Vísir - 15.06.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 15.06.1974, Blaðsíða 3
Vísir. Laugardagur 15. júni 1974 3 EITT SÓFASETT Á HÁLFA MILUÓN Þaö væri synd að segja, að við getum ekki valið um gerð og gæði húsgagna. Verðið fer svo eftir þvi. Við hringdum i nokkrar hús- gagnaverzlanir i bænum. Söfasett er hægt að fá allt frá um 100 þús. kr. og upp i tæp 500 þús. kr. Algengt verð er frá 130 þús. kr. upp i rúm 200 þús. kr. Borðstofuhúsgögn er hægt aö fá frá um 100 þús. kr. upp i rúm 300 þús kr, eftir þeim upplýsingum sem við fengum. Ekki virðist fólkið kippa sér upp við að borga jafnvel út I hönd, ef það er bara ánægt með hlutinn. Sizt hefur dregið úr sölu undanfarið. Þessi mikla sala er e.t.v. af þvi, eins og einn húsgagnasalinn komst að orði. „Kannski er fólkið að koma peningum sinum i ein- hvern verðmætan hlut áður en verðgildi krónunnar verður enn minna”. — EVI — Unga fólkiö reynir hvernig það er að sitja i húsgögnum, sem kosta tæp 500 þús. kr. ,,Jú, það er nú anzi gott að sitja i þeim”, varð honum að orði. Hún bara sam- þykkti. ■ - Félagsstarf Hin nýkjörna bæjarstjórn Seltjarnarness á fyrsta fundi sinum eftir kosningar. Frá vinstri: Viglundur Þorsteinsson, Magnús Erlendsson, Snæbjörn Asgeirsson og Sigurgeir Sigurðsson, allir af D-lista, Stefán Agústsson fundarritari, Karl B. Guðmundsson (D) I ræðustól, en hinum megin er minnihlutinn, aðcins tveir, Njáll Þorsteinsson (B) og Njáll Ingjaldsson (F). Skoðunar- og kynnisferðir á vegum Félagsstarfs eldri borgara nú í júni og júli Þriðjud. 18. júni Skoðunarferð I Norræna Húsið: Norrænn myndvefnaöur Þriðjud. 25. júni Skoðunarferð I Landsbókasafnið: Fögur handrit. Þriðjud. 2. júli Skoðunarferð I Listasafn rikisins: Málverkasýning Nlnu Tryggvad. Fimmtud. 4. júli Skoðunarferð að Kjarvaisstöðum: List I 1100 ár. Þriöjud. 9. júll Skoðunarferð til Hveragerðis Fimmtud. 11. júll Skoðunarferö i skógræktarstöðina og laxeidisstöðina I Kollafirði Þriðjud. 16. júli Stokkseyrarferð: fjörullfsskoðun. Fimmtud. 18. júll Arbæjarferð: Húsin og safniö skoðað. Þriðjud. 23. júll Skoðunarferð I Sædýrasafnið og Hellis- gerði I Hafnarf., heim um Alftanes. Fimmtud 25. júll Skoðunarferð um Reykjavlk Þriðjud. 30. júli Farið til Þingvalia, um Grafning til baka. Vinsamlegast athugið: Lagt verður af stað i allar ferðir frá Austurvelli kl. 1:30 e.h. Nauðsynlegt er að panta far i siðasta lagi daginn fyrir hverja ferð. Þátttaka tilkynnist og upplýsingar veittar i sima 18800 kl. 9:00 til kl. 12:00 f.h. GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA. IPi Felagsmálastofnun Reykjavíkurborgar ÞAR [R 17. JUNI .DAGUR BARNANNA' 17. júni hátiðahöldin i Kópa- vogi eru með nokkuð öðru sniði en hátiðahöldin I Reykjavík. Fyrir utan hátiðarsamkomu verður ýmislegt annað á boð- stólum. Siglingaáhugamenn fá margt við sitt hæfi. Bæði eru siglinga- sýningar og svo bátaleiga á litl- um árabátum. Þar sem hátiða- höldin fara fram, á Rútstúni, verða sýnd dýr i girðingu. Þau voru einnig sýnd I fyrra og