Vísir - 22.07.1974, Blaðsíða 10

Vísir - 22.07.1974, Blaðsíða 10
10 Vlsir. Mánudagur 22. júll 1974. Vlsir. Mánudagur 22. júli 1974. Hvaö er þetta Þjálfi. HVOLPAfc* Akureyringar gegn landsliði — í minningarleik um Jakob Jakobsson í kvöld ó Akureyri Hinn áiicgi minningaiieikur um Jakoli Jakobsson verður i kvöld á Akureyri — 1. deildarlið þeirra Akur- eyringa fær þá islenzka landsliðið I knattspyrnunni i heimsókn, og hefur allau hug á að standa sig gegn lands- liðsköppunum. Leikurinn hefst kl. átta og eins og áður má búast við miklu fjölmenni á minningarleikinn. Jakob Jakobsson var stórsnjall' leikmaður i Akureyrar- liðinu og islenzka landsliðinu. Hann fórst á mjög sviplegan hátt I um- fcrðarslysi i Vestur-Þýzkalandi, þar sem hann var við háskólanám, á hátindi getu sinnar. Var mikill sjónar- sviptir að þessum glæsilega manni ekki aðeins fyrir lið Akureyrar heldur alla islcnzka knattspyrnu. Jacklin heldur betur í stuði Knski golfsnillingurinn Tony Jacklin var heldur hetur i stuði á opna meist- aramótinu skandinaviska, sem lauk i Malmö i Sviþjóð i gær. Hann sigraði með II högga mun og voru þó margir heimsfrægir keppendur á mótinu. Tony Jacklin, sem er þritugur, hlaut niu þúsund dollara i verðlaun á þessu öðru mesta verðlaunamóti i golfinu, sem háð er i Kvrópu. Þetta cr fyrsti stórsigur lians á golfmótum i 18 mán- uði, cn hann hefur bæði orðið brezkur og bandariskur meistari. Keppnin liófst á fimmtudag og Jacklin náði fljótt forustunni. Kftir keppnina á laugardag, þrjár umferðir og 54 holur, hafði hann náð fimm lúigga foruslu, og jók hana i ellefu liögg i gær. Arangur hans var 279 högg — eða niu liögg undir pari vallarins. Kftir fyrsta daginn hafði Jacklin for- ustu — var einu höggi á undan meist- aranum frá i fyrra Bob Charles, Nýja- Sjálandi. Á öðruni degi stóðst ekkert fyrir hjá Jacklin — hann lék völlinn á (>5 höggum, sjö undir pari, sem er nýtt vallarmet á liinum erfiða velli. Auk þcss var hvasst. Annar i keppninni samanlagt var Jose Canizares, Spáni, með 290 högg, cn Sam Torrance, Skot- landi varð :tji með 291 högg. i 4.-5. sæti komu Dale Hayes, Suður-Afriku, og Nick Jao, Bretlandi, meö 292 högg og Charles koin svo loks i sjötta sæti með 293 högg. • Heimsmethafinn iiílOO! Kúbanski spretthlauparinn Silvio Leonard, sem náð hefur svo frábærum árangri og óvæntum I sumar, gerði sér litið fyrir i Siena á ttallu i gær og sigr- aði „fljótasta” hlaupara heims, hinn tvituga Bandarlkjamann Steve Willi- ams. Báðir hlupu 100 metrana á 10.0 sek. en Leonard varö sjónarmun á undan. Þetta er aðeins sekúndubroti frá heimsmetinu — og Steve Williams er einn af þeim, sem hlaupið hefur á 9.9 sek. Hann sagðist sjálfur búast við aö hlaupa á 9.8 sek á mótum á ttaliu. 