Vísir - 21.06.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 21.06.1974, Blaðsíða 3
Vísir. Föstudagur 21. júni 1974 3 Það er hagstætt að gera ýmis inn- kaup á Spáni og hér er sumar- stúlkan okkar á leið heim klyfjuð pinklum. næturklúbba. Flamingo-dansarar sýna okkur listir sinar, og Spán- verjarnir ná þvi liklega ekkert siður að skemmta okkur á þjöð- hátlðardaginn heldur en við hefð- um gert heima. Þetta er ekki eina ferðin, sem Sunna býður upp á, þær eru margar. Ein þeirra er I Auto- safari, sem er dýragarður Mæjorku. En þar sjáum við ekki dýrin i búrum. Nei takk, við verð- um að gjöra svo vel að vera sjálf i búrum, ef svo má segja. Við sitj- um inni i rútunum, og okkur er harðbannað að fara út. Rútan keyrir siðan hægt i gegnum garð- inn, og það eru dýrin sem ganga laus. Við förum heldur ekki var- hluta af þvi. Filarnir stinga rön- um sinum inn um gluggana og ætlast til þess að fá brauðmola. Strútar þramma til okkar og horfa á þessar verur stórum spurnaraugum og apar hoppa allt I kringum rútuna. En það yrði liklega of langt mál að telja upp ferðirnar allar. En það má ekki gleyma þvi, hversu ódýrir hlutir geta verið þarna suður frá. Það gleyma þvi vist fæstir I bráðina, sem voru i þess- ari ferð. Að minnsta kosti bregður manni heldur betur I brún, þegar leigubilstjórinn heima nefnir töl- una, þegar komið er á áfanga- stað. Þvilik upphæð! Sami túr á Mæjorku hefði svo sannarlega kostað miklu minna.... —EA fram i málinu, til að verja barna- verndarnefnd. Slikt er réttarfarið i barnamálum. Sem sagt, fram- lögðum skjölum er haldið leynd- um fyrir gagnaðila, á meðan nefndin er sýknuð á röngum for- sendum. Þ. 20. nóv. 1973 flutti frú Sigrið- ur Asgeirsdóttir lögfræðingur ágætt erindi i Rikisútvarpið, i þættinum „Kona i starfi”. Þar segir frú Sigriður, að barna- verndarnefnd brjóti lög og nefnir ýms dæmi um það, og er það mjög á sama veg og þau lagabrot barnaverndarnefndar, sem ég hef sannað. Frú Sigriður kallar nefndina t.d. einræðisherra. Mað- ur skyldi ætla, að þetta nægði til þess, að allir þeir, sem ekki loka bæði augum og eyrum, létu nú sannfærast um, að barna- verndarnefnd og félagsmála- stofnunin (sem vinnur fyrir nefnd ina) brjóti lög og mannréttindi á fólki. Askorun Guðrúnar Jacobsen I Visi i dálkinum „Lesendur hafa orðið” þ. 22. april 1972 bar auðvit- að engan árangur, þvi að barna- verndarnefnd kunni á öðru betur tökin en að „gera hreint fyrir sin- um dyrum” eða rökstyðja eitt eða neitt. En ég vænti þess, að Guðrún Jacobsen hafi nú fengið svar við spurningu sinni i Visi: „Hvað er sannleikur”, um nefnd- ina og félagsmálastofnunina. Carl J. Eiriksson Rauðalæk 3, Reykjavik. ALLIR Á ÞINGVÖLL! 17 ÞÚSUND BÍLASTÆÐI, OGSTRÆTÓ W 1 ið myndu strætisvagnar ferja fólk, bæði fram og til baka. Er veriö að leita til SVR og strætis- vagnanna i Kópavogi og Hafn- arfirði með að útvega vagna. „Þetta eru þau svæði, sem við höfum skipulagt, ásamt stóru tjaldstæði norðan Þingvallaveg- arins. En það er einnig hægt að fara á Skógarhólasvæðið, Svartagil og Bolabás, þar sem er næstum ótakmarkað pláss til að tjalda”. Hins vegar fær eng- inn að tjalda fyrir innan hátiða- svæðið, bætti óskar við. Um þessar mundir er unnið af fullum krafti við að byggja fjór- ar nýjar brýr á Þingvallaveginn og að breikka hann og laga. Ræsi eru einnig öll breikkuð. „Við munum setja