Vísir - 15.06.1974, Síða 9

Vísir - 15.06.1974, Síða 9
Vísir. Laugardagur 15. júni 1974 9 Eins og kunnugt er sigraði sveit Þóris Sigurðssonar frá Bridgefélagi Reykja- vikur á íslandsmótinu eftir mjög harða keppni. Úrslitaleikurinn stóð milli sveita Hjalta Eliassonar og Þóris, og þurfti sveit Þóris að vinna sveit Hjalta með a.m.k. 19 vinningsstigum gegn 1. Fyrri hálfleikur var algjör ein- stefna hjá Þóri, og hafði hans sveit skorað 33 stig gegn engu eftir niu spil. 1 næstu sjö spilum skoraði sveit Hjalta 15 stig en Þóris 21 og lauk þvi hálfleiknum 54-15. Sveit Þóris þurfti þvi að bæta við sig 3 stigum til þess að vinna Islandsmeistaratitilinn, og strax i fyrsta spilinu i seinni hálf- leik skoraði hún 4 stig. Næstu 13 spil gáfu litla umsetningu, eða 6 stig gegn 4, og átti sveit Þóris þvi aðeins þrjú stig til góða, þegar tvö spil voru eftir. En nú fór það sem hélt, Hjalti og Asmundur gáfu game i 31. spili og Guðlaugur og Orn bættu gráu ofan á svart með þvi að missa pottþétt game i siðasta spilinu. Seinni hálfleikur var þvi 31-4 og sveit Þóris hafði unnið leikinn með 20 vinningsstigum gegn -í-2. Hér er spil frá fyrri hálfleik. Staðan var allir utan hættu og austur gaf. tslandsmeistararnir gera upp eftir úrslitaleikinn. Talið frá vinstri: Standandi Páll Bergsson. Sitjandi: Stefán Guðjohnsen, Þórir Sigurðsson, Haliur Simonarson, Hörður Biöndal. Slmon Simonarson snýr baki I Ijósmyndarann. SVEIT ÞÓRIS SIGURÐSSONAR FRÁ BR ÍSLANDSMEISTARI I SVEITAKEPPNI 4 G-9-6-5-3 y 8-3 4 4 4 7-2 V K-D-10-9-7-5-4-2VG ÍÍ4-3 Jtt-W'6-3-2 4 A-K-D-10-8 V A-6 'XMo-S-2 1 lokaða salnum gengu sagnir þannig: Austur Suður Vestur Norður Einar Þórir Hjalti Hallur 34 P D P 4 4 Einar spilaði út hjartagosa og Hallur vann auðveldlega fimm. Hjalti á erfiða ákvörðun, eftir að makker hefur opnað á hindrunarsögn. Eflaust kostar ekki mikið að fara i fimm hjörtu, en n-s gætu jafnvel átt slemmu og þvi hefur hann gefizt upp. A Bridge-Rama gengu sagnir hins vegar þannig: Austur Suður Vestur Norður Stefán Karl Símon Ásmundur !♦ D 4m D P 4 4 5 2 P D allir pass. Það er eðlilegt, að Simon fari i fimm, þvi eigi austur eðlilega opnun, þá er eins vist, að þeir vinnist. N-s hirtu sina upplögðu fjóra slagi, og sveit Þóris græddi þvi dýrmæt 4 imp. á spilinu. Lokastaðan i mótinu varð þvi þessi: Sveit stig 1. Þóris Sigurðss., BR 71 2. Hjalta Eliass., BR 66 3. Hannesar Jónss., BR 66 4. Gylfa Baldurss., BR 35 5. Sigtryggs Sigurðss., BR 29 6. Alfreðs Viktorss., BAK 15 hlutfall en sveit Hannesar og hlaut þvi annað sætið. Á þeirri bridgevertið, sem nú er að ljúka, hefur komið áberandi i ljós, að reglugerðir Bridgesam- bands Islands eru stórgallaðar og ennfremur hefur framkvæmd þeirra farið töluvert úrskeiðis. Ekki skal hér rætt um við hverja er að sakast, en hins vegar bent á, að ekki er seinna vænna að bæta skjótt úr þessu, ef ekki á illa að fara. Bridgefélag Reykjavikur hélt aðalfund sinn s.l. miðvikudag. Formaður var kjörinn Karl Sig- urhjartarson, varaform. Gylfi Baldursson, gjaldkeri Stefán Guðjohnsen, fjármálaritari Jakob Ármannsson og ritari Guðlaugur R. Jóhannsson. Samþykkt var tillaga frá Jakob R. Möller um það, að fulltrúar BR Símon Simonarson. Byrjaður að spila aftur eftir tveggja ára hlé. á þingi BSI i haust beittu sér fyrir þvi, að lagðar verði fram tillögur sem miði að þvi að reglugerðir og framkvæmdir þeirra verði lagaðar. TBK til Huddersfield Tafl-'og bridgeklúbburinn hefur frá árinu 1970 unnið að þvi að koma á heimsóknaskiptum við enska bridgespilara. Varð Huddersfield fyrir valinu og upphaflega ráðgert að um 30 spilarar færu út. Siðan hefur talan hækkað stöðugt, og 23. júni fara 52 spilarar til Englands. Formaður félagsins, Tryggvi Gislason, hefur unnið að þessu máli meir en nokkur annar, og er það nú komið i höfn, þótt mörg ljón hafi verið á véginum og má þar nefna landhelgisdeiluna við Breta, þegar hún stóð sem hæst. Heimsóknin stendur i viku og er vist, að engum mun leiðast. Skipulagðar eru bæði skoðunar- og kynnisferðir ásamt bridge- keppnunum. Næsta ár munu siðan spilarar frá Huddersfield koma til Islands i boði Tafl- og bridgeklúbbsins. Samskipti sem þessi eru bæði til gagns og ánægju fyrir þátt- takendur og á Tryggvi þakkir skilið fyrir framtakið. bílliisn S,‘i