Tíminn - 16.02.1966, Síða 2
TÍMINN
MIÐVIKUDAGUR 16. febrúar 1966
Gylfí skrífar og skrífar
ar, að nokkra stund tekur að um sér og öðrum, að þeir vilji
Gylfi Þ. Glslason skrifar tvær
greinar í Alþýðublaðið svo ólík
átta sig á, að þær séu eftir
sama mann. Önnur birtist á
laugardaginn, hin í gær.
Sú síðari fjallar um þýðing-
armikið mál, sem snertir sigl-
inga- og viðskiptaöryggi okkar
litlu þjóðar. Laugardagsgrein
in er um flutning 9. sinfóní-
unnar.
í annarri greininni segir
Gylfi orðrétt:
„Allir fslendingar verða að
gera sér ijóst, að á vissum svið
um hlýtur að reynast dýrt fyr-
ir jafn fámennan hóp og fs-
lendinga að halda uppi sjálf-
stæðu menningarríki við þær
aðstæður, sem hér eru. En því
aðeins tekst það, að við höf-
um bæði vilja og getu til þess.
Meðan íslendingar sýna sjálf-
vera sjálfstæð menningarþjóð
og geti það, halda þeir áfram
að vera það. Það kostar fé.
En það fé verður að greiða.“
í hinni greininni segir ráð-
herrann, að það hefði verið
um hreina misbeitingu valds
að ræða, ef hann hefði úrskurð
að að fórna einum eyri á lítra
innfluttrar olíu til þess að við-
halda og treysta sjálfstæði
landsins í siglingamálum.
Á laugardaginn, er honum
ljóst, þegar hann ræðir um
Sinfóníuhljómsveit fslands, að
það kostar mikið fé að vernda
og treysta íslenzkt sjálfstæði.
Hinn daginn finnst honum
eðlilegast og auðveldast að af-
henda erlendu stórveldi viss-
ann þátt sjálfstæðis okkar og
öryggis.
Stöðumælagjald í
miðbænum hækkar
AFLI AÐ GLÆÐAST HJÁ BÍLDUDALSBÁTUM
GTtE-Bíldudal, föstudag.
Afli er að glæðast á bátunum
hér og í gærkvöldi komu á land
um 50 tonn. Pétur Thorsteinsson,
sem er á netum kom með um
34 tonn af einnar náttar fiski úr
sex trossum. M. b. Andri kom
með um 100 tonn og Þórður Ól-
afsson með um 4 tonn, en þeir
eru báðir á línu. Þess ber að geta,
*ð Þórður Ólafsson var með gaml-
JI loíhr, sem fylgdu bátnum, þeg-
’»r hann var keyptur hingað fyrir
skemmstu, en hann er nú kominn
með nýjá línu. Er ittikil vinna í
frystihúsinu, og þegar ég talaði
við aðalverkstjórann, Hjálmar Ág-
ústsson í kvöld, sagðist hann von-
ast til áframhaldandi góðrar veiði.
Gotan er tekin úr fiskinum jafn
óðum til niðursuðu til Bretlands
og er aðaláherzlan lögð á gæði
vörunnar, en markaður hefur held-
ur versnað upp á síðkastið, vegna
þess, hve léleg niðursuðan hefur
reynzt, ekki síður frá Norðmönn-
um, en þeir hafa undanfarin ár
keypt iðnaðarhrogn héðan, soðið
niður og selt til Bretlands.
Góð rækjuveiði hefur verið hér
þessa viku og verður vikuaflinn
um 20 tonn, en hann er jafnóð-
um frystur í Matariðjunni og
fluttur út til Bretlands og Skandi-
navíu. Er mikill áhugi manna, sem
að rækjuveiðum standa, að fá auk
ið leyfílegt rækjumagn, það, sem
veiða má í Arnarfirgi úr 200 tonn
um, enda erum við þeir einu, sem
nú eru með takmörkun á veiðun-
um eftir þvi sem mönnum skilst.
Nauðsynlegt virðist vera, að fiski
fræðingar okkar sinni þessum.fiski
meira en gert hefur verið, þar
sem margra álit er, að rækjan
komi af hafi, og því vafasamt að
takmarka veiði á henni frekar en
t.d. á síld eða þorski.
