Tíminn - 16.02.1966, Side 8

Tíminn - 16.02.1966, Side 8
MIÐVIKUDAGUR 16. febrúar 1966 8_______________________________TÍMINN Þórarinn frá Steintúni: OPID BREF TIL AL- ÞINGIS ÍSL ENDINGA Áður var það svo, að hreppar og sýsliur önnuðust um og kost- uðu að miklu leyti, vegagerð í hreppunum -- annarra en þjóðvega. Eg þekki þetta vel þegar ég var búsettur í sveit og hafði þá um skeið nokkur aískipti af þessu á sýslufundum Norður-Múlasýslu. Alltaf var af litlu að taka, en þó reynt að miða í áttina með ný- byggingu og viðhaldi í þessum vegum og skipt á milli hreppa og bæja innan þeirra eftir beztu manna vfirsýn. — Þetta kom því nokkuð jafnt niður, þar sem staðþekkingin var fyrir hendi og ekki man ég til þess að teljandi óánægja yrði út af þessari skipt ingu. Nú x seinni tíð hafa orðið meðal annars tvær breytingar á vegalögunum: Önnur er sú. að nú mun ríkið leggja sýslunum hlutfallslega meira tii veganna, hin, að vegir innan hreppanna, sem eru 2 km eða meira og 3 á- búendur eða fleiri hafa not af, voru teknir inn á þjóðvegi. Um fyrra atriðið er allt gott að segja, en hið síðara hefir verkað hörmu lega og alveg öfugt við tilgang- inn, eins og sýnt verður. Þessir tveggja kílómetra vegir f sýslun um, haH að minnsta kosti víða hlotið sama hlutskipti og óhreinu börnin hennar Evu. — Enginn vill kannast við þá, eða neitf fyr i ir þá gera Eg ætla nú að taka dæmi þar sem ég er kunnugur. — í sumar skrapp ég austur í Skeggjastaða hrepp í Norður-Múlasýslu, og komst ekki hjá því að sjá hvernig ástatt et um þelta þar Þar eru tveir vegir, sem urðu svo ólánsamir að lenda inn á þetta ríkisframfæri — Steintúnsvegur og Gunnarsstaðavegur ( nafninu á Gunnarsstöðum hefir að vísu nú verið breytl þar eru nú 3 nýbýli Veðramot 1 og II og Hölkná) Að Steintúni er ca. þrlggja kortera gangur frá þorp inu í Höfn við Bakkafjörð. Digra nesvitinn er rétt við túnið í Stein túni og bændui par hafa gætt hans, þar á meðai ég í 12 ár, Með an sýslar. hafði með þennan veg að gera var taisvert gert t'yrir hann, en síðan hefir hann eitt- hvað verið heflaður. — Vegurinn er slæmui á köflum, en hann mætti laga án mikils kostnaðar þar sem hann ei nokkuð á h'i.*5u undiriagi víðast hvar Jörðin Steintun hefir verið byggð upp og tún aukið mikið. Jörðin er góð sauðjörð auk hlunninda ai sjó Gunnarsstaðir standa nokkuð frá sjó en eru frá bærlega góð sauðjörð, auk þess sem hún á noskuð land að sjó. sem var keypt og lagt undir aðal- jörðina Á jörðinni hafa verið reist 2 vönduð cteinhús auk úti- 1 húsa og það alij gerl f, sarnráði i við nýbýlasjóð Þarna búa nu -f systur ásamt monnum sínum og börnum flestum ungum (Dæt ur Ásgeirs Torfasonar, sem bjó þar áður). Þetfa er allt hörku- duglegt fólk og vel gert og vill vera barna. Vegurinn frá aðalveginum að bænum er mest ruðningur, sem er hálf og alófær, þegar hann biotnar og auk þess er slæmur lækur eða á, á ieiðinni og auðvit að er hún óbrúuð. A þeirn vegum Skeggjastaða hreppi. sem sýslar sér um hefir árlega eitthvað verið unnið að ný- byggingum og viðhaldi, en þessir tveir ríkisvegir algerlega orðið útundan (nema kannski eitthvað heflaðir Nýbygging á vegum í Skeggjast.hr. hefir að ég bezt veit engin verið síðan 1959 (á Sand- víkurheiði hefir verið unnið Vopna fjarðarmegin) Það stoðar lítið þó eitthvað sé verið að reyna að hefla bessa vegi, sem eru í hálf gerðu foraði óundirbyggðir og með iitlum ofaníburði Hvað á nú fólkið sem býr á þessum jörð um að gera? flytja eða hvað. Fara á mölina Það situr á meðan sætt er, en þetta getur ekki farið nema á einn veg ef ekki verður bætt hér um Eg tek þessi dæmi vegna kunn ugleika þarna. en ég er alveg viss um að þessu er líkt farið um alxt land - Það er efláust að þarTu hefii iöggjafanum orðið á glappaskot. þótt gert hafi verið MINNING Guðmundur Kristjánsson bóndi, Núpi Öxarfirði Hann