Vísir - 24.05.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 24.05.1974, Blaðsíða 2
2 Visir. Föstudagur 24. mai 1974. risusm-- Hafiö þér ákveöið, hvernig þér verjiö sumarfriinu i ár? Björn Björgvinsson, vélstjóri: — Ég verð á millilandaskipi i sumar og kem þá m.a. til Kaupmanna- hafnar og Gautaborgar. Það næg- ir mér. Snorri Jónasson, starfsm. hjá ölgerðinni: — Ég fer i ágúst með einu ferðafélaganna til Kaup- mannahafnar og þaðan i rútu áfram til Italiu. Það hlýtur að verða ágætis ferð, trúi ég. I fyrra fór ég til Spánar. A páskunum i fyrra fór ég lika i Skaftafell. Ölikir staðir, Spánn og Skaftafell, en jafngaman að koma til þeirra beggja. Frank Bocchino, lögreglumaður: — Ég fer hringveginn með fjöl- skyldunni i júli. Hvert ég fór i fyrra? Þá fór ég mest litið. Nei, það er ekki alveg rétt hjá mér: Við hjónin skruppum til Banda- rikjanna tiu daga af september- mánuði. Sigurður Halldórsson bruna- vörður: —Við höfum ráðgert ferð inn á öræfi á tveim eða þremur jeppum, nokkrir félagar, sem ferðumst mikið saman. Við förum sennilega i júli. Nei, þangað hef ég aldrei komið áður. Ég hef bara gaman af að þvælast um ólika staði. t fyrrasumar fór ég til Spánar. Sólveig Kristjánsdóttir, banka- mær: — t fyrra fórum við hjónin um Austfirðina, svo núna förum við um Vestfirðina. Þangað hef ég aldrei komið áður. Þorsteinn Þórisson, starfsm. hjá tSAL.— Ég fór til Spánar i fyrra- sumar, en núna er ég ákveðinn i að nota nýja hringveginn og skoða eigið land. Sœtta sig við dómana w — „Að vera fangi ó Islandi", ritgerð um fangelsismál ,,Að vera fangi á tslandi”...Vfirskriftin hljómar eins og reyfaraheiti eða inn- gangur að einhverri lifsreynslu- sögu i litt mcrkilegu mánaðar- riti, frekar heldur en kaflaskil i lokaprófsritgerð islenzks stúdents við félagsfræðiskóla i Stavangri. Ritgerð þessa hefur skrifað Svavar Björnsson til lokaprófs i félagsráðgjöf við Sosialskolen i Stavangri, og er það sú fyrsta sinnar tegundar, þar sem fjallað er um afbrotafræðileg efni við islenzkar aðstæður, en önnur rit- gerð, aö visu svipaðs efnis, var meira sérhæfð i sambandi við náðanir. Hana skrifaði afbrota- fræðingurinn Hildugunnur Ólafs- dóttir. Til undirbúnings hluta af rit- gerð sinni fékk Svavar til liðs við sig refsivistarfangana að Litla-Hrauni. Með aðstoð þeirra gerði hann fyrstu fangelsis- könnunina, sem gerð hefur verið á fslandi. Könnun þessi lá i þvi, að fang- arnir allir 43 aö tölu, sem þá sátu inni, fengu spurningalista. Þar voru bornar upp við þá spurningar, eins og: „Hefurðu verið hér oft áður?...Telur þú fyrirkomulag vinnu þeirrar, er hér er stunduð, hentugt eins og það er nú?...Hvernig likar þér maturinn?...Sérðu sjónvarpsdag- skrána oft?....Færð þú oft heimsókn?....Skrifarðu oft? Færðu oftbréf?”