Vísir - 22.07.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 22.07.1974, Blaðsíða 6
Vfair. Mánad»gur 22. Jtu 1974. & vísrn Útgefandi: 'Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: /ón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Fréjtastj. erl. frétta: Björn Bjarnason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Símar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 R4istlðrn:'‘ Siöumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 35 kr. eintakiö. Blaöaprent hf._ Þegar vopnin taka við af sáttfýsinni Atburðirnir á Kýpur minna á, hversu stutt er milli striðs og friðar — jafnvel meðal banda- manna. Byltingin gegn Makariosi, lögmætum forseta Kýpur, hefur orðið að alvarlegu milli- rikja-máli, þar sem vopnin hafa tekið við af sátt- fýsinni. A meginlandi Evrópu, skammt frá landamærum austurs og vesturs, standa herir tveggja aðildarrikja Atlantshafsbandalagsins andspænis hvor öðrum gráir fyrir járnum. Þótt vopnahlé hafi verið gert, hefur ekki enn fundizt sú lausn, sem tryggir, að ekki komi til átaka, sem fleiri riki gætu dregizt inn i. Nýlega staðfestu aðildarriki Atlantshafsbanda- lagsins vilja sinn til að leysa deilur á friðsamleg- an hátt með samráði. Undanfarið hefur friðar- gerð fremur sett svip sinn á alþjóðamál en hern- aðarátök. Blóðbaðið á Kýpur minnir okkur hins vegar á þá dapurlegu staðreynd, að góður vilji má sin litils, ef riki telja brýnustu hagsmunum sinum misboðið. Tyrkir saka herforingjana i Aþenu um að standa að byltingunni á Kýpur. Þegar þeir vildu ekki verða við kröfum tyrknesku stjórnarinnar, tóku vopnin til máls. Engir megnuðu að halda aftur af Tyrkjum, þegar þeir fóru af stað. Fastaráð Atlantshafs- bandalagsins beygði stjórnina i Aþenu undir vilja sinn. Tyrkjum þótti samt ekki nóg að gert. Sendi- boði Bandarikjastjórnar flutti sáttarorð milli Aþenu og Ankara. Hann gat ekki fengið Grikki til að samþykkja kröfur Tyrkja. Þegar innrásin var gerð, hafði Makarios nýlega lokið við að ávarpa öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og hvatt þá frið- arstofnun sér til aðstoðar við að velta byltingar- mönnunum. Eftir innrásina ályktaði öryggisráð- ið um vopnahlé. Sú ályktun var þó að engu höfð. Það var ekki fyrr en Tyrkir töldu sig hafa náð markmiðum sinum, sem þeir samþykktu vopna- hlé. Enn er ekki unnt að fullyrða neitt um það, til hvers innrásin kann að leiða. Þótt Tyrkir krefjist þess, að Makarios komist aftur til valda, er erfitt að sjá, hvernig blóðbaðið getur flýtt fyrir þvi. Raunar hefur það jafnan verið yfirlýst stefna Tyrkja, að Kýpur verði skipt i sjálfstjórnarsvæði þjóðarbrotanna. Makarios forseti getur ekki sætt sig við þá stefnu, sem i framkvæmd mundi skipta eyjunni milli stjórnanna i Aþenu og Ank- ara. Bretar sætta sig ekki heldur við þá lausn á málum þessarar gömlu nýlendu sinnar. En á- samt Grikkjum og Tyrkjum eru þeir skyldir sam- kvæmt samningi til að tryggja sjálfstæði og hlut- leysi eyjunnar. Hvorki Bandarikjamenn né Sovétmenn geta þolað það til lengdar, að óvissa riki um yfirráðin yfir Kýpur. Hernaðarlegt mikilvægi eyjunnar hefur aukizt samhliða kapphlaupinu um flotaað- stöðu á Miðjarðarhafi og vegna deilunnar milli ísraelsmanna og Araba. Nú er verið að opna Sú- ez-skurð til siglinga að nýju eftir sjö ára lokun, ekki verður það til að minnka hernaðarlegt mikil- vægi Kýpur. Grikkland og Tyrkland eru þar að auki mikilvægir útverðir i varnarkerfi Atlants- hafsbandalagsins við landamæri Sovétrikjanna. Innrásin á Kýpur hefur breytt valdaráni i hern- aðarátök á einu viðkvæmasta svæði heims, þar sem hagsmunir austurs og vesturs skerast. Allir hljóta að vona, að vopnin viki fyrir sáttfýsinni og skynsemin taki við af byssukjöftunum. — BB. Þrjú NATO-ríki ábyrgjast sjálfstœði og hlutleysi Kýpur „Allur heimurinn veit, að samsærið á Kýpur er afrek griskra liðsfor- ingja, sem griska stjórnin sendi þangað og hlýða skipunum frá