Vísir - 21.06.1974, Blaðsíða 16

Vísir - 21.06.1974, Blaðsíða 16
VÍSIR s ? o Föstudagur 21. júnl 1974 „Líkur á að aðrir mögu- leikar verði reyndir" — segir varaformaður Alþýðuflokksins um stjórnarmyndun „Þessir möguleikar hafa verið reyndir nýlega, og sagan kennir okkur, að þá eru yfirgnæfandi llk- ur á, aö einhverjir aðrir mögu- leikar veröi reyndir næst,” sagði Benedikt Gröndal, varaformaður Alþýðuflokksins I viðtali við VIsi I gær. Benedikt sagði i sjónvarpi, að hann teldi ólíklegt, að næsta stjórn yröi ný viðreisnarstjórn eða aö núverandi vinstri stjórn héldi áfram. „Hér verða eftir kosningar 3,4 eða 5 þingflokkar, og kjósendur skera úr um, hvernig næsta stjórn verður.” Hann vildi ekki tilgreina nánar, hvaða samsteypustjórn hann teldi líklegasta af þeim, sem mögulegar yrðu, til dæmis ef 5 flokkar fengju þingmenn kjörna. — HH. „Vonum að Nixon komi plast- pokafram- leiðslu okkar á lag" — enn er óþœgilegur skortur á plasti vegna olíuþvingana Araba „Við erum aö gera okkur vonir um, að ferð Nixons austur leiði til þess, að plastpokaframleiösla okkar færist I eölilegt horf,” sagði Oddur Sigurðsson hjá Plastos, en Oddur var fyrstur manna hér á landi til að hefja framleiöslu á plastpokum. „Eins og nú er ástatt getur Reykjalundur, sem er eini aðil- inn, sem selur plast á Islandi, ekki afgreitt til okkar nema 50 prósent þess magns, sem við þurfum á að halda,” sagði Oddur. „Hinn hlutann þurfum við að sækja sjálfir út fyrir landstein- ana.” „Ég fór til Bretlands á slðasta vetri og fór þar frá einu fyrirtæk- inu til annars i leit að plasti, en aðeins eitt einasta fyrirtæki reyndist aflögufært. Þó var það með herkjum, að því tækist aö ná saman þvi magni, sem við þurft- um á aö halda,” sagði Oddur frá. „Þeir aöilar, sem framleiöa plastpoka hér á landi, hafa átt ó- yndislega daga frá þvi ollukrepp- an fór að hafa áhrif á plastfram- leiösluna,” sagði Oddur. „Þó að okkur hafi tekizt aö afgreiöa þær pantanir, sem borizt hafa, er það svo, að allar plastbirgöir okkar eru á þrotum, þegar ný sending af plasti berst okkur i hendur. Þaö getur ekki talizt eðlilegt ástand. Það má engin sending klikka, þá erum viö stopp,” sagði hann að lokum. — ÞJM. — Aðstoðarkosningastjóri Framsóknarflokksins hefur verið ó launaskró hjó Frihöfninni fró óramótum, en hefur ekki ennþó mœtt þar til starfa Veikur hjá Fríhöfn — í fullu fjöri hjá Framsókn „Jú, það er rétt. Alvar óskarsson var ráðinn til afgreiðslu- starfa hér við Frihöfn- ina á siðasta vetri og hefur hann verið á launaskrá hjá okkur siðan. Það er lika rétt, að hann hefur ekki mætt ennþá til starfa. Hann lagði i upphafi fram iæknisvottorð og er hann ennþá veikur, að þvi er við bezt vit- um”. Þannig svaraði ólafur Thordersen, framkvæmdastjóri Frihafnarinnar á Keflavikurflugvelli, spurningum Visis i gær. Þegar svo Visir hringdi i sima kosningastjóra Framsóknar- flokksins I Reykjavik, varð fyrir svörum umræddur Alvar ósk- arsson. Kvaðst hann vera eins konar aðstoöarkosningastjóri og væri búinn að vera i þvi starfi um nokkurt skeið. „Jú, ég er starfsmaður hjá Frihöfninni, en er I frii þaðan núna”, svaraði hann fyrstu spurningu blaðamanns Visis. „Er það veikindafri?” „Nei”. „En þú hefur ekki verið við störf i Frihöfninni siðan um ára- mót?” „Nei, ég var i veikindafrii og vann þá á hvorugum staðnum, en núna, þegar ég er orðinn þetta mikið betri og telst vera orðinn vinnufær, þá tek ég út mitt sumarfri og hef störf hér á kosningaskrifstofunni”, svaraði Alvar. Samkvæmt þeim upplýs- ingum, sem Visir hefur aflað sér, hefur Alvar verið við störf hjá Framsóknarflokknum undanfarna mánuði og mun hafa unnið mikið fyrir bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar. Ekki vitum við, hvort störf Alvars i þágu flokksins sé launalaust hugsjónastarf, en hitt er vitað, aö laun hans frá Frfhöfninni eru á bilinu frá 40 til 60 þúsund krónur. — ÞJM SÁ STÓRI í ÞINGVALLAVATNI Það var ekki