var fæddur á Víkingavatni í Kelduhverfi 1. júní 1884 og lézt 18. des. s.l. á sjúkrahúsi í Reykja- vík, rúmlega hálfnaður annað ár- ið yfir áttrætt. Foreldrar hans voru Kristján Kristjánsson bóndi á Víkingavatni og kona hans Jón- ína Þórarinsdóttir. Stóðu að hon- um ættir fjölmennar í héraði og víðar: Víkingavatnsætt, Hallbjarn- arstaðaætt, Kjarnaætt, Skíða-Gunn arsætt o. fí. Þórarinn faðir Jónínu var Björnsson, Þórarinssonar, Pálsson ar, en allir voru þessir langfeðgar bændur á Víkingavatni. Var og kona Páls upprunnin á Vikinga- vatni en faðir hans var Arngrímur 6ýslumaður á Litlu-Laugum, Sig urðsson, Hrólfssonar (sterka). En móðir Jónínu var Guðrún Árna- dóttir bónda Brynjólfssonar bónda á Gamla-Hóli á Hólsfjöllum. Kristján faðir Kristjáns bónda á Víkingavatni var einnig bóndi þar en áður i Ærlækjarseli í sömu sveit. Hann var sonur Áma, er fyrstu> þyggði á Arnanesi, Þórð- arsonar bónda á Kjarna í Eyja- firði Pálssonar. Kona Kristjáns Árnasonar og móðir Kristjáns Kristjánssonar á Víkingavatni var Sigurveig Guðmundsdóttir bónda Árnasonar í Ærlækjarseli og Konu hans Ólafar Sveinsdóttur frá Hall bjarnarstöðum. — Kona Þórðar á Kjarna var Björg systir Björns Halldórssonar prófasts í Garði í Kelduhverfi föður s_r. Halldórs í Sauðanesi. Kona Árna í Axna- nesi var Jóhanna Gunnarsdóttir bónda á Ærlæk . Guðmundur Kristjánsson ólst upp hjá foreldrum sínum á Vík- ingavatni og gerðist síðan, er hann hafði aldur til, bóndi þar ásamt bróður sínum. f æsku naut hann, eins og fleiri þar um slóðir, nokkurrar tilsagnar hjá hinum kunna alþýðufræðara Guðmundi Hjaltasyni, mun hafa átt auðvelt með nám, skrifaði góða hönd og var sýnt um ritmál. Varð og vel læs á Norðurlandamál. Hann, kvæntist árið 1914 Björgu Indriða- dóttur bónda I Keldunesi, ísaks sonar, en missti hana árið 192^ Þrjú börn þeirra eru á lífi og bú» sett í Reykjavík, Jónína handa- Framhald á bls. 12 Maupassant - áhrifamesti smásagnahöfundur 19. aldar Áhrifamesti smásagnahöfund- ur 19. aldar f Evrópu var Maupassant. Hann hét fullu nafni Henry René Albert Guy de Maupassant og fæddist 1850 í Miromesnil höll skammt frá Dieppe þann 5. ágúst. Móðir hans flutti frá manni sínum og Maupassant elzt upp með henni á búgarði hennar „Les Vergu ies“ í Normandí. Þar kynnist hann sveitalífinu og á æsku sína með börnum bænda og sjómanna héraðsins. Hann var látinn læra latínu hjá sóknar prestinum, síðan komið i skóla, en rekin þaðan eftir tæp tvö ár. Þá fer hann í menntaskóla i Rúðuborg og þar gerir hann fyrstu kvæði sín. Þau bera vott um áhrif frá Hugó og Alfred de Vigny og einnig Flaubert. en sá síðastnefndi var tengdur fjölskyldu hans og dvaldi oft á búgarði móður hans á sumrin. Hann lét innrita sig í háskolann í Caen 1867. Hann skrifar eina fyrstu smásögu sína um þetta leyti og þar birtist kynning hans við enska skáldið Swin- burne og vin þess George Pow ell, en hann hafði kynnzt þeim lítillega sumarið 1868. Þessi smásaga birtist undir dulnefni Fransk-þýzka stríðið brýst út 1870. Það var mikill móður i Frökkum, hermálaráðherrann sagði að franski herinn væri albúinn i hvað sem væri og allur útbúnaður væri tyrsta flokks, það vantaði ekki einu sinni hnapp 1 jakka eiss ein asta hermanns. En hér fór á annan veg en þeir góðu menn ætluðu, ósigur og niðurlægine varð hlutskipti FraKka. Maup assant gegnir herþjónustu um það leyti sem stríðið brýst út hafði stundað lög við háskól- ann, en stríðið kom i veg fyrir frekara nám. Hann hverfur úr hemum 1871 og fær starfa í franska flotamálaráðuneytinu í Parfs f febrúar 1873. Hér kynn ist hann lífi samverkamanna sinna, franskra smáborgara, þessi kynning birtist í ýmsum smásögum hans síðar Meðan hann stundaði þessa atvinnu notaði hann vinnuhléin tii skrifta eða róðrarferða um Signu. Hann skrifaði töluvert á þessu tímabili og hafði strang an kennara, sem