Vísir - 15.06.1974, Qupperneq 16
16
iT 1. ' i r:; r T-r »:»íOí?S^1ííf.f ><*.' fj?ÍV
_____________________________________ Vlsir. Laugardagur 15. júnl 1974
| I PAG j í KVÖLD I í DAG | í KVÖLD | í DAG f
Útvarpið í kvöld kl. 20.00
Frá listahátíð. Daniel Barenboim
Hver nóta, hver
hending, hver þögn
er flutt
af fullkominni tœkni
Seinni hluta tónleika Daniels
Barenboims fáum viö aö heyra
á sunnudagskvöld. Eflaust
þekkja hann margir sem vin
Ashkenazys, en þeir eru vafa-
laust fleiri.sem vita, aö hann er i
fremstu röö pianóieikara
heimsins. Hann er fæddur i
Argentínu og kom fyrst fram
opinberlega 7 ára gamall.
Eins og Jón Kristinn Cortez
segir i ritdómum VIsis um
hann: „Hvernig er hægt aö
skrifa um tónleika, þar sem
snillingar á borö viö Barenboim
koma fram? Hvernig er hægt að
lýsa fullkominni tækni og
túlkun hjá listamanni sem
flytur manni hverja nótu,
hverja hendingu, hverja þögn á
þann hátt, aö maður situr gagn-
tekinn i sæti sinu og hugsar meö
sérc þannig hef . ég aldrei heyrt
þetta áður, eða, á verkið að
hljóma svona eða eins og einn
poppari, sem ég hitti eftir á,
sagði: „mikið ofsalega er
náunginn klár, hver er þessi
Sjópeing sem meikaði þetta?”
En, sem fyrr segir, er það á
þetta, sem við fáum tækifæri til
að hlusta á annað kvöld.
—EVI—
Smurbrauðstofan
Njólsgötu 49 - Simi 15105
Útvarpið í dag kl. 14.00: „Vikan sem var"
Kjarvalssýning ó
Kirkjubœjarklaustri
í þriöja þætti Páls Heiöars á
þessu sumri veröur m.a. vikiö
aö sýningu á Kjarvalsmyndum
austur á Kirkubæjarklaustri.
En þegar meistarinn var þar á
ferö, gaf hann ýmsu fólki i
sveitinni málverk eftir sig.
Veröur spjallað viö nokkra af
þessum heppnu eigendum.
Þá er vorblótiö hjá Asartúar-
mönnum. Sagt verður frá
vigslu fjögurra ungmenna, sem
gengu Ásatrúnni á hönd.
Pólitikin fær sinn skammt.
Hugleiðingu vikunnar flytur
Sigurvin Einarsson fyrrum
alþingismaður. Gunnar Eyþórs-
son fer i sitt kapphlaup við
klukkuna með útlendan frétta-
lestur og siðast en ekki sizt
koma svo gullkornin.
Vinsamleg tilmæli frá Páli
Heiðari eru þau, að ef hlust-
endur rekast á gullkorn að láta
hann þá vita af þeim I sima
22260 eða skrifa Rikisútvarpinu
Skúlagötu 4.
—EVI—
Mœrin frá
Orleans
Ingrid Bergman
i hlutverki
sinu sem
Mærin frá Orleans.
Sjónvarp
í kvöld
kl. 22.00:
(Joan of Arc):
Flestir kannast við
söguna um meyna frá
Orleans, sem taldi sig
fylgja fyrirmælum æðri
máttarvalda, Hún varð til
þess að Frakkar sigruðu
Englendinga í stríði á
þriðja tug 15. aldar.
Ingrid Bergman er sennilega
jafnþekkt og þessi saga. Þessi
brandari gekk i New York 1945:
„Ég sá mynd i dag, sem ekki
var með Ingrid Bergman”. Þá
var verið að sýna „Saratoga
Trunk”, „The Bells of St. Marys
og „Spellbound” allar á sama
tima. Ingrid Bergman komst i
ónáð i Holiywood fyrir að eiga
barn með italska leik-
stjóranum Roberto Rosseline,
sem bún siðar giftist. Hún olli
milljónum kvenna I Banda-
rikjunum vonbrigðum, þvi að
hún var hin sanna fyrirmynd i
augum þeirra sem sú hamingju-
sama i hjónabandinu, gift lækn-
inum Peter Lindström. 20 árum
seinna hneykslaði það engan að
ráði þótt svipað ætti sér stað
með jafnfrægar leikkonur og
Ingrid Bergman.
En hún komst i náðina aftur i
Hollywood og lék þá i myndinni
„Anastasia” Fyrir leik sinn
fékk hún i annað sinn Óskars-
verðlaunin, þau fyrri fékk hún
fyrir leik sinn I Gaslight, þar
sem hún lék á móti Charles
Boyer.
Ingrid Bergman hefur viða
leikið á sviði i Evrópu meðal
annars lék hún Heddu Gabler.
Ekki er langt siðan við sáum
hana i Kaktusblóminu i Stjörnu-
biói, með Walter Matthau og
Goldie Hawn.