Aþenu. Griska stjórnin kemst ekki hjá ábyrgð vegna gerða sinna. Allar aðstæður benda Samanburður á herstyrk Grikkja og Tyrkja Grikkir Tyrkir Fjöldi hermanna: 160.000 menn 455.000 menn Landher: 120.000 menn 365.000 menn Floti: 18.000 menn 40.000 menn 7 kafbátar 15 kafbátar 9 tundurspillar 14 tundurspiilar Flugher: 225 orrustuvélar 288 orrustuvélar (Heimiid: The Military Balance 1973-4) til þess að það álit hefur skapazt i heiminum, að vissir NATO-hópar hafi stjórnað valdaráninu á Kýpur, hópar, sem sættu sig ekki við sjálfstæða tilveru Kýpurlýðveldis- ins, sem aðhylltist sjálf- stæða utanrikisstefnu, hlutleysisstefnu. Undir þvi yfirskini, að utanaðkomandi afskipti mætti skoða sem ihlutun i innanrikismál Kýpur, komu þessi NATO-riki i veg fyrir, að öryggisráð- ið samþykkti ráðstafanir til að koma i veg fyrir af- skiptin og styddi löglega rikisstjórn landsins.... Sovétrikin, sem eru trú hinum leninisku lögmál- um utanrikisstefnu sinn- ar, hafa alltaf verið og munu halda áfram að verða á bandi þjóðar Kýpur i baráttu þeirra fyrir réttinum til að ákvarða örlög sin sjálf...” Þetta eru kaflar úr yfirlýsingu Sovétstjórnarinnar vegna byltingarinnar á Kýpur, sem NOVOSTI APN á Islandi sendi Is- lenzkum fjölmiðlum sl. föstudag. Af henni er ljóst, að sovézk yfirvöld ætla óhikað að nota byltinguna og valdaránið á Kýpur til nýrrar áróðursherferðar gegn Atlants- hafsbandalaginu. Ekki er látið nægja að saka herforingjastjórnina I Grikkl. um að hafa stjórnað byltingunni heldur er „vissum NATO-hópum” og „þessum NATO- rlkjum” blandað I málið án frekari rökstuðnings. Yfirlýsingin var gef- in, áður en Makarios flutti mál sitt fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna, en samt telur sovézka stjórnin að „þessi NATO-riki” hafi komið I veg fyrir „að öryggisráðið samþykkti ráðstafanir....” í framhaldi afþessum stóryrtu fullyrðingum Sovétstjórnarinnar er fróðlegt að kanna, hvernig stöðu Kýpur er háttað samkvæmt alþjóð- legu samkomulagi, sem gildir um sjálfstæði eyjunnar. 1960 var gerður svonefndur Ziirich-samningur um stöðu Kýpur. Samkvæmt honum ábyrgjast þrjú NATO-riki: Bretland, Tyrkland og Grikkland, sjálfstæði eyjunnar og hlutleysi. Ljóst er, að valdaránið á eyjunni er brot á samningnum. Þar er mælt fyrir um það, að forseti eyjunnar skuli vera Grikki en varaforsetinn Tyrki. Skal sá fyrr- mmmm Umsjón B.B. nefndi kjörinn af grlska þjóðar- brotinu á eyjunni og sá siðarnefndi af þvl tyrkneska. Nikos Sampson, forseti byltingarmanna, hefur aldrei verið kjörinn til embættis slns og er ekki löglega að þvl kom- inn. Makarlos, sem er réttkjörinn for- seti Kýpur, heldur þvl fram, að herforingjastjórnin I Grikklandi hafi brotið Zíirich-samninginn og staðið fyrir byltingunni á eyjunni. Á þeirri forsendu krefst hann þess, að jafnvel verði gerð innrás á eyj- una til að koma byltingarmönnun- um frá völdum. Verði ákærur Makariosar á hendur stjórninni I Aþenu viðurkenndar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, hlýtur næsta skrefið að verða mat á þvl, hvort rétt sé að beita erlendu valdi til að koma Sampson og félögum hans frá völdum. í samningnum skuldbínda Kýpurbúar sig til að varðveita hlutleysi sitt og sjálfstæði og ekki ganga I neins konar bandalag við önnur riki. Allar þær aðgerðir eru bannaðar, er miða að þvl að sam- eina eyjuna alla eða hluta hennar öðru riki, beint eða óbeint. Komi til brota á samningnum, er það skylda Breta, Grikkja og Tyrkja að reyna að koma sér saman um aðgerðir til að tryggja framkvæmd hans. Séu sameiginlegar aðgerðir ófram- kvæmanlegar, áskilur hvert rikj- anna sér rétt til þeirra ráðstafana, sem það telur nauðsynlegar til að framfylgja samningnum og koma afturáþvi ástandi, sem hann mælir fyrir um. A Kýpur er herafli frá öllum rikj- unum þremur, sem ábyrgjast sjálf- stæði eyjunnar og auk þess þjóð- varðliðið, sem lýtur stjórn forseta

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.