Vísir - 21.06.1974, Blaðsíða 9

Vísir - 21.06.1974, Blaðsíða 9
Vlsir. Föstudagur 21. júnl 1974 v íaii . r uaiuuagui jum Umsjón: Hallur Símonarson 'f kk WM Aldrei fleiri bókanir á HM Það hafa verið sett met i heimsmeistarakeppninni i knattspy rnu — met hvað bókanir og brottrekstur ieikmanna við- kemur, og svo að öðru leyti, að enn hefur ekki verið dæmd vita- spyrna i keppninni. Þó hafa sextán leikir verið háðir i keppn- inni hingað til. Dómarar hafa visaö þremur leikmönnum af leikvelli — einum frá Chile, einum frá Uruguay og einum frá Zaire. í Mexikó 1970 var engum leikmanni visaö af leikvelli. Þá hefur 31 leikmaöur fengiö aö sjá gula spjaldiö hjá dómurunum. Hafa veriö bókaöir og er slikt algjört met eftir ekki nema 16 leiki á HM. Dómarar voru ákveönir fyrir keppnina að taka strangt á brotum — og hafa ekki hikað viö að bóka leikmenn. Þá vekur þaö athygli, að vítaspyrna hefur enn ekki verið dæmd. Þar hafa dómarar sýnt linkind — vissulega hefur veriö ástæða til að dæma viti, en þar hefur dómara skort kjark. Neeskens til Barcelonol Hinn ungi hollenzki framvöröur Johan •Jeeskens undirritaði I gær samning. til iriggja ára viö spánska liöið Barcelona — en tar leikur einmitt félagi hans úr holienzka andsliöinu og dýrasti leikmaöur heims, Jo- tan Cruyff. Barcelona borgaöi 350 þúsund sterlings- lund fyrir Neeskens — en I sambandi viö þá ipphæö hefur félag hans, Ajax I Amsterdam, ’ertkröfu upp á 250 þúsund pund vegna þess, iö leikmaöurinn á enn eftir nokkur ár af amningi sinum hjá Ajax. Þegar Barcelona teypti Johan Cruyff borgaöi félagiö tæplega nilljarö sterlingspunda — eöa um 200 millj- inir Islenzkra króna. Aginn allt of mikill____!! öryggisráðstafanir I sambandi viö heims- meistarakeppnina eru farnar aö taka á taug- arnarhjá keppendum. —Viö missum vitiö ef sliku heldur áfram, sagöi fyrirliöi vestur- þýzka liösins, Franz Beckenbauer, I gær og félagi hans Gunther Netzer var honum alveg sammála. Franz bætti viö. Sá, sem ætlar sér aö „giröa” 22 fulloröna menn af I sex vikur án nokkurs fris veit ekki hvaö hann er aö gera. Þaö eina, sem maöur sér utan leikvallanna, eru lögreglumenn meö sjálfvirk vopn —her- þyrlur, sem stööugt sveima yfir, I leit aö spreng jukösturum. Já, þetta tekur á taugarnar — og þaö tekur ekki nokkru tali, aö viö skulum ekkert fá aö sjá eiginkonur okkar, varla aö viö fáum aö ræöa viö þær I slma! Leikmenn á HM búa sig undir lokaátökin I riölunum — hafa fengiö frl I tvo daga frá leikjum. En á morgun hefst allt á ný — fjórir leikir meöal annars leika Austur- og Vestur-Þýzkaland. Myndin aö ofan er frá leik V-Þjóöverja. Þaö er Cullmann, sem stekkur hæst og skallar I mark Astrallu — annaö mark þýzka liösins I leiknum. Enn hafa efstu liðin í 2. deild ekki tapað leik — FH og Þróttur gerðu jafntefli í Kaplakrika í gœrkvöldi án þess mark vœri skorað Hvorki Þrótti né FH tókst að ná afgerandi for- ustu í 2. deildarkeppninni í knattspyrnu t gærkveldi, en þá mættust þessi lið, sem enn hafa ekki tapað leik f deildinni, á heima- velli FH í