upp sjö til átta lögreglustöðvar á þessari leið”, hélt óskar áfram. „Við fáum væntanlega þyrlu Land- helgisgæzlunnar og Slysavarna- félagsins, og einnig litla þyrlu til að fá sem bezta yfirsýn. Siðan er bara að biða og sjá, hvernig umferðin verður. Ef Þingvalla- vegurinn virðist ætla að fyllast, þá verðum við að beina umferð- inni inn á Suðurlandsveginn og Sogsveginn að Þingvöllum”. óskar Ólason sagði, að ein- FLUTNINGA faldar reglur mundu gilda varð- andi áfengisneyzlu á staðnum. Sllkt yrði ekki liðið, og þeir, sem yrðu uppvisir að áfengisneyzlu yrðu fluttir beint i bæinn. „Við leggjum sérstaka áherzlu á, að ökumenn haldi eðlilegum ferðahraða, þegar ekið er á þjóðhátiðina. Þeir, sem af einhverjum ástæðum geta ekki fylgt þessum ferða- hraða og þurfa að fara hægar, og tefja þá, sem á eftir koma, verða að fara á þeim tfmum, sem umferð er minnst. Annars finnst mér i raun og veru númer eitt, að fólk fari á þessa þjóðhá- tið I þjóðhátiðarskapi. Það er svo sannarlega orðin nauðsyn á að endurnýja brosið siðan hægri umferðin tók gildi ’68”, sagði Óskar að lokum. SER UM „Umferðin á þjóðhátiðina á Þingvölium veltur auðvitað fyrst og fremst á veðrinu. Það þarf ekki annað en rigningu á laugardeginum og gott veður á sjálfan þjóðhátiðardaginn, og er hætt við, að allir vegir fyllist af bilum þá um morguninn”. Þetta sagði Óskar ólason yfirlögregluþjónn I viðtali við VIsi. Stjórn umferðarinnar á þjóðhátiðinni á Þingvöllum mun fyrst og fremst lenda á herðum Reykjavikurlögreglunnar. En fyrir utan þá 150 lögregluþjóna, sem áætlað er að verði við um- ferðarstjórn og eftirlit, þá hafa hjálparsveitir skáta, slysa- varnafélög, Flugbjörgunar- sveitin og FIB gefið vilyrði fyrir aðstoð við þessi störf. „í okkar áætlunum, sem eru unnar i samráði við þjóðhá- tiðarnefnd, er gert ráð fyrir, að 60 þúsund manns fari á þessa þjóðhátið. Við höfum skipulagt um 17 þúsund bilastæði á Þing- völlum. Bflar fá ekki að fara nær en að Almannagjá og að gatnamótun- um þar sem Þingvallavegurinn beygir niður að Valhöll, en á þeim sömu gatnamótum mæt- ast Uxahryggjavegur og hinn nýi Gjábakkavegur. Sjö þúsund bilastæði verða fyrir ofan Almannagjá og allt út að Ká'rastöðum. Rúmlega sjö þúsund bflastæði verða á svo- kölluðum Leirum, þar sem áðurnefnd gatnamót eru, og rúmlega þrjú þúsund bilastæði þar norðan við”, sagði Óskar. Óskar sagði, að frá bilastæð- unum og inn á þjóðhátiðarsvæð- Hér er unnið að gerð Gjábakkavegarins, en hann mun koma í góðar þarfir, þegar menn skunda á Þing- völl i lok næsta mánaðar. BREGÐA SER MEÐ JON ARASON AÐ HÓLUM... Jón Arason heimsækir sina heimabyggð um næstu helgi. Þjóðleikhúsið fer þá með leikara- fjöida og sviðsútbúnað norður að Hólum I Hjaltadal og sýnir leik- ritið um Jón þar undir berum himni. Það er I tilefni þjóðhátiðar, sem þessi leiksýning er sett upp að Hólum, en þar verður fjölbreytt dagskrá næsta sunnudag frá morgni til kvölds. A dagskrá verður m.a. þáttur, sem nefndur er „Gripið niður i Islandssögu”. Eru það nokkrir Siglfirðingar, sem sýna þann þátt og flytja hann i búningum. Gripa þeir niður i íslandssöguna á ýmsum tlmum. Þeir, sem standa að hátiðahöld- unum að Hólum, eru sýslunefnd Skagfirðinga og bæjarstjórnir Siglufjarðar og Sauðárkróks. Siglfirðingar voru einnig með há- tiðahöld 15.