Vísir - 24.05.1974, Blaðsíða 20

Vísir - 24.05.1974, Blaðsíða 20
Reifar aö afioknu stúdentsprófinu Sif, Maria og Sigrún VÍSIR Vfsir. Föstudagur 24. mai 1974. „Treystum þvi að fóik muni kjördeiida- skiptingu" „Við auglýsum kjörstaöina samkvæmt lagaskyldu, en kjör- deildaskiptingu auglýsum viö ekki núna. Þaö er þó engin breyting af okkar háifu, þvi hún var ekki auglýst siöast heldur. En við treystum þvi, að fólk muni almennt kjördeildaskiptinguna frá þvi þá, þvi hún hefur ekkert breytzt að ööru leyti en þvi, að íbúar i Breiðholti III kjósa i Fellaskóia”. Þetta sagði Jón Tómasson, skrifstofustjóri á borgarskrif- stofum, þegar Visir hafði samband við hann I morgun vegna kjörstaða- og kjördeilda- skiptingar við borgarstjórnar- kosningarnar nú. Kjörstaðir eru eingöngu auglýstir, en margir sakna þess að fá ekki nákvæma kjördeildaskiptingu birta. „Það þarf heldur ekki að leyna þvi”, sagði Jón ennfremur, „að það hefði kostað okkur 1200 þúsund krónur að auglýsa þetta i tvigang núna, og þar sem þetta var umfram skylda, vildum við spara það. En engar breytingar hafa sem sagt átt sér stað, og ef fólk er ekki alveg visst, þá liggja allar upplýsingar frammi i skólunum”. Þá skal þess getið, að skráð heimilisfang 1. desember sl. ræður kjörstað. —EA Bjarni úti í kuldanum „Við treystum okkur ekki til að tryggja Bjarna Guðnasyni fyrir- fram öruggt sæti á lista”, segir Kristján Bersi ólafsson. Hann var fulltrúi Samtaka jafnaðar- manna I viðræðum við Frjáls- iynda flokkinn. Frjálslyndi flokkurinn hefur skipað menn til viðræðna við Samtök frjálslyndra og vinstri manna, Möðruvallahreyfinguna og Samtök jafnaðarmanna um sameiginlegt framboð við þing- kosningarnar. Mundu Frjáls- lyndir, ef af yrði, væntanlega skipa sér undir merki F-lista. I viðræðunum tóku þátt auk Kristjáns Bersa Magnús Torfi ólafsson og Kristján Thorlacius og þrir fulltrúar Frjálslynda flokksins, þó ekki Bjarni Guðna- son sjálfur. En frjálslyndum var fremur illa tekið. Forvigismenn hinna þriggja flokksbrota, sem hyggjast standa að F-lista, hörmuðu, að fulltrúar Frjálslynda flokksins skyldu ekki hafa kynnt sér sameiginlega stefnuyfirlýsingu þeirra, áður en þeir komu til viðræðnanna. „Við erum til viðræðna um málefna- samstöðu”, segir Kristján Bersi. —HH FRA FARSKOLA TIL STÚDENTS- PRÓFS „Eigum við ekki að segja, að það sé Iestur og liðugar sellur” sögðu dúxarnir i M.H. eftir brautskráningu I gær, þegar við spurðum um ástæðuna fyrir árangrinum. Hvitu kollarnir hafa aldrei verið fyrr á ferðinni en i ár og ástæðan er sú, að lengd námsanna fyrir og eftir jól hefur verið jöfnuð. Elzti dúxinn i ár er 47 ára, er það Guðný Sigurgisladóttir úr öldungadeild, sem stökk i einu stökki frá farskóla til stúdents- prófs. „Þetta er mest að þakka strangri vinnu auk þess sem ég byggi á almennri þekkingu úr skóla lifsins”. Og i Háskólann var hún staðráðin i að fara næsta haust. Frá' M.H. voru nú braut- — hvítu kollarnir fyrr ó ferðinni en vant er — og þeir fyrstu koma fró öldungadeildinni skráðir stúdentar úr öldunga- deild og áfangakerfi i fyrsta sinn og úr bekkjakerfi i siðasta sinn. Var stúdentaaldurinn þvi að þessu sinni frá 17 til 47 ára. Rektor sagði okkur einnig frá þvi, að nú hafi einnig verið tekin upp sú nýbreytni fyrir tilviljun eina að halda stúdentspróf úti i hrauni. Er komið var til eins munnlega prófsins, var próf- dómarinn ókominn og fannst að lokum við gróðursetningu úti i Hafnarfjarðarhrauni, og var þvi prófið haldið þar i vorgrænni náttúrunni. jg Dúxar úr þremur kerfum. Sigrlður Jónsdóttir eðiisfræðideild, Guðný Sigurgísladóttir öidungadeild, Hrönn Ríkharðsdóttir máladeild, GIsli Torfason náttúrufræðideild, Kjartan Ottósson úr áfangakerfi og yngsti stúdentinn