Kaplakrika. Margt fólk kom til aö horfa á leikinn, þótt inn i Reykjavlk væri leikur á milli efstu liðanna I 1. deild, og fékk þaö ágæta skemmt- un þarna I „krikanum”, þvl leik- urinn var fjörlega leikinn. FH-ingar voru mun betri i fyrri háifleik og áttu þá tækifæri til aö skora a.m.k. tvö til þrjú mörk, en góö markvarzla Jóns Þorbjörns- sonar svo og klaufaskapur fram- linumanna FH kom I veg fyrir þaö. Einn þeirra stóö eitt sinn svo aö segja inn i markinu — eöa varla meir en 2 til 3 metra frá þvl — en hitti boltann illa og hann skoppaöi framhjá stönginni...réttu megin fyrir Þróttara séö. 1 slðari hálfleik byrjuöu FH- ingarnir af sama krafti, en er á leikinn leiö, fóru Þróttararnir aö láta sjást til sln og voru hvaö eftir annað i góöu færi. Jóhann Hreiö- 2. deild Staöan I 2. deild eftir leikinn I gærkveldi: FH-Þróttur 0:0 FH Þróttur Breiðablik Haukar Völsungur Selfoss Ármann ísafjöröur 13:2 9:5 13:2 7:6 9:10 6:10 6:15 1:14 Markhæstu menn: Guöm. Þóröars. Breiöabl. 5, Ólafur Danivalss, FH 5 Leifur Ilelgason, FH 4 Sumarliöi Guöbjartss., Self. 4 Jóhann Hreiöarsson, Þrótti 4 Næstu leikir: i kvöld kl. 20.00 leika á Ármannsvelli, Armann-Breiöa- blik. Á morgun kl. 15.00 leika I Hafnarfirði Haukar-Selfoss og á Húsavik Völsungur-Breiöablik. arsson stóö t.d. einn fyrir opnu marki — Ómar markvörður á feröalagi og ekki nokkur maöur náiægur — en þá hitti þessi markaskorari Þróttar ekki tuör- una..?? Flest þessi tækifæri Þróttar komu eftir slæm varnarmistök FH-inga, en vörn þeirra var oft tætingsleg I slöari hálfleiknum. Þaö fór ekki á milli mála, aö þeir léku betri knattspyrnu og kunnu meira fyrir sér á þvl sviöi en Þróttararnir, en þaö er ekki alit- af nóg. Þróttararnir leika fast og stundum alls ekki illa...þ.e.a.s. þegar einhver gefur sér tima tii aö hugsa áöur en hann sparkar, en þaö var oft heldur litið um þaö i þessum leik. Þaö var einna helzt gllmumaöurinn Gunnar Randver Ingvarsson, sem eitthvaö geröi af þvi aö ráöi. En þeir eiga tvlmæla- laust einhvern bezta markvörö- inn i 2. deild, og jafnvel þótt þeir I 1. deildinni séu meötaldir, og hef- ur þaö ekki svo lltiö aö segja — eins og bezt kom fram I þessum mikilvæga leik. — klp — Með slíku láni verða Skagamenn meistarar - Voru yfirspilaðir af Víking í 1. deildinni á Laugardalsvelli í gœrkvöldi, en hlutu samt bœði stigin í leiknum, og hafa nú fjögurra stiga forustu i deildinni Skagamenn voru lukk- unnar pamfíiar á Laugar- dalsvellinum í gærkvöldi. Þeir voru yfirspilaðar af miklu betra liði, Víkingi, en svo fimm mín. fyrir leikslok skoraði Eyleifur Hafsteinsson fyrir Akra- nes — í öðru af tveimur umtalsverðum upphlaup- um liðsins í ieiknum. Það mark nægði til sigurs. Vik- ingsvörnin hafði hætt sér of framarlega í sóknar- þunganum — langsending fram kom varnarmönnun- um í opna skjöldu. Eyleif- ur komst frír upp að víta- teig—lyfti knettinum ró- lega og yfirvegað yfir Diðrik ólafsson, og knött- urinn skoppaði hægt og ró- lega í markið. Diðrik ætl- aði að hlaupa á eftir hon- um — en féll kylliflatur i svaðið við