Vísir - 22.07.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 22.07.1974, Blaðsíða 3
Vlsir. Mánudagur 22. júll 1974. 3 Hannes Gissurarson, ritstjóri Vöku: „Stódenta■ blaðið misnotað" VIsi hefur borizt athugasemd frá Vöku, félagi lýöræðissinnaðra stúdenta, vegna nýútkomins Stúdentablaðs. t athugasemdinni segir, að mjög sé hallaö réttu máli i blaðinu og formaður Stúdentaráðs og ritstjóri Stúdentablaðsins fari með ósann- indi um Vökumenn og sparnaðar- tillögur þeirra. Vegna þessa sneri Visir sér til ritstjóra Vöku, Hannesar Gissurarsonar, og bað hann að skýra málið. „Við töldum ekki rétt að sitja þegjandi undir þessum ósannind- um og gripum þess vegna til þess ráös að senda fjölmiðlum athuga- semd. M.a. segir Arnlin óladótt- ir, formaður Stúdentaráðs, að viö hefðum ekki viljað skera niður auglýsingatekjur vegna Stúdentablaðsins jafnframt þvi sem blaðið væri minnkað, en hið sanna er, að við lögðum til 300 þús. kr. lækkun. Eins sagði hún, að við gerðum ekki ráð fyrir nein- um hækkunum i sparnaðartillög- um okkar, en hið sanna er, að viö gerðum ráð fyrirum 50% hækkun frá siðasta ári á ráðstöfunarfé Stúdentaráðs, og þannig mætti lengi tina til. Það er einkennilegt, að þessi oddviti Stúdentaráös skuli ekki vera vandaðri að virð- ingu sinni en það að segja ósatt á opinberum vettvangi. — Hins vegar eru „fréttaskrif” af þessu tagi mjög algeng i Stúdentablað- inu.” — Er Stúdentablaðið ekki hlut- laust i fréttaskrifum? „Alls ekki. Ég flutti tillögu um það i Stúdentaráði, að blaðiö gætti hlutleysis i fréttaskrifum. Rót- tæklingarnir felldu þessa tillögu hins vegar.Þannig virðist beinlin- is til þess ætlazt að blaðið sé hlut- drægt. En Stúdentablaðið er kost- að af sameiginlegum sjóöum stúdenta, þannig að hér er um al- varlega misnotkun að ræða. A þessu ari er ætlunin aö verja a.m.k. 1,4 milljónum króna i þetta blað.” — Eru stúdentar almennt óánægðir með blaðið? „Þaö held ég, að mér sé óhætt að segja. Það hefur endurspeglaö þá einkennilegu ástriðu róttæklinganna i Stúdentaráði að gefa i sifellu frá sér stóryrtar yfirlýsingar um lands- og utanrikismál i stað þess að sinna beinum hagsmunamálum stú- denta. Eins hefur mörgum gram- izt hver meðferð ritstjóra er á greinum, þar sem honum fellur ekki inntakið. Þær prentar hann með smærra letri, þrengir að þeim i uppsetningu, breytir jafn- vel texta og flennir út á sömu sið- um einkahugleiðingar sinar um greinarnar og höfunda þeirra. — Ýmislegt annað hefur valdið þvi, að samstarfið i Stúdentaráði er ekki slikt sem skyldi. M.a. hafa róttæklingarnir meinað okkur Vökumönnum að sitja fundi stjórnar Stúdentaráðs, en hún annast allan daglegan rekstur ráðsins, sem áheyrnarfulltrúar. Enviðvonum þó, að þeir fáist til samstarfs við okkur um þau mál, sem eru sameiginleg hagsmuna- mál allra stúdenta, og fylgja verður fast og einarðlega eftir, svo sem barnaheimilismál stúdenta, friðindamál, innrétting 1 kjallara Gamla-Garðs til félags- aðstöðu, atvinnumiðlum, að reisa garða og hjónagarða, standa á verði um lánakjör o.fl. baráttu- mál Vöku,” sagði Hannes aö lok- um. Mikill árekstur á Barðaströnd farþegar sluppu furðuvel Mikill árekstur varð í Kollafirði í Austur- Barðastrandarsýslu um helgina. Þurfti Slysa- varnafélag Islands að senda þyrlu Landhelgis- gæzlunnar, TF-GNÁ á vettvang til þess að f lytja fólk til Reykjavíkur. Áreksturinn átti sér stað um klukkan eitt á laugardag og varð hann nánar tiltekið rétt við svonefnda Eyri í Kolla- firði. Tveir fólksbilar voru á ferð, og komu þeir nvor á móti öðr- um. Areksturinn varð á blind- hæð á veginum, og segja kunnugir að þarna verði slys að minnsta kosti einu sinni á ári. Annar billinn var af Vest- fjörðum en hinn að sunnan. Er annar billinn talinn gjörsam- lega ónýtur. hinn má gera upp. Fimm farþegar voru i beim bil sem éyðilagðist, en 3 i hinum. Farþegarnir þrir sluppu ómeiddir að mestu leyti, og reyndist ekki þörf á að senda þá suður til Reykjavikur. Hina fimm var þó talið ráðlegt að senda, og fór TF-GNA eftir þeim. Voru farþegarnir teknir til rannsóknar á Borgar- spitalanum. Meiðsli þeirra reyndust þó ekki alvarleg, og fengu fjórir farþeganna að fara aftur, en einn liggur á Borgar- spitalanum. —EA Akureyri: Vel heppnuð hátíð ánýju útivistar- svœði í Kjarnaskógi Þjóðhátiðin á Akureyri var i alla staði vel heppnuð. Fór hún fram meö hcfðbundnu sniði. Hún var lialdin i Kjarna, sem er úti- vistarsvæði, scm opnað var al- menningi núna um helgina, en það svæði hefur verið I umsjá skógræktarfélags Akureyringa. Þetta cr mjög fallegur staöur rétt hjá flugvcllinum og var þetta i fyrsta sinn sem margir litu þennan staö augum, þótt hann sé rétt við bæjardyrnar. Þjóðhátiðin hófst á föstudaginn með opnun iistsýninga. A laugar- daginn var kvöldvaka I Kjarna - skógi meö fjölbreyttum skemmti- atriðum og dansað var i tþrótta- skemmunni. Mikill mannfjöldi tók þátt í hátiðarhöldunum, þar á mcðal 100-200 Vestur-lslendingar. Ekki sást vln á nokkrum manni. Veörið var nokkuö gott, en heldur Skátamótinu lokið: HÚN HOLLY FRÁ HAWAII Skátalandsmótinu var slitið um fjögurleytið i gærdag og var það I alla staði vel heppnað. Eitt kvöldið sýndu t.d. skátastúlk- urnar frá Bandarikjunum Hawai-dansa við mikinn fögnuð áhorfenda. Eitt af merkustu dagskráratriðum mótsius var ef til vill það að koma á nýjum gjaldmiöli, scm notaður var i hir> ýmsu skemmtitæki. Hver gestur fékk 4 kýrverð. Kostaði það eitt kýrverð aö fara til spá- konu, annað kýrverð aö kasta bolta þrisvar I mynd af mót- stjóranum. Ef menn vildu svo vinna sér inn fleiri kýrverð tóku þeir að sér að auglýsa skemmtiatriöi i 1/2 minútu. ◄ Hún heitir Holly Johnson og er frá einu fylki Bandarikjanna, hinum hlýju eyjum Hawai i miðju Kyrrahafinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.