Vísir - 15.06.1974, Blaðsíða 6
6
Visir. Laugardagur 15. júni 1974
VÍSIR
tJtgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Ritstjórnarfulltrúi:
Fréttastj. erl. frétta:
Auglýsingastjóri:
Auglýsingar:
Afgreiðsla:
Ritstjórn:
Reykjaprent hf.
Sveinn R. Eyjólfsson
Jónas Kristjánsson
Jón Birgir Pétursson
Ilaukur Hclgason
Björn Bjarnason
Skúli G. Jóhannesson
Ilverfisgötu J2. Simar 11660 86611
Ilverfisgötu 32. Simi 86611
Síðumúla 14. Simi 86611. 7 linur
Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands.
1 lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Við eigum samleið
1 byggðakosningunum fyrir þremur vikum kom
i ljós, að sjálfstæðismenn, ungir kjósendur og ó-
háðir kjósendur áttu samleið. Þessi breiðfylking
hlaut yfir helming gildra atkvæða i kaupstöðum
og kauptúnum landsins.
Á timum bræðraviga og öngþveitis vinstri-
stjórnar er almenningi nokkur vernd i traustum
byggðastjórnum. En hin nýja breiðfylking nær þá
fyrst verulegum árangri, ef henni tekst að moka
út stjórnarflórinn i alþingiskosningunum eftir
tvær vikur. Þá eiga sjálfstæðismenn, ungir kjós-
endur og óháðir kjósendur, áfram samleið.
Við eigum samleið i að vilja varast vinstri slys-
in, bæði bræðravigin og efnahagsöngþveitið. Við
höfnum flokkum, sem eru sifellt að klofna og
renna saman i flokksbrot, er reka hvert hnifinn i
bak annars.
Við vitum, að það eru einstaklingshyggju-
mennirnir i Sjálfstæðisflokknum, sem hafa til að
bera næga félagshyggju til að standa saman i
starfi. En slika félagshyggju skortir átakanlega
hjá vinstriflokkunum.
Við höfnum flokkum, sem hafa keyrt efnahags-
málin svo gersamlega i strand, að efnahagssér-
fræðingar rikisstjórnarinnar þurfa að beita lit-
riku orðalagi i lýsingum sinum á ástandinu.
Við höfnum flokkum, sem hafa tæmt hartnær
alla opinbera sjóði og koma sér ekki einu sinni
saman um bráðabirgðalausn fram á haust. Við
höfnum flokkum, sem hafa það efnahagsúrræði
eitt að gefa út tékka á innistæðulausan reikning i
Seðlabankanum.
Við eigum samleið i vitneskjunni um, að eftir
kosningar duga engin vettlingatök til að hindra
þjóðargjaldþrot og leggja grundvöll að efnahags-
legri og fjármálalegri endurreisn. Við eigum
samleið i að fela Sjálfstæðisflokknum þetta
vandasama verk.
Við eigum einnig samleið i landvarnastefnu.
Við teljum, að hér á landi eigi áfram að vera
varnir enn um sinn, meðan áþreifanlegur árang-
ur næst ekki i friðarviðræðum austurs og vesturs.
Við teljum, að okkur og nágrönnum okkar sé tölu-
vert öryggi i varnarliðinu á Keflavikurflugvelli.
Við höfnum flokkum, sem hafa unnið að ótima-
bærum samdrætti landvarna og brottför varnar-
liðsins á næstu tveimur árum.
Við eigum svo lika samleið i 200 milunum. Við
sjáum, að allt bendir til þess, að Haag-dómstóll-
inn sé að biða eftir hafréttarráðstefnunni. Og við
vitum nú, að þar er nægur meirihluti fyrir 200
milna stefnunni. Þess vegna viljum við, að ný
stjórn lýsi yfir 200 milna landhelgi fljótlega eftir
kosningar. Við treystum þvi, að Sjálfstæðisflokk-
urinn standi við yfirlýsingar um slika útfærslu.
