Vísir - 21.06.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 21.06.1974, Blaðsíða 7
Vísir. Föstudagur 21. júni 1974 cTYLenningarmál 7 tslenski dansflokkurinn: Höfuðskepnurnar, ballett eftir Alan Carter við tóniist eftir Askel Másson ELDSKÍRN Þjóðleikhúsið: BALLETTSÝNING tslenski dansflokkurinn, stjórn- andi Alan Carter, ásamt Sveinbjörgu Alexanders og Wolf- gang Kegler. Rétt tvö ár éru siðan Dame Margot Fonteyn dansaði i Þjóðleikhús- inu. Hún var kynnt fyrir nokkrum meðlimum Fél isl listdansarai. Þau báðu hana um hjálp að finna mann er komið gæti á legg dansflokki skipuðum nemendum úr dansskóla Þjóðleikhúss- ins. Hún hafði samband við Alan Carter sem hún kynntist þegar árið 11932 er þau bæði nutu per- sónulegrar tilsagnar Seraphin Astafievu prinsessu i klassiskum ballett. Seinna urðu þau bæði félagar i Konung- lega breska ballettinum. Það var svo í marz 1973 að Alan Carter og kona hans, Júlia Claire, komu til íslands til að ganga úr skugga um hvort I raun og veru mætti koma saman dansflokki i sliku fámenni sem hér er. Alan Carter segir i leikskrá að þegar til kastanna kom við könnun skól- ans hafi komið i ljós að fremur myndi standa á fé en mannvali. Með afdráttarlausum stuðningi Bandalags isl. listamanna, góð- um orðum menntamálaráðuneyt- is, Sveins Einarssonar þjóð- leikhússtjóra auk Félags is- lenskra listdansara var samning- ur endanlega undirritaður 3. april sl., og þar með rættist gamli draumurinn um islenska atvinnu- dansara. Það má segja að sýningin i Þjóðleikhúsinu 19. júni sl. hafi verið eldskirn flokksins sem sliks, og verð ég að segja að flokkurinn stóðst hana framar minum von- um þrátt fyrir að nú gerir maður meiri kröfur til dansaranna eftir að þeir urðu atvinnudansarar. Fyrst á efnisskránni var frumsýndur ballettinn Höfuð- skepnurnar eftir Alan Carter, sem einnig var höfundur leik- mynda og búningateiknari, tón- list og hugmynd Askels Máss. 1 fornöld héldu menn að heimurinn væri samsettur af fjórum „frum- efnum” („elementum ”) eða „höfuðskepnum” eins og það var kallað á islensku: lofti, jörð, vatni og eldi. Tónlistin var góð og sér- lega falleg við „vatnið”, leik- myndir og ljós voru vel unnin verk. Ballettinn skemmtilega saminn, framúrstefnulegur og ýt- ir undir imyndunaraflið hjá manni. Túlkun íslenska dans- flokksins var frábær með Júliu Claire I fararbroddi. Hún var yndisleg. Ég sé ekki ástæðu til að nafngreina fleiri i flokknum, enda koma þær yfirleitt fram sem heild og allar dansa sóló. Þeim hefur öllum farið fram, misjafnlega mikið. Ballettinn fékk verðskuld- að klapp áhorfenda, sem seint ætlaði að linna. „Þá var komið að Sveinbjörgu Alexanders og Wolfgang Kegler er dönsuðu sem gestir. Þau hafa bæði starfað hjá Kölnar-ballettin- um. Hún er nú aðaldansmær flokksins „Tanz Forum”, auk þess er hún dansskrifari (Choreo- logist) flokksins. Hann er einn af aðaldönsurum „Tanz Forum”. Þau dönsuðu „Dagur einn” eftir Gray Veredon, tónlist eftir Brahms. Það var munur að fá að sjá Sveinbjörgu á gamla sviðinu sinu en á fyrstu listahátið, er hún dansaði I Háskólabiói. Nú fannst mér hún vera komin „heim” til að dansa. Hún hefur gifurlega tækni og er auðsjáanlega sviðs- vön og örugg. Hann virtist þægi- legur og öruggur mótdansari. Þriðja atriði á efnisskránni var Tilbrigði fyrir 9 dansara eftir Alan Carter, tónlist eftir Brahms, leikin á pianó af Krystinu Cortez. Þessi ballett var frumsýndur I vor i Háskólabiói á 10 ára afmælissýningu Dans- kennarasambands íslands. Og það var eiris með hann og Svein- björgu að dansinn náði betur til manns i Þjóðleikhúsinu. Þar dönsuðu allir dansarar flokksins sóló með tengingum fleiri dans- ara á milli. Helga Eldon, Kristin Björnsdóttir, Asdis Magnúsdóttir og Auður Bjarnadóttir stóðu sig mjög vel i sinum sólóum. Slðast á efnisskránni var svo Pas de deux eftir Gray Veredon, tónlist eftir Berlioz: Romeo og Rómeó og Júlla: Sveinbjörg Alexanders og Wolfgang Kegler. Júlia sem Gray Veredon samdi sérstaklega fyrir Listahátið. Tón- listin var flutt af hljómplötu og var sungin, en ekki var getið i leikskrá um nafn söngkonunnar. Þetta er i fyrsta skipti sem ég sé ballett við söng, en það fór hreint ekki illa saman. Ballettinn er i klassiskum stil, fallegur, hugljúf- ur og ljóðrænn. Tækni þeirra Sveinbjargar og Wolfgang Kegl- ers kom nú enn betur i ljós, lyftingarnai' og samdansinn frábær. Hafi listahátiðarnefnd þökk fyrir að stuðla að hingað- komu Sveinbjargar Alexanders. Þetta ballettkvöld á Listahátið staðfesti þá trú mina, að islenskir listamenn standi erlendum ekki að baki, hvort sem þeir starfa erlendis eða hér heima. eftir Lilju Hallgrimsdóttur Höfuðskepnurnar: örn Guðmundsson og Julia Claire Kennarastöður Sauðárkróki Nokkrar kennarastöður við barnaskólann og gagnfræðaskólann á Sauðárkróki eru lausar til umsóknar. Kennslugreinar m.a. islenska, enska, handavinna pilta, söngur, leikfimi pilta. Allar nánari upplýsingar veita skólastjór- ar. Fræðsluráð. Skrifstofustarf Óskum að ráða stúlku til skrifstofu- starfa. Verslunarskóla- eða hliðstæð menntun æskileg. Umsóknir með upp- lýsingum um menntun og fyrri störf send- ist Vegamálaskrifstofunni, Borgartúni 1, Reykjavik, fyrir 30. þ.m. Vegagerð rikisins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.