1 þriðja sæti I hlaupinu varð Reg Jones, USA, á 10.1 sek. og Matamoras Triana, Kúbu, fjórði á 10.3 sek. Aö ööru leyti voru bandarlsku kepp- endurnir sigursælir á mótinu. Charles Foster sigraöi I HOm grindahlaupi á 13.3 sek. Dwight Stones stökk 2.26 metra I hástökki, A1 Feuerback varp- aði kúlu 20.46 m og John Powell kast- aöi kringlu 64.20 metra. Alberto Juan- toreno frá Kúbu sigraöi I 400 m hlaupi á 44.9 sek, sem er Mið-Ameríku met. • Annar yfir 70 metra! Risto Miettinen varð i gær annar Noröurlandabúa til að kasta sleggju yfir sjötiu metra. Það var á móti I Kuopio og Finninn kastaði sleggjunni lengst 70.20 metra i sinu siöasta kasti I keppninni. Noröurlandametiö er 71.74 metrar — sett af öðrum Finna, Ilkka Kangas fyrir rúmlega viku. tapaði Umsjón: Hallur Símonarson Norsk setti brezkt met! Norska stúlkan Grete Andersen frá Vidar sigraði i 1500 metra hlaupi á brezka meistaramótinu á Crystal Pal- ace I Lundúnum á laugardag — hljóp vegalengdina á hinum stórgóða tlma 4:10.0 mln. sem er nýtt meistaramóts- met. Gréta hljóp af miklu öryggi. Hún tók forustuna, þegar einn og hálfur hring- ur var eftir — 600 metrar — og átti ekki i nokkrum erfiðleikum með að sigra samveldismeistarann, Thelmu Wright frá Kanada. Timi hennar var 4:10.7 min. Arangur Grete Andersen er þremur sekúndubrotum lakari en norska metiö á vegalengdinni. Það á Weche Sörum sett á Olympluleikunum i Munchen 1972. • Synti yfir í sjöunda sinn Mervyn Sharp, 25 ára Knglcndingur, synti yfir Krmarsund i sjöunda sinn á föstudag — frá Ilover á Knglandi til Frakklands. Þctta ver metsund hjá Sharp — hann er fyrsti maður til að synda yfir sundið sjö sinnum. Aður hafði hann synt sex sinnum ásamt Tom Hetzel, Bandarikjunum, og Brok- en Das, Bangladesh. Timi hans á föstudaginn yfir hið 22ja milna breiöa Kmarsund var mjög góð- ur 13 klukkustundir og 42 minútur — en hetri tlmi hefur þó náðst á vegalengd- inni. Enn sigraði só belgíski Belgiska „súperstjarnan” Eddy Merckx sigraði i fimmta sinn I Tour de France i gær og jafnaði þar með vinn- ingamet Frakkans fræga, Jacques Anquetil, i hinni þrælerfiðu, þriggja vikna keppni. Belginn tók forustu eftir sjö daga og hélt henni siöan. 1 gær sigraði hann á siðustu vegalengdinni — inn I Paris að endamörkum hinnar 4900 km keppni. Merckx sigraði áður á árunum 1969 til 1972, eða fjögur ár I röð, en keppti ekki i fyrra. Timi hans samanlagt var 116.16.58.1 öðru sæti kom hinn 38 ára Raymond Poulidor, Frakklandi, og er það i þriðja sinn, sem hann er I öðru sæti. Hann var 8.04 min. á eftir Belganum, en þremur sekúndubrotum á undan þriðja manni, Vicente Lopez-Carrill, Spáni, og vann upp 2-3 min. mun á sið- ustu keppnisdögunum. JMHfiHPCI 7* | W; lím • ' ~ * ' - »> ‘ .