Aziz Bouteflika, utanrikisráð- herra Alsir, segir, að stjórn sin vilji aflétta oliubanninu, sem gilt hefur gagnvart Hollandi og Dan- mörku undanfarna sjö mánuði. ,,í nafni Alsirs lýsi ég þvi yfir, að það eru furðulegar þverstæður i oliubanninu,” sagði Boutflika, þegar hann kom til Alsir frá Kairó I gær.” Það verður að af- létta banninu gagnvart Hollandi og Danmörku.” ,,Ef við viljum hefja alvarlegar viðræður við Evrópurikin, er timi til þess kominn að ryðja þessum þverstæðum úr vegi. Hollending- ar og Danir verða að njóta góðs af þeirri ákvörðun, sem leiddi til þess, að við hættum að takmarka oliusölu til Bandarikjanna. öll riki verða að sitja við sama borð 1 þessu efni,” sagði utanrikisráð- herrann. Sendiherra USA kominn til Svía Nýr ambassador Bandarikj- anna i Sviþjóð, Robert Strausse-Hupe, kom á mið- vikudag til Stokkhólms. Hann er fyrsti sendiherra Banda- rikjanna i Sviþjóð, eftir að Nixon forseti lét kalla heim John Guthrie ambassador i fyrra til að mótmæla gagnrýni Ölof Palme á Vietnamstefnu Bandarikjanna. KOSNINGAHAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS DREGIÐ í KVÖLD ☆ Drœtti ekki frestað ☆ Afgreiðslan í Galtafelli, Laufósvegi 46, er opin til kl. 23 ☆ Greiðsla sótt heim, ef óskað er Sími 17100

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.