Vísir - 22.07.1974, Blaðsíða 9
Vísir. Mánudagur 22. júli 1974.
9
Þeir keflvísku
halda enn í hand-
fang bikarsins!
Keflvikingar unnu sanngjarnan
sigur á Akureyri á laugardaginn,
en þá mættu þeir heimamönnum i
1. deildarkeppninni. Sigurinn var
aö visu ekki stór — aöeins 2:0 —
og var það vel sloppið hjá báöum
aðilum.
Keflvikingar heföu átt að
geta skoraö fleiri mörk og Akur-
eyringar heföu átt aö fá aö kom-
ast á blað meö a.m.k. eitt mark
og jafnvel fleiri.
Akureyringum þótti Keflvik-
ingarnir ekki sérlega sannfær-
andi i þessum leik. Þeir töldu sig
oft hafa séð þá betri og beittari en
nú og einnig höfðu sumir þeirra á
orði aö Skagaliðið hefði verið mun
skemmtilegra og betur spilandi i
leiknum um helgina á undan en
núverandi handhafar meistara-
titilsins.
Leikurinn á milli Akureyringa
og Keflvikinga bauð ekki upp á
neitt sérstakt á knattspyrnusvið-
inu — nema þá helzt þennan
sterka varnarleik, sem nú tröll-
riður Islenzkri knattspyrnu. Öft-
ustu varnir beggja liðanna voru
mest áberandi á vellinum — enda
1. deild
Staöan í 1. deild eftir leikina um
helgina:
Akranes — IBV 2:1
Akureyri- -Keflavik 0:2
Akranes 10 6 4 0 16:6 16
Keflavik 10 6 2 2 17:7 14
KR 10 3 4 3 12:14 10
ÍBV 10 2 5 3 12:12 9
Fram 10 2 4 4 11:13 8
Valur 10 1 6 2 12:14 8
Akureyri 10 3 2 5 11:22 8
Víkingur 10 2 3 5 9:12 7
Markhæstu menn
Steinar Jóhannss., Keflav. 6
Mattliias Hallgr. Akran. 5
Kristinn Jörundss., Fram 4
Jóhann Torfason, KR 4
Teitur Þórðarson, Akran. 4
Ólafur Júliusson, Keflav. 4
örn Óskarsson, IBV 4
Næstu leikir i deildinni:
Fimmtudaginn 25. júli Valur —
KR, laugardaginn 27. júlí Kefla-
vfk — Akranes, ÍBV — Fram og
Vikingur — Akureyri.
10 gerðir
Allar stœrðir
Verð frá
kr. 1920,00
ofta^t i boltanum og höfðu mest
að gera.
Báðar varnarlinurnar héldu
velli allan fyrri hálfleikinn og
langt fram i þann siðari, en þá
brást varnarlina Akureyringa
fyrst.
Hinn skemmtilegi leikmaður
IBK Kári Gunnlaugsson, sem
kom inn á i siðari hálfleik, brauzt
upp vinstri vænginn og gaf gull-
fallega sendingu fyrir markið —
beint á Steinar Jóhannsson, sem
ekkert hafði annað að gera en að
rétta úr fætinum og þar með lá
boltinn i netinu.
í annað skiptið, er varnarlina
Akureyringa brást var það Guðni
Kjartansson, sem sá um að
splundra henni. Hann kom ásamt
sinu friða föruneyti upp að marki
Akureyringa til að taka á móti
aukaspyrnu, sem dæmd hafði
verið á heimamenn.
Hann hoppaði á milli manna og
komst loks utarlega i þvöguna
þar sem hann stóð vel að vigi eftir
að boltinn hafði skoppað til hans
og hann kom honum þangað, sem
hann átti að fara — i bláhornið I
markið.
Guðni var aftur á móti fjarri
góðu gamni skömmu siðar, er
Sigbjörn komst framhjá honum
og öðrum varnarmönnum ÍBK og
stóð með boltann fyrir opnu
marki. — Þá sáu áhorfendurnir
markið fyrir sér og sumir voru
farnir að búa sig undir að fagna —
en honum tókst á einhvern óskilj-
anlegan hátt að koma boltanum
yfir þverslána, og fagnaðarhróp-
in, sem voru á leiðinni urðu þvl
aðeins að stunu.
Guðni Kjartansson bar af öðr-
um leikmönnum ÍBK i þessum
leik og er öruggt að koma hans
aftur I.liðið er ástæðan fyrir þvi
að Keflvikingar geta enn haldið I
handfangið á bikarnum. Þá átti
Astráður Gunnarsson mjög góðan
leik svo og Grétar Magnússon,
sem „þrælar” meir en allir aðrir.
1 framlinunni var fátt um fína
drætti — þar til Kári litli kom inn
á.