Við vitum öll, að á þeim alvörutimum, sem hú
eru, þarf að taka öll þessi mál föstum tökum
strax eftir kosningar, án hrossakaupa og mála-
miðlunar milli ósættanlegra sjónarmiða. Viðvit-
um lika, að ekkert hald er i Alþýðuflokknum,
sem hljóp i vinstrisæng á Akureyri.
Þess vegna eigum við samleið i að veðja á
Sjálfstæðisflokkinn og sjá, hvernig hann stendur
sig á næsta kjörtimabili. Sjálfstæðismenn, ungir
kjósendur og óháðir kjósendur eiga þessa sam-
leið i kosningunum eftir tvær vikur.
Við eigum samleið.
—JK
PAPPIRS-
GULL
verður nú undirstoða
gjaldeyriskerfisins
Það verður ekki geng-
ið með það inn i kaffihús
og keyptur fyrir það
inolasopi, né heldur get-
ur bankagjaldkerinn
taliö það fram á borðið,
en samt á yfirdráttar-
heimildin að taka við
sem undirstaða alþjóð-
legs gjaldmiðils i stað-
inn fyrir gullið. Hún
verður þá nokkurs konar
pappirsgull.
þess, að svo geti orðið, þött full-
trúar bandariska fjármálaráðu-
neytisins hafi látið á sér skilja, að
það geti mætt einhverri andstöðu
á Bandarikjaþingi.
Yfirdráttarheimildin hefur
nokkuð verið notuð af þeim þró-
unarrikjum, sem hafa fengið
hana hjá alþjóðagjaldeyrissjóðn- ^ dregið yrði úr mikilvægi ýmissa
um, einnig af nokkrum Evrópu- þeirra gjaldmiðla, sem i gegnum
Fljótandi gengi!
töluverðs stuðnings þróunarrikj-
anna (sem eru nær 100 að tölu),
sem eru innan vébanda Alþjóða
gjaldeyrissjóðsins,
Fulltrúar þróunarlandanna i 20
landa-nefndinni höfðu gert þær
lágmarkskröfur fyrir fundina
núna i vikunni, að meðal breyt-
inga yrðu sett tengsl milli sér-
stöku yfirdráttarheimildarinnar
og svo þróunarlána. Um leið
höfðu þessi lönd krafizt þess, að
þjóðanna, tslendingum þar á
meðal.
Hún hefur til þessa verið metin
samkvæmt gullfætinum, en
Bandarikin hafa lagt allt kapp á
það að undanförnu að bylta gull-
inu af þeim stalli, sem það hefur
setið i gjaldeyriskerfinu og milli-
rikiaverzluninni.
A gjaldeyrismarkaðnum: Hamstrað áður en markið hækkar I verði.
Þetta nýja alþjóðlega gjald-
eyriskerfi var farið að taka á sig
mynd i gær eftir tveggja daga
ráðstelnu 20 landa-nefndarinnar,
sem Alþjóðlegi gjaldeyrissjóður-
inn setti til að huga að möguleik-
um á breytingum á gjaldeyris-
kerfinu. — Eins og menn rekur
sjálfsagt minni til, var þessi
nefnd sett á laggirnar i kjölfar
kreppunnar, sem kom upp i al-
þjóðlegum gjaldeyrismálum og
hefur i rauninni ekki ennþá aflétt.
Gjaldmiðlar nokkurra landa eru
enn á fljótandi gengi vegna þess
arna.
Pappirsgullið er sem sé hugsað
sem eins konar ný matsaðferð á
gengi gjaldmiðla, þegar kemur
að millirikjaverzlun og viðskipt-
um. Þetta kerfi á að vera kvarði á
þvi, hvaða verði eitthvert landið
kaupir vöru frá öðru landi.
