Vísir - 15.06.1974, Blaðsíða 8
8
Vísir. Laugardagur 15. júni 1974
.
KIRKJAN 06 B>
Látum þjóðhátíðarárið verða
hamingjuár íslendinga allra
Heill og blessun
landi og lýð
Sr. Jón Einarsson, sóknar-
prestur i Saurbæ á Hval-,
fjarðarströnd ritar hugvekju
Kirkjusiöunnar i dag. Þessi
hugvekja hefur verið flutt i
Iielgistund í sjónvarpsins.
Hún fjallar um þjóöhátiöar-
áriö og spurninguna um þaö,
meö hvaöa hugarfari og af
hvaöa hvötum þjóöin fagnar
þessu ári. Viöa um byggðir
landsins verður þjóöhátiðin á
mánudaginn kemur 17. júni.
Og i þvi tilefni er þessi
hátiðarárs-hugvekja birt.
Vér viljum taka undir meö
Saurbæjarklerkinum, er hann
segir
A þessum vordögum þjóö-
hátiöarársins ættum viö
íslendingar að gera þá heit-
strengingu að vinna'aö því af
alefli, einingu, heilindum og
drengskap, aö þetta ár megi
veröa sameiginlegt hamingju-
ár tslendinga allra, aö tslend-
ingar megi nálgast hver
annan og vinna saman i sátt
og friöi að velferö, heill og
blessun lands og þjóöar,
minnugir þess.að
eitt er landiö, ein vor þjóö,
auðnan sama beggja,
eina tungu, anda, blóö,
aldir spunnu tveggja.
Jesús sagði: „Hjarta
yðar skelfist ekki,
Trúið á Guð og trúið á
mig. Ég er vegurinn,
sannleikurinn og lifið.”
Jesús Kristur vill visa okkur
til vegar og átta i lifinu. Hann
vill hjálpa okkur til að lifa i
friði, kærleika og sátt i þessu
blessaða landi, sem Guð gaf is-
lenzkri þjóð fyrir ellefu öldum.
Viö erum kölluð út á veginn, þar
sem frelsarinn stýrir för og ljós
trúarinnar nær að lýsa, verma
og helga sporin. Sá vegur er
sannur og traustur og skilar
öllum, sem hann vilja ganga,
inn i framtið fegurðar og ham-
ingju.
Við Islendingar höfum þegar
gengið fyrstu sporin inn i nýtt
sumar. Við finnum birtu og yl
leika um okkur, finnum lifiö
brosa frá barnsaugum og blóm-
um jarðar og vitum, að „hærra
og hærra stigur á himinból hetj-
an lifsins sterka — hin milda
sól.” Spor okkar á þessu sumri
skulumvið ganga i trú og fylgd
með Jesú, sem er okkur vegur-
inn, sannleikurinn og lifið.
betta þjóðhátiöarsumar, sem
hefur heilsað okkur af svo mik-
illi mildi, mun vafalaust verða
eitt hið minnisstæöasta og
merkasta i lifi þeirrar
kynslóðar, sem nú byggir þetta
land. Á þessu sumri verða veg-
leg hátiðahöld i bæjum og
byggðum um gjörvallt landið til
Háhestur
við
Botna
Þessi þjóölega mynd er tekin
austur I Meöallandi, viö bæinn
Botna, sem liggur alllangt frá
alfaraleiö. Rétt hjá bænum
stendur hann, þessi einkennilegi
og hressilegi hraundrangur,
sem ber nafniö Háhestur.
Hann setur svip á sitt fáferð-
uga umhverfi og oft er hann
börnum og hröfnum að leik.
Sjálfsagt hefur áður fyrrum
verið rikjandi sú trú, að þar
ættu huldar vættir bústað sinn
eins og á svo f jölmörgum öðrum
stöðum, þvi að á flestum byggð-
um bólum á landinu voru til hól-
ar, hamrar og klettaborgir þar
sem voru hibýli huldufólksins.
Já, „hún trúði þessu hún
amma min”, segir skáldiö
(G.G.) i sinu fagra kvæði —
Kirkjuhvoll. En lifir sú trú
raunar ekki góðu lifi enn i dag?
Skemmst er að minnast álfa-
steinanna við Grafarholt, Grá-
steins og Litla-bróöur.
Þeir stóðu i vegi fyrir hrað-
brautinni um Mosfellssveit.