—EVI—
SJÓNVARP •
LAUGARDAGUR
15. júni 1974
20.00 Fréttir
20.20 Veöur og auglýsingar
20.25 Læknir á iausum kili.
Breskur gamanmyndaflokkur.
Þýðandi Jón Thor Haraldsson.
20.50 Alvar Aalto, finnsk
heimildarmynd um hinn fræga
arkitekt. Þýðandi og þulur:
Óskar Ingimarsson.
22.00 Mærin frá Orleans. (Joan of
Arc). Bandarisk biómynd frá
árinu 1948, byggð á leikritinu
eftir Maxwell Anderson. Aðal-
hlutverk Ingrid Bergman, Jose
Ferrerog Ward Bond. Þýðandi
Dóra Hafsteinsdóttir. Myndin
lýsir þátttöku frönsku sveita-
stúlkunnar Jeanne d’Arc i
striði Frakka gegn Englend-
ingum á þriðja tug 15. aldar.
Jeanne, eða heilög Jóhanna,
eins og hún hefur verið nefnd,
taldi sig fylgja boði æðri mátt-
arvalda. Hún náði trúnaði hins
veikgeðja konungs og leiddi her
hans til sigurs yfir Englending-
um, en var siðar tekin til fanga
af óvinunum og brennd á báli
sem galdranorn.
23.40 Dagskrárlok.
Sunnudagur
16. júni
17.00 Endurtekið efni „Eyja
Grims i Norðurhafi”. Kvik-
mynd, gerð af Sjónvarpinu, um
Grimsey og Grimseyinga. Áður
sýnd 1. janúar 1974.
18.00 Skippi. Astralskur mynda-
flokkur fyrir börn og unglinga.
Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
18.25 Sögur af Tuktu.Kanadiskur
fræðslumyndaflokkur fyrir
börn og unglinga. Þýðandi Jó-
hanna Jóhannsdóttir.
18.40 Steinaidartáningarnir.
Bandariskur teiknimynda-
flokkur. Þýðandi Heba Július-
dóttir.
19.00 Hié.
20.00 Fréttir
20.20 Veður og auglýsingar,
20.25 Við Suðurskautsins skikkju-
fald. Bresk fræðslumynd um
dýralif og landslag á Suður-
skautslandinu. Þýðandi og
þulur Ingi Karl Jóhannesson.
20.55 - Bræðurnir II. Bresk
framhaldsmynd. 2. þáttur.
Iljólin snúast. Efni 1. þáttar:
Mary Hammond kemur óvænt
heim úr heilsubótarferð til
meginlandsins á afmælisdegi
Barböru Kingsley. Barbara
hefur boðið vinum sinum til
veislu, þar á meðal Edward.
Hann verður þó að afþakka
boðið, þar eð móðir hans boðar
til fjölskyldufundar og leggur
rika áherslu á, að Edward komi
þangað. Þennan sama dag
kemur i ljós, að ókunnur aðili
hefur gert tilboð I lóð, sem
liggur að landi Hammond--
fyrirtækisins. Bræðrunum
þykja þetta slæmar fréttir.
Þeir hafa sjálfir hugsað sér að
kaupa eignina, en án hennar
geta þeir ekki fært út kviarnar.
21.45 Þingvailahátiðin 1974Þáttur
með upplýsingum um fyrir-
huguð hátiðahöld i tilefni af
ellefu alda afmæli byggðar á
Islandi. Meðal annars er i þætt
inum rætt við Indriða G. Þor-
steinsson, framkvæmdastjóra
Þjóðhátiðarnefndar, og Óskar
Ólason, yfirlögregluþjón.
Umsjónarmaður Guðjón
Einarsson.
22.20 Að kvöldi dags.Sr. Grimur
Grimsson flytur hugvekju.
22.30 Dagskrárlok
Mánudagur
17. júni
20.00 Fréttir,
20.25 Veöurfregnir
20.30 Avarp forseta tslands, dr.
Kristjáns Eldjárns.
20.40 Frá Listahátið islensk
myndlist I 1100 ár. Ólafur
Kvaran, listfræðingur, fjallar
um samnefnda sýningu, sem nú
stendur á Kjarvalsstöðum.
21.30 Milli fjalls og fjöru.Fyrsta
islenska talmyndin, gerð af
Lofti Guðmundssyni árið 1948.
Meðal leikenda eru Alfreð And-
résson, Anna Guðmundsdóttir,
Bryndis Pétursdóttir, Bryn-
jólfur Jóhannesson, Gunnar
Eyjólfsson, Inga Þórðardóttir,
Ingibjörg Steinsdóttir, Jón
Leós og Lárus Ingólfsson.
Myndin greinir frá ungum kot-
bóndasyni, sem verður fyrir
þvi óláni, að á hann fellur
grunur um sauðaþjófnað, en
slikur ófrómleiki var fyrr á
tlmum talinn meðal hinna allra
verstu glæpa. Ungi maðurinn á
sér óvildarmenn, sem ala á
þessum grun. En hann á sér
lika hauka i horni, þegar á
reynir. Formálsorð að
myndinni flytur Erlendur
Sveinsson.
23.10 Dagskrárlok.