Nú hefur verið gerð gangskör
að því, að moka þá 200 metra,
sem skildi okkur Arnfirðinga frá
umheiminum á landi og var mokst
ur hafinn í gær. Er almenn ánægja
ríkjandi meðal fólks hér yfir því,
eins og geta má nærri. enda ekki
verk, sem ástæða var að láta sér
vaxa í augum. Rétt er þó að benda
þeim á, sem það þurfa til sín að
taka, að í Bandaríkjunum býr 180
milljóna þjóð og verða þó forráða-
menn ríkisstofnana þar að svara
fyrir um sín störf iðulega frammi
fyrir alþjóð og ástæðulaust fyrir
forsvarsm. sams konar mála hér
að taka illa upp þó að sé fundið,
þegar um sanngirnismál er að
ræða. Við skiljum vel hér fjár-
skort Vegamálaskrifstofunnar og
skýringar Snæbjörns Jónassonar
mæta skilningi hér, enda hefði eng
inn maður farið fram á það, að
Hálfdán hefði verið mokaður, ef
allt hefði verið á kafi í snjó, held
ir var um að ræða einungis að
fá mokaðan 2—300 metra skafl.
Eins og fyrr er sagt, eru allir
ánægðir yfir þessum má'lalokum
og kunna Vegamálaskrifstofunni
beztu þakkir fyrir moksturinn og
vonandi kemur ekki til sams kon
ar erfiðleika í framtíðinni.
Við Arnfirðingar fögnum sól-
inni hér 19. febrúar með því að
halda Sólarkaffi. Formaður kven-
félagsins Framsóknar hér, frú
Ósk Hallgrímsdóttir tjáði mér í
dag, að kvenfélagið myndi efna til
Sólarkaffis, eins og venja er. Fé-
lag þetta er 55 ára, stofnað 1910
og var frumkvöðull þess frú Sig-
ríður J. Magnúsdóttir, sem enn
er á lífi og fylgist með starfi fé-
lagsins.
Unnið er að því eftir eðlilegum
ieiðum að laga skemmdirnar á
bryggjunni, eftir því, sem Jónas
Ásmundsson, oddviti, sagði mér í
kvöld. Sjópróf var haldið, eins og
iög gera ráð fyrir, en síðan kom
hér Bergsveinn Breiðfj'ir« frá Vita
málaskrifst. og Tryggvi Gunn-
arsson, á vegum Samvinnutrygg-
inga til að líta á skemmdirnar.
Strandferðaskipin Skjaldbreið og
Esja komoi hér í gær og athafn-
aði Skjaldbreið sig við bryggjuna,
en í Esju urðum við að senda bát
eftir þeim sjö tonnum af vörum,
sem hún var með. Hekla kom að
norðan í dag og lagðist að bryggj-
unni, enda blíðskaparveður hér
síðustu daga, eftir 1 -r hamfarir,
Forsetinn þigg-
ur boð um að
heimsækja
r
Israel
Forseta íslands hefur bor
izt boð frá forseta fsrael
um að koma í opinbera heim
sókn til ísrael.
Hefur forsetinn þegið boð
ið og er heimsóknardagur-
inn ákveðinn 21. marz n.k.
Emil Jónsson, utanríkis-
ráðherra mun verða í fylgd
með forsetanum.
sem yfir gengu vikuna þar á und-
an. Okkur þótti gaman, að vand-
ræði okkar með bryggjuna skyldu
komast í þáttinn hans Svavars, því
með því virtist fólk aðeins fylgj
ast með því, sem hér gerðist. Þeg-
ar svo Emilía kom með sitt sím-
tal. virtist það alveg geta átt við
Bíldudal líka, nema kvað kaupfé-
lagsstjórafrúin hér er svo nett og
vel vaxin að hún hefði varla getað
haldið niðri einni þakplötu, hvað
þá heilu þaki. Og svo hitt, að odd-
vitinn hér býr við nýtízku þæg-
indi.
Þessa dagana er verið að setja
upp 50 nýja stöðumæla í Austur-
stræti, Hafnarstræti og Banka-
stræti og um leið hækkar stöðu-
mælagjaldið á þessum stöðum úr
einni krónu í tvær krónur fyrir
hverjar 15 mín. Þessir stöðumælar
eru eingöngu gerðir fyrir tveggja-
krónupeninga.
