Vísir - 13.06.1974, Blaðsíða 12

Vísir - 13.06.1974, Blaðsíða 12
12 Vísir. Fimmtudagur 13. júnl 1974 Hann bar af þeim öffum ...en konur og vín gerðu hann að engul y í dag hefst HM- keppnin i knattspyrnu í Vestur-Þýzkalandi. Við fáum að heyra um allar stjörnurnar, Becken- bauer, Gruyff, Bremn- er, Rivera og fleiri og fleiri milljónamæringa og átrúnaðargoð... ...En hve margir þeirra koma til með að enda eins og knatt- spyrnustjarnan George Best? ....sem i dag er eins konar bar- þjónn eða móttökustjóri við næturklúbbinn „Slappy Alice”, sem hefur miður gott orð á sér i Manchester. Best afgreiðir þarna öl og á- fengi og tekur á móti gestum. Hann er þarna sem eins konar lifandi auglýsing. Eigendur staðarins greiða honum gott kaup.á þjóna visu, fyrir að vera þarna, en þetta eru litil laun miðað við það, sem hann hafði hjá Manchester United, þegar hann og liðið voru upp á sitt bezta. Breytingin frá þvi að vera augasteinninn i brezkri knatt- spyrnu og til þess að vera léleg auglýsing i enn lélegri nætur- idúbb hefur aðeins tekið nokkra mánuði. Húsið var selt fyrir skuldum George Best verður bráðlega 28 ára gamall. Einbýlishúsið, eöa höllin, eins og húsið hans var kallað, var selt fyrir 12 mill- jónir króna. Best fékk minnst af þeim peningum, skatturinn tók sitt, hann hafði ekki fengið neitt i langan tima, og aðrir lánar drottnar tóku hitt. Hviti Rolls Roysinn, sem var pantaður, þegar allt lék i lyndi, var afpantaður. Hann á eftir gamla Jagúarinn sinn og ekur um á honum, þegar hann er ekki að vinna, og heimilið hans er nú litil ódýr ibúð i miðhluta Man- chester. Og það er orðið litið um kven- fólk I kringum hann. Þær komu i þúsundatali á Old Trafford og aðra knattspyrnuvelli til að sjá hann fyrir nokkrum mánuð- um... nú koma nokkrar I nætur- klúbbinn til að tala við hann. Siðasta „ástarævintýrið” hans var með Marjorie Wallace, „Miss World” sem missti titil- inn fyrir að umgangast „vafa- sama menn”. Þeirra ævintýri lauk með þvi, að hún kærði hann fyrir að stela peningum og skartgripum frá sér, á meðan hún svaf. Drekkur eina flösku á dag Afengið hefur haft sitt að segja I niðurlægingu þessa unga manns, sem á sinum tima gat gert allt með knöttinn... nema að láta hann tala. „Ég veit, að ég drekk stund- um of mikið. Það kemur fyrir, að ég get ekki komizt af með minna en eina viskiflösku á dag” sagði hann i bíaðaviðtali árið 1973... nú er sagt, að ein flaska á dag sé allt of litið fyrir hann. Blöðin hafa gert mikið úr ævintýrinu um George Best, og öll hafa þau grætt á þvi. Hver greinaflokkurinn af öðrum hef- ur verið skrifaður um hann. Þar hefur Best sagt frá öllu... og vel það, segja sumir... Þetta var vinsælt lestrarefni fyrir nokkru, en ekki lengur. Siðasta „stórfréttin” i sam- bandi við Best er, að hann eigi son með einni af sinum gömlu vinkonum. En það voru fáir, sem lásu þessa frétt. Fólkinu kemur ekki lengur við, hvað Ge- orge Best gerir. Hann mætti þess vegna eiga fullt knatt- spyrnulið af strákum... hann er ekki lengur stjarna! Umsjón: KLP Ursula Andress verður að fækka fötum, þegar hún leikur gleöikon- una Xavieru. Viðlagasjódur Akureyri Viðlagasjóöur óskar eftir til- boðum í 5 verksmiðjuframleidd timburhús á Akureyri. Húsin eru byggð af Misawa í Kanada og eru 96.3 m2 að stærö og á einni hæö. Lóð verður frágengin og hellulagður gangstígur. Hafnaríjörður Viðlagasjóður óskar eftir til- boðum í 3 verksmiöjuframleidd timburhús í Hafnarfirði. Tvö húsanna eru byggð af Misawa í Kanada og eru 96.3 m2 að stærö og á einni hæð. Eitt er byggt af Conta í Danmörku, er 121.6 m2 að stærð og á einni hæð. Lóð veröur frágengin og hellulagður gangstígur. Sýning húsanna öll húsin veröa til sýnis sunnudag 16. júni n.k. frá kl. 2-6 sfödegis. Greiðsluskilmálar Húsin veröa seld meö minnst 50% útborgun af söluveröi á Akureyri og meö minnst 60% útborgun af söluveröi í Hafnarfiröi og greiöist sú upphæö á næstu 12 mán. eftir aö kaupsamningur er geröur, meö hægilegu millibili. Er þá viö þaö miöaö aö kaupandi fái húsnæöismálalán (E-lán), sem hann ávfsi til Viölagasjóðs til lækkunar á eftirstöðvunum. Aö ööru leyti lánar Viölagasjóöur eftirstöövarnar til 7 ára meö 10% vöxtum. leitar tilboða Tilboð Tilboö er tilgreini verð og nánari greiösluskilmála sendist skrifstofu Viölagasjóös, Tollstööinni viö Tryggvagötu I Reykjavík, fyrir kl. 17, föstudaginn 21. júní n.k. 1 Bpxnjf ,IÍ,llliHBlliÍiii!l I CONTA: 121,6 m2 [E l™LU ~ ... .■ 37“ P- m j, , Hlf' frj 0[.‘3 T-l K K .. j “i 'x\ [/ u ► ■pr n “74 u t □ - 3 ■; x MISAWA: 96,3 m2 Viðlagasjóður Tryggvagötu 19 Rvk. Sími 18 3 40

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.