laust við, að það væri um mig fiðringur, þegar ég varð vör við, að nú var ég ábyggi- lega með þann stóra”, sagði Eyþóra Valdimarsdóttir, er við ræddum við hana i morgun. Það var heldur engin furða, það hefðu fleiri verið spenntir, sér- lega af þvi að aðalveiðin i Þing- vallavatni er litil murta. Hún sagði okkur, aö hún og systir hennar væru afar áhuga- samar að veiða. Þær væru oft með krakkana svona um miðjan dag austur á Þingvöll i Vatnsvik- ina. Þegar sá stóri kom á land, var hann auðvitað veginn og reyndist vera 9 pund. Eyþóra var búin að standa frá um 3.30 og var búin að fá 5 fiska kl. 7, en þaö var þá, sem hún kastaði út og sá stóri beit á. „Ég var svo heppin að vera með 10 punda linu. En þegar ég var komin með hann að landi eftir að vera búin að þreyta hann i um tuttugu min., þá var það heppni, að ég náði honum, þvi að einmitt þá slitnaði linan”. Eyþóra er alltaf i klofháum stigvélum, þegar hún er að veiöa. Þar að auki hefur hun alltaf regnkápu með sér. Hún er núna búin aðeignast eina sem hún fékk hjá öörum veiðimanni. A henni hefur hún tröllatrú, þvi að hún hefur aldrei veitt eins vel i Þing- vallavatni eins og nú I ár. Veiöimálastjóri var spurður, hvort algengt væri að svona fisk- ar veiddust i vatninu. Sagöi hann, aö sér vitanlega hefði það ekki gerzt i mörg ár. — EVI — Eyþóra Valdimarsdóttir er heldur betur ánægð með 9 punda urriðann, sem hún veiddi I Þingvallavatni. Hún er alltaf I klofháum stfgvélum við veiðar og hefur tröllatrú á regnkápum. Ferðamál eiga framtíð — segir Björn Vilmundarson nýráðinn forstjóri Ferðaskrifstofunnar „Ég er bjartsýnn, endá þýðir ekkert annað. Ég held, að þetta séu tlmabundnir erfiðleikar hjá Ferðaskrifstofunni”, sagði hinn nýráðni forstjóri Feröaskrifstof- unnar, Björn Vilmundarson, I viðtali við Visi I gær. Björn sagði, að islenzk ferða- mál ættu mikla framtið fyrir sér, og taldi, að þeir, sem með fjár- málin fara, hljóti að sjá það og styrkja þá Ferðaskrifstofuna eft- ir þvi. Annars hefur Ferðaskrif- stofan sina eigin tekjustofna. Arið 1971 var verulegur tekjuafgangur og 1972 var lfka tekjuafgangur, þó aö hann væri minni.. Hins vegar var tap á rekstrinum 1973. Björn sagðist hafa verið þátt- takandi I rekstri Samvinnutrygg- inga s.l. 26 ár. Þetta starf, sem hann tæki nú við hjá Ferðaskrif- stofunni, væri eins og hver annar rekstur. I sambandi við einhverj- ar breytingar taldi hann að ef fólkið, sem t.d. vinnur á hótelun- um, væri þátttakendur i rekstrin- um, myndi það ýta undir, að það legði meira á sig i von um meiri hagnað. Björn tekur við starfinu þann 1. júli. Þeir, sem sóttu um starfið auk hans, voru Bjarni Bjarnason, Kjartan Lárusson, Lúðvik Hjálm- týsson, Magnús Þorleifsson og Haraldur Jóhannesson — EVI — ## ASTANDIÐ EKKI GLÆSILEGT, SEGIR BRÓÐIR HALLDÓRS E. Frystihús ó Suðurnesjum loka vegna rekstrarörðugleika #/ „Ég treysti mér ekki til að halda frystingu áfram. Erfið- leikar frystihúsanna eru geysi- legir um þessar mundir og framttðarútlitið er ekki bjart. Við veröum bara að vona, að sú rikisstjórn, sem tekur við eftir kosningar, komi okkur til að- stoðar”. Þetta segir Þórarinn Sigurðs- son, sem rekur fiskvinnsluna Hafblik i Höfnum. Þórarinn hef- ur nú hætt frystingu vegna rekstrarörðugleika. Þórarinn Sigurðsson er bróðir Halldórs E. fjármálaráðherra. Tvö frystihús á Suðurnesjum hafa nú orðið að loka, en önnur reyna að halda áfram rekstri fram yfir kosningar i þeirri von, að þá birti upp. Rekstrarörðugleikar skuttog- aranna eru ekki minni. Oliuverö hækkar ásamt öðrum rekstrar- kostnaði, bankar draga úr lán- um og fiskverö lækkar. í mörg- um tilfellum er talið, að skulda- hali skuttogaranna lengist um eina milljón i hverjum veiðitúr. Ekki er vitað til, að neinum skuttogara hafi verið lagt enn sem komið er, en útgerðarmenn eru svartsýnir á áframhaldandi togaraútgerð undir þessum kringumstæðum. — JB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.