Vísir - 15.06.1974, Blaðsíða 7
Vlsir. Laugardagur 15. júni 1974
cTVIenningarmál
Hvar er nú
Háskólabió, 12. júni.
Kvöldstund meö Cleo Laine
Cleo Laine, söngkona,
John Dankworth, saxófónn, klari-
nett.
André Previn, pianó,
Arni Egilsson, kontrabassi,
Tony Hymass, pianó,
Hoy Jones, trommur,
Daryl Runsvvick, gitarbassi.
Það er einn og hálfur
timi siðan tónleikunum i
Háskólabiói lauk, og ég
er búinn að sitja næstum
jafnlengi við ritvélina,
alveg orðlaus. Ég lið
sálarkvalir. öll hástigs
lýsingarorðin komin i
aðrar greinar um stór-
kostlega tónleika, sem
voru samt ekki eins
stórkostlegir og þessi.
Hvar setti ég nú orðabók
Menningarsjóðs?
Það hafa margir eflaust haldið
eins og ég, að ungu mennirnir
þrir, sem hlupu inn á sviðið rétt
upp úr klukkan niu á fimmtu-
dagskvöld væru „rótarar” hjá
hljómsveit Johns Ðankworth. En
svo var ekki. Þeir voru byrjaðir
að spila áður en hálfur salurinn
áttaði sig og gat farið að klappa.
Og svo kom Dankworth sjálfur
inn á sviðið með saxófóninn og
tónleikarnir voru byrjaðir.
Eitt lag, og svo kom Cleo Laine
með þessa stórkostlegu rödd, svo
blæbrigðarika, að manni finnst
hún geta túlkað allt frá þraut-
þjálfaðri óperusöngkonu til þoku-
lúðurs, svo full af tilfinningum, að
hún getur túlkað allt frá æðstu
gleði til megnrar taugaveiklunar.
Raddsvið með ólikindum, ég veit
ekki hve hátt yfir háa c-inu hæsti
tónninn lá, og tónmyndun svo ná-
kvæm og örugg, að þótt hún
sönglaði (með klarinettu-rödd) á
móti saxófóninum á miklum
hraða, kom ekki ein einasta feil-
nóta eða pinulitið falskur tónn.
Hún lét sér heldur ekki nægja að
syngja lögin, hún lék þau einnig,
stórkostlega að minu mati, þann-
ig að úr lagi og texta varð ein
órjúfanleg heild, sem komst mun
sterkar og betur til tónleikagest-
anna en ef um lag með texta hefði
verið að ræða.
Shakespeare og
Spike Milligan
Fyrri helmingur tónleikanna
leið undir öruggri stjórn hljóm-
sveitars.tjórans, John Dank-
worths. Það kom aldrei dauður
punktur, úr einu laginu inn i ann-
að. Alls konar lög, við margs kon-
ar texta, frá Shakespeare til
Spike Milligan, viðkvæm og róleg
lög, stilbrigði Bossa-Nova Stan
Getz til Ballöðu i stil Paul
McCartneys, grinlög, alvöru-
þrungin ástarljóð... Allt spilað,
sungið og leikið af fáheyrðri inn-
lifun og öryggi.
Á siðari hluta hljómleikanna
bættust André Previn og Árni
Egilsson i hópinn, og var nú tekið
til við jazzinn. Var sá helmingur
hljómleikanna engu siðri en sá
fyrri.
Þeir Árni og Previn eru stór-
góðir jazzleikarar, eins og t.d.
„Vögguljóð” eftir Emil Thorodd-
sen bar með sér, en þar lék Árni
lagið á kontrabassann, en Previn
undir á pianóið. Árni sýndi stór-
kostlega fingrafimi og bogatækni,
og frábært var hvernig hann fékk
þetta stóra og þunglamalega
hljóðfæri sem kontrabassinn er
stundúm til að hljóma eins og dá-
litið gróft celló, þegar hann spil-
aði á efri hluta hálsins.
Að visu var eins og hann væri
ekki alltaf með á nótunum i sum-
um sólóköflunum i jazzlögunum,
en það er eiginlega skiljanlegt,
hann vissi, að við miklu var búist
af honum, og það setur alltaf
spennu i menn að koma frægur
heim og eiga að leika fyrir gagn-
rýninn landann. Hvað um það,
hann er stórkostlega góður og
mikill klaufaskapur að fá hann
ekki i sinfóniuhljómsveitina á sin-
um tima.
André Previn lék sér að hljóm-
borði pianósins eins og galdra-
karl, sólókaflar hans voru af-
bragðs vel leiknir og yljuðu
manni um ræturnar.