Samþykkt hefur verið að sama
gjald verði við stöðumæla á Lauga
vegi að Snorrabraut og á Hverfis-
götu frá Lækjargötu að Klappar-
stíg, en mælarnir sem þar verða
settir upp eru í pöntun og verð-
ur breytingin væntanlega fram-
kvæmd í vor eða sumar.
Þá hefur borgarstjórn Reykja-
víkur ákveðið að settir verði upp
stöðumælar á eftirtöldum götum:
Vatnsstíg milli Hverfisgötu og
Laugavegs, Vitastíg milli Hverfis-
götu og Grettisgötu, Barónsstíg
milli Hverfisgötu og Grettisgötu,
Hverfisgötu frá húsi nr. 70 að húsi
nr. 52, Skólavörðustíg milli Óð-
insgötu og Týsgötu.
Á þessum stöðum verður gjald-
ið ein króna fyrir hverjar byrj-
aðar 15 mín. og verða notaðir þeir
mælar sem voru áður í Austur-
stræti, Hafnarstræti og Banka-
stræti.
Stöðumælar voru fyrst settir
upp hér í Reykjavík 1957, en það
ár voru 138 stöðumælar settir upp
á sex götum. í árslok 1965 voru
367 stöðumælar í notkun á 20 göt-
um. Þá má geta þess að stöðu-
mælasjóður hefur nú um 300 gjald-
frjáls bílastæði á leigu af ýmsum
aðilum í miðborginni eða næsta
nágrenni hennar.
SMÁRÆÐI, lítil bók eftir Sigurð
A. Magnússon, blaðamann
Ut er komin í forlagi Helgafells
lítil bók eftir Sigurð A. Magnússon,
sem nefnist „Smáræði“ og hefur
að geyma tólf þætti, mislanga. Bók
in skiptist í þrjá meginkafla. í
fyrsta kafla eru fimm þættir, samd
ir á árunum 1950-53 í Kaupmanna-
höfn, Aþenu og Stokkhólmi. í öðr-
um kafla eru sex þættir, samdir á
eynni Ródos sumarið 1960, og í
Undirnefndir
að störfum
EJ-Reykjavík, þriðjudag.
Undirnefndir vinna nú að lausn
kjaradeilna atvinnuflugmanna og
flugvirkja, að því er Torfi Hjart
arson, sáttasemjari ríkisins, tjáði
blaðinu í dag. Hafa nefndirnar
starfað nú í nokkra daga. Eng
inn sameiginlegur sáttafundur
hafði enn verið boðaður.
9.15% verðlags-
uppbót
þriðja kafla er stuttur leikþáttur
frá árinu 1961. Nokkrir þáttanna
hafa áður birzt í íslenzkum blöð-
um og tímaritum, og einn þeirra
í bandarísku tímariti.
„Smáræði" er áttunda bók Sig-
urðar A. Magnússonar á íslenzku.
Áður hafa komið út eftir hann
tvær ljóðabækur, skáldsaga, leik-
rit, ritgerðasafn og tvær ferðabæk-
ur (um Grikkland og Indland).
„Smáræði" er 73 blaðsíður í
Skírnisbroti. Bókin er prentuð f
Víkingsprenti.
EJ-Reykjavík, þriðjudag.
Kauplagsnefnd hefur reiknað
vísitölu framfærslukostnaðar í
byrjun febrúar 1966, og reyndist
hún vera 183 stig, eða einu stigi,
hærri én í janúarbyrjun. Vísitala, muni verða þoluð í Sovétríkjun
ÓTTAST AÐ
Framhald ai Dls. 1
því sem nú er.
Ein af afleiðingum réttarhald-
anna verður, að því er talið er,
veruleg minnkun „vélrituðu" bók
menntanna, sem svo eru kallaðar,
en mikil útbreiðsla hefur verið á
slíkum bókmenntum. Er hér um að
ræða hinar „frjálslyndustu“ bók
menntir, sem útgefendur 1 Sovét
ríkjunum hafa neitað að gefa út.
Ýmsir þekktir rithöfundar, eins
og t. d. ljóðskáldið Jevgeny Jevtu
sjenko, hafa notfært sér þessa
aðferð til þess að koma út verk
um sínum.
Pravda, málgagn sovézka komm
únistaflokksins, skrifar i dag, að
jafnvel hin harðasta gagnrý.ni
vöru og þjónustu reyndist vera
212 stig.
