Vísir - 15.06.1974, Page 5

Vísir - 15.06.1974, Page 5
5 Visir. Laugardagur 15. júni 1974 POPP ÖrnPetersen SITT- HVAÐ Angela Bowie: Vááá... „Súperspútnikkinn”, David Bowie, á að hluta frægð sina að þakka sérstökum klæðaburði (ef klæði eiga að kallast) og framkomu. Hann hefur oft verið talinn kynvilltur vegna þessa og er eigi að furða. Þessum orðrómi varpaði hann fyrir borð á sinum tima, er hann gifti sig stúlku þeirri, er hann átti son með, og kallast meðal vina Angie, (muniði Stones lagið Angie,). Angie, eða Angela Bowie, hefur nú varpað sér út i flóðljós frægðarinnar og hyggst verða heimsfræg tizkusýningar- dama... Hve heimsfræg hún verður, veit ég ei, en svona litur hún allavega út (váááá). FRÁBÆR PLATA! RICK DERRINGER „ALL AMERICAN BOY”. Þessi plata kom út fyrir nokkrum mánuðum, en engu að siður finnst mér full ástæða til að geta hennar nánar, þvi þetta er frábær plata, (og þegar ég segi frábær, þá meina ég það). Rick Derringer á sér langan tónlistarferil að baki, þó að ung- ur að árum sé. Fyst kom hann fram á sjónar- sviðið árið 1965, og þá i hljóm- sveitinni The McCoys, en hljóm- sveit sú gerði m.a. lögin „Hang on Sloopy”, „Fever” og „Gotta go back”, fræg. Nokkrum árum siðar ( eftir veru sina i The Mc- Coys) kynntist Derringer þeim Winterbræðrum, Johnny og Edgar, og hefur hann siðan staðið við hlið þeirra bræðra við upptökur og hljóðfæraleik á plötum þeirra. Hver kannast ekki við lögin „Frée Ride”og „Frankenstein’,’ eða þá plöturnar „Still alive and well”, „They only come out at night”, „Saints and Sinners”, og nú siðast plata Edgars „Schock treatment”? Jú, Derr- inger stjórnaði upptöku á öllu þessu. — Ekki nóg með að hann stjórnaði upptökunum, heldur lék hann einnig með i flestum lögum þeirra bræðra, á gitar, og það er öllu fremur sá gitarleik- ur, er hefur komið þeim bræðr- um þangað, sem þeir eru nú. Derringer hefur ekki sérstaka söngrödd, en hann er snillingur i upptökutækni, og hefur hann þvi margfaldað söng sinn á þessari plötu með góðum árangri. A „All American Boy hefur hann gott lið sér til aðstoðar, þar nægir að nefna, Edgar Winter, Joe Lala, Joe Walsh og Bobby Caldwell, allir vinna þeir gott verk. Þessi plata býður upp á allt, þó að ánægjulegt rokk sé þar i meirihluta, góða texta, pottþétt- an flutning, og frábæra upptöku. Beztu lög: Rock and Roll Iloochie Koo. It’s raining. Slide over Slinky, og Teenage love affair. Rick Derringer er frábær gltar- leikari — og upptökustjóri. Með beztu Bad Company ,,Bad Company” Slæmur félagsskapur, eða hvað? I siðustu viku impr- aði ég ofurlitið á nýj- asta albúmi Moot the Hoople, og i þvi sam- bandi að Mick Ralphs, gitarleikari hljóm- sveitarinnar, hefði yfirgefið hana og stofn- að ,,Bad Company”, á- samt fyrrum meðlim- um ,,Free”, þeim Sim- on Kirke og Paul Rodg- ers, og Boz áður i King Crimson. rock-bluessöngvurum í Moot the Hoople var ekki pláss fyrir tvo hæfileikamenn, og laut þvi Ralphs i lægra haldi fyrir Hunter og fór. Nú, sinn i hvoru lagi blómstra þeir, Hunter i Moot og Ralphs i Bad Company. Flest lög þessa fyrsta albúms Bad Company hefur Ralphs samið, og bera þau af, tónlist hans er ólik tónlist þeirri er Moot spiluðu (og spila enn), og virðist hann