Vísir - 21.06.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 21.06.1974, Blaðsíða 6
Visir. Föstudagur 21, júní 1974 visir tJtgefandi: Framkvæmdastjóri: Hitstjóri: Fréttastjóri: Kitstjórnarfuiltrúi: Fréttastj. erl. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritst jórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson liaukur Heigason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 32. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasölu 35 kr. eintakið. Blaöaprent hf. Lokaða bókin Hinar ytri aðstæður hafa verið góðar i þrjú vinstristjórnarár. Við upphaf timabilsins var jafnvægi i efnahagslifinu, atvinna næg, sjóðir fullir og nýsköpun viðreisnartimans vel á veg komin. Siðan hefur verðlag útflutningsafurða okkar hækkað hraðar en nokkru sinni fyrr og fært okkur i aukagetu marga milljarða króna. Vinstristjórnin hefur þvi haft gott tækifæri til að hrekja kenninguna um, að slikar stjórnir geti ekki setið nema tvö til þrjú ár i senn vegna efna- hagsöngþveitis og bræðraviga. En allt hefur samt farið á sömu leið og áður. Góðærinu hefur verið breytt i gjaldþrot. Fjármálastjórn virðist vera vinstriforingjum lokuð bók. Þeir segjast lika vera félagshyggju- menn, sem þýðir, að þeir eru i stöðugum vin- sældaleik. Nú siðast hafa þeir kom- ið sér hjá þvi að takast á við vand- ann og halda þjóðinni i þess stað mikla kosningaveizlu i smjöri, kartöflum, mjólk og kindakjöti. Slikar veizlur kosta að sjálfsögðu útgáfu innistæðulausra ávisana á M Seðlabankann, sem næsta rikis- stjórn verður svo að leysa út. óiafur Þjóðarbúið er svo rekið með erlendum lánum, meðan lánstraustið frá viðreisnartimanum end- ist, unz þjóðin getur ekki lengur borgað skuldir sinar. Nútimareglur rekstrar, skipulags og fjármála virðast vera vinstriforingjum lokuð bók. Þeir trúa enn á gamla kreppuóra hafta, miðstýringar og skriffinnsku. Þeir hafa ekki enn opnað skjáinn út að umheiminum til að kynna sér rekstrartækni og þjóðhagstækni nútimans. Þess vegna leysa þeir eitt vandamál með þvi að skapa annað stærra. Bráðabirgðaráðstafanir þeirra út og suður valda þvi, að aðrir geta ekki s.tjórnað sinum rekstri. Venjulegur atvinnurekstur fer smám saman á hausinn. Þeir einu, sem blakta, eru spá- kaupmennirnir, sem spá i næstu þverbeygjur stjórnarstefnunnar og sifellt hraðari verðbólgu. Vinstristjórnin kyndir undir verðbólgunni með fordæmi sinu, fjáraustri á báða bóga. Þess vegna rambar nú atvinnulifið á barmi gjaldþrots, þótt bankarnir hafi steypt sér i stórar skuldir við Seðlabankann og greiði háa refsivexti til að halda fyrirtækjunum gangandi. Skuttogararnir, fiskibátarnir og frystihúsin eru rekin með milljarðatapi og útflutningsiðnaðurinn er að leggja upp laupana, samkvæmt upplýsing- um efnahagssérfræðinga rikisstjórnarinnar. Efnahagslegt hrun er framundan og jafnframt stórfellt atvinnuleysi, ef ekki verður gripið hressilega i taumana strax eftir kosningar. Það er þjóðinni dýrt spaug að fá yfir sig vinstri- stjórn á 15 ára fresti og sigla að ástæðulausu inn i kreppu á 15 ára fresti. En þvi miður gleymist óstjórnin og fjárglæfrarnir, þegar frá liður. Þess vegna komst þessi stjórn til valda fyrir þremur árum. Nú er sem betur fer komið að skuldadögunum. öll þjóðin, fyrir utan eindregnustu fylgismenn vinstriforingjanna, á nú samleið i að hrekja stjórnina frá völdum eftir rúma viku, kosninga- daginn 30. júni. Þá segja kjósendur skilið við vinstra slysið. —JK Öryggismála viðrœðunum miðar hœgt að mati NATO-ráð- herranna iiiiiiniiii 'raas3 umsjón G.P. öryggisráðstefnu Evrópu bar á góma hjá utanrikisráðherrum NATO-rikjanna, þegar þeir hittust i Ottawa núna fyrr i vikunni, og kom þar