Vísir - 21.06.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 21.06.1974, Blaðsíða 2
2 Vlsir. Föstudagur 21. júni 1974 vimsm-- Hafa auglýsingar mikil áhrif á, hvaö þér kaupið? Jóhanna Björnsdóttir, skrifstofu- stúlka.Ekki segi ég nú það. Mað- ur reynir helzt að fara eftir reynslu annarra. Ég les þó auglýsingarnar i blöðunum og horfi á þær i sjónvarpi. Mér finnast þær allgóðar. Gunnlaugur Jóhannsson, við- skiptafræðingur. Það held ég ekki. Ég les þær litilsháttar, en sumar hverjar virka hreinlega öfugt á mann, og obbinn er léleg- ur. Guðbjartur Þórarinsson, vita vörður á Kambsnesi. —Þær hafa ekki mikil áhrif á mig. Ég horfi helzt á auglýsingar i sjónvarpi til aö drepa timann. Sumar eru ágætar, aðrar ógeðslegar, eins og þessi með beinagrindurnar. Ég les ekki auglýsingar i blöðum, nema ég sé að leita að einhverju sérstöku. Bergsteinn Georgsson, sendill. Ekki mjög mikið. Þó er misjafnt, hvað þær laða að. Sumar les ég i blöðunum, ef þær eru stórar og aðlaöandi, en um áhrifin skal ég ekki segja. Stella Þórðardóttir, húsmóðir. Alls ekki. Ég kaupi bara það, sem mig vanhagar um í hvert sinn. Mér finnast þó auglýsingarnar margar hverjar skemmtilegar, bæöi i útvarpi og sjónvarpi. Edward Sigurðsson, sendill, — Voða litiö. Ég fylgist oft með auglýsingum i sjónvarpi og dag- blöðum, en ég hlusta ekki á út- varpiö. JAFNVEL ÞAR VERÐUR ALLT HVÍTT! — í Sunnuferð ó Mœjorka með sumarstúlku Vísis „Úff, það er rétt eins og maður sé að ganga inn i miðstöðvarher- bergi. Þvilikur hiti.” Já, það eru svo sannarlega viðbrigði fyrir okkur héðan frá Fróni að stiga út i um það bil 30 stiga hita á Mæjorku eftir 4ra klukkustunda flug úr svölu loftslaginu hérna heima. Og það var ekk- ert skritið, þó henni Magdalenu ólafsdóttur, sumarstúlku Visis, yrði þetta að orði, þegar hún steig út úr flugvélinni á flugvellinum i Palma. Þeir eru sjálfsagt ekki margir, sem hefðu mikið á móti þvi að skreppa þarna suður á bóginn, ef ekki til þess að teyga guðaveigar fyrir örfáar krónur, þá að minnsta kosti til þess að næla sér i brúnan lit á kroppinn. Undirritaður blaðamaður pris- aði sig lika sælan fyrir að fá tæki- færi til þess að fljóta með sumar- stúlkunni og fá að góna upp I sól- ina eins og fleiri Islendingar. Hann var þvl llka kannski þeirri stund fegnastur, þegar þota þeirra Sunnumanna var komin I loftið, þá var að minnsta kosti engin hætta á þvi, að hann yrði eftir. Það var ferðaskrifstofan Sunna, sem bauð upp á þessa ferð fyrir sumarstúlkuna, og það þarf vlst enginn farþegi að kvarta yfir móttökunum á Spáni, þvi það unga fólk, sem þar starfar á veg- um skrifstofunnar, sér vel um, að allir hafi það sem bezt. Já, brúni liturinn vel á minnzt. „Þaö má þekkja hvern einasta ís- lending sem kemur til Spánar á þvl, hversu hvitur hann er,” segja sumir. Aðrir segja fyrir frábæra endingu við notkun guðaveig- anna, hvað sem til er I þvi. Þeir voru að minnsta kosti ekk- ert sérlega litaðir á kroppinn fs- lendingarnir, þegar fyrst var far- ið á ströndina. Mann langar satt að segja helzt að setja poka yfir höfuðið, þegar maður áræðir loks á ströndina. Allir kaffibrúnir, og svo kemur þarna íslendingur, sem lltur út fyrir að