Vísir - 22.07.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 22.07.1974, Blaðsíða 5
Vfalr. Mánadagnr 22. jitll 1974. 5 LÖND í MORGUN UTLÖND I MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND I MORGUN Umsjón: BB/GP Þar til Tyrkir geröu innrásina á Kýp- ur, rikti þar útgöngubann. Hér sjást byltingarmenn framfylgja þvi. Myndin er frá hafnarborginni Mersin á suðurströnd Tyrklands. Hún er tekin á föstudag, þegar tyrkneskir hermenn fara um borð I landgöngupramma. Sovétrikin: Vilja endilega kom- ast að. Rússar ráku upp mikið harmakvein, þegar Tyrkir hótuðu að velta Makariosi úr stóli 1964, og 1967, en Makarios hefur haldið sæmilegri vináttu við kommúnistarikin. En i þetta sinn létu þeir sér vel lika innrás Tyrkja á Kýpur, sem er undir þvi yfirskini að koma réttkjörnum forseta eyjarinnar aftur til valda. TYRKIR HAFA NÁÐ FÓTFFSTU Á KÝPUR Rústir eftir loftárás Tyrkja á Nikosfu höfuðborg Kýpur. Myndin sýnir leifar geðsjúkrahúss f úthverfi borgarinnar. — mannfall mikið Hernaðaraðgerðir Tyrkja á Kýpur, sem hófust með innrás, landgönguliðs og fallhlifarher- manna i dagrenningu á laugar- dag, hafa miðazt að þvf að ná hafnarborginni Kyreniu á norður- strönd eyjunnar úr höndum grfska þjóðvarðliðsins. Þá hafa Tyrkir einnig stefnt að þvl að mynda tyrkneskt yfirráðasvæði frá tyrkneska hiuta Nikóslu, höfuðborgarinnar, til Kyreniu. Vegalengdin milli borganna er um 16 km. Þegar vopnahléð kemst á i dag, verða tyrkneskar hersveitir með þjóðveginn milli Nikósiu og Kyreniu á valdi sinu. Þjóðvarð- liðið á Kýpur er þó sagt hafa rofið varðlínu Tyrkja við bæinn Guene- lili fyrir norðan Nikósiu. Bardagar hafa einnig geisað um- hverfis flugvöllinn við höfuðborg- ina, sem enn er sagður i höndum þjóðvarðliðsins. Tyrkneskar herþotur hafa gert árásir á Nikósiu og útvarpið á Kýpur sagði i morgun, að loft- árásunum væri haldið áfram, þótt ' vopnahléð nálgaðist. Byltingar- mennirnir á Kýpur segjast hafa skotið niður 18 tyrkneskar þotur þær 50 klukkustundir, sem bar- dagar hafa staðið. Mannfall hefur orðið mikið i liði beggja. Erlendir stjórnarerind- rekar i Nikósiu segjast hafa feng- ið skýrslur um það, að þjóðvarð- liðar hafi framið fjöldamorð á tyrkneskum Kýpurbúum á suður- strönd eyjunnar. Fréttamenn segja, að ógerningur sé að gera sér grein fyrir mannfallinu. 1 einu sjúkrahúsi i Nikósiu segjast þeir hafa talið að minnsta kosti 60 lik og 240 særða. Læknar sögðu, að i öðrum sjúkrahúsum væru yfir 300 særðra. í gær hættu tyrknesku þoturnar árásum á Nikósiu I sjö klukku- stundir, á meðan brezki herinn á eyjunni flutti 4.400 útlendinga frá höfuðborginni til brezku her- stöðvarinnar Dhekelia á suður- strönd eyjunnar. Eftir þetta stutta hlé réðst þota á knatt- spyrnuvöll höfuðborgarinnar, þar sem þjóðvarðliðið hafði bæki- stöð sina fyrir nýliða. Bandarikjamenn hafa flutt út- lendinga með þyrlum frá Dhekelia til herskipa i sjötta bandariska flotanum. Einu fréttirnar um bein hernaðarátök milli herja Tyrkja og Grikkja eru þess efnis, að tyrkneski herinn hafi á sunnudag stöðvað ferð griskrar flotadeild- ar til Kýpur. Tyrkneska her- stjórnin sendi þessa frétt frá sér, en Grikkir hafa neitað að staðf. hana og segja, að engin sjó- orrusta hafi orðið. Þeir segja jafnframt, að engin grisk herskip hafi verið á ferð nálægt Kýpur siðan byltingin var gerð þar. Franco hrakaði Franco fékk að nýju innvortis bæðingar í gær- kvöldi og hrakaði liðan hans mjög, eftir að hann hafði sýnzt ætla að kom- ast til betri heilsu. Þeir, sem höfðu heimsótt hann í gær, sögðu, að Franco hefði fótaferð og væri hress. En i gærkvöldi óttuðust lækn- ar, að blóðtappinn i hægri mjöðm Francos hindraði svo alla blóðrás, að skera þyrfti upp hinn 81 árs gamla einvald. Fréttatilkynning lækna hans i morgun greindi þó frá þvi, að þeir sæju ekki ástæðu til að breyta um meðferð á sjúkl- ingnum. Svo alvarleg var liðan Franc- os i gærkvöldi, að kona hans, Dona Carmen Polo el