BiiASAt/* iim Vila Sveit Hjalta hafði betra EBL- Hverfisgötu )8 ít Slmi 14411. " Fiat 850 '72. Chrysler 160 ’71. Volkswagen 1300 ’67, ’70 og ’72. Ford Maverick ’70. Ford Bronco ’68 Sport. Cortina 1600, ’71, station. Opið á kvöldin kl. 6-10 — Laugardag kl. 10-4. Láttu ganaa Eitthvert frægasta skopskáld, sem við höfum eignast er Krist- ján Níels Jónsson. Hann fluttist til Ameríku 18 ára gamall. Þar stundaði hann algenga sveita- vinnu og átti lengst af heima í Pembínahéraði í Norður- Dakota. Árið 1920 gaf hann út visnakver sitt, Kviðlinga, en taldi sig aldrei til skálda og mun margt hafa tapast af kveðskap hans, þar sem hann hirti ekki um að halda hon- um saman lengi framan af ævi. Um ljóð sin segir Káinn: Min eru ljóð ei merkileg, minir kæru vinir! En oft og tiðum yrki eg öðruvisi en hinir. Veit ég Ijóðin varla min verða kviðfyllandi, og kannski þjóðin kostafin kalli þau siðspillandi. Ævisögu sina segir Káinn okkur I fáum dráttum: Blóðið i æðunum brann, ef brautin var framundan slétt. Pegasus frægan ég fann, á folanum tók ég mér sprett. Lofthræddur löngum ég var, þvi lifið á himnum ei skil. Um foldina fákur mig bar, en flaug ekki skýjanna til. Bakkus i taumana tók — að teyma mig var honum kært. Svo gaf hann mér brennivinsbók, á bókina þá hef ég lært. Káinn kvæntist aldrei. Eitt sinn sagði kunningjakona hans, að hann hefði getað valið úr kvenfólki, ef hann hefði ekki verið svona drykkfelldur. Káinn svaraði: Gamli Bakkus gaf mér smakka gæðin beztu, öl og vin, og honum á ég það að þakka, að þú ert ekki konan min. Þótt þessi kvenmaður hafi einnig haldið þvi fram, að Káinn hafi farið illa með hæfileika sina með of nánum kynnum við Bakkus, verður slikt aldrei sannaö frekar en það verður aldrei sagt með vissu, hvort menn hefðu getað gert betur, ef þeir hefðu lifað lifi sinu öðruvisi en þeir gerðu yfir- leitt. Barnatrú er biluð mln, burtu flúin kæti. Feginn snúa vatni I vln vildi ég nú, — ef gæti. Það fer að sjálfsögðu eftir kvenfólkinu sjálfu, hvaða kosti það metur mest i fari karlmanna. Aldrei brenni - bragða ég - vin, né bragi nenni að tóna. Felit hefur enn þá ást til mln engin kvenpersóna. Skáldum hefur löngum verið tamt að yrkja til kvenna. Bara að góðu þig ég þekki, þinn ei hróður dvin. Við mig, fijóðið, vertu ekki verri en móðir þin. 1 þessu tilliti hafa oft þótt beztir forboðnu ávextirnir. Margan svanna ég mætan sá, mér sem ann að vonum; yndi fann ég oftast hjá annarra manna konum. En það er vissara að hafa allan vara á þegar ástin ólmast hvað mest i mönnum. Hugfast sveinar hafi það, helzt á leynifundum, ýmsa greinir á um, hvað orðin meina stundum. Þótt Káinn hafi ort sina kviðlinga á is- lenzku var stundum nauðsynlegt að gripa til útlenzkunnar. Hættu að dansa og gætni gleym, grlptu ,,chance”-iö, maður! Taktu kvensu og töitu heim. „Tell your friends to do the same”. Þótt hundar séu skynsamar skepnur tókst þeim ekki að tileinka sér okkar ástkæra móðurmál þarna I Amerlkunni. Berja og skamma þyrfti þig, þrællinn grimmi. „Svei þér!” Hættu að gjamma og glefsa I mig: „Go to hell and stay there!” Ekki var lif þess fólks, sem fluttist til Ameriku eintómur dans á rósum. Engu kviði ég eymdarkífi, illa þó að sæki messu, því heiðarlegu hundalifi hef ég lifað fram að þessu. En það er ekki von á góðu, ef búskapur- inn er ekki betri en þetta. Ef að horft er, allir sjá, — eins og I varga hreysi — þar er skortur öllu á öðru en bjargarleysi. Heimþráin hefur löngum gert vart við sig hjá Islendingum erlendis. Hjartað óvart hoppa fer, holdið buga skorður, þegar lóu og þrasta her þreyta flugið norður. Heimþrá gripinn, hver vili lá, heim þó andann dreymi, tignarsvipinn tslands á ekkert land I heimi. tslenzk freyja björt á brá bið ég ljóð min geymi, fegra meyja úrval á engin þjóð i heimi. Það var ýmislegt fleira en vorið, sem kom mönnum til að hugsa heim. Þeir, sem að hröktust Fróni frá, fagurt útsýni jafnan þrá: A hverjum dansi er hægt að sjá Hofmannaflöt og Almannagjá. Og kannski er heimþráin ætíð mest að leiðarlokum. Kæra foldin kennd við snjó, hvað ég ég feginn yrði, mætti hoidið hvila i ró heima i Eyjafirði. Enn vil ég. .minna á, að þátturinn hefur gaman af að fá visur sendar. Ben. Ax.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.