Vísir - 21.06.1974, Blaðsíða 4

Vísir - 21.06.1974, Blaðsíða 4
4 Vísir. Föstudagur 21. júni 1974 Þióðhótíðarplattar þjóðhótíðarnefndar og einnig REYKJAVÍKURPLATTI teiknaður af Halldóri Péturssyni. framleiddur hjó Bing og Gröndahl. Sendum i póstkröfu FRÍMERKJAMIÐSTÖÐIN Skólavörðustíg 21a Simi 21170 Reykjavik l * LAUST EMBÆTTI, r er forseti Islands veitir Tvö prófessorsembætti, annað i barna- sjúkdómafræði en hitt i geislalæknisfræði, við læknadeild Háskóla íslands eru laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. júlí n.k. Laun samkv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur um prófessorsembætti þessi skulu láta fylgja umsókn sinni ræki- lega skýrslu um visindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmiðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Menntamálaráðuneytið, 18. júni 1974. Hér með eru auglýstir til umsóknar 10 styrkir, sem veittir eru þeim, sem i vor Ijúka stúdentsprófi eða prófi frá raungreinadeild Tækni- skóla tslands og hyggjast hefja nám i háskóla eða tækni- skóla á komandi hausti. Sá, sem hlýtur sllkan styrk, heldur honum I alit að 5 ár, enda ieggi hann árlega fram greinargerð um námsárang- ur, sem lánasjóðurinn tekur gilda. Þeir einir koma til greina, sem hlutu ágætiseinkunn eða háa fyrstu einkunn. Styrkir verða veittir til náms bæði I raunvisindum og hug- visindum. Umsóknir, ásamt afriti af prófskirteini, eiga að hafa bor- ist skrifstofu lánasjóðs Islenskra námsmanna, Hverfis- götu 21, fyrir 3. júll n.k. Skrifstofan afhendir umsóknareyðublöð og veitir allar nánari upplýsingar. Reykjavik 19. júni 1974 Lánasjóður isl. námsmanna Starf bæjarstjóra í er laust til umsóknar, og er umsóknar- frestur til 20. júli n.k. Starfið veitist frá n.k. áramótum, og skulu umsóknir send- ar forseta bæjarstjórnar, Ármanni Þórð- arsyni, Ægisgötu 1, ólafsfirði, og veitir hann nánari upplýsingar. Simi 62120. Bæjarstjórn ólafsfjarðar í BOTN- LAUSUM SKÓM! Það vita allir, hvað það er orðið dýrt að lifa í dag, en ætli það sé orðið svo dýrt, að stjórnmálamenn i Bandarikjunum verði að ganga um í gömlum skóm með götugum sólum? Það er a.m.k. að sjá, ef maður skoðar þessar þrjár myndir af þekktum bandariskum stjórn- málamönnum. Þar má fyrst finna með eitt myndarlegt gat á hægri skónum Edward Kennedy öldungardeildarþingmann, og ekki er annað að sjá en skórinn meiði hann þar að auki.... sjálfsagt nagli ibotninum??? Þá má sjá sjálfan Henry Kissinger, mættan á eina af sinum mörgu friðarráðstefnum I Austurlöndum með tvö glæsileg göt á sólanum... Kissinger Kennedy Dunlop hann hefur sjálfsagt valið þessa skó með hliðsjón af hitanum I Egyptalandi, en það getur verið gott að láta lofta um tærnar, þegar maður þarf að sitja lengi á leiðinlegum fundi og þrasa við Araba.... Varla er nýja konan hans svo dýr i rekstri, að hann hafi ekki efni á þvi að fá sér nýja skó???? En stórkostlegustu götin af þessum öllum eru samt götin hans John T. Dunlop sem er yfir- maður „Cost of Living Council”... en það er ein- hvers konar sparnaðarnefnd, sem er að ergja Bandarikjamenn þessa dagana.... og það bezta við myndina er, að hún er tekin, þegar hann var að tilkynna nýja reglugerð um að stemma stigu við verðhækkunum — og voru þar meðtaldir skór. Nýi fró Wolfsburg heitir ,Volkswagen Golf' t sumar er væntanleg á markaðinn ný tegund af Volks- wagen frá verksmiðjunum I Wolfsburg I Vestur-Þýzkalandi. Það er smábill, sem hlotið hefur nafnið Volkswagen Golf. Þessi bill er 10 sm breiðari, en venjulegur Volkswagen, en þó er lengd hans aðeins 3,60 metrar. „Golf gerðin” kemur á markaðinn ýmist 3ja eða 5 dyra, og er væntanleg i haust, eins og fyrr segir. Margar nýjungar eru i þessum bil, sem er sagður sparneytinn og mjög þægilegur. Sérfræðingar i Vestur-Þýzka- landi telja, að verð bilsins þar verði um 8000 m örk.... en ekki er gott að segja, hvað það verður, þegar „Golf-billinn” er kominn á götu hér.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.