-•> s. Eddy Merckx nálgast marklinuna I Tour de France. Myndin var tekin á föstudag. ■ ' Iðnir við oð bœfa met- in á Laugaraalsvellinum! — Ágœtur árangur í mörgum greinum á meistaramótinu í frjálsíþróttum í gœr Frjálslþróttafólk okkar er I mikilli framför — það kom vel i ijós á mcistaramótinu á Laugar- dalsvelli I gær. Ný tslandsmet voru sett I spjótkasti karla og 200 m hlaupi kvenna, auk þess sem Ingunn Einarsdóttir, sem setti metið I 200 m hlaupinu, hljóp langt innan við islandsmetiö I 100 m grindahlaupi, en vindur var þá of mikill. Bjarni Stefánsson, KR, jafnaði vallarmet Finnans fræga Ossi Kartunen, i 200 metra hlaup- inu — hljóp á ágætum tima 21.6 sek., og Stefán Hallgrimsson, KR, stórbætti vallarmetið i 400 m grindahlaupi. Hefði bætt íslands- met sitt, 52.7 sek., ef hann hefði ekki orðið fyrir óhappi á siðustu grind. Og I lok mótsins kom smá rúslna — tveir fyrstu stukku yfir tvo metra, og það er i fyrsta skipti, sem tveir Islendingar stökkva tvo metra á sama móti i hástökkinu. Gott mót — og mest gleðin, þegar Óskar Jakobsson bætti 25 ára gamalt met Jóels Sig- urðssonar i spjótkastinu, kastaði 67.76 metra. Spjótkastið verður aukagrein I kvöld, þegar mótinu verður fram haldið. Fyrsta „stórgreinin” var 200 m hlaupið, þar sem Bjarni hljóp á 21.6 sek. — bezti tlmi hans hér . heima. „Ég trúi þessu varla, mér fannst ég vera þungur i hlaupinu. Hef verið á aukavöktum að und- anförnu”, sagði Bjarni eftir hlaupið. En þessi timi var stað- reynd og jöfnun á vallarmeti Kar- tunens — og meistaramótsmet- inu, sem þeir Haukur Clausen, Hörður Haraldsson og Hilmar Þorbjörnsson hafa hlaupið á. Vilmundur Vilhjálmsson, KR, varð annar á sinum bezta tima 22.1 sek. og er stöðugt i framför — en þrátt fyrir þessi ágætu afrek, var þó árangur hins 16 ára Sig- urðar Sigurðssonar athyglisverð- astur. Hann setti nýtt sveinamet — og ekki nóg með það, jafnaði drengjamet Ólafs læknis Guð- mundssonar, KR, 22.4 sek. Já, Sigurður er stórkostlegt efni — hann hefur bætt tima sinn i 200 m hlaupinu frá i fyrra um 1.5 sek- úndur. Gaman verður að sjá I kvöld hvað hann gerir i 100 m hlaupinu gegn KR-ingunum. Bœði lið léku til vinnings á Skaga! — en Akurnesingar höfðu betur á síðustu stundu Hann er stór og sterklega vaxinn, hann óskar Jakobsson, nýi íslandsmethafinn í spjótkastinu. Ljósmyndari Vísis, Bragi Guömundsson, tók myndina aö ofan, þegar óskar hafði nýsleppt spjótinu i metkastinu. Á myndinni er Snorri Jóelsson einnig — annar bráöefnilegur spjótkast- ari. Skagamenn losuðu sig við hættulegan andstæðing úr vegi sínum að sigri I 1. deildinni I ár á laugardaginn. Þá fengu þeir Vestmannaeyinga I heimsókn og sendu þá heim aftur með 2:1 tap á bakinu og héldu eftir báðum stig- unum. Fyrri hálfleikurinn var hressi- lega leikinn af báðum aðilum og upphlaupin gengu á vixl. Skaga- mönnum tókst ekki að nýta sin en Vestmannaeyingum tókst aftur á móti að nýta eitt. Orn Oskarsson stakk sér þá inn fyrir vörn Skagamanna — sum- um fannst hann vera rangstæöur —og prjónaði hann upp að marki með boltann á tánum. Þar sendi hann hann i netið til heldur litillar skemmtunar fyrir heimamenn. Snemma i siðari hálfleik jöfn- uðu Akurnesingar. Markið kom eftir aukaspyrnu, þar sem Matthias Hallgrímsson skallaöi boltann til Teits Þórðarsonar, sem nú lék aftur með liðinu, hann skallaði hann enn lengra áfram og alla leið inn