Helgi Þorleifsson 17 ára. JB Dauðaslys í Heiðmörk — ungur moður fannst þar lótinn skammt fró bíl sínum, sem hafði oltið út af veginum Þritugur maður lézt af slysförum uppi i Heiðmörk i gær- morgun, þegar bifreið hans valt út af veginum og fór nokkrar veltur. Óvist er um tildrög slyssins, þvi að ekki hefur náðst til neinna sjónarvotta, en lögreglan óskar að pá tali af manni, sem var með hinum látna i bifreiðinni snemma morguns. Það varfuglaskoðari á leið um Heiðmörk um kl. 9 i gærmorgun i veðurbliðunni, sem fyrstur kom að rauðri stationbifreið (Skoda) á hvolfi utan vegar. Nokkra metra frá bílflakinu lá maður látinn. Við rannsókn kom i ljós, að hinn látni var umráðamaður bifreiðarinnar, og sýnist svo sem hann hafi misst stjórn á henni þarna á veginum einhverra hluta vegna. Löng för á veginum benda til þess að bifreiðin hafi rásað til á honum, áður en hún valt út af. Sennilega hefur bfllinn oltið nokkrar veltur og við það hefur maðurinn hrokkið út úr henni. Hefur maðurinn orðið undir bilnum I einni veltunni og beðið bana af. Um ferðir hins látna I fyrrinótt er litið vitað. Þó sást til hans við nætursöluna i Umferðarmiðstöðinni milli kl. 6 og 7 að morgni. Var þá i för með honum annar maður, sem lögreglan þarfnast aðstoðar frá til glöggvunar á ferðum hins látna. —GP F-listar verða í öllum kjördœmum r — segir Kristjón Bersi Olafsson um sambrœðslu Magnúsar Torfa, Möðruvallahreyfingarinnar og Samtaka jafnaðarmanna — Hannibal og Björn ó A-lista? „Ég geri ráð fyrir, að F-listar verði I framboði við þingkosn- ingarnar i öiium kjördæmum landsins”, sagði Kristján Bersi Ólafsson skólastjóri, einn for- vlgismanna hinna nýju Samtaka jafnaðarmanna, I morgun. Með F-lista er átt við sameiginlegt framboð Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, að minnsta kosti þess hluta, er fylgir Magnúsi Torfa Ólafssyni, Möðruvalla- hreyfingarinnar og Samtaka jafnaðarmanna. Spurningin er, hvort sá hluti Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, sem fylgir Hannibal og Bírni Jónssyni muni bjóða fram með Alþýðuflokknum, og þá A- eða J-lista. Gylfi Þ. Gislason, for- maður Alþýðuflokksins.sagði i morgum, að þetta væri allt óráðið, en „stöðugir fundir” væru hjá forystumönnum Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Þingmenn „Samtakanna”, Hannibal, Björn og Karvel Pálmason, verjast frétta. Hve margir eru i hinum nýja flokki, Samtökum jafnaðar- manna? Það er ekki fullljóst, að sögn forystumanna hans. „Við vorum fáir i fyrstu, enda gerðist þetta allt eins og i hraðskák”, sagði Helgi Sæmundsson ritstjóri i morgun. „Félögunum fjölgar og menn geta gerzt stofnfélagar fram til 1. júni”. Hvaða afstöðu hefur þessi flokkur i bæjar- og sveitar- stjórnarkosningunum? „Við höfum gefið yfirlýsingu um, að við styðjum lista jafn- aðarmanna og samvinnumanna hvarvetna”, segir Helgi Sæmundsson. Hann segir, að Samtök jafnaðarmanna hafi ekki orðið til, fyrr en búið var að ganga frá framboðum fyrir bæjar- og sveitarstjórnarkosn- ingarnar. Sem dæmi um þá lista, er flokkur hans styddi, nefndi Helgi Sæmundsson J-lista i Reykjavik, A-lista i Hafnarfirði og lista vinstri manna á Sel- tjarnarnesi. Uppstillinganefnd Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Möðruvallahreyfingarinnr og Samtaka jafnaðarmanna I Reykjavik hélt fund I gær. Þá réðu forvigismenn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna i Norðurlandskjördæmi eystra ráðum sínum i gærkvöldi. Það er kjördæmi Björns Jónssonar. Framboðsfrestur rennur út eftir 6 daga, og forystumenn hinna ýmsu flokka og flokksbrota „jafnaðar- og samvinnumanna” eru i miklu timahraki, en málin hljóta að skýrast næstu daga.HH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.