syðra markið og knötturinn sniglaðist inn. Já, þetta var mikill heppnissig- ur — það verður sennilega að fara 16 ár aftur i timann til að finna hliðstæðu hér. Þegar KR vann Bury, sem frægt varð. Það var eins og hulinn verndar- vættur væri við mark Skaga- manna. Vikingum tókst ekki aö skora, þrátt fyrir auðveldustu tækifæri og þvivegis tóku stangir Skagamarksins ómakiö af ágæt- um markverði liðsins, Davið Kristjánssyni. Það er kannski skýring á lánleysi Vikinga — þó ekki einhlit — aö beztu tækifæri sin fékk liðið einmitt i svaðinu viö syöra markiö, þar sem allt gat skeö — en aö ööru leyti hefur Laugardalsvöllurinn furðulega náö sér á skömmum tima. Var bara ágætur i bllðviðrinu i gær- kvöldi. Það er mikið undrunarefni — eins slaklega og Akurnesingar hafa leikiö á Laugardalsvellinum siöustu tvær vikurnar, gegn Fram og Vikingi — að liðið skuli vera meö fjögurra stiga forustu i 1. deildinni. En lán liösins hefur verið mikiö, þegar mótherjarnir hafa vaöið I tækifærum — þó sjaldan hafi þau komið eins á færibandi og hjá Vikingum i gær. Lániö er fallvallt — þó svo allt viröist nú benda til þess, aö Akur- nesingar verði Islandsmeistarar, Liöiö hlýtur að veröa fyrir áföll- um eins og þaö hefur leikiö siö- ustu leikina. Raunverulega eitt af slökustu liðum 1. deildarinnar. Vörnin er sú lélegasta i 1. deild — aðeins einn leikmaöur, sem hægt er að kalla varnarmann, Þröstur Stefánsson. Daviö mark- vörður er heppinn og góður — en framlinumennirnir, sem geta verið leiknir og skemmtilegir, sáust litið i gær. Tvivegis komst Eyleifur i færi eftir langsending- ar fram — spyrnti framhjá i fyrra skiptið, en skoraöi i það síðara. Það var raunverulega hið eina, sem Diðrik, markvörður Vikings, þiirfti að glima við i gær. Hann hefur sjaldan átt rólegri dag — og það er alltaf hættulegt, þegar á reynir. Aðall Skagaliðsins er leik- reynsla leikmanna — og leik- reynslunni fylgir ávallt heppni — leikmenn flana ekki að neinu I stundaræsing. Þrátt fyrir tapið hafa Vikingar ýmislegt til að ylja sér við. Liðið hefurekkii annan tima leikið bet- ur, þó mörkin létu á sér standa — samleikur oft ágætur, nokkuð, sem maður vissi að var til hjá lið- inu. Liðið er mjög jafnt — hvergi veikur hlekkur, þó svo bakverð- irnir, Eirikur og Magnús, séu traustustu leikmenn liðsins — og ungi leikmaðurinn óskar Tómas- son á eftir að skemmta islenzkum knattspyrnuáhugamönnum. Frá- bært efni, aðeins 17 ára, en lék sér að Benedikt bakverði eins og sá, sem valdið hefur. Já, það er mik- ið i þessu Vikingsliði — sjaldan hafa Akurnesingar veriö eins yfirspilaðir i leik hér siöan þeir urðu stórveldi I islenzkri knatt- spyrnu 1951. Snúum okkur aöeins að leikn- um. Það byrjaði á 3. min. Mið- ^herji Vikings, Kári Kaaber, stóð fyrir opnu marki — en spyrnti 1. deild Staðan i 1. deiid eftir ieikinn I gærkveldi: Vikingur-Akranes 0:1 Akranes KR Víkingur Keflavlk ÍBV Valur Fram Akureyri 2 1 1 3 11:3 10 5:4 6 6:5 6:5 4:4 7:8 6:8 4:12 Markhæstu menn: Matthlas Hallgrimsson, Akran., 4 Kári Kaaber, Vlking 3 Teitur Þórðarson, Akran. 