Yfirdráttarheimildin verður
!,byggð á eins konar meðaltali á
jgengi gjaldmiðla 16 landa, þar
l* sem Bandarikjadalur verður tölu-
ivert þungur á vogarskálunum,
l’eða nær 33% af meðaltalinu. — t
| rauninni er hér ekki um annað en
l' bókfærsluatriði að ræða i við-
i skiptamannabókum Alþjóðlega
'gjaldeyrissjóðsins, en að honum
jstanda 126 riki, flest utan hins
kommúnistiska heims.
Helzta þýðing yfirdráttarins i
þessu tilliti liggur i þvi, að alþjóð-
|legt samkomulag náist um, að
hann sé verðmætur og eftir-
(Sóknarverður, samanber þá stað-
reynd, að verðmæti gullsins ligg-
ur i þvi, hve menn, allir upp til
hópa. eru fiknir i það. — Ilikis-
stjórnir geta nú notað yfir-
dráttarheimildina sem tryggingu
fyrir lánum, eða til þess að gera
upp fyrri reikninga.
Yfirdráttarheimildin verður á
5% ársvöxtum.
Þetta nýja alþjóðlega gjald-
eyriskerfi á að koma til fram-
kvæmda 1. júli, og horfir allt til
,,Ég held, að allir vilji losna við
gullið úr miðdepli gjaldeyris-
kerfisins og nota heldur yfir-
dráttarheimildina”, sagði fjár-
llllllllllll
m
umsjón G.P.
■■■■■■■■■■■■
málaráðherra Bandarikjanna,
William E. Simon, við fréttamenn
i fyrradag, þegar fundur 20 landa
nefndarinnar var að hefjast
þriðja daginn i röð. — Hann er
fulltrúi Bandarikjanna i nefnd-
inni.
Bandarikin nutu i þessu máli
árin hafa verið ráðandi á alþjóða-
gjaldeyrismarkaðnum, eins og
Bandarikjadalur, sterlingspundið
(hér áður), þýzka markið o.s.frv.
Voru kröfur þróunarrikjanna i
fjórum liðum. Hinir liðirnir voru
svo þeir, að gjaldeyrissjóðurinn
gerði ráðstafanir til þess að koma
upp framhaldslánakerfi, sem
gerði þróunarlöndunum kleift að
fá stærri lán til lengri tima og til
viðtækari þarfa en nú eru viður-
kennd af sjóðnum. Ennfremur að
komiðyrði upp oliulánasjóði til að
aðstoða þessi riki við að mæta
hækkandi oliuverði.
Siðasta krafan var svo, að þró-
unarlöndin fengju stærri yfir-
dráttarkvóta og að þeirra atkvæði
mundu vega meira á metaskálun-
um við ákvarðanir heldur en
hingað til. Að tiltölu eru þau 100
og þar með 90% aðildarlanda
gjaldeyrissjóðsins en ráða aðeins
35% atkvæðamagns. — I þessu
samhengi benda hin aðildarrikin
á, að þróunarrikin leggja minnst
til af fjármagninu, sem úr er spil-
að, og ekki eðlilegt, að þau ráði
mestu um, hvernig þvi skuli var-
ið.
En það sem samkomulag hefur
náðst um nú þegar á fundum 20
manna-nefndarinnar og kemur
þvi senn til framkvæmda er i
stuttu máli þetta:
,,Að rikin gangist sjálfviljug
undir gengisskráningarkerfi, sem
felur i sér möguleika á, að gengið
verði fljótandi, en þó undir eftir-
liti.
Að stofnaður verði 3 milljarða
dala oliulánasjóður til að lána
(gegn 7% vöxtum) þjóðum, sem
lenda i efnahagskröggum vegna
hækkaðrar oliu.
Að rikin lofi þvi að gripa ekki til
neinna ráðstafana, sem spillt gæti
heimsmarkaðnum eða millirikja-
verzluninni, án samþykkis gjald-
eyrissjóðsins.
Að setja á stofn nefnd innan
gjaldeyrissjóðsins, sem tekur við
umbótastarfinu varðandi breyt-
ingar á gjaldeyriskerfinu.”
Gullinu verður vikið úr hlutverki sinu,
við.
en „pappirsgullið” tekur