Vísir - 24.05.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 24.05.1974, Blaðsíða 3
Vísir. Föstudagur 24. mai 1974. 3 Landshappdrœtti Sjálf stœðisf lokksins: Sprenging á Heathrow-flugvelli: Eagles/On the border » _— Proeol Harum/ Exotic birds & other fruit Mike Oldfield/ TubuiVar bells Herbie Haneock/Head hunters Elton John/Goodbye yellow brick road Marvin Gaye/Anthology Yes/Tales from Topographic Oceans Grateful Dead/Skeletons from the closet Blue Oyester Cult/ Secret Treaties Mountain/Twin peaks lan Matthews/Some days you eat the bear Mott the Hoople/The Hoople Joni Mitchell/Court & Spark Jesse Colin Young/Light Shine Steeleye Span/ Now we are Six New Kiders of the purple Sage/Home, home on the road Stevie Wonder/Innervisions Seals & Croft/Unborn Child Arlo Guthrie/Hobo’s lullabye, Secret Oyster Paul Simon/Live Rhymin Cat Stevens/Buddha & the Chocolate Box. .JpGudjónsson hf. \ Skúlagötu zb „\ PLÖTUPORTIÐ D-LISTAR í NORÐUR- LANDI EYSTRA OG VESTFJÖRÐUM Laugavegi 17 Listi Sjálfstæðisflokksins við þingkosningarnar i Vestfjarða- kjördæmi er þannig: 1. Matthias Bjarnason, alþmaður. 2. Dorvaldur Garðar Kristjáns son, alþmaður. 3. Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vigur, menntaskólakennari 4. Jóhannes Árnason sýslumaður, Patreksfirði. 5. Ilildur Einarsdóttir húsmóðir, Bolungavik. 6. Kristján Jónsson simstjóri, Hólmavik. 7. Engilbert Ingvarsson bóndi, Tyrðilsmýri. 8. Ingi Garðar Sigurðsson tilraunastjóri, Reykholti. 9. Jóhanna Helgadóttir húsmóðir, Prestsbakka. 10. Asberg Sigurðsson borgarfógeti, Reykjavik. Listi Sjáifstæðisfiokksins i Norðurlandskjördæmi eystra er þannig: Sprengibrotunum rigndi yfir íslenzko farþego Rœtt við Albert Guðmundsson, sem var méðal Islendinganna á flugvellinum „Þegar sprengjan sprakk á bilastæði flug- vallarins stóð ég einmitt nærri glugg- unum, sem sneru þangað út. Glerbrotun- um rigndi yfir mig, gusturinn frá spreng- ingunni gekk langt inn i bygginguna og sömu- leiðis reykur. Nokkur skjálfti fylgdi spreng- ingunni og stóð hann i nokkrar sekúndur”. Þannig lýsti Albert Guðmundsson, stór- kaupmaður, atburðum á Heathrow-flugvelli i London siðastliðinn sunnudag. vallarsvæðið. Við vorum þarna saman þrir Islendingar og hlóðum við öllum okkar farangri á vagn, sem þarna stóð nærri. Útiá flugvellinum hittum við fyrir fjóra Islendinga, sem einnig höfðu verið að biða eftir vél heim”. ,,Ég hafði komið á flugvöllinn klukkan átta um morguninn, en þegar sprengjan sprakk, var klukkan um ellefu”, sagði Albert. „Úti á flugvellinum þurftum við að standa i þrjá klukkutima. Það var steikiandi hiti, enda var þorstinn farinn að segja til sin þegar á leið. Við Islendingarir höfðum verið heppnir: I kerrunni, sem við höfðum gripið til undir farangur okkar, höfðu verið tvær flöskur með eplasafa. Það hafði verið tilkynnt til flugstöðvarinnar, að tvær sprengjur enn ættu eftir að springa. Leit var þegar hafin, en það fannst aldrei nema ein. Sú fannst inn i byggingunni og þegar það fréttist, fór hrollur um okkur, sem höfðum verið i byggingunni. Sprengjan, sem sprakk á bilastæðinu, var um 30 til 40 metra frá byggingunni, en hún var svo öflug, að hún eyði- lagði að minnsta kosti 32 bila og jafnframt megnið af rúðunum i þeirri hlið flugstöðvarinnar, sem sneri út að svæðinu. Sem betur fer, voru engir á ferli á svæðinu, þegar sprengingin varð” hélt Albert áfram lýsingu sinni. ,,Ég verð að viðurkenna, að eftir öll þessi ósköp var töluvert óþægilegt að sitja i flugstöðvar- byggingunni fram til klukkan átta um kvöldið, en þá fengum við loks flug til Glasgow, þaðan sem við svo komumst með islenzkri vél heim", sagði Albert að lokum. —ÞJM „Mikið æði greip um sig i byggingunni og þá mest á meðal starfsmanna flugvallarins, sem maður hefði nú haldið, að ættu að sýna stillingu við svona aðstæður”, sagði Albert. „Verkföll, sem stóðu yfir, höfðu stöðvað allt flug og þvi var þarna geysilegur fjöldi fólks, sem beið eftir að úr rættist. Fólk var bókstaflega eins og sild i tunnu, og ekki bætti það úr skák, að ekki var tekið á móti töskum eða öðrum farangri, þannig að allir voru klyfjaðir og þar af leiðandi enn svifaseinni, þegar ósköpin dundu yfir”, hélt Albert áfram. „Þegar sprengjan sprakk var öllum skipað að fara út á flug- Nafnabrengl Nafnabrengl hefur orðið á tveimur stöðum á D-Iistanum i Njarðvikum. Þar á að vera i 12. sæti Óskar Guðmundsson, ekki Ósk Guð- mundsdóttir, og I 14. sæti Ásbjörn Guðmundsson, ekki Aðalsteinn Guðmundsson, eins og stóð i kosningahandbókinni. Þá hringdi Stefán Anton Jóns- son á Stokkseyri og óskaði þess, að tekið yrði fram, að hann væri ekki á I-listanum þar. jjh Eitt af því, sem dreift hefur huga heimafólks á Kirkjubóli i jarðskjálftunum undnnfarnar vikur, er sauð- burðurinn, sem þar slendur nú sem hæst. Hér sést Siguröur Guðmundsson ásamt börnum sinum Ingibjörgu, Guðmundi og Ragnari, marka nýfædd lömb. ÞJM/Ljósm.: Bragi. 1. Jón G. Sólnes útibússtjóri, Akureyri. 2. Lárus Jónsson alþmaður, Akureyri. 3. Ilalldór Blöndal, kennari, Akureyri. 4. Vigfús Jónsson bóndi, Laxamýri. 5. Stefán Stefánsson bæjarverkfræðingur, Akureyri. (i. Svavar Magnússon byggingam. ólafsfirði. 7. Skirnir Jónsson bóndi, Skarði. 8. Óli Þorsteinsson úrgerðarmaður, Þórshöfn. 9. Friðgeir Steingrimsson hreppstjóri, Raufarhöfn. 10. Svanhiidur Björgvinsdóttir, kcnnari, Dalvik. 11. Benjamin Baldursson, bóndi, Ytri-Tjörnum. 12. Snorri ólafsson yfiriæknir, Kristneshæli. Blaöið hefur áður greint frá breytingunum, sem hafa orðið i efstu sætunum á þessum stöðum frá siðustu kosningum. Dregið í kvöld í kvöld verður dregið i Landshappdrætti Sjálf- stæðisflokksins. Skrif- stofa happdrættisins að Laufásvegi 46, Galta- felli, verður opin til klukkan 23, einum klukkutima lengur en venjulega. Drætti verður ekki frestað. Enda þótt áhugi á happdrættinu hafi farið vaxandi, bæði vegna málefnisins og góðra vinninga, eru þeir ennþá margir, sem eiga eftir að gera skil og greiða miða slna. Greiðslur verða sóttar til þeirra Reykvikinga, sem hringja I sima 17100 og biðja um heim- sókn frá happdrættinu. Fjöldi manns um allt land vinn- ur að dreifingu og innheimtu vegna happdrættisins. I Galtafelli er unnið frá þvi eldsnemma á morgnana, og upp á siðkastið fram á nótt, vegna happdrættis- ins. Ahuginn á happdrættinu fer vaxandi i réttu hlutfalli við harðnandi kosningabaráttu. Happdrættið virðist ætla að verða jafnvel enn stærri þáttur en áður i kosningabaráttunni, enda stend- ur það undir verulegum hluta þess kostnaðar, sem óhjákvæmi- lega leiðir af henni, að ekki sé tal- að um tvennar kosningar, eins og nú eiga sér statí. Fólk hefur verið hvatt til að gera skil sem allra fyrst. 1 siðasta happdrætti reyndist ekki unnt að sækja greiðslur til allra þeirra, sem höfðu óskað þess, vegna þess hve beiðnirnar bárust seint. Kommúnistar bjóða fram Kommúnistasamtökin, Marxistarnir-Leninistarnir, KSML, eins og þeir kalla sig, bjóða fram við þingkosningarnar i Reykjavik. Að sögn Þjóðviljans verða þessir i efstu sætum listans: 1. Gunnar Andrésson rafvirki. 2. Sigurður Jón óiafsson verkamaður. 3. Ari Guðmundsson rafvirki. 4. Aida Marinósdóttir teiknari. 5. Jón Atli Játvarðsson iðnverkamaður. —HH —HH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.