Franco, vakti yfir honum á sjúkrahúsinu i nótt og með henni tengdason- urinn, Cristobal Martinez- Bordiu, sem er hjartasérfræð- ingur. Heilsu Francisco Francos hefur hrakað að nýju eftir dáiltinn bata um helgina. Hér sést Franco með Juan Carlos, sem nú hefur tekiö við völdum I veikindum einræðisherrans. Juan Carios verður konungur Spánar að Franco iátnum. Fjöldamorð á Kýpur Brezkir borgarar, sem bjargað var flugleiðis frá Kýpur, skýrðu frá þvi í gærkvöldi, að þeir hefðu verið vitni að fjöldamorð- um í kjölfar byltingarinnar og einnig í innrás Tyrkja. Kaupsýslumaður að nafni Der- ek Reed, sem var I frii i Paphos, þegar skotbardagarnir hófust á mánudag fyrir viku, sagðist hafa séð stræti þakin likum. „Fólk, sem Makarios hafði hvatt til að leggja frá sér vopnin, var skotið niður, hvar sem það sást af þjóðvarðliðum,” sagði hann. „Það var siðan grafið i fjöldagröfum. Griskættaður brezkur stúdent Nikos Sampson, hélt sýningu á alis kyns tækjum, sem hann sagði, að fulltrúar Makariosar hefðu notað til pyntinga á pólitlskum föngum sagðist hafa séð hvar stuðnings- mönnum Makariosar var tekin fjöldagröf skammt frá Limassol, i sjávarþorpi einu Sagði hann að þar hefði verið á ferðinni flokkur stuðningsmanna Makariosar, sem höfðu farið fylktu liði til Pap hosar til að leysa af hólmi aðra félaga, er hrundið höfðu áhlaup- um þjoðvarðliðsins. „En þeir urðu fyrir launsátri og voru strá- felldir,” sagði stúdentinn. Hann sagðist hafa vitað af 14 tyrkneskum Kýpurbúum, sem leitað höfðu skjóls i skóla einum og búið um sig þar. „Þeir voru umkringdir af þjóðvarðliðum og þegar þeir gáfust upp, voru þeir allir drepnir,” hefur AP-frétta- stofan eftir stúdentinum. „Ég var enn i bænum, þegar tyrkneskar sveitir tóku lögreglu- stöðina. Skömmu siðar fundust lik 13 lögreglumanna, hver og einn með skotgat á höfði,” sagöi Argiris Kyriadidis, 21 árs stú- dent. Tyrkir fagnandi — Grikkir daufir Innrás Tyrklands á Kýpur lyfti Buient Ecevit, forsætisráðherra, upp til skýjanna i augum landa sinna, og á götum höfuðborgar- innar dönsuðu ungir Tyrkir á iaugardag af hrifningu. Stærstu verkalýðssamtök Tyrklands lýstu þvi yfir, að félag- ar þess byðust til að vinna kaup- laust yfirvinnu og um helgar. Sögðu samtökin, að verkamenn I orlofi mundu þegar i stað snúa heim til starfa. Hvert sem Ecevit fór I Ankara, mætti honum fagnandi mann- fjöldi, og stuðnings- og heilla- óskaskeyti streymdu til hans hvaðanæva að frá þessari 38 mill- jóna þjóð. — Þegar hann gekk inn i þingsalinn, þar sem þingfundur átti að fara fram fyrir luktum dyrum, vottuðu fulltrúar allra flokka honum virðingu sina með þvi að risa úr sætum. Hvar sem fréttamaður AP bar niður I Ankara, fékk hann sömu svörin. Allir voru á einu máli um, að Ecevit hefði borið sig rétt að. — „Fyrst reyndi hann til þrautar friðsamlega lausn, en þegar það var árangurslaust krafðist heiður Tyrklands hernaðaraðgerða,” sögðu leigubilstjórar, sem lög- menn og æðri stéttafulltrúar. í Aþenu lýstu fréttamenn AP óróleika borgaranna, en sögðu, að þar toguðust á ættjarðarást og ógeð á athöfnum herforingja- stjórnarinnar i kjölfar byltingar- innar á Kýpur. „Eftir að Makarios hefur þvælzt fyrir okkur árum saman, höfum við loks öðlazt tækifæri til að kenna þessum Tyrkjum, að þeir komast ekki upp með neinn yfirgang við okkur,” sagði öryggisvörður einn á flugvellin- um i Aþenu. „Stjórnvizka Makariosar, sem hefur komizt hjá striði við Tyrki öll þessi ár, kemur nú skýrt fram eftir, að Makarios hefur verið flæmdur frá Kýpur,” sagði bankafulltrúi einn. Hvert sem menn sneru sér i Aþenu mátti sjá hópa fólks utan um eitthvert útvarpstækið að fylgjast með siðustu fréttum frá Kýpur og þróun mála. Sagði fréttamaður AP, að heldur hefðu Abeninear verið daufir i dálkinn. Undir Akropólishæð söfnuðust þúsundir af varaliðum, sem kallaðir höfðu verið út,en baráttuhugurinn var i lágmarki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.