3 Steinar Jóhannsson, Keflavlk 3 Jóhann Torfason, KR 3 Næstu leikir: A morgun laugardag-Akureyri kl. 14.00 ÍBA-ÍBV og i Keflavlk kl. 14.00 ÍBK-Valur....Mánudag kl. 20,0 0 LaugardalsvöIIur KR-Fram. Bréf til íþróttasíðunnar: Að mega eða mega ekki — Nokkur orð til knattspyrnudómara og forustumanna þeirra Tilefni þess að ég sting niður penna er það herfilega misræmi I dómum knattspyrnudómara, sem við þurfum endalaust að horfa upp á hér. Það má ætið deila um störf knattspyrnudómara I leikjum. Yfirleitt eru þeir óvinsælustu mennirnir á vellinum — og alveg sérstaklega hjá áhangendíim þess liðs, sem tapar. I mörgum tilvikum geta dóm- arar sjálfum sér um kennt. Það er ekki nóg að halda ráöstefnur og fræðslufundi, gera ályktanir og samþykktir til samræmingar, þegar svo heim er komið fari hver út I sitt skot til að hugsa málið og dæmi síöan eftir eigin höfði, þeg- ar út á völl er komið. Dómaranámskeið eru haldin nokkuð reglulega til að reyna aö fjölga dómurum fyrir yngri flokk- ana. Dómaraefnin fara á viku- eða hálfsmánaðar námskeiö hjá okkar hæfustu dómurum. Siðan taka þeir munnlegt próf...og allir standast prófið. Þeir fá siðan send I pósti öll gögn og staðfestingar á þvi, að þeir geti farið að dæma leiki i yngri flokkunum. Þessi námskeið sækja þvi miður of oft menn, sem aldrei hafa nálægt knattspyrnu komið. Hlýtur þvi að vera erfitt fyrir þá að setja sig inn i knatt- spyrnuleik, þegar þeir vita litið annað en að knötturinn er hnött- óttur. Þvi finnst mér vera brýn þörf á þvi, að dómaraefnin gangist und- ir verkleg próf og dæmi a.m.k. tvo leiki, þar sem „alvörudóm- ari” eða þeir, sem álita sig topp- dómara, meti verk þeirra. Alveg hiklaust á að fella þaö dómaraefni, sem ekki stenzt próf-. ið — eins og gert er i öllum öðrum prófdm, sem menn taka. Afturför virðist vera i þessum málum, að þvi leyti til, að hér áður fyrr þurfti dómaraefni að dæma próf- leiki og var þá dómnefnd viöstödd til að dæma um hæfni hans. Ég hef verið þátttakandi og á- hugamaður i knattspyrnu i 25 ár og hef aldrei vitað til þess, að dómaraefni hafi fallið á knatt- spyrnudómaraprófi. En oft hefur mér fundist vera brýn þörf á þvi. En nóg um þetta. Aðalatriðið, sem fyrst og fremst knúði mig til að skrifa þessar linur, eru hin svokölluðu LÖNGU INNKÖST, sem hafa fariö eins og eldur i sinu um knattspyrnuheiminn, enda skapa þau oft mikla hættu við mörkin. Hjá knattspyrnudómurum okk- ar er ósamræmið þar i algleym- ingi. Ég fullyrði, að 50 til 60% af þeim löngu innköstum, sem nú eru tekin, séu ólögleg...a.m.k. voru þau ólögleg hér áöur fyrr, ef maður kastaði knettinum meö annarri hendi og lét hina hvila á knettinum til málamynda. Og ekki veit ég til þess að þessum lögum hafi verið breytt. Ég sæki mikið leiki hjá yngri flokkunum, og þá yfirleitt leiki hjá KR, enda fæddur KR-ingur. Með fyrstu leikjunum i sumar lék KR við Ármann I 5. flokki inn á Armannsvelli. Þar dæmdi einn af unglinga- dómurunum. Snemma i leiknum er innkast fyrir Armann. Innkast- ið er framkvæmt, en þá verður