Vísir - 22.07.1974, Blaðsíða 2
2
Vísir. Mánudagur 22. júli 1974.
SVIFFLUGMOTIÐ:
##
EINS OG STOR
FJOLSKYLDA I UTILEGU
##
TÍSBSm:
Finnst yður breytingar hafa orðið
á veðráttunni undanfarin ár?
Halldór Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri: — Helzt i sumar.
Það hefur verið veður, sem mað-
ur á ekki að venjast, það er miklu
meiri sól en venjulega. En manni
finnst einhvern veginn, að það
hafi samt alltaf veriö betra veður
þegar maöur var lftill.
Friörik Sophusson, frkv.stj.
Stjórnunarfélagsins: — Ég hef
hreint og beint ekkert tekið eftir
þvi. Og þó ég reyni að muna
hvernig veðrið hefur verið undan-
farin ár, þá njan ég það ekki — og
þó. Sumarið i sumar hefur verið
alveg ágætt.
Einar Brandsson, verkamaður:
— Ég hef ekkifundið mikinn mun,
nema hvað veðrið gengur i bylgj-
um milli nokkurra ára I einu,
ýmist kaldara eöa heitara á vixl.
Birgir Haiidórsson, bilstjóri: —
Véörið er náttúrlega alltaf jafn
rysjótt, á þvi verður engin breyt-
ing. En sumarið i sumar hefur
verið mjög gott. Mér finnst hafa
verið að hlýna undanfarin ár —
en hvort það er öllum eldgosunum
að þakka, veit ég ekki.
Ells Jónsson: — Þetta gengur I
bylgjum, samanber að núna
finnst mér álika gott veður, og
var á árunum 1926-30, en þá fór
aftur að kólna. Þetta ár hefur
veriö áberandi gott.
Guðmundur Þorgeirsson, frá
Lambastöðum I Garði: — Hver
veturinn af öðrum á seinustu ár-
um hefur farið harðnandi, og mér
finnst stefna að sama veðurfari
og var kringum 1918. En það hafa
orðið slikar stórbreytingar á
þessu ári, að ég hef ekki þekkt
svona veður i háa herrans u'ð.
Sumarið er heitt, en veturinn var
einn mesti snjóavetur og flóða-
vetur siðan fyrir 24 árum.
„Jú, við erum afskap-
lega ánægðir með þetta
mót,- enda fengum við
fleiri keppnisdaga nú og
betri skilyrði en á þeim
mótum, sem haldin hafa
verið siðustu ár”, sagði
Páll Gröndal, þegar við
höfðum samband við
hann varðandi svifflug-
mótið á Hellu, en mótinu
lauk i gær.
Sigurvegari varð Sigmundur
Andrésson og er hann nú Islands-
meistari I svifflugi. Hann vann
titilinn af Leifi Magnússyni, en
Leifur varð annar i röðinni. Sig-
mundur náði samtals 3052 stig-
um, en Leifur fékk 2904 stig.
Keppnisdagar urðu samtals
fimm, en það fer allt eftir veðri
hversu margir keppnisdagar eru.
Er það þvi höfuðverkur móts-
stjórnar hverju sinni að velja
keppnisleið, sem hæfir veðurskil-
yrðum hvers dags.
Svifflugmót eru haldin annað
hvert ár, og var þvl haldið síðast
1972. Það er Flugmálafélag ts-
lands, sem stendur fyrir þessum
mótum.
Mótorsvifflugan var feykivin-
sæl á mótinu og þeir, sem prófuðu
hana voru yfir sig hrifnir. t vik-
unni verður hún tekin i notkun viö
kennslu á Sandskeiði og það má
þvi búast við að nemendafjöldinn
aukist.
Sumir hafa kannski velt þvi
fyrir sér hversu fáir keppendur
voru á mótinu, en þeir voru fjórir.
Það stafar ekki af þvl að menn
hafi ekki áhuga, heldur eru ekki
fleiri svifflugur til, sem hægt er
að nota, þátttakan er þvl eigin-
lega alltaf 100% á þessum mót-
um.
t gær, síðasta keppnisdaginn,
heimsótti allt Svifflugfélag Akur-
eyrar mótið, og reyndu þeir þá aö
sjálfsögðu mótorsviffluguna.
Andinn er gifurlega góður á
svona mótum, og sagði Páll, að
þetta væri „eins og stór fjölskylda
I útilegu.” — EA.
Menn voru ánægðir meö svifflugmótiö, og það er heldur ekki að sjá annaö á þessum tveimur, sem takast
I hendur að móti loknu. Islandsmeistari varð Sigmundur Andrésson.