var Flaubert. Hann hvatti hann einnig til þess að yrkja og fyrsta bók Maupassants var ljóðabók „Des Vers", sem kom út 1880. Flau bert studdi hið unga skáld og það var hann, sem kom Maupas sant á skrifstofu í menntamála- ráðuneytinu, með aðstoð þáver andi menntamálaráðherra Frakka. Einnig nynnti hann skáldið fyrir ýmsum samtíma höfundum, Zola, Turgenjev og Daudet. Heimili Zola var sam komustaður ungra skálda og rithöfunda. Bókmenntalíf var fjölskrúðugt á þessum árum í Paris og mikil gerjun og gróska í frönskum bókmennt um. Zóla og fylgjendur hans gefa út sögusafn 1880 úr fransk-þýzka stríðinu -í nessu safni birtist „Boule de suif“. sem var talin bezta saga safns ins. Þessi saga hefur verið þýdd á íslenzku. Þar segir frá sérgæðum og hræsni smáborg arans, eins og Maupassant kom hann fyrir sjónir. Nú hefst afkastamikið tíma- bil. Frá því að „Boule de suif“ kemur út og fram til 1891, set- ur hann saman smásögur og skáldsögur sem fylla þrjátíu bindi. Hann virðist hafa grun að að honum væri skammtaður trmi, eins og raunin varð. Sög ur hans eru natúralískar, per sónurnar teknar úr Iífinu eins og honum komu þær fyrir sjón ir í allri sinni margbreytni og fjölbreytni. „Une Vie“. skáld- saga 1883, er nokkurs konar minningabók, þar dregur hann upp myndir fólksins, sem hann þekkti í æsku sinni, lýsir að- stæðum þess og starfi. hann lýsir án þess að dæma. hann notar oft eina setningu eða at- vik til. þess að draga upp al hliða mynd af persónum sinum. hann er alltaf hittinn og fer mjög sparlega með orð. eink úm lýsingarorð, stíli hans er knappur en iafnframt lýriskur. væmnislaus og sterkur. Smásögur og skáldsögur streymdu úr penna hans. Á tveimur árum lét hann frá sér fara sex smásagnasöfn. Hann var í kapphlaupi við tímann hann vissi að það var geðveila í ætt hans og að líf hans yrði stutt. Hann vann eins og ber- serkur og reyndi að hressa sig með misjöfnum tilbreytingum og aðferðum, þegar höfuðkval- irnar lögðust á hann og kvíðinn fyrir þvi sem hann vissi að vofði yfir honum, þrengdi hann niður í svartnætti örvæntingar innar. Hann vildi vinna það, sem hann fengi orkað og njóta alls þess, sem hann vildi njóta. en tíminn var skammur og þetta krafðist ofboðslegrar vinnu og nautnirnar slitu hon um út og flýttu fyrir veiklun hans. Hann tók að nota deyfi- lyf í ,óhófi og síðan eiturlyf. „Bel Ami" kemur út 1885. Þar er lýsing uppdregin at þeim mönnum. sem leggja allt i sölumar til þess að auðgast á fljótan hátt. þeir láta ekkerl aftra sér og græðgin ein ræð ur öllum gjörðum þeirra, þetta er klassisk lýsing á hugsunar gangi slíkra fyrirbrigða. „Le Horla" kemur út. 1887. þar notar höfundur kenningar Charcot um geðveilur og hýst eríu. þessar kenningar vöktu mikla athygli á sínum tíma. Ýmsir álitu með röngu, að bókin fjallaði um hann sjálfan. væri lýsing á yfirvofandi geð- veiki hans sjálfs, þar eð hann varð að dvelja síðar á geðveikra hæli. Síðan koma út fjórar skáldsögur, sem lýsa andrúms- lofti aldarinnar og viðbrögðum við vissum vandamálum. Maupassant er alltaf raun sær í lýsingum sínum og marg ar beztu sögur hans gerast á æskuslóðum í Normandí. Per sónur hans minna um sumt á persónur grísku harmleikjanna hvort sem það eru fátæklingar eða auðborgarar- líf þeirra virð ist ekki vera í þeirra eigin hönd um, þeir virðast knúðir áfram af nauðsyn og örlögum, sem þeir reyna að komast undan hver á sinn hátt, en mistekst Þeir eru leiksoppar óbliðra ör- laga og barátta þeirra er von- laus. Þetta er I rauninni speg ilmynd af lífi Maupassants. hann var þó um eitt betur sett ur, hann þóttist vjta sín örlög. Lifsakkeri hans var vtnnan. sköpunin og þjáningar sínar bar hann hetjulega, þar til þær urðu honum óbærilegar. Hann reyndi að skera sig á háls I Cannes 1892, var fluttur til Par ísar og dó þar 2. janúar 1893 aðeins 43ja ára gamall