einum KR-ingnum á að hoppa upp fyrir framan þann, sem kastar inn. Dómarinn flautar og gengur að drengnum og spyr með miklu þjósti, hvað hann heiti. Hann svarar þvi, en dómarinn segir honum þá, aö ef hann geri þetta aftur, verði hann rekinn af leikvelli. Drengurinn tók þetta mjög nærri sér og þorði ekki að beita sér neitt eftir þetta af ótta við dómarann. Já, þær eru við- kvæmar barnssálirnar. Eftir þetta hélt ég, aö eitthvaö nýtt hefði komið fram á ráðstefn- unni hjá dómurunum, sem haldin var til að samræma gjöröir þeirra. Brýndi ég þvi fyrir drengjunum, að þeir skyldu vara sig á þessu atriði, sem þeir og gerðu. En nokkrum leikjum siðar, er KR lék við Val I þessum sama flokki, gleymdi einn drengjanna sér og hoppaði upp fyrir framan Valsmanninn, sem kastaði inn á. Þennan leik dæmdi einn af „al- vörudómurunum” og dæmdi hann umsvifalaust frispark og ekkert meir. Það fannst mér hár- réttur dómur, enda er þetta háskaleikur. Fyrir nokkrum dögum léku svo KR og Valur á Laugardalsvellin- um i 1. deild. Fyrir aftan mig i stúkunni sátu drengir úr 5. flokki KR. Þegar KR átti innkast nálægt marki Vals, heyrði ég mikil öskur i drengjunum, vegna þess að dómarinn gerði enga athuga- semd, þótt Valsmaður hoppaði upp fyrir framan KR-inginn. Þá heyrði ég þessi sigildu orð — fri- ■ spark, áminningu, útaf næst. En , dómarinn lét þetta viðgangast á- fram — og var þvi ekki að undra, þótt þeir og aðrir drengir þarna i stúkunni hrópuðu.. „Otaf með dómarann” ...Þeir taka nefnilega vel eftir hlutunum, litlu drengirn- ir, sem eru að hefja sinn knatt- spyrnuferil. Að lokum þetta: Dómarar góð- ir, ykkur finnst þetta ef til vill vera smámunasemi og óþarfa aö- finnsla, en ég er á öðru máli, eins og þegar hefur komið hér fram...og ég er ekki einn um það. Þvi skora ég á ykkur aö setjast niður og ihuga þetta augljósa atr- iði, svo og önnur, sem þið vitið um. Þá er ég viss um, að óvin- sældir ykkar á leikvellinum minnka stórlega. Meðvinsemd Þorbjörn Friðriksson Sérœfing og fundur hjá UL í golfi Unglingalandsliðið i golfi hefur að undanförnu æft með karla- landsliðinu á völlunum hér sunnanlands. Á mánudaginn kl. 18,00 verður séræfing og fundur hjá unglinga- liðinu á Nesvellinum. Verður þar m.a. rætt um þátttökuna I Evrópumeistaramótinu, sem bú- ið er að senda þátttökutilkynn- ingu I, en það verður háö I Finn- landi I lok júli. ÆAuni H--I5 framhjá og slikt endurtók hann þrisvar siðar I leiknum. Eftir aö Óskar hafði leikið á þrjá menn, átt gott skot á markið, sem Daviö varði, fóru atburðirnir að ske hraðar. Hvilik upplausn i vörn Skagamanna. Jóhannes Bárðar- son gaf fyrir á Kára frian, sem náöi ekki til boltans i svaðinu, en Óskar var þá alveg frir, en „kiksaði” og allt opið. Þá átti Gunnar örn skot i þverslá Skaga- marksins — Jóhannes komst i dauðafæri. Gat ýtt knettinum i markið, en lagði allt afl i skotið og Davið varði i horn. Knötturinn var nær alltaf á vallarhelmingi Skagamanna — upp við vitateig. Og enn komu tækifærin — Óskar spyrnti framhjá innan markteigs, og Kári lék