hafa aldrei séð sólargeisla. En hvað um það, það þýðir ekkert annað en að heröa sig upp, fá sér sólarolíu yfir allan kroppinn og svo út... Svo kemur bruninn, oh, það er ekki hægt að snúa sér I rúminu, húðin er eldrauð og helaum, það er sama hvort maður stendur eða liggur, alltaf sömu óþægindin. Þá er að grlpa til „eftir-sól-ollunn- ar”. Og það er borið á kroppinn aftur og aftur, þvi eitthvað verður að gera til þess aö kæla sig. „Af hverju I fj... lá ég svona lengi?” En þetta lagast, og sólin er ekk ert á þvl að hverfa. Hún skin hvern einasta dag. Sumarstúlkan okkar, hún Magdalena, losnar við brunann, hún fær brúnan lit á sig strax. Það koma meira að segja ekki nema 2 dagar allan timann, sem sólin skin ekki. Við erum þarna lika á bezta tlma, segir einn af leiðsögumönn- unum okkur. í júni er eyjan gróöursælust og liflegust. í júli fer hún hins vegar aðeins að breyta um svip, þá er hitinn far- inn að aukast, og I ágúst er heit- ast. Þá mega menn fara að búast við þvl að þurfa að sitja með vasaklút og þerra af sér svitann yfir matarborðinu. En jafnvel þarna i öllum hitan- um verður allt hvitt. Allt hvltt? Það er ekki furða þó við spyrjum. Hvernig má það eiginlega vera? Jú, á Mæjorku er mikið um möndlutré og flkjutré. Þegar möndlutrén blómgast, bera þau flest hvlt blóm, og þá er svo sannarlega óhætt að segja, að allt sé hvltt á Mæjorku, en það er I febrúar. Það er kannski ótrúlegt en satt, að enn sem komið er hefur meiri- hluti Mæjorkubúa atvinnu af landbúnaði. Minnihlutinn vinnur eitthvað I sambandi við ferða- manninn. Það eru aðfluttir Spán- verjar, sem hafa aðallega at- vinnu af ferðamannastraumnum, t.d. leigubilstjórar og starfslið hótela. Leigubilstjórar koma langflestir annars staðar frá. Við hittum aðeins einn leigubllstjóra, sem hefur búið alla tíð á Mæjorku og segist aldrei fara þaðan. 17. júní. Já, það er 17. júnl. Við höfðum næstum gleymt honum þarna I sólinni á Spáni. En Sunnu- menn muna eftir honum, þrátt fyrir allt, og ákveða að efna til einhvers til hátiðabrigða. Það er lika slðasta kvöldið okkar þarna. Mönnum er boðið upp á ferð I Þegar fólk sólar sig á Mallorka, þykir sjálfsagt aö taka sér á leigu hest og kerru ásamt ökumanni. Hér brunar ein slik og sonur ökumannsins hefur greinilega fengið að sitja Ihjá föður sinum. LESENDUR HAFA ORÐIÐ Sannleikurinn um Félagsmálastofnunina Ég las nýlega blaðagrein um daginn og veginn, sem birtist I Mbl. þ. 19. feb. sl„ eftir Þórarin Björnsson. Grein þessi er að mörgu leyti ágæt, en eitt atriði, sem þar kemur fram I lok greinarinnar, veldur þvi, að ég fæ ekki orða bundizt. Þórarinn hælir þar Félagsmálastofnun Reykja- víkurborgar, og telur hann, að þau harðorðu skrif, sem sú stofn- un hefur fengið á sig, hafi verið rituð af fljótfærni, án þess að reynt hafi verið „að rannsaka málið með viðræðum og friði”, eins og Þórarinn segir, og að rok- iö hafi verið upp I vonzku og skrifaðar „áróðurskenndar full- yrðingar”. Hvaðan hefur Þórarinn þessar hugmyndir? Ég býst við þvi, að Þórarinn eigi hér m.a. við blaða- greinar, sem ég skrifaði i dag- blaðið VIsi vorið 1972. Ég hef síð- an haft nokkur kynni, ágæt, af Þórarni, og verð ég að segja, að