— Og svo framvegis. Svavar fékk aðeins svör frá 34 fanganna, og svör þeirra við fyrstu spurningunni, sem var um það, hve gamlir þeir væru, leiddu fyrsta athyglisverða hlutinn i ljós. Nær helmingurinn var á aldrinum 20 til 29 ára. — Voru niu á aldrinum 20-24 ára, og aðrir niu voru 25-29. ára. — Og hartnær einn þriðji hluti þeirra sat i fangelsi i fyrsta sinn, þegar Svavar gerði könnunina. Við mörgum spurningunum komu margvisleg svör, en um eitt voru nær allir fangarnir sammála eða 94%. — Nefnilega, að störfin, sem þeir væru látnir gegna, væru tilgangslaus og hefðu ekkert hagnýtt gildi. — Kom þá i ljós, að margir þeirra töldu æskilegt, að komið yrði upp einhverjum smá- iðnaði, sem fangar gætu starfað við. I þvi sambandi voru lág laun fanga af slikri vinnu þeim mjög ofarlega i huga, og um leið i tenglsum við þá staðreynd, að fangar hafa flestir ekkert fé handa á milli, þegar þeir losna úr fangelsinu. Um þetta skrifar Svavar nánar i ritgerðinni: „Það er ljóst, að velskipulögð vinna i fangelsinu gæti gert fangelsisdvölina tilgangsrikari en hún er i dag. Starfið væri hægt að nota sem meðal til þess að innræta föngunum betri vinnu- brögð, jafnvel til starfsmennt- unar á ýmsum sviðum, sem mundi gera þá hæfari til að bjarga sér sjálfum á vinnu- markaðnum, eftir að þeir eru lausir orðnir. Stór hluti fanganna hefur lotið i lægra haldi i brauðstritinu, og oft það mikið, að þeir voga sér ekki að gera fleiri tilraunir á þeim vettvangi. Þeir eru oft rótlausir i vinnunni og þola ekki að vinna mjög lengi i senn á sama vinnu- stað. Ef kreppir að þeim atvinnu- leysi, er þeim hættara við en öðrum að leiðast á glapstigu, og smám saman eiga þeir erfiðara og erfiðara með að fá vinnu. Atvinnuleysi þeirra á lika stundum rætur að rekja til þess, að þeir kviða þvi að gera næsta atvinnurekanda eða einhverjum grein fyrir þvi, hve stopult þeir hafa stundað vinnu (oft rofin af fangelsisdvöl). Af þessum ástæðum eru margir fangar merktir sem „vinnufælnir og latir”. Og það er svo oft ásamt áfnegisneyzlunni ein af helztu ástæðum þess, að þeir hneigjast til afbrota á nýjan leik eftir afplánun”. Varðandi launamál fanga bendir Svavar á (i ritgerðinni): „í Sviþjóð hefur verið gerð tilraun með laun handa föngum. í Tilberga-fangelsinu fyrir utan Vásteraas fengu fangarnir 1.300 sænskar krónur á mánuði fyrir vinnu sina i verksmiðju stofnunarinnar. Þá höfðu verið dregnir frá skattar, lifeyrir handa konu og börnum, húsa- leiga, sektir og skaðabætur. Af laununum sinum greiddu fang- arnir svo sjálfir fyrir fæðið (11 krónur hverja máltið) og annað, sem þeir töldu sig þurfa með. — Þetta féjl föngunum mjög vel. Þeir öðluðust við það vissa sjálfsvirðingu aftur, að þiggja laun og greiða sjálfir fyrir sig og sina, rétt eins og maður gerir utan múranna”. Ein spurning könnunarinnar hljóðaði á þá lund, hvernig fang- anum litist á, að konur yrðu lika ráðnar til gæzlustarfa i fang- elsinu. —■ 55% fanganna töldu, að það gæti verið bót að þvi. 18% voru þvi mótfallnir. Hinir töldu það ekki skipta máli, eða létu þvi ósvarað. — Þetta stakk nokkuð i stúf við niðurstöður könnunar, sem gerð hafði verið i norsku fangelsi, þar sem norsku fangarnir töldu fangelsið engan stað fyrir konur, og