sama leik rétt á eftir. Þá átti Gunnar örn hörkuskot á mark eftir aukaspyrnu, sem Davið varði vel, en misheppnað- ist siöan i opnu færi. Loksins á 38. min. urðu áhorfendur varir við sóknarmenn Akraness. Lang- sending fram og Eyleifur komst frir að markinu, en spyrnti fram- hjá. Siðari hálfleikur var siðri og um miðjan hálfleikinn slösuðust tveir leikmenn, fyrst Bjarni Gunnarsson, Viking og siðar Teitur Þórðarson, Akranesi. Báðir urðu að vikja af veili. Tæki- færi voru færri og leikurinn I heild daufari. Enn fengu þó Vikingar færi — Kári hið fyrsta strax I byrjun, siðan áttu Óskar og Gunnar örn skot i stangir Skaga- marksins. Akurnesingar voru skárri I þessum hálfleik — en beinlínis engin ógnun i sóknar- leiknum fyrr en Eyleifur-skoraði undir lokin. Magnús Pétursson dæmdi vel auðdæmdan leik. —hslm. Konurnar byrjaðar Fyrsti leikurinn i tslandsmót- inu I kvennaknattspyrnu var leik- inn I gærkveldi á Ármannsvellin- um. Þar áttust við konur úr Breiðablik og Ármanni, en þær slðastnefndu urðu islandsmeist- arar I fyrra. Leiknum lauk með sigri Kópa- vogskvennanna, sem skoruðu 3 mörk gegn 1 marki tslandsmeist- aranna. t kvennaknattspyrnunni I ár leika 11 lið — öll af Suðvesturlandi — og leika þau I tveim riðlum. Tveir leikir fara fram I kvöid. Stjarnan leikur við Þrótt I Garða- hreppi og Vlöir við Fram. Leika fram á rauða morgun! Á þriðjudaginn í næstu viku fer fram keppni milli golf- klúbbanna á Hval- eyrarvelli í Hafnar- firði. Þetta er hin ár- lega Aðmírálskeppni og taka 10 manna sveitir frá hverjum klúbb þátt í henni. Búast má við, að lið komi frá GR, GK, GS, og NK, og einnig verður með að vanda golflið frá Keflavikurflug- velli. Ekki er vitað, hvort Akurnesingar, Akureyringar og Vestmannaeyingar senda sin lið suður til keppninnar, sem hefst kl. 17.00. I fyrrakvöld kepptu á Grafarholtsvelli sveitir frá Golfklúbbi Reykjavikur og Golfklúbbi Suðurnesja og lauk þeirri keppni með sigri GR, sem lék á 861 höggi, en GS-sveitin var á 885 höggum, A laugardaginn verður golfskálinn i Grafarholti formlega tekinn i notkun, en nú er endanlega lokið við smiði hans og hann kominn i það form, sem hann á aö vera. Athöfnin verður eftir há- degi, en um kvöldið hefst á vellinum Jónsmessukeppnin eins og reyndar á öllum öðrum golfvöllum á landinu. A flestum stöðum hefst keppnin seint um kvöldið og verður þá leikið fram eftir nóttu. Keppnisfyrirkomulagið er misjafnt hjá klúbbunum i þessum mótum, sem yfir- leitt allir klúbbfélagar taka þátt i — hvort sem þeir kunna mikið eða litið fyrir sér I golfi — Það nýjasta verður hjá GN á Seltjarnar- nesi, eða svonefndur snæris- leikur”, þar sem forgjöf manna er reiknuð i metrum, en ekki höggum. Ungmennafélagar UMFÍ efnir til hópferðar til Noregs, ef næg þátttaka fæst. Ferðin verður um miðjan júli, og er áætlað að dvelja i Noregi 8-10 daga, ýmist i tjöldum eða á hótelum. Væntanlegir þátttakendur láti skrá sig fyrir 29. júni i sima 14317. MJÖG ÓDÝR FERÐ. Ungmennafélag íslands

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.