Mennirnir, sem urðu til að færa
þá úr stað urðu fyrir slysum og
óhöppum hver á fætur öðrum,
svo að ekki þótti einleikið. Og
þegar Visir grennslaðist eftir
afstöðu þeirra til trúar á hulda
vætti var svarið: „Við erum
sjálfsagt ekki hjátrúarfyllri en
gengur og gerist”.
Nýlega var sá, er þetta ritar,
á ferð fyrir austan fjall og kom á
bæ til hjóna, sem þar hafa búið i
áratugi. Þegar bóndinn fluttist
þangað var honum sagt frá stór-
þýfðu stykki i túninu, sem ekki
mætti hreyfa við, ef ekki ætti
illa að fara. Ennfremur var
honum greint frá hól einum i út-
haga, þar sem ekkert jarðrask
mætti gera — hvað sem það
kostaði. Með eigin augum sá ég,
hversu kostgæfilega bóndinn
hafði farið eftir þessum fyrir-
mælum. Frammi á túninu ris
þúfnabeðurinn upp af sléttri
grundinni og austur i móanum
hefur verið settur rækilegur
hlykkur á hagagirðingu til þess
að komast hjá að reka girð-
ingarhælana niður i hólinn góða,
sem ekki má særa án þess að
raska háttum og hentugleikum
þeirra, sem þar eiga athvarf
sitt.
.....oOo......
Nú er komið nokkuð langt frá
kynningu á myndinni af Háhesti
hjá Botnum. Skal nú að henni
vikið. Ef myndin prentast vel,
má sjá barnsandlit ofarlega í
klettinum til hægri.
'Sá, sem myndina tók, kann
ekki að gera neina grein fyrir
þvi. Hins vegar munu sjálfsagt
lærðir ljósmyndarar geta gefið
á þvi sinar skýringar, og skal
það látið liggja milli hluta. Hver
Þannig fórust séra Matthiasi
orð og einnig hefur verið sagt,
að aldrei hafi þjóðin verið
„bjartsýnni, áræðisfyllri og trú-
aðri”, bæði á Guð og menn og
framtið sina en hina björtu
sumardaga fyrir hundrað árum.
Hún gaf Guði dýrðina. Sá Drott-
inn, sem er vegurinn, sannleik-
urinn og lifiö, Drottinn ljóssins
og kærleikans, átti þökk hennar
og fylgd. Ef til vill hefur þjóðin
aldrei fundið betur nálægð Guðs
vors lands en einmitt þá, svo að
hún varð rik i sinni fátækt, kon-
ungleg I sinum kotum, vonglöð
og djörf eftir sinar þúsund ára
þrautir.
II
En hvernig er þjóðin nú
hundrað árum siðar? Með
hvaða hugarfari og af hvaða
hvötum heldur hún þjóðhátið?
Þjóðin er vissulega rik. Hún
hefur byggt yfir sig dýr og
glæsileg hús og hefur flest skil-
yrði til að byggja upp fyrir-
myndarþjóðfélag I fallegu og
auðugu landi. En ef til vill hefur
andleg auðlegð þjóðarinnar ekki
aukizt I réttu hlutfalli við hina
veraldlegu, þrátt fyrir stöðugt
aukið skólahald og aukna
menntun. Þjóðhátiðarárið mun
verða nokkur mælikvarði á
menningu þjóðarinnarog andleg
verðmæti, þau verðmæti, sem
ekki verða vegin á vog verð-
bólgunnar eða mæld með mæli-
stiku sjálfshyggju og peninga-
valds.
A þessu merkisári ættum við
íslendingar að leggja meiri
rækt við trú okkar og andleg
verðmæti. Við þurfum að auka
með okkur samheldni og frið,
góðvild, skilning og traust. Saga
okkar og reynsla kennir okkur,
að i samstööu þjóðarinnar felst
afl hennar og styrkur. Það er
brýn nauðsyn, að Islendingar
vinni saman að sameiginlegri
velferð og hamingju þjóðar
sinnar, að þeir megi styðja hver
annan og slá hendi I hönd, en
eyði ekki kröftunum i innbyrðis
deilur, flokkadrætti og sundr-
ung.
A þessum vordögum þjóðhá-
tíðarársins ættum við Islending-
ar að gera þá heitstrengingu að
vinna að þvi af alefli, einingu,
heilindum og drengskap, að
þetta ár megi verða sameigin-
legt hamingjuár íslendinga
allra, að tslendingar megi nálg-
ast hver annan og vinna saman i
sátt og friði að velferð, heill og
blessun lands og þjóðar, minn-
ugir þess, að
eitt er landið, ein vor þjóð,
auðnan sama beggja,
eina tungu, anda blóð,
aldir spunnu tveggja.