Samkvæmt þessu, skal, á tíma-
bilinu 1. marz til 31. mai ! 966,
greiða 9.15% verðlagsuppbót á
laun og aðrar vísitölubundnar
greiðslur. Uppbótin miðast við
grunnlaun og aðrar grunngreiðs!
um, ef hún þjóni þeim tilgangi að
styrkja þjóðfélagið. Aftur á móti
verði fjandsamlegri gagnrýni, og
níði, sem grafi undan grundvelli
þjóðfélagsins, ávallt vísað á bug.
Er talið, að Pravda taki þetta fram
til þess að reyna að eyða ótta
margra menntamanna í Sovétríkj
umun, að nú sé „frjálslyndinu“ í
Gjaldskylda við stöðumæla er
á sama tíma og verzlunum er al-
mennt leyft að hafa opið.
Brezkur ballettkenn
ari við Jazzballett-
skólann.
GÞE-Reykjavík, fimmtudag.
Hingað til lands er kominn af-
ar fær brezkur ballettkennari og
listamaður Londsey Kemp að
nafni. Hann hefur tekið að sér
kennslu í Jazzballettskóla Báru
Magnúsdóttur og mun starfa þar
a.m.k. í sex mánuði. Er skólanum
mikill fengur að þessum lista-
manni.
Kemp nýtur mjög mikils álits
í heimalandi sínu. Hann hefur
fengizlt við ýmsar greinar dans
listar, en er sérstaklega þekktur
sem jazzballettmeistari. Hann hef
ur stundað kennslu í ýmsum
þekktum ballettskólum í London,
og m.a. hefur hann verið aðal-
kennari við London Dance
Centre. Hann samdi ballettatrið
in við kvikmyndina Stop the
World I want to get off, og dans
aði sjálfur eitt aðalhlutverkið, og
víðar hefur hann komið við.
Kemp hyggur á ýmsar nýjungar
í sambandi við ballettkennslu
hér á landi, hann hefur mikinn
áhuga á að fá karlmenn til náms
í þeirri listgrein, og vill gjaman
bjóða þeim fría kennslu, en af
rúmlega 300 nemendum í Jazz-
ballettskóla Báru Magnúsdótt
ur, eru aðeins um 20 piltar. Einn
ig hyggst Kemp stofna hér ballett
sýningarflokk, sem ferðazt gæti
utan til sýninga. Hann segir, að
hér séu óþrjótandi verkefni fyr
ir sig, og hann vilji gjarnan vera
hér lengur en ráðningartímann.
Jazzballettskóli Báru Magn
úsdóttur tók til starfa í október
sl. og hefur aðsóknin verið svo
mikil, að hún getur ekki lengur
stundað kennslu ein síns liðs.
Fyrst til að byrja með munu þau
Kemp kenna saman, en siðar meir
er ætlunin, að þau skipti með sér
nemendum, og Kemp taki þá, sem
lengar eru á veg komnir. Kemp
er mjög umsetinn listamaður
og í næsta mánuði þarf hann að
fara til London til að setja upp
ballettinn Zodiae fyrir BBC.
Þrír fara í heimsókn
Þrír fslendingar fara í dag ut-
an í tveggja vikna heimsókn til
Bretlands í boði brezka utanríkis-
ráðuneytisins. Eru það þeir Jón
Magnússon fréttastjóri hjá Ríkisút-
varpinu, Árni Gunnarsson frétta
maður sama stað og Magnús
Bjarnfreðsson frá sjónvarpinu.
Brian Holt sendiráðsritari verður
fararstjóri í þessari för.
bókmenntum og gagnrýni lokið, a.
m. k. um sinn.
Það hefur vakið athygli, að
sovézki rithöfundurinn Konstan
tin Pautovsky, tilkynnti í kvöld,
að hann myndi taka til baka bréf
það, sem hann skrifaði verjanda
rithöfundanna tveggja. Paustosky,
sem er 74 ára og einn virtasti mað
urinn i sovézku bókmenntalífi,
sagði að hann hefði óskað, að bréf
ið hafi aldrei verið skrifað. Sam
kvæmt fregnum, sem áður hafa
borizt, mun Paustovsky hafa mót-
mælt vissum atriðum réttarhald-
anna.