Vísir - 15.06.1974, Blaðsíða 1
VISIR
64. árg. — Laugardagur 15. júni 1974 — 99. tbl.
Hvað gerðist?
Hvað skeði i spili 31? Þórir, Hallur og Stefán
bera saman bækur sinar.
SJA BRIDGEÞATT BLS. 9
„Pappírs-
gullið"
tekur við
af gullinu
- Sjá bls. 6
Sófasett
kosta upp
í 500 þús.
— Sjá bls. 3
Við eigum
samleið
„Við eigum samleið”
nefnist leiðari Visis I dag.
Þar segir m.a.: „í byggða-
kosningunum fyrir þremur
vikum kom i ljós, að sjálf-
stæðismenn, ungir kjósendur
og óháðir kjósendur áttu
samleið. Þessi breiðfylking
hlaut yfir heiming gildra at-
kvæða i kaupstöðum og
kauptúnum landsins.
Á timum bræðraviga og
öngþveitis vinstristjórnar er
almenningi nokkur vernd i
traustum byggðastjórnum.
En hin nýja breiðfyiking nær
þá fyrst verulegum árangri,
ef henni tekst að moka át
stjórnarflórinn i alþingis-
kosningunum eftir tvær vik-
ur. Þá eiga sjálfstæðismenn,
ungir kjósendur og óháðir
kjósendur áfram samleið.”
Sjá bis. 6
•
„Kólumbus
ó íslandi"
— segir ráðherra
— Sjá bls. 3
ÁLAFOSSMÁLID:
Viðtðl við
Pétur Eiríks-
son og
Ásbjörn
Sigurjónsson
— Sjá baksíðu
Lœknadeila - lœknar í #fvaktaverkfall/#
Sjúkrahúslœknar vilja fá
15 þúsund í kauptryggingu
Þessar stúlkur unnu við
að hreinsa til i Daln-
um i Heimaey, þegar
ljósmyndari Visis, Guð-
mundur Sigfússon, var
þar á ferð með mynda-
vél sina i vikunni.
#/í neyðartilfellum verð-
ur fólk auðvitað að reyna
að ná í hvaða lækni sem er.
Læknirinn verður þá að
taka ákvörðun hvort fara
eigi með sjúklinginn á
spítala eða ekki".
Þetta sagði Guðmundur Odds-
son, formaöur Læknafélags ís-
lands, i viðtali við Visi i gær. En
eins og borgarbúum er kunnugt,
hefur félagið um árabil séð um
læknaþjónustu kvöld, nætur og
helgar á Reykjavikursvæðinu.
Guðmundur sagði okkur, að
mikill skortur væri á heimilis-
læknum. Astæðurnar væru marg-
ar. T.d. væri kaup ekki nógu gott,
til að heimilislæknar gætu ráðið
til sin það aðstoðarfólk, sem með
þyrfti.
Þessi kvöld-, nætur- og helgar-
þjónusta hefði verið borin upp að
miklu leyti af sjúkrahúslæknum,
sem bættu þessum vöktum ofan á
langan vinnudag. 1. april hættu
þeir hins vegar þessum vöktum
og voru það þá eingöngu heimilis-
læknar sem önnuðust þær. Nú
væri svo komið, að þeir sæju sig
tilneydda til að hætta og gera það
frá og með 18. júni.
Guðmundur sagði, að læknar
fengju greitt fyrir hverja vitjun,
600 kr. á kvöldvaktinni og 1000 kr.
á næturvaktinni, þegar þeir
fengju greitt, sem alls ekki væri
alltaf. Vitjanir eru þetta frá
10—20 á kvöldvaktinni og 4—6 á
næturvakt.
Samningar milli sjúkrahúss-
lækna annars vegar og Sjúkra-
samlags Reykjavikur og Trygg-
ingastofnunarinnar hins vegar
hafa siglt i strand. Við heimilis-
læknana var samið um 1500 kr.
kauptryggingu. Þess ber að gæta,
að þeirra samningar eru allt
öðruvisi uppbyggðir en sjúkra-
húslæknanna.
Guðmundur sagði, að sjúkra-
húslæknar færu fram á 15.000 kr.
kauptryggingu, sem skiptist á
kvöldvaktirnar og næturvaktirn-
ar. ,,Ég vona bara, aö úr þessu
rætist sem allra fyrst”, sagði
Guðmundur að lokum.
Við ræddum við Gunnar Möller,
forstjóra Sjúkrasamlags Reykja-
vikur og spurðum hvort neyðar-
siminn yrði opinn áfram.
„Siminn er auðvitað á okkar
vegum, en það er til litils gagns
aðhafa aðeins simastúlku. Engin
ákvörðun hefur samt verið tekin
enn um að loka simanum”.
Gunnar sagði okkur, að sjúkra-
húslæknar færu fram á 15.000 kr.
fyrirkvöld- og næturvaktina i við-
bót við það sem vaktin gefur af
sér. Þetta væri hreint viðbótar-
gjald. Vitjanir væru að meðaltali
8 á nóttunni og um 20 á kvöldin.
—EVI—
Popp
— bls. 4
Kross-
gátan
- bls. 14
Kirkju-
síðan
— bls. 8
Fékk 800 milljónir og
gulllykil að New York
800 tnilljón króna lán var ekki
það eina, sem Birgir tsleifur
Gunnarsson borgarstjóri fékk i
New York I gær.
Hann hitti starfsbróður sinn i
New York að máli, Abraham D.
Beame borgarstjóra. I heim-
sókninni var honum afhentur
borgarlykillinn, sem er úr gulli.
1 för með Birgi ísleifi til
borgarstjórans var ívar Guð-
mundsson konsúll.
Lánssamningurinn, sem
Birgir tsleifur undirritaði, er á
hagstæðum kjörum. Lánið er til
15ára og afborgunarlaust fyrstu
þrjú árin. Vextir eru 9.5 prósent,
Fyrri hluti lánsins, ca. 450 mill-
jónir, verður greiddur á þessu
ári, en siðari hluti á næsta ári.
Lánið er tekið vegna hita-
veituframkvæmda i Reykjavik
Kópavogi, Garðahreppi og
Hafnarfirði. _
Birgir tsleifur — kemur heim
með 800 milljónir og gulllykil
upp á vasann.