Gunnar Austfjörð var beztur
Akureyringa eins og oft áður og
Aðalsteinn Sigurgeirsson átti
einnig mjög góðan leik. Þá kom
skiðakappinn Haukur Jóhannsson
einnig mjög á óvart i bakvarðar
stöðunni, en þetta var hans fyrsti
leikur með liðinu i ár.
Á.í. (- klp —)
2. deild
Staðan I 2. deild eftir leikina um
helgina:
Völsungur — FH 1:3
Haukar — tsafj 4:2
FH 10 7 3 0 24:4 17
Þróttur 9 5 4 0 18:8 14
Breiðab. 9 5 2 2 24:8 12
Haukar 10 5 3 2 18:12 13
Völsung. 10 3 1 6 16:22 7
Selfoss 9 3 0 6 9:20 6
Ármann 9 2 0 7 9:23 4
tsafj. 10 1 1 8 7:28 3
Markhæstu menn:
Loftur Eyjólfss., Haukum 10
Guðmundur Þórðars., Brbl. 7
JúIIus Bessason, Völsung 6
Helgi Ragnarsson, FH 6
Jóhann Hreiðarss., Þrótti 6
ólafur Danivalsson, FH 6
Næstu leikir i deildinni:
t kvöld... mánudag.. leika I
Kópavogi Breiðablik — Þróttur
og á morgun... þriðjudag... leika
Ármann — Selfoss. Föstudags-
kvöldiö leika Þróttur — Armann,
FH — Haukar.
INNLENT LÁN
RÍKISSJÓÐS ÍSLANDS
1974. 1.FL
VERÐTRYGGÐ
SPARISKÍRTEINI
Samkvæmt heimild í LXIII. lið
6. gr. fjárlaga fyrir árið 1974,
sbr. lög nr. 7 frá 13. mars
1974, hefur fjármálaráðherra,
fyrir hönd ríkissjóðs, ákveðið
að bjóða út verðtryggð spari-
skírteini, samtals að fjárhæð
200 milljónir króna til viðbótar
þeim 200 milljónum króna,
sem gefnar voru út og seldar
í síðasta mánuði.
Lánskjör skírteina eru ó-
breytt frá síðustu útgáfu, þau
eru lengst til 14 ára frá15.sept-
ember1974, en eigandaísjálfs-
vald sett, hvenær hann fær
skírteini innleyst eftir 15. sept-
ember 1979. Vextir eru 3% á ári
fyrstu fimm árin, en meðaltals-
vextir allan lánstímann eru 5%
á ári, auk þess eru þau verð-
tryggð miðað við breytingar á
vísitölu byggingarkostnaðar.
Skírteinin eru skattfrjáls og
framtalsfrjáls á sama hátt og
verið hefur, en þau skulu skráð
á nafn.
Skírteinin eru gefin út í þrem
stærðum, 5.000, 10.000 og
50.000 krónum.
Sala skírteina hefst þriðju-
daginn 23. júlí, og verða
þau til sölu hjá bönkum,
bankaútibúum og innláns-
stofnunum um allt land, svo
og nokkrum verðbréfasölum
í Reykjavík. Liggja útboðs-
skilmálar frammi hjá þess-
um aðilum.
Júlí 1974
SEÐLABANKI ÍSLANDS
B(iB DVLAN & The BAN.D / BEFÖRE THE FLOOD
Keatles/allar. C’arlos Santana & John McLaughlin. Santana/No one to depend on.
Santana/Abraxas. Santana/C'aravansera. ('arlos Santána & Buddy Miles. I)eep
Purple/allar. Uriah lleep/allar. Z.Z. top/Tres llombres. Crowbar/Crowbar. Ike &
Tina Turner/The gospel. Ike & Tina Turner/Hiver deep mountain hig. Isaac Ilay-
es/Tough guvs. Curtis Mayfield/Sweet exorcist. Jerrv Lee Lewis/T-40 Countrys.
Lynyrd Skynyrd/Second helping. Maria Muldaur/Midnight at the oasis. (iene-
sis/Live. Genesis/Mursery crime. Queen/U. Ilerbie Hancock/IIead Hunters. Lou
Heed/Berlin. Lou Heed/With Welvet underground0 1969 Gladys Knight &
Pips/Knight time. Steve Wonder/Innervisions. Mike Oldfield/Tubular Bells. Billy
('obham/Speetrum. Billy Cobham/Crosswinds. Bill Haley/Golden Hits. Kdgar
Winter/Shock Treatment. Na/areth/Hampant. Anita Kerr Singers/Sentimental
jorney. Charlie Hich/Boss Man. The Sting/Soundtrack. Scott Joplin/Josuha Hifkin
piano. Thats Entertrainment/Soundtrack. Neil Diamond/Greatest hits. Mott The
IIoople/Hock and roll queen. Golden Earring/Moontan. White W'itch/White Witch.
Arlo (iuthrie.
i ( v <S£>
pKtar