Vísir - 15.06.1974, Blaðsíða 2
2
Vlsir. Laugardagur 15. júni 1974
TÍSffiSm:
Heldur stjórnin velli i komandi
kosningum?
Arni Kristinsson, læknir. Orugg-
lega ekki, hún hefur staöið sig svo
hrapallega. Ég reikna meö, aö
Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu-
flokkurinn myndi stjórn. Fram-
sóknarflokkurinn mun tapa ó-
skaplega.
Stefán Björnsson. Ég hef ekki
myndað mér neina skoðun um
það. Stjórnin núna á i greinileg-
um erfiðleikum og það er krafta-
verk, ef hún kemst að aftur.
Ragnheiður Jónsdóttir, húsmóð-
ir. Orugglega ekki. thaldiö tekur
við. Menn eru orðnir svo hund-
leiðir á þessari stjórn. beir ausa
úr öllum sjóðum og standa svo
slyppir eftir.
Heiðrún Jóhannesdóttir, húsmóð-
ir.Ég vona bara að hún falli ekki,
þetta eru ágætis menn. Þvi miður
eru þó miklar likur á falli.
Páll Eyjólfsson, fyrrv. forstjóri.
Ég tel að hún falli og vona það
reyndar lika. Hún hefur staðið sig
svo illa. Sjálfstæðismenn og
Framsókn taka við.
Skúli G. Jóhannesson, þjónn. Hún
heldur ekki velli. Einhver hluti af
henni gæti þó hugsanlega sloppið.
Það eru 25% geymslufjárákvæð-
in, sem skapa henni miklar óvin-
sældir meðal manna.
Ilíil
Ljósm. Visis, Bragi
Frekari framkvæmdir við Siðumúlann biða þess, að miðhúsið verði rifið.
Vegurinn bíður - húsið stendur
Húseigendur við Síðu-
múlann er nú farið að
lengja eftir að fá götuna
opnaða til vesturs. Þar
stendur nú í vegi fyrir
frekari gatnafram-
kvæmdum stórt íbúðar-
hús/ sem er í hópi húsa er
þarna voru byggð upp úr
stríði/ ýmist í óleyfi eða
með bráðabirgðaleyfi.
Siðumúlinn liggur nú nær full-
búinn að húsinu beggja vegna.
Bærinn keypti þetta 160
fermetra hús fyrir 1.6 milljónir i
fyrra, og ibúum þess var þá
einnig úthlutað nýrri
byggingarlóð.
Hjá borgarverkfræðingi var
okkur tjáð að ekkert yrði
aðhafzt við frekari fram-
kvæmdir götunnar, fyrr en
ibúar hússins gætu flutt i nýja
húsið. Þættu þeim hjá borginni
framkvæmdir við ný-
bygginguna ganga nokkuð seint.
Var reynt, að útvega ibúunum
leiguibúð hjá bænum, en þær
eru umsetnar og þvi erfitt um
vik. Eru þvi litlar likur á, að
haldið verði áfram með Siðu-
múlann i sumar.
—JB—
Rœða samskipti
Islands og EBE
Fundur fulitrúa tslands og
Efnahagsbandalags Evrópu um
framkvæmdina á samningi fs-
lands og EBE er nú haldinn i
Brussel. Slikir fundir eru haldnir
reglulega, og að þessu sinni sitja
þeir Þórhallur Asgeirsson, ráðu-
neytisstjóri, og Valgeir Arsæls-
son, deildarstjóri I viðskipta-
ráðuneytinu fundinn fyrir íslands
hönd.
I frétt NTB um fundinn segir,
að Þórhallur Ásgeirsson hafi
sKyrt tra pvi sjónarmiði íslenzku
rikisstjórnarinnar, að það spillti
fyrir sambandi íslands og EBE,
að bandalagið hefur ekki heimil-
að, að þau ákvæði samningsins,
sem eru um fiskafurðir, gangi i
gildi. EBE hefur sett það sem
skilyrði fyrir gildistöku samn-
ingsins, að samkomulag náist
milli íslendinga og Vestur-Þjóð-
verja um fiskveiðar þeirra siðar-
nefndu innan 50 milna fiskveiði-
lögsögunnar.
Samningarnir við Vestur-Þjóð-
verja stranda á þvi, að ekki hefur
náðst samkomulag um heimild
fyrir stóru þýzku frystitogarana
til að veiða innan 50 milnanna.