ég er furðu lostinn yfir þvl, að hann skuli ekki hafa kynnt sér staðreyndir, áður en hann ritaði grein sina. Hin harðorðu skrif min vorið 1972, gegn félagsmála- stofnuninni og barnaverndar- nefnd, voru alls ekkirituð I fljót- færni, heldur að vandlega yfir- veguðu máli, málin höfðu verið þaulrannsökuð, miklar viðræður höfðu átt sér stað I tvö ár, og allt sem ég skrifaði var sannleikan- um samkvæmt. Auk þess var allt sem máli skipti sannanlegt, eins og fram hefur komið slöar, við rannsókn á mínum blaðaskrifum I Sakadómi Reykjavikur. Stað- reyndirnar eru þessar: 1) Að lögboðnir úrskurðir séu ekki sendir út. 2) Að hagir barns, sem barna- verndarnefnd ráðstafar, séu stundum allt of litið kannaðir fyrirfram. 3) Að samráð sé ekki haft við for- eldra. 4) Að klögumál, sem afgreiða skal strax, séu látin dragast mánuðum og árum saman (hér er aðallega átt við Barna- verndarráð Islands). 5) Að starfsfólk segi oft ærumeið- andi hluti um foreldra við börn þeírra. 6) Að börnum af ágætisheimilum sé stundum komið fyrir af nefndinni hjá fósturforeldrum, sem eru það óhæfir, að þeir ættu jafnvel að sitja bak við lás og slá. 7) Að ekki komi til skila öll hin lögboðnu fósturbarnameðlög. Framangreindir 7 liðir voru tald- ir upp, sem lagabrot, i grein minni i VIsi þ. 14. april 1972. Lög- fullar sannanir liggja fyrir um sérhvert þessara atriða, og hefur þetta komið fram i rannsókn i Sakadómi Reykjavikur. An minna blaðaskrifa hefði engin rannsókn farið fram, þvi að kær- ur minar frá árinu 1970 voru allar virtar að vettugi. Það er ekki sama hver biður um rannsókn. Það er ekki sama Jón og séra Jón. Sem dæmi um niðurrifsstörf starfsfólks barnaverndarnefndar vil ég sérstaklega nefna það, að til er segulspóla frá 1969 með samtali starfskonu, þar sem hún er að segja 14 ára barni, að for- eldrar þess séu e.t.v. þannig, að það þurfi að taka þá af heimili þeirra gegn vilja þeirra, frá mörgum börnum, og setja for- eldrana á einhvern stað (geð- spltala?). Það skal tekið fram, að .foreldrarnir voru báðir reglufólk og með hreint sakavottorð, svo að hér gat ekki verið átt við annað en að starfskonan vildi láta barnið halda, að foreldrarnir væru geð- veikir. Til er önnur segulspóla, frá 1970, þar sem önnur starfs- kona segir eiginkonu, að eigin- maðurinn sé geðveikur. 1 hvorugu tilvikinu hefur þó borið á neinni geðveiki ennþá. Báðar þessar starfskonur áttu barn eða börn, en voru ógiftar. Með verknuðum sinum voru þær að stuðla að kyn- slóðabili og hjónaskilnaði, þótt hið siðarnefnda bæri ekki árang- ur. Framangreind eru aðeins tvö dæmi af mörgum. Ég tel rétt að minna hér einnig á leyniskýrslurnar, sem félags- málastofnunin ritar um fólk. Barnaverndarnefnd úrskurðar, að börn skuli tekin af foreldrum á grundvelli leyniskýrslnanna, en neitar fólki skriflega um að lesa skýrslurnar, enda er stundum mikið af ósannindum I þeim, og er það sannað I nokkrum tilvikum. Jafnvel þegar nefndin hefur verið kærð til barnarverndarráðs og til sakadóms, er fólki skriflega neit- að um að sjá þessar leyniskýrslur félagsmálastofnunarinnar, enda þótt skýrslurnar hafi verið lagðar /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.