gerðu mikla lukku meðal barn- anna. Skátar sýna þar einnig tjaldbúðalif. Þetta er sannkallaður dagur barnanna, þvl þeim er einnig boðið á hestbak af hestamanna- félaginu Gusti. íþróttakappleikir verða háðir á Vallargerðisvelli, m.a. keppir nýkjörin bæjarstjórn við stjórn Breiðabliks. Böll að kvöldi 17. júnii Kópa- vogi hafa yfirleitt ekki tiðkazt, en núna mun hljómsveitin Pelikan leika fyrir dansi við Kópavogsskóla. -ÓH Innanríkisráðherra Italíu: KOLUMBUS HER 1477 Kenningin um að Kristófer Kólumbus ætti vikingunum það að þukka. að hann fann Ameriku hefur fengið mjög skilyrtan stuðning Paolo Emiliö Taviani, innanríkisráðherra italiu, sem er sérfróður um sögu Kólumbusar. Kemur þetta fram i frétt NTB- fréttastofunnar i gær. Innanrikisráðherrann hefur látið skoðun sina i ljós i tilefni af fullyrðingum norska rithöfundar- ins og blaðamannsins Káre Prytz, sem fjallað hefur verið um hér i blaðinu. — Kenningin er álika áreiðan- leg og uppgötvun regnhlifarinnar, sagði ráðherrann i Róm. Hann segir, að sú staðhæfing Prytz sé' rétt, að Kólumbus hafi komið til Islands 1477. Einnig sé það óvé- fengjanieg söguleg staðreynd, að vikingarnir hafi farið til Ameriku. — En þetta þýðir ekki, að is- landsferð Kólumbusar hafi orðið honum nokkuð til hjálpar, þvi að menn höfðu þá gleymt landafundi vikinganna um árið 1000. Hinir fornu sægarpar kunnu ekki að lesa, þeir höfðu enga vitneskju um landafræði og héldu, að jörðir væri flöt, segir Taviani. -BB— „Frœðslumálin í fullkomnasta lag sem þekkist á landinu" — segir bœjarstjóri Seltjarnarness „Fyrir utan þessar venjulegu framkvæmdir, svo sem gatna- gerð, þá stefnum við að þvl að halda áfram að koma fræðslu- málum hér i fullkomnasta lag sem þekkist hér á landi”, sagði Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, I viðtali við Visi. Sigurgeir var sveitarstjóri Sel- tjarnarness, en nú hefur sveitar- félagið eða „byggðin”, eins og það kallast nú, verið gert að kaupstað. „Við erum að byggja mjög stóran gagnfræðaskóla, sem á að nægja okkur næstu árin, ef ekki áratugina. Hann verður einset- inn, og stefnt verður að þvi að þar verði fjölbrautaskóli, jafnvel með tveimur fyrstu bekkjum mennta- skóla. Og þar sem hann verður einsetinn, er skóladagurinn sam- felldur, nemendur geta lokið sinu dagsverki i skólanum án þess að fara heim til að borða, eða gera heimaverkefnin”, sagði Sigur- geir. Sigurgeir nefndi margt annað, sem áætlað er að gera, m.a. að byggja fullkomna sundlaug. Sigurgeir var spurður, hvort Seltirningar væru rikari en fólk annars staðar, úr þvi hægt er að framkvæma svona mikið. „Nei, alls ekki. Mér finnst við einfaldlega hafa getað nýtt fjár- muni okkar vel og verið á réttum tima með framkvæmdirnar. Við höfum lika stefnt að hægfara upp- byggingu, og fjölgunin hér er ekki nema 6 til 7% árlega. Okkar skoð- un er sú, að sveitarfélagið verði að geta veitt þá þjónustu sem skattborgarinn greiðir fyrir. En það er mikil ásókn hingað”.—óH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.