i netið. Sigurmarkið kom þegar liðlega 15min. voru eftir af leiknum. Það kom eftir hornspyrnu og gekk boltinn á milli manna þar til Arsæll Sveinsson markvörður IBV hafði tak á honum. Ekki var þaö gott tak, þvi hann missti hann frá sér... ekki i fyrsta sinn i leikn- um.. og til Jóns Alfreðssonar, sem ekki var lengi að senda hann til baka og i markið. Þessi leikur var anzi skemmti- legur og bauð upp á margt gott — auk þess sem hann var spenn- andi. Bæði liðin léku til sigurs og voru ekki með neitt varnarþóf og hafði það sitt aö segja til að gera hann skemmtilegan. Vörn Eyjaskeggja var heldur ekki neitt sérlega sannfærandi i leiknum — nema ólafur Sigur- vinsson. En miðjan og framlinan var mun betri. Þar var Tómas Pálsson áberandi friskastur, sérstaklega eftir að örn óskars- son varð að fara útaf. Hjá Skagamönnum, sem eru með einn jafnasta mannskapinn i deildinni, var Jón Alfreðsson beztur. gb—klp— Stefán Hallgrimsson hljóp 400 m grindahlaupiö mjög vel og stefndi i nýtt íslandsmet þangað til á siöustu grind, að hann rakst i grindina, og rythminn fór úr skorðum. En timi Stefáns 53.0 sek. er nýtt vallarmet. Annar varð Hafsteinn Jóhannesson, UMSK, á sinum bezta tima 57.5 sek. og Halldór Guðbjörnsson, KR, og Trausti Sveinbjörnsson, UMSK, hlupu á 57.6 sek. Halldór sjónarmun á undan. Kúluvarpið var gott þó ekki kæmi þar met. Hreinn Halldórs- son varð Islandsmeistari með 17.74 m. Erlendur Valdimarsson, ÍR, varpaði 16.27 m. Óskar Jak- obsson, IR, 15.45 m og Guðni Halldórsson, HSÞ, 15.31. m. Fjór- ir menn yfir 15.30 metra! I 5000 m hlgupinu voru kepp- endur 13. Sigfús Jónsson, IR, var i sérflokki — hljóp á 15:00.8 min. Framhald á bls. 13 Jóhann Jóhannesson, formaður Frjálsfþróttadeildar Ármanns, afhenti verölaun á meistarmót- inu og hér hefur hann afhent Sigfúsi Jónssyni sln fyrir sigur- inn I 5000 metra hlaupinu. Jó- hann hefur keppt eða starfað við meistaramótiö I 46 ár — eða siö- an 1928 — og aldrei fallið úr mót hjá honum. Hann keppti á mót- inu 1928 og varð þá islands- meistari I 800 m, 1500 og 5000 metra hiaupunum. Ljósmynd Bragi. Loksins féll met Jóels! Nei, ég býst ekki við að kasta spjótinu miklu lengra en þetta. Þetta er algjör aukagrein hjá mér — ég æfi ekkert spjótkast vegna meiösla, sem ég varð fyrir i oln- boga fyrir nokkrum árum, þegar ég var að kasta steini. Það slitn- aði taug I olnboganum og þegar ég hef kastaö spjóti 3-4 sinnum er kominn verkur I olnbogann, sagði Óskar Jakobsson hinn 19 ára ÍR- ingur, sem vann það afrek I gær á meistaramótinu I frjálsum iþrótt- um að bæta elzta islandsmetið — hið 25 ára gamla met Jóels Sigurðssonar, ÍR, I spjótkasti 66.99 m frá 1949. Óskar kastaöi spjótinu 67.76 m i öðru kasti sinu — og I þvi þriðja var hann einnig yfir metinu, kastaöi 67.02 m. Fyrsta kasthans var 65.43 m nýtt drengjamet, en svo kom isiands- metið. Þrjú slðustu köst hans voru mun styttri. Ég legg aðaláherzluna á kringlukast og kúluvarp i framtiðinni, þó auðvitað bregði maður þvi við að kasta spjótinu, .sagði ungi methafinn, Óskar Jakobsson, ennfremur. Hann hefur vakið mikla athygli fyrir árangur sinn i ár. Eftir æfingar I Sviþjóö hélt hann til Skotlands og varð skozkur meist- . - B V O M M 1 1 V (Þi Þú varst lukkutröll okkar, Leiöinlegt, Þjálfi, en ég verð að N tilkynna um hundinn og vellinum ._____verður ^ lokað! 