þvi loksins hafa fundið sjálfan sig. 1 Bad Company kemur hann einnig sterkastur út með fersk- an gitarleik sinn, ásamt söngvaranum Paul Rodgers, sem eftir plötu þessa mætti flokka undir beztu rock-blues söngvara i veröldinni i dag, auk þess hefur Rodgers samið eitt lag sjálfur „Rock Steady”, og það er barasta ágætis lag. Hljómsveitina Bad Company skipa tveir fyrrum meðlimir Free, og mætti þvi ætla, að tón- list þeirra félaga minnti örlitið á tónlist Free, en svo er ekki, þvert á móti er hér um að ræða öllu léttari tónlist, (án þess þó að hún flokkist undir „tyggjó- músik”) og eftir blaðaviðtölum að dæma, virðast þeir tvimenn- ingarnir einnig hafa fundið sjálfa sig i þessari grúppu, (eða svo segja þeir). En hvað með veraldar.. það, þessi fyrsta plata þeirra lofar góðu. Og ekki er það lak- ara, að umboðsmaður þeirra er Pete Grant, en sá hefur haft Led Zeppelin og Maggie Bell á sin- um snærum, og þar eð Zeppelin eru á niðurleið, má búast við, að Bad Company verði arftakar þeirra. Beztu lög: Can’t get enough. Movin’ on. uaa C'ompány: Hljómlist þeirra flokkast ekki undir „tyggjómúslk”. VINSÆLDALISTARNÍR „Hey, rock and roll” heitir lagið, sem sló i gegn hjá brezkum siðustu viku og skauzt upp I fyrsta sæti vinsældalistans. Hljómsveitin, sem spilar þetta lag, heitir þvi merkilega nafni Showaddywaddy, og er þetta fyrsta plata hennar, sem nær þessum árangri. Lagið var i 18. sæti fyrir tveimur vikum, en var i 4. sæti fyrir viku. Lag Ray Stevens, „The Streak”, stökk úr sjöunda upp i 2. sæti, — risastökk frá 28. sæti fyrir tveimur vikum. Fjögur ný lög komust upp i topp tiu þessa vikuna: Hljómsveitin Cockney Rebel kom sinu lagi „Judy teen” i 6. sæti úr 11. Mouth og McNeal, sem við þekkjum úr Söngvakeppni Evrópu, komust i 8. með „I see a star”, Bryan Ferry með „The in crowd” 19. sæti, og sá gamli Al- an Price hoppaði úr 19. i 10. með „Jarrow song”. Og hér er svo brezki topplistinn, unninn eftir vinsældalistum Melody Maker og Disc: 1. ( 4) Hey,rockandroll............Showaddywaddy 2. ( 7) TheStreak ....................Ray Stevens 3. ( 2) Sugar baby love.................Rubettes 4. ( 1) Thereisaghostinmyhouse......F.DeanTaylor 5. ( 3) Thistownaintbigenoughforbothofus..Sparks 6. (11) Judyteen....................Cockney Rebel 7. ( 6) ThenightChicagodied ...........PaperLace 8. (13) Iseeastar................Mouth and McNeal 9. (12) Theincrowd....................BryanFerry 10. (19) Jarrow sing...................AlanPrice Fyrrum Bitill með meiru, Paul McCartney og Wings, héldu kyrru fyr- ir i fyrsta sæti bandariska listans aðra vikuna i röð með lagi sinu, „Band on the run” Upp I annað úr fjórða á lista Cash Box Magazine fór „You make me feel brand new” með Stylistics, og Gordon Lightfoot með lag sitt „Sun- down” komst I 3. úr fimmta. Tvö ný lög fóru á lista, „For the love of money” með The O’Jays og „My girl Bill” með Jim Stafford. 