Vísir - 24.05.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 24.05.1974, Blaðsíða 5
Vísir. Föstudagur 24. mai 1974. GUN ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND í MORGUN ÚTLÖND I MORGUN ÚTLÖND Umsjón: BB/GP Var yfirmaðurinnlíka njósnari að austan? Tímaritið „Capital" fullyrðir, að yfirmaður öryggisþjónustu V-Þýzkalands sé ó snœrum A-Þýzkalands. — Ætlar að birta CIA-skýrslu um 4 njósnara innan Bonn Vestur-þýzka stjórnin hefur al- gerlega visað á bug fullyrðingum Kölnar-timaritsins „Capital” um, að æðsti yfirmaður v-þýzku öryggisþjónustunnar, Gutnther Noliau, sé njósnari á snæruni Austur-Þýzkalands. Ráðuneytisstjóri innanrikis- ráðuneytisins skýrir frá þvi um leiö, að Nollau verði formaður öryggisnefndar NATO þetta árið, og að það sé sönnun þess, að bandamenn Vestur-Þýzkalands treysti honum fullkomlega. Rœndi þyrlu Lögreglan i New York leiðir hér fáklæddan mann og berfættan, sem i gær rændi þyrlu i borginni. Mann neyddi flugmann og aðstoð- arl'lugmann þyrlunnar til að fljúga henni upp á þyrluvöll- inn, sem cr á þaki byggingar Pan Amcrican flugfélagsins i hjarta New York. Þegar þangað kom, hótaði ræning- inn að beita ofbeldi, ef hann fengi ekki 2 milljónir dollara i lausnarfé. Lögreglunni tókst siðar að yfirbuga ræningjann, án þess að manntjón yrði. Deilur Kinverja og Sovétmanna komust á nýtt stig i gær. Sovétrik- in létu þá þau boð út ganga, að Kinverjar mættu ekki sigla um fljót á sovézku landsvæði við landmæri ríkjanna, nema þeir liefðu fengið til þess sérstakt leyfi. Kinverjar þurfa að sigla um land, sem Sovétmenn telja sitt, til að geta komizt á milli fijótanna Amur og Ussuri. Fram til þessa hefur það nægt, að kinverskir fljótabátar drægju upp fána e§a skytu rakettu á loft.þegar þeir „Capital” heldur þvi fram, að bandariska leyniþjónustan CIA hafi vitneskju um, að Nollau sé njósnari. Segist timaritið hafa komizt yfir CIA-skýrslu um þetta frá tveim CIA-njósnurum i Frakklandi. — Kenneth Rush, utanrikisráðherra Bandarikj- anna í fjarveru Kissingers, hefur ■lýst yfir, að ekki sé eitt orð satt i þessum fullyrðingum. Guenther Nollau er 62 ára að aldri, flóttamaður frá A-Þýzka- landi 1950. Ferill hans hefur Brian Faulkner, forsætisráð- herra á Norður-lrlandi, og tveir samráðherrar hans fara til I.ondon i dag til viðræðna við Harold YVilson forsætisráðherra. Fundurinn er haldinn að boði brezku stjórnarinnar, sem vill sigldu inn fyrir sovézku landa- mærin. Nú þurfa rétt stjórnvöld i Moskvu að samþykkja hverja ferð kinversks báts um landa- mæraárnar. Talið er, að Sovétmenn gripi til þessara aðgerða i þvi skyni að þvinga Kinverja til að láta af hendi þrjá sovézka þyrluflug- menn, sem handteknir voru i Kina i marz. Sovétmenn halda þvi fram, að flugmennirnir hafi verið i neyðarflugi og villzt af leið. Kin- verjar segja þjá njósnara. margsinnis verið kannaður, án þess að neitt hafi fundizt, sem setti hann i tengsl við leyniþjón- ustuna austantjalds. — Hann hef- ur lýst þvi yfir, að hann muni leita dómstólanna til þess að stöðva út- gáfu þess tölublaðs af Capital, þar sem á að birta CIA-skýrsluna. Rienk Kamer, blaðamaður hjá Capital, sagði i viðtali i sjónvarpi, að skýrslan hermdi frá þvi, að austur-þýzka leyniþjónustan hefði ákveðið að fórna njósnara sinum Guenther Guillaume, gera allt til að koma atvinnulifi Norður-irlands af stað að nýju eftir 1(1 daga allsherjarverkfall. Á fundinum verður tekin ákvörðun um það, hvort brezkir hermenn eigi að taka yfir starf- rækslu allra orkuveranna i Belfast. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Norður-írlandi, og hermennirnir hafa annazt rekstur eins raforkuversins um nokkurn tima. Itzhak Rabin, sem Verka- mannaflokkurinn tilncfndi til að mynda stjórn eftir afsögn Goldu Meir, tókst i gær að fá tvo flokka til samsteypustjórnar og þar með eins atkvæðis meirihluta á þingi. Moshe Dayan varnarmálaráð- herra mun ekki eiga sæti i rikis stjórn Rabins. Þjóðlegi trúræknisflokkurinn, sem átt hefur stjórnarsamstarf við Verkamannaflokkinn um langt árabil, á ekki ráðherra i nýju stjórninni. Flokkurinn getur hins vegar gerzt aðili að henni. starfsmanni Willy Brandts, fyrir aðra mikilvægari njósnara, eins og Nollau. Njósnarar CIA eiga að hafa rannsakað leka frá Bonnstjórn- inni, og samkvæmt skýrslunni, komizt á slóð fjögurra. Var Guill- aume, sem flúði vestur yfir 1955, númer þrjú á listanum. — CIA herti rannsóknina, segir Capital, eftir að upplýsingar þóttu leka út um fjórveldasamkomulagið sem gert var um Berlin 1971. Á siðasta sólarhring hefur orðið vart við aukinn sveigjanleika hjá verkalýðsráði mótmælenda. Hefur það m.a. látið þau boð út ganga, að starfsmenn orkuver- anna mættu framleiða allt að 60% venjulegrar orku. Stjórnvöld á Norður-lrlandi hafa I engu látið undan kröfum verkfallsmanna um nýjar kosn- ingar og riftun samkomulagsins um írlandsráðið. kjósi hann það innan 6 mánaða. Rabin náði samkomulagi við Óháða frjálslynda flokkinn og Borgararéttinda-hreyfinguna og ræður yfir 61 atkvæði á þingi. Um þær sömu mundir og gengið var frá stjórnarmynduninni, náðu israelskir hermenn tveim arabiskum skæruliðum og drápu sex. Israelsmenn segja, að skæruliðarnir, sem laumuðust inn yfir landamærin frá Sýrlandi, hafi ætlað að myrða almenna borgara. Nixon bjargar atkvœðum James Dick Nixon forseti og James Callaghan, utanrikisráðherra Breta, voru á leið út úr Hvita húsinu að loknum viðræðum á miövikudag, þegar Nixon spurði hinn i gamni, hvort hann hefði fengið starfið, vegna þess að hann vissi eitt- hvað um utanrikismál. Callaghan svaraði þvi til, að hann hefði fengið stöðuna „vegna þess að ég reyndi allar hinar og mistókst allt.” Þá sá hann fréttamennina i kring og sagði við Nixon, að hann vonaði að þetta bærist ekki kjósendum i Bretlandi til eyrna, þvi að hann mundi „tapa ófáum atkvæðum á þessu.” Nixon baust þá brosandi að hjálpa upp á sakirnar hjá ráð- herra stjórnar Wilsons og Verkamannaflokksins og lýsti þvi yfir á staðnum, að Callag- han væri dugmikill ráðherra með viðsýnar heimsskoðanir og laus við •hreppapólitik — „Nægir þetta?” spurði hann svo, og Callaghan kinkaði kolli. Dómari slapp Mario Sossi dómari, sem um mánaðarskeiö hefur vcrið á valdi maunræningja, kom á heimili sitt seint i gærkvöldi, lieill á liúfi. Það voru vinstrisinnaðir öfgamenn, sem kalla sig „Rauða fylkið”, er námu dómarann á brott og hótuðu að myrða hann, ef ljöldi félaga þeirra yrði ekki látinn laus úr fangelsum. — Ylirvöld höfðu neitað að verða við þvi. Ræningjarnir slepptu dómaranum i garði i Milanó með lestarfarmiða upp á vasann. Pepsi í USSR Pravda, aðalmálgagn rússneska kommúnista flokksins, greinir frá þvi, að rúmlega 80 þúsund flöskum af Pepsi Cola sé dreift daglega á ferðamannaslóðum við Svarta hafið. Er það fyrsta sovézka yfirráðasvæðið, þar sem fólk fær að bragða þennan fræga ameriska svaladrykk. En risin upp Pepsi Cola- verksmiðja við Novorossysk. sem á að framleiða 190 þúsund flöskur á dag, þegar hún er komin i fullt gagn. Vestrænir ferðamenn. sem voru á þessum slóðum fyrsta daginn, sem Pepsi Cola var selt, segja, að verzlanir hafi fyllzt af fólki, en margt sneri þó frá aftur, þegar það komst að raun um, að flaskan kostaði rúmar 50 krónur. Danski Framfaraflokkurinn hefur misst þriðjung af fylgi sinu eftir að saksóknari rikisins óskaði eftir þvi að Glistrup, leiðtogi flokksins, yrði sviptur þinghelgi til þess að unnt yrði að sækja hann til saka fyrir skattsvik. Samkvæmt nýlegri skoð- anakönnun nýtur flokkur Glistrups fylgis 10% kjósenda miðað við 16% i vikunni á undan og 25% i kosningunum i fyrra. — Faulkner og Wilson rœða neyðarástand RÚSSAR SETJA KÍN- VERJUM STÓLINN FYRIR DYRNAR Ný ísraelsstjórn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.