Samningamenn frá islenzkum
stjórnvöldum voru nýlega á fundi
i Bonn. En stjórnarskiptin þar
urðu til þess á timabili að tefja
fyrir samningaviðræðunum. Hef-
ur Visir það eftir áreiðanlegum
heimildum, að ekki sé lengur um
mörg ágreiningsatriði að ræða
milli tslendinga og Vestur-Þjóð-
verja.
Samningur Islands við Efna-
hagsbandalagið var undirritaður
22. júli 1972 en staðfestur af al-
þingi 26. febrúar 1973. Strax eftir
það tóku þau ákvæði samningsins
gildi, sem fjalla um iðnaðarvör-
ur. — BB —
Jón er for-
stöðumaður
t frétt um öndvegissúlur I
blaðinu i fyrradag varð sú
villa I myndatexta, að
Ingvar Hallgrimsson var
sagður forstöðumaður Haf-
rannsóknastofnunarinnar.
Hann er hins vegar deildar-
stjóri svif- og botndýrarann-
sóknadeildar. Það er Jón
Jónsson, sem er forstöðu-
maður stofnunarinnar.
—JB—
LESENDUR HAFA ORÐIÐ 4
G. hringdi:
„Það er athyglisvert og sýnir
vinnubrögðin hjá stjórnvöldum,
að Rafmagnsveitur rikisins fengu
samþykkta miklu meiri hækkun
en aðrir. Þær fengu um 40 prósent
meiri hækkun en Rafmagnsveita
Reykjavikur.
Þannig er ástandið, rikisvaldið
notar afl sitt til að hækka mest
hjá sér.”
þættra gáfna. — HIÐ KOMMÚN-
ISTtSKA KERFI ER ALLT ANN-
AÐ MÁL.
Nú i kvöld, er ég heyrði Stefán
endurtaka þetta sama i sjón-
varpstima Alþýðubandalagsins
(Stefán er eflaust ekkert verri en
hin), þá gat ég ekki stillt mig um
að senda þessa smásendingu til
þeirra i þeirri von, að i keppni um
val eða löngun til vals til forráða
á okkar ágæta Islandi, þá sigli
þeir i þeim byr, sem gefst með is-
lenzkt flagg á stöng og þá i hálfa
stöng eftir kosningar nú 30. júni,
eins og ég vona.”
RÚSSAGRÝLA
Benedikt Bogason skrifar:
„Fyrir nær þrem árum, rétt
fyrir lokabaráttu frambjóðenda
til siðasta alþingis, stóðu 4 glaði
hlakkalegir „kandidatar” Al-
þýðubandalagsins (Stefán Jóns-
son, Svava Jakobsdóttir og 2 aðr-
ir) skælbrosandi og glaðhlakka-
legir á sjónvarpsskerminum
framan i okkur alþjóð og lýstu
samhljóða og fjálglega yfir þvi,
að nú væri „Grýla gamla dauð”.
— Ékki var mér ljóst, hvort það
byggðist á framboði Sósialistafé-
lags Reykjavikur þá, eða bara að
„kella” væri dauð.
Ég vil taka það fram, að ég
skildi þetta þannig, að átt væri við
sk. „Rússagrýlu”, en ekki vora
þjóðlegu eiginkonu „Leppalúða”.
Nú er það svo, að þetta orð
„Rússagrýla”, sem sennilega er
fundið upp af íslenzkum komm-
únistum, hefur mér alltaf fundizt
fremur lágkúrulegt. Ástæðan er
sú, að ég dvaldist mörg ár erlend-
is við nám og kynntist mörgu
fólki, sem var af rússnesku bergi
brotið, og einnig sovézkum borg-
urum, sem ég met mikils vegna
þægilegs persónuleika og fjöl-
„Ríkið hœkkaði
auðvitað mest"
TIL MINNINGAR UM
JÓN SIGURÐSSON
Sá dagur lifir enn með okkar þjóð,
er einhugur á föstum rótum stóö.
Þá þjóðin bjó viö áþján erlends valds
og okkur skorti menn til trausts og halds.
Þú gafst ei upp og enginn nema þú
gast eflt vort þrek og styrkt þá veiku trú,
að þjóðin gæti ennþá fært þá fórn
að frelsa sig og lúta eigin stjórn.
Vors sjálfstæðis vér syngjum glaðan brag,
þvi sigur vor vannst einmitt þennan dag,
og sigrinum vér fögnum keik og kát
við kóka kóla drykkju og pylsuát.
Ben. Ax.