fram, sem hef- ur verið ljóst núna lengi, að þeim sem öðrum þyk- ir öryggisviðræðunum miða litið áfram. ,,Gengið skrykkjótt” var orðalagið, sem utan- rikisráðherrarnir fimmtán voru sammála um i lokayfirlýsingu NATO-fundarins, sem annars fjallaði einvörð- ungu um Ottawa-yfir- lýsinguna svonefndu. „Það er margt eftir ógert,” var sagt I yfirlýsingunni um öryggis- ráöstefnuna og tekin sem dæmi þýðingarmikil atriði á borð við aukin mannleg samskipti fólks austan og vestan tjalds, eða auð- veldari upplýsingamiðlun milli austurs og vesturs. Þessi tvö at- riði hefur vestrið lagt mikið kapp á t viðræðunum við Sovétrikin, en þeir siðarnefndu hafa ekki enn getað fellt sig við, að öll höft verði afnumin á innflutningi prentaðs máls austur fyrir járntjaldið. Hefur öryggisráðstefnan alveg strandað á þessum atriðum. Fulltrúum vesturlanda hefur ekki verið hnikað frá þeirri afstöðu sinni, að frjáls skoðanaskipti.upp- lýsingaflutningur og fólks- flutningur beri að vera yfir linuna milli austurs og vesturs. Segja þeirvonlaustað ræða um öryggi i Evrópu, fyrr en frjálslegur um- gangur af þessum toga verði kominn á. i Á blaðamannafundi eftir sam- þykkt Ottawa-yfirlýsingarinnar var Henry Kissinger utanrikis- ráðherra spuröur um möguleika á ráðstefnu milii austurs og vest- urs og hugsanlegan árangur slikra viðræðna. Hann vék þá tal- inu aö öryggisráðstefnunni og sagði, að „fyrst og fremst væri þörf fyrir að bandamennirnir (i NATO) kæmu sér saman um eitt- hvað ákveðið, sem þeir teldu frumskilyrði þess að haldinn yrði slfkur lokaáfangi öryggisráð- stefnunnar, fundur milli austurs og vesturs.” Sagði Kissinger, að hann hefði vakiö máls á þessu við starfs- bræður sina frá hinum 14 aðildar- rikjunum, þvi að hann teldi, að sameiginleg afstaða og yfirlýsing NATO-ríkjanna um, hvað þau teldu lágmarksárangur af öryggisráöstefnan á byrjunar- stigi I júli i Helsinki I fyrra, — Siðan þykir litið miða áfram. Svar utanrikisráðherranna á Ottawafundinum við hvatningu Kissingers i þessu tilviki, var það, að þeir urðu sammála um „að halda samningunum áfram með þolinmæði en einbeitni”. Um hinar viðræður austurs og vesturs, sem lúta að þvi að draga úr heraflanum i álfunni (afvopn- unarviðræðurnar i Vinarborg), sagði I yfirlýsingunni, „að ráð- herrarnir væru þeirrar trúar, að sameiginleg afvopnun og jöfnuð- ur herafla mundi verða til að draga úr spennu i Evrópu og leiða til stöðugra verðlags”. Ráðherrarnir tóku fram I yfirlýsingunni, að Vinarviðræð- UtanrfkisráðherrarNato (hér á myndinni á fundi í Brussel) voru sam- mála um, að öryggismálaviöræöurnar hefðu „gengið skrykkjótt”. öryggisráðstefnunni, gæti orkaö örvandi á öryggismálaviðræð- urnar. Hinn skarpskyggni prófessor hefur þar vafalaust komið auga á, að Sovétrikjunum mundi þykja meira koma til slikrar einurðar og ákveðni, heldur en þau hafa mætt á öryggisráðstefnunni, þar sem þau hafa hvað eftir annað hliðrað sér hjá að ræða möguleik- ana á frjálsum ferðalögum einstaklinga milli austurs og vesturs og frjálsum skoðana- skiptum. unum væri haldið áfram af fullum áhuga. Og rifjuðu þeir upp, að tilgangur þeirra viðræðna væri að koma á bættum og stöðugri sam- skiptum með umfangsminni her- afla, án þess að dregið væri neitt úr öryggi þeirra, sem hlut eiga að máli. Undirstrikuðu NATO-ráðherr- arnir fyrri afstöðu vesturlanda, að þessu marki yrði helzt náð með þvi, að Sovétmenn og Banda- rikjamenn byrjuðu á þvi að kalla heim, hvorir i sinu lagi, eitthvað af herafla sinum úr álfunni. „Jafnhliða fækkun Iherafla Bandarikjamanna og Sovétmanna mundi draga úr spennu”, ályktuðu ráð- herrarnir á Ottawa-fundinum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.