Vísir - 21.06.1974, Blaðsíða 1

Vísir - 21.06.1974, Blaðsíða 1
64. árg. — Föstudagur 21. júnl 1974—103. tbl. VEIKUR í FRÍHÖFN, - HRESS í FRAMSÓKN - BAKSÍÐA stúlka Vísis á Mallorka — bls. 2 Með slíku láni verða Skagamenn meistarar — sjá iþróttir í opnu STJORN- VITRINGAR Á GÖT- ÓTTUM SKÓM Nú-síða á bls. 4 Bróðir fjár- málaráðherra hœttir að frysta — baksíða AP-skeyti í morgun: Engin dagsetning í Haag „50 mílurnar í rauninni varla á dagskrá lengur ‘‘ segir Gunnar Thoroddsen Um leið og blaðið okkar með sólarlausu spánni á forsiðunni tók að rúlla gegnum prentvél- arnar i gær, brauzt sól- in fram og hefur varla horfið siðan. Sólskin er um mikinn hluta lands- ins, og er við höfðum samband við Akureyri i morgun, sögðu þeir, að veðrið þar væri dásam- legt. Forsiðumyndin okkar i dag er einmitt tekin i sundlauginni á Akureyri og sýnir okk- ur, hvernig ungling- arnir þar fagna góða veðrinu. I dag er lengsti dagur ársins. Sólin sunnanlands reis klukkan tæplega 3 i nótt og sezt rúmlega 12 i kvöld. Það er varla að við þorum að hafa meira eftir veðurstof- unni. En þó er okkur tjáð, að ef við biðjum vel sé möguleiki, að við fáum að njóta sólarinn- ar fram yfir helgi. — JB/ljósm. Ragnar Sig- urðsson. Alþjóðadómstóllinn hefur ekki sett neina dagsetningu fyrir úr- skurði i máli Breta og Vestur-Þjóðverja gegn íslendingum út af 50 milna landhelginni, seg- ir i skeyti frá fréttastof- unni Associated Press til Visis i morgun. Fréttastofan kannaði þetta hjá dómstólnum. „ÞaB málsefni, sem Bretar lögðu fyrir Alþjóðadómstólinn, 50 milurnar, er i rauninni varla á dagskrá lengur i alþjóðarétti”, sagði Gunnar Thoroddsen i morg- un, þegar Visir bað hann að segja álit sitt á þessari frétt. ,,Nú snýst allt um 200 milur og reglur i sambandi við þær”, sagði Gunnar. „Breytingarnar á sviði hafrétt- ar eru svo miklar og þróunin svo ótrúlega ör, að það hlýtur að vera afar erfitt verk fyrir dómstólinn að kveða upp dóm i slikum mál- um um þessar mundir”. „Mér þykir þvi óliklegt, að úr- skurður komi á næstunni”, sagði Gunnar Thoroddsen. — HH Bandaríkin á móti 200 mílum — erlendar fréttir á bls. 5 Listchátið að Ijúka: Neituðu að yf irgefa miðasöluna Svo niikill spenningur var I fólki að fá miða á tónleikana i kvöid 1 Laugardaishöilinni á vegum listahátiðar, þar sem óperusöngkonan Renata Te- baidi syngur, að fólk neitaði að yfirgefa miðasöluna. Nokkrir voru svo staðfastir, að þeir fóru ekki fyrr en miðasöiunni var lokað. Það varð nú einum þeirra til happs, þvl að rétt fyrir lokun var hringt og af- þakkaðir nokkrir miðar. Það má segja að það hafi sannazt að þolinmæðin og þrautseigj- an hafi borgað sig eins og svo oft áður. ósóttar pantanir verða seld- ar I dag kl. 2 og fá vist áreið- anlega færri miða á þessa eft- irsóttu tónleika en vildu. — EVI —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.