Spilast á
Ekki virtist það há þessum
listamönnum, að þeir höfðu ein-
ungis æft saman i hálftima, að
eigin sögn. Allir góðir jazzistar
Cleo Laine á hljómleikunum i Háskólabiói — Ljósmynd Kristján
Magnússon
orðabókin?
eftir Jón
Kristin Cortez
eiga það sammerkt, að þeir þurfa
aðeinsaðvita hvaða lag á að taka
næst, siðan er leikið af fingrum
fram, eins og þeir eigi lifið að
leysa. Það var svo margt sem
gerðist á sviðinu og vert væri að
segja frá, að það væri efni i marg-
ar greinar. Þvi bið ég forláts þótt
ég drepi til dæmis einungis á það
er bassaleikararnir voru aö „spil-
ast á”, var það orðið eins og
spennandi einvigi sem tónleika-
gestir fylgdust með af athygli.
Lauk þvi með „sigri” gitarbass-
ans, en báðir fengu jafngott
klapp.
Timinn leið hraðar en á nokkr-
um öðrum tónleikum sem ég hefi
verið viðstaddur, og er tónleikun-
um lauk, rétt fyrir miðnætti, er ég
viss um að margir hafi verið jafn-
hissa og ég á þvi, hvað klukkan
var orðin.
Þessir tónleikar eru sennilega
þeir skemmtilegustu og best
heppnuðu á listahátiðinni. Allir
listamennirnir frábærir, fram-
koman sú skemmtilegasta sem ég
hef orðið vitni að á sviði Háskóla-
biós. Ég verð að játa að ég bjóst
fremur við vambmiklum, sjálf-
umglöðum jazzleikurum, sem
tækju sjálfa sig hátiðlega, en það
var siður en svo, sjömenningarnir
voru einlægir og hlédrægir. svo
nálgaðist feimni, enda unnp þeir
hug allra I salnum frá þvi fyrsta.
Hljóðstjórn Jóns Þórs Hannes-
sonar frá sjónvarpinu var frábær,
sérlega i seinni hlutanum.
Ég hef aldrei verið sérlega
mikið fyrir jazzinn, sem Jón Múli
lætur stundum dynja yfir okkur
úr útvarpinu, en hann má vita
það, að nú hefur að minnsta kosti
einn til viðbótar bæst i áheyr-
endahóp hans.
SKELLA SAMAN LOFUNUM
á listahátið gerast
ekki eintómir stórvið-
burðir. Sem betur fer
ber þar einnig f leira við
en heimsóknir snilldar-
manna utan úr löndum
og spariverk heima-
fólks i óperu og listsýn-
ingum. Þar gerast
einnig „litlir atburðir”
sem vekja kannski
minni athygli og aug-
lýsingu út i frá. En oft
gleðja þeir ekki siður
þá sem horfa og hlýða.
A fimmtudagskvöld var flutt I
Iðnó efni sem mætavel hæfir
börnum og er raunar til þess
fallið að skemmta „allri fjöl-
skyldunni” jafnvel: Af Sæm-
undi fróða, söngvar sagnir og
leikur i samvinnu Leikfélags
Reykjavíkur og Leikbrúðu-
lands, eins og dagskráin segir.
Það skyldi þó ekki vera að is-
lenzkt brúðuleikhús sé i uppsigl-
ingu i alvörunni? í þetta sinn
færast þær stöllur i Leikbrúðu-
landi miklu meira I fang en i
sinni einföldu barnasýningu i
vetur: að sögn eru þættirnir
fjórir um Sæmund sem hér voru
sýndir aðeins upphaf eða visir
að miklu stærra verki, heilum
brúðuleik um Sæmund fróða,
ævi hans og ævintýr. Þær
stjórna nú stangarbrúðum, all-
stórum og gervilegum, sem
Guðrún Svava Svavarsdóttir
hefur gert af miklum hagleik og
kimni líka, en leikarar fara með
textann, Kjartan Ragnarsson
mjög kátlega með orð og um-
mæli Jóns biskups helga
Ogmundarsonar. Samskipti
þeirra Jóns og Kölska og
Sæmundar i og utan Svarta-
skóla voru einkar ásjáleg og
skemmtileg á sýningunni.