3~ ari i kringlukasti. — Hefur siðan stórbætt þann árangur hér heima i keppni, kastaö kringlunni yfir 50 metra, og i gær á meistaramótinu varpaði Óskar kúlunni 15.45 metra. Frábær afrek 19 ára pilts — og við Islandsmeti I spjótkast- inu voru allir farnir aö búast 1 já honum. — Jú, ég er mjög ánægður, að tslandsmetið var loksins slegið — timi kominn til þess, sagði Jóel Sigurðsson, sem setti met sitt I keppni við finnska Ólympiu- meistarann Vesterinen á Mela- velli sumarið 1949 — góður árang- ur þá 66.99 m , en Jóel, sem varð tslandsmeistari i spjótkasti 11 ár i röð, kastaði spjótinu mjög oft yfir 60 metra á löngum keppnisferli sinum. Nokkrum sinnum yfir 65 metra. — Hins vegar var ég aö vona i fyrravor, að það yrði sonur minn, Snorri, sem mundi ná metinu, sagði Jóel Sigurðsson ennfremur. Hann virtist hafa alla möguleika til þess þá — aðeins sautján ára. En Snorri meiddist á hné i fyrra- sumar og var frá keppni. Þegar svo var komið fór ég að vona að Óskari Jakobssvni tækist að ná metinu. — Nei, sjáiði strákinn, sagði Jóel um leið — Snorri sonur hans var að kasta og fór vel yfir 60 metrana — nánar tiltekið 62.50 metra, sem er hans langbezti árangur. Það var kraftur og hraði i atrennunni — greinilegt, að þarna var mikiö efni i spjót- kastinu á ferð. Gott hjá dreng, sem varð 18 ára i mai sl. Til hamingju — Jóel Sigurðsson, til hægri, sem átti Islandsmetið i spjótkasti i 25 ár, varð fyrstur til að óska óskari Jakobssyni til hamingju með nýja tslandsmetið. Ljósmynd Bragi. —Já, þetta er að koma hjá honum aftur, sagöi Jóel, læknarn- ir hafa lagaö hnéð, þeir skáru i þaö. Hann veröur ágætur, strák- urinn, og það leyndi sér ekki aö gamli Isl.methafinn fylgdist vel með syni sinum — greinilega ákveðinn að gera hann að góðum afreksmanni. Þriðji maður I gær, Elias Sveinsson, IR, kastaði einnig yfir 60 metra, 61.55 m — en þó spjótin hafi nokkrum sinnum flogið yfir 60 metrana I gær á Laugardals- vellinum, var þaö þó meira afrek sem Jóel Sigurðsson vann á sin- um tima. Þá voru svifspjótin ekki komin á markaðinn— og með slikum áhöldum heföi Jóel áreið- anlega komizt vel yfir 70 metr- ana. En hvað um það — elzta Is- landsmetið tilheyrir nú sögunni — og kannski kemur nú virkilegur skriður á spjótkastið hér á landi fyrst þessi „múr” er úr sögunni Já, ekki óliklegt að tslandsmetið veröi komið yfir 70 metra áður en keppnistimabiliö er allt. Eftir keppnina afhenti Jóel Sigurðsson nýja methafanum verðlaun sin og var báðum fagnaö innilega. — hsim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.