Vísir - 24.05.1974, Blaðsíða 12

Vísir - 24.05.1974, Blaðsíða 12
12 Visir. Föstudagur 24. mai 1974. *\Mib KRAlCfclVbÓTi b ^ SiMum SrAí) en ekki út um allar stofur og ganga. Þetta eru tilvaldar körfur til að hafa það á sinum stað kvölds og morgna. Hjá okkur eruð þé r a 1 1 t a f veikomin. Skólavöröustig 8 og Laugavegi 11 (Smiöjustigs megin) Nauðungaruppboð sem auglýst var i 76., 78. og 80. tbl. Lögbirtingablaðs 1973 á iiluta i Eyjabakka 22, talinni eign Einars Gisiasonar, fer fram eftir kröfu Innheimtust. sveitarfél. á eigninni sjálfri, mánudag 27. mai 1974 ki. 11.30. Borgarfógetaembættiö I Rcykjavik. ASKUR býóuryóur alla sína Ijuffengu rétti Einnig seljum vió út í skömmtum Fmnskar- kartof lur (orklailsósii & I Irásalal Borðið d ASKI . eða takjð matinn heim frd ASKl ASKUR Suöurlandsbraut 14 — Sími 38550 „NÚ ER TÆKIFÆRIÐ TIL AÐ VELJA KONUR í ÖRUGGT SÆTI Á FRAMBOÐSLISTUNUM" — Rauðsokkar senda frá sér áskorun til stjórnmála- flokkanna í tilefni „Alþjóða kvennaársins 1975" — „Konur mega ekki bíða eftir því að verða sóttar — verða að hasla sér völl". ,,Arið 1975 hefur verið kjörið sem alþjóðlegt ár kvenna. Það er Mannréttindanefnd Samein- uðu þjóðanna sem kaus þetta ár, og er tiigangur þess að fá fram samtimis sem viðast um heim umræðu, athugun og úrbót, ef með þarf, á lifskjörum hóps, scm I einhverju tilliti er sam- stæður.” „Ólik heimkynni, mismun- andi þjóðfélagsgerö og ósam- ræmi i menntunaraðstöðu úti- loka ekki sameiginlega grunn- drætti i Iifi kvenna. Þær eru uppaiendurog starfsorka þeirra er driffjöður ýmiss konar fram- leiðslu.” ,,i ljósi þessara staðreynda væri rökrétt, að konur ættu hlut að ákvörðunum, sem geta haft gagngerð áhrif á lif heildarinn- ar.” — Þannig segir meðal annars i áskorun, sem okkur barst frá starfshópi rauðsokka um kvennaárið 1975. Askorun þess- ari er beint til stjórnmálaflokk- anna á Islandi. Áskorun þessari er fyrst og fremst beint þangað, en henni er um leið beint til almennings og á að vera hvatning til kvenfólks að fara að hugsa sér til hreyf- ings. „Það er verst, að við skyldum ekki koma fram með þessa áskorun fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar,” sagði Björg Einarsdóttir, ein i starfshópn- um, þegar við höfðum samband við hana. „En alþingiskosning- arnar eru eftir, og betra er seint en ekki.” I áskoruninni segir ennfrem- ur: „A islandi er jafnrétti kynj- anna nær borgið, lagalega séð, en konur eiga, enn sem komið er, mun minni þátt en karlar i umræðu um sameiginleg úr- lausnarefni landsmanna og raunhæfum störfum á sviði þjóðmála.” „Kosningar fara i hönd og nú stendur yfir hjá stjórnmála- flokkunum val fulltrúa á fram- boðslista.” „Með tilliti til marksmiðs Mannréttindanefndar Samein- uðu þjóðanna viðvikjandi „Alþjóða kvennaárinu 1975” annars vegar og hins vegar þess, að konur hafa verið af- skiptar á vettvangi þjóðmála, skorum við á alla stjórnmála- flokka, sem bjóða fram við alþingiskosningar 30. júni nk., að auðvelda fleiri konum en hingað til að sanna, að þær séu þess megnugar að vinna á Alþingi að hagsmunamálum þjóðfélagsins.” „Nú er tækifæri til að velja konur, ekki siður en karla, i örugg sæti á framboðslistunum. 1 þvi gæti falizt sú hvatning, sem úrslitum réði um vaknandi vitund kvenna til að nýta rétt- indi og uppfylla skyldur sem fullgildir þegnar islenzka rikis- ins.” „Það voru sendar út eins kon- ar leiðbeiningar i sambandi við val þessa árs,” sagði Björg okk- ur. „Þar er bent á, að konur, alls staðar og undir öllum möguleg- um kringumstæðum, hugsi upp ýmiss konar aðgerðir, sem gætu eflt hag kvenna. Það var stofnaður starfshópur innan r iimim = SÍÐAN Umsjón: Edda Andrésdóttir rauðsokkahreyfingarinnar, sem tók að sér að hugleiða þetta. Þessi starfshópur sá, að einn þátturinn i þvi að reyna að stuðla að efldum hag kvenna væri sá að konan sem slik kæmi til með að hafa meiri áhrif á myndun þjóðfélagsins sem þær búa i.” „Okkur fannst þvi eðlilegt að vekja athygli á þessu á þennan hátt, með þessari áskorun. Við eigum ekki von á þvi, að það verði þegar rokið upp til handa og fóta, en að þetta muni hafa áhrif.” „En konur mega ekki sitja kyrrar og biða eftir þvi, að þær verði sóttar”, sagði Björg að lokum. „Þær verða að hasla sér völl.” Töskur frá dögum ömmu, sem við getum saumað sjálf! Þær eru gamaldags en skemmtilegar þcssar töskur, sem við sjáum hér á meöfyigjandi myndum. Hug- myndin cr líka sótt aftur i timann, og margur kannast áreiðaniega við siikar töskur úr gömlum biómyndum. En þessar töskur, sem annað gamalt og gott eru komnar i ‘ tizku aftur. Þessar töskur eru lika þægilegar og taka mjög mikið. Svona tösku gæti verið ágætt að sauma sér, áður en farið er i sumarfriið, eða þá til þess að hafa með i stutt fri. Ef gera á mikil innkaup, eru þessar tösk- ur heldur ekki amalegar. í töskuna er notaður 7 mm þykkur krossviður, en úr honum er handfangið sniðið. Til-að lita það er notaður lakkúði. Taskan sjálf er siðan saumuð við hand- fangið, en fyrst þarf að bora litil göt i viðinn. Götin eru boruð meö 2 cm millibili. Það er um að gera að fá nógu liflegt og skemmtilegt efni i töskuna sjálfa, en ódýrt þó. Svona töskur væru eflaust dýrar i verzlunum, en það má gera slikar sjálfur fyrir litið sem ekki neitt. Tilbúin er taskan 42 cm á hæð. iui

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.