A milli brúðuatriðanna var
fléttað söng og framsögn að
hætti siðdegisstundar Leikfé-
lagsins I vetur: Böðvar
Guðmundsson, Kristin Ólafs-
dóttir og Kjartan Ragnarsson
sungu með list og prýði kátlega
söngva Böðvars um Sæmund, og
drepið var á margvislegt þjóð-
sagnaefni um hann i framsögn,
söng og leik. En spursmál finnst
mér hvort Svartiskóli Einars
Benediktssonar átti erindi hér
— það er vandi að fara með Ein-
ar Ben. svo vel fari og hætt við
að með slikri framsögn falli
fölskvi á annað efnið. Er ekki
vert að velja og vanda frá-
sagnarefni I slikri dagskrá sem
best „við hæfi barna”. Með
þessu er ekki átt við að meina
beri fullorðnu fólki aðgang að
sýningunni, eða fæla það frá
henni — aðeins hitt að efnið
. sjálft njóti bezt barnslegrar ein-
feldni og innileika.
Það má sjálfsagt segja að enn
hafi stjórnendur Leikbrúðu-
lands ekki nema takmarkað
vald.á brúðunum. En valdið
fæst heldur ekki nema fyrir
markvissa vinnu. Og hér er rétt,
og hátt, stefnt. Ég hlakka mikið
til að sjá brúðuleik þeirra um
Sæmund i sinni endanlegu
mynd.
Að vera til
A miðvikudagskvöld flutti
danska leikkonan Lone Hertz
og söngkonan Bonna Söndberg
ásamt Torben Peterson dagskrá
með ljóðum, leik og söng I Nor-
ræna húsinu — „at være til”
nefndu þau hana. Eins og nafnið
gefur til kynna var ekki i litið
ráðist iefnisvali og flutningi: ég
get ekki neitað þvi að yfirlætis-
minna en samvalið, eindregið
ljóðrænt dagskrárefni væri mér
meir að skapi. En Bonna Sönd-
berg er óneitanlega hrifandi
söngkona, rómantiskir söngvar
hennar voru uppistaða i dag-
skránni. Lone Hertz flutti
fjarska margbreytt efni af mik-
illi iþrótt, allt frá rómantiskri
einræðu úr harmleik eftir
OehlenschlSger fram i „gruk”
eftir Kumbel og „tosserier” eft-
ir Halfdan Rasmussen, eins
danskan kveðskap og orðið get-
ur. Hún sagði fram ljóð eins og
Imperia eftir Sophus Clausen,
Hvorfor dræbte de Giardano
Bruno eftir Piet Hein og Skriget
eftir Bodil Bech með áhrifa-
miklum einfaldleik, og svo lék
hún af mikilli margbreytni og
þokka einræður eftir Nis Peter-
sen og Sten Kaalö. Og margt
fleira gerðu þær.
Vissulega var gaman að hlýða
og sjá — og efnið svo mikið og
margbreytt að eyru og augu
höfðu varla undan að nema það.
En mikið eru islenzkir áheyr-
endur fúsir að klappa! Það er
eins og menn haldi að eftirtekt
og hrifning verði ekki látin uppi
nema með þvi að skella, skella,
skella saman lófunum, eins og
menn vildu helst klappa fyrir
hverju erindi, hverri hendingu I
ljóði eða söng. Þessar „ágætu
undirtektir” spilltu beinlinis
fyrir og skemmdu hið fallega
dagskrárefni I Norræna húsinu.
Og hann Fúsi!
Hinar góðu undirtektir og
mikið lófaklapp spilltu hins veg-
ar engu i Leikhúskjallaranum á
þriðjudagskvöld þegar fluttur
var á litla sviðinu „rómantiskur
kabarett” úr verkum Sigfúsar
Halldórssonar sem Sveinn
Einarsson tók saman. Það virt-
ist mér gert af miklu látleysi,
söngvar Sigfúsar felldir i
smekklega einfalda umgerð og
fluttir af náttúrlegum þokka
eftir
Ólaf Jónsson
sem einmitt hæfir þeim bezt.
Þetta var fróðleg stund — ákjós-
anleg upprifjun þess hve „lögin
hans Fúsa” hafa ósjálfrátt orðið
mikill þáttur i lifi okkar sem
höfum alizt upp með þau i eyr-
unum, án þess að vita i rauninni
neitt af þvi. En ætli list hans hafi
verið metin að þvi skapi? Og
þarna mátti lika heyra önnur
lög, sem ekki hafa orðið eins
eyrnatöm, og ný lög, og dag-
skráin sýndi glöggt smekk og
næmi Sigfúsar á texta, fjöl-
breytnina i verki hans þótt til-
finningasviðið virðist fyrirfram
„þröngt” eða einhæft.
Ekki spillti að höfundurinn
kom sjálfur fram að lokum —
söng og lék alveg nýtt lag og all-
ir tóku undir. Jafnvel eins ó-
söngvinn maður og undirritaður
hreifst með og hlýnaði um
hjartaræturnar.