Ég bið þess, að Drottinn lifs-
ins og friöarins, sá Drottinn,
sem ljósið og sumarið gefur,
megi vera með þjóð okkar á
þessu sumri og alla tima, að
íslendingar þurfi ekki að lifa i
sundrung og myrkri, en megi
fylgja honum og trúa á hann,
sem er vegurinn, sannleikurinn
og lifið. Ég bið þess,að þjóð okk-
ar megi verða auðugri af verð-
mætum fórnar og trúar. Ég bið
þess, að Drottinn Guð megi
blessa heimili þitt, starf þitt og
lif og hjálpa þér til að verja þvi
þjóð þinni til blessunar og
gagns. Ég bið þess, að þú megir
fylgja Jesú Kristi, að hann megi
stýra förinni á lifsvegi þinum,
að hann megi blessa'og helga
sporin þin og þú megir ganga
með honum á vit komandi daga.
Trú þú á Drottin Jesúm, og þú
munt hólpinn verða og heimili
þitt.
og frelsara, sem er vegurinn til
llfsins og hamingjunnar. Von-
andi eru allir sammála um það
að óska þess og biðja, að þetta
ár megi hvetja okkur öll, Is-
lenzkt fólk, til aukinnar menn-
ingar og mannvits, samheldni,
sigurs og dáöa. En þannig ork-
aði þjóðhátiðarárið 1874 á is-
lenzku þjóðina. Talið er, að það
ár sé eitt hið merkasta i sögu Is-
lands allt til þessa dags.
Það varð aflgjafi til nýrra
framkvæmda og þjóðernislegr-
ar vakningar. Samhugur þjóð-
arinnar varð meiri en áður,
þjóðernisvitundin skýrari og
trúin á land og þjóð öflugri en
fyrr.
Höfuðskáld tslendinga á
þeirri tið, séra Matthias
Jochumsson, kallar þjóðhátið-
arárið og þá þjóðernisvakningu,
sem þá varð, „hin miklu alda-
mót þjóðar vorrar, er urðu alda-
hvörf I sögu lands vors á ýmsan
veg. Olli þvi ekki konungskom-
an ein og stjórnarskráin, heldur
miklu fremur hið nýja skrið eða
hreyfing, sem hátiðinni fylgdi i
innra lifi og hugsun þjóðarinn-
ar. Saga hennar fékk lif, endur-
minning hins umliðna fékk mál
og sál og samúð i huga þjóðar-
innar og almenna meðvitund.
Nýár var runnið. Aldrei hef
ég lifað slika hreyfingu. Það var
hreyfing, sem svæfði allar þræt-
ur og þvergirðing, en kveikti
allsherjar samúö, allsherjar
eftirvæntingu, allsherjar endur-
minningar. Og lifshreyfingarn-
ar út á við, orð og gjörðir, lýstu
hinni sömu breytingu.”
og einn verður að hafa um það
sinar hugmyndir a.m.k. þeir,
sem ekki eru hjátrúarfyllri en
gengur og gerist.
oOo
Flúinn er dvergur .... segir
Jónas i Gunnarshólma. Það var
ekki góðs viti á þeirri tið, enda
var þá hér i landi „hnipin þjóð i
vanda”. — Hversu vel, sem álf-
um og dvergum og öðrum huld-
um vættum mun geðjast að
ýmsum fyrirbrigðum i okkar
velferðarþjóðfélagi, þarf vart
að efa, að vel ætti þeim að vera
að skapi sú mikla landverndar-
viðleitni, sem nú er rikjandi á
öllum sviöum. Siðan sú stefna
var upp tekin, hafa áreiðanlega
verið friðlýst heil prestaköll
fyrir huldufólkið viðs vegar um
land, ef ekki heil biskupsdæmi.
Við skulum vona, að á hinum
vernduðu svæðum megi þeirra
ósýnilegum ibúum vel vegna,
þar sem þeir eru óhultari fyrir
umbótabrölti mannanna heldur
en þeir stundum hafa verið
hingað til. G. Br.
Altaristaflan i Saurbœjarkirkju
að minnast þess og þakka, að
liðnar eru ellefu aldir, siðan for-
feður okkar námu þetta land og
fyrstu Islendingarnir stýrðu
knörrum sinum i átt til þeirra
himinbláu fjalla, sem vorsólin
vermir i dag.
Vonandi má þetta þjóöhátið-
arsumar og ár auka þjóðinni ást
til lands sins og trú á Guð sinn