1. ( 1) Bandontherun............PaulMcCartney and Wings 2. ( 4) You make me feel brand new..............Stylistics 3. ( 5) Sundown................... ......Gordon Lightfoot 4. ( 2) TheStreak ...........................Ray Stevens 5. ( 7) Billy, don’t be a hero..............BoDonaldson 6. ( 9) Bethankfulforwhatyougot.......William de Vaughan 7. ( 6) Midnightattheoasis...................MariaMuldaur 8. ( 8) Helpme...............................JoniMitchell 9. (11) For the loveofmoney.....................TheO’Jays 10. (12) MygirlBill...........................JimStafford íslenzkt popp á HB-plðtum HB hljómplötur. Nýlega hafa komið á islenzkan markað, þrjár 45 snún. hljóm- plötur, uppteknar i hinu nýja „stúdiói”, Hjartar Blöndal. Þéssar plötur eru með hljómsveitunum Hafrót, Steinblóm, svo og Hirti sjálfum, þar sem hann nýtur aðstoð- ar nokkurra meðlima Steinblóms. Steinblóm. „Sunny Way”. „You know where to find me”. Bæði lögin eru eftir gitarleikara hl jómsveitarinnar, Skúla Björnsson, og er hann þarna á ferðinni með ágætis lög, sem bara missa marks vegna ófull- nægjandi upptökuskilyrða og of áberandi trommuleiks. Skúli kemur annars sterkastur út á plötu þessari með góðum gitar- leik sinum, og mætti hiklaust flokka Skúla undir betri gitar- leikara hérlendis. Þorsteinn er ágætis söngvari, en hann má passa sig á að hætta sér ekki of hátt i tónstigunum, þvi þar missir hann vald á rödd sinni, (þó ekki á þessari plötu) Söngurinn er ekki nægilega góð- ur á þessari plötu, og hefði verið hægtað laga það með margföld- un á upptöku söngsins. Lagið „Sunny Way” er betra lag plötunnar þó svo að það minni óneitanlega á „Wishbon Ash”, en texti þess er hrein hörmung,, „you and me, feel so free, cos we live eternily, I have you,youhaveme,I am you.you ar me” (oh boy?). Nei piltar, betri texta næst. Þessi plata gefur ekki rétta mynd af hljómsveitinni Stein- blóm, ég hef heyrt i þeim betri. Hjörtur Blöndal „Woman”, „Sweet love” A tónlistarferli. sinum hefur Hjörtur komið viða við: Ópus, Mods, Pónik og Jón og hefur hann gert marga góða hluti. Lög hans á þessari plötu eru ,ágæt, ef séð er frá upptökuskil- yrðum (eða gæðum). Allur tónlistarflutningur virk- ar fjarlægur og innantómur, ekkert hljóðfæri nær til manns, nema þá helzt bassinn, sem olli mér eyrnaverk. Sweet love er betra lag plöt- unnar, og væri gaman að heyra þá Magnús og Jóhann flytja það lag einhvern tima. — Hjörtur, þú sýnir mikla framtakssemi með þessu fyrir- tæki þinu, haltu áfram, en lærðu af þessum fyrstu plötum þinum. heyrt Wyman syngja sóló á Stones plötunum, og styrkist sá grunur minn eftir að hafa heyrt þessa plötu hans. Sönghæfileikar hans eru litlir, en bezt vald hefur hann þó á rödd sinni i rólegri lögum plöt- unnar. Sér til liðs á „Monkey Grip” hefur hann eingöngu bandariskt lið, og ber þar hæst Leon Russell, Dallas Daylor, Joe Lala og Danny Kootch, þeir standa vissulega fyrir sinu og lifga upp á annars litið f jörlega tónlist. Það er greinilegt, að uppá- haldstónlist Wyman er ekki að sækja i hart-rock, heldur i ekta country-western og blues. Beztu lög: Wliite Lightning (sem bcr af) og Wliat a blow. Bill Wyman „Monkey Grip” Aðdáendur Stones mættu halda, að hér væri á ferðinni ekta „stones-tónlist”, ó nei, svo er ei. Þetta er ein af þessum plötum, er rýkur til skýja til að byrja með vegna frægs nafns, en fellur svo i gleymsk- unnar geim. Bill Wyraan: Sönghæfileíkar Ekki minnist ég þess að hafa hans eru litlir...

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.