-17. júni og sömuleiðis voru þá hátiðahöld á Sauðár- króki, en hátiðin að Hólum er sameiginlegt átak þessara staða i tilefni 1100 ára afmælisins. —ÞJM LOKUÐ BUÐ Á MORGUN - og að ge helgai innka Við hringdum I nokkrar verzl- anir, vegna þess að i nýjustu kjarasamningum verzlunarfóiks eru ákvæðium að ioka verzlunum á laugardögum frá 20. júni til ág- ústloka. „Er þetta ekki það, sem koma skal. Ég hef meira að segja trú á þvi, að það verði áfram i framtfð- inni lokað á laugardögum. Allar stéttir eru að stytta vinnutimann og ekki er laust við, að ég hlakki til að geta tekið það rólega um helgar.” Þetta sagði Pétur Danielsson, eigandi verzlunarinnar Kjara- kjörs i Kópavogi. Hann sagði, að þeir hefðu þangað til i vor haft op- ið til 20 alla daga og til hádegis á laugardögum. „Nú verður sett yf- irvinnubann á fólkið, og ég tel ekki að eigendur verzlana geti staöið einir við afgreiðslu.” Margar matvöruverzlanir verða þó opnar til kl. 10 á föstudögum. „Þetta er i fyrsta skipti, sem við munum loka á laugardögum. Ég held, að það komi sér ákaflega illa fyrir viðskiptavininn. Það hefur t.d. verið ákaflega mikið að gera hjá okkur á laugardögum”, sagði Guðriður Gunnarsdóttir einn af eigendum Dömu og herrabúðarinnar. Hún sagði, að þá væri það æski- legt að hafa opið til kl. 10 á föstu- dögum, en það stæði ekki til enn hjá þeim. — og betra að gera helgar- innkaupin i dag__________________ „Það verður opið hjá okkur eins og verið hefur frá kl. 9-22 alla daga vikunnar. Við erum á und- anþágu eins og sjoppurnar”, sagði Jónas Sig. Jónsson, for- stjóri Blómabúðarinnar Dögg. Það er samt ekki svona með allar blómabúðir i bænum, þvi margar hafa venjulegan verzlun- artima. En sem sagt, nú verður fólk að reyna að gera innkaup sin jafnvel fyrri hluta vikunnar til að forðast ösina á föstudögum. — EVI — Stendur jafnt gegn ítölum islenzka og italska sveitin skiidu jafnar 1 1/2 gegn 1 1/2, en ein skák fór i bið i þeirri viðureign i gærkvöldi. önnur úrslit I B-flokki urðu, að Kúba fékk 2 1/2 gegn 1/2 hjá Portúgal, en ein skák fór I bið. Austurriki fékk 3 og Frakkland engan, en ein fór i bið. Staðan i keppni Kanada og Túnis var 1/2:1/2, en 3 skákir fóru i bið. Belgia hafði fengið 1 1/2 gegn 1/2 á móti Skotlandi, en 2 fóru i bið. Noregur hafði betur gegn ísrael 2:0, en íveim skákum var ólokið. Kolumbia hafði fengið 1 1/2:1/2 gegn Sviss, en einni skák var ó- lokiö. Pólland hafði 1 1/2 gegn 1/2 á móti Danmörku, og þar var 2 skákum ekki lokið. Þreytumerki sjást nú á kepp- endum, segir i fréttaskeyti AP- fréttastofunnar, enda er þriðja vika keppninnar að hefjast. Mörgum virtist liggja á að semja um jafntefli snemma i skák. Niu umferðir eru eftir. Til dæmis lauk öllum skákun- um fljótt með jafntefli i keppni Ungverja og Bandarikjamanna, þótt sú viðureign hefði getað skipt miklu i baráttunni um silfurverð- launin. Tveimur skákanna var lokið, áður en 20 leikir höfðu verið leiknir, og hinum tveimur lauk nokkrum leikjum seinna. Sovét- rikin hvildu Anatoly Karpov, fyrsta borðs mann sinn. Úrslit i A-flokki urðu þessir i gær: Ungverjaland—Bandarikin 2:2. Rúmenia—Sviþjóð 2 1/2:1/2, og ein i bið. Sovétrikin—Argen- tina 2 1/2:1 1/2, Finnland—Hol- land 1:2 og ein i bið, Búlgaria—V- Þýzkaland 2:2, Spánn—-England 1:1 og 2 i bið, Filippseyj- ar—Tékkóslóvakia 2 1/2:1/2 og 1 i bið, Júgóslavia—Wales 4:0. — HH.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.