voru flestir andvigir slikri hugmynd. Svavar skrifar á einum stað i ritgerðinni, að það hljóti að skoðast sem hrós fyrir dómstóla hér á landi, að 65% fanganna töldu sig hafa hlotið réttláta dóm. — 1 norsku könnuninni, sem vikið var að hér að ofan, kom i ljós, að 70% norsku fanganna töldu sig hafa hlotið óréttláta dóma, og þótti það mjög skiljanleg afstaða. Eitt enn telur Svavar öðru fremur lærdómsrikt af svörum fanganna á Litla-Hrauni. Þegar þeir voru spurðir að þvi, til hverra þeir leituðu með persónu- leg vandamál sin svöruðu flestir, eða 23%, að þeir sneru sér til forstöðumannsins. 14% sögðust snúa sér til gangavarðanna. — En aðeins 9% sneru sér til fangelsisprestins og sami fjöldi til fangaverndarinnar. „Forstöðumenn fangelsa eru yfirleitt litið vinsælar manneskjur, og er sá við islenzka rikisfangelsið engin undan- tekning. En fangarnir hafa i rauninni oft ekki i annað hús að venda. Fangelsispresturinn kemur bara hálfsmánaðarlega, og fulltrúar fangahjálparinnar koma sömuleiðis aðeins hálfs- mánaðarlega. Þar sem fangelsið hefur sjálft engan félagsráðgjafa, er það tilviljunum og skapsmunum forstöðumannsins þann daginn háð, hvernig úr þessum vandamálum er leyst”, skrifar Svavar. I LESENDUR HAFA ORÐIÐ KÆMIST HANN INN Á SÖGU? Veitingahússgestur skrifar: „Skyldi Range-Roverinn á myndinni komast inn á Sögu? Hann hefur þó alla vega háls- bindi, en mér skilst að það sé al- gjört frumskilyrði, að menn hafi um hálsinn einhvers konar dulu, sem hangir niður á istruna (ef hún er fyrir hendi). Oðruvisi komast menn ekki inn. Dyra- verðir skirskota i þessu efni til ákvörðunar hótelstjóra. Hins vegar virðist mönnum liðast að mæta i illa pressuðum buxum, óhreinum skyrtum og botnlaus- um skóm, — bara að hafa bindið um hálsinn. Ég lenti i þvi að sýna útlending- um „næturlif” Reykjavikur, og hvi ekki að sýna ferðalöngunum stoltið okkar, Hótel Sögu. En ó nei, ekki var öllum greið leið að dýrðinni. Eins og ferðalöngum er gjarnt, þá voru menn klæddir á mismunandi vegu, sumir með bindi, aðrir án þess. Og við það var ekki komandi að slaka á reglunni. En eru svona reglur ekki orðnar nokkuð hjákátlegar? Varla fyrirfinnast staðir úti i hin- um stóra heimi, sem sifellt gerist frjálsari i öllu tilliti, sem gera þá blindu kröfu til gesta sinna, að karlhlutinn af þeim sé með háls tau. Auðvitað er ætlazt til að fólk sé i hreinum og tilhlýðilegum fötum, mæti ekki i keppnis- búningi knattspyrnumanna eða eitthvað i þá veruna. En ferða- manni i sinum ferðafötum er óviða úthýst, jafnvel þótt staður- inn eigi að heita „finn”. Ég rakst á þennan bil, þar sem einhverjir gárungar höfðu hnýtt forláta bindi við útblástursrörið, smellti af þessu fyrirbæri og spyr enn: Kæmist hann inn á Sögu út á bindið sitt? AÐ SITJA í STJÓRN Að sitja i stjórn býður hættunni heim, oss hermt er með órækum sönnunum. Við kjósum þvi ihaldið spjallað og spillt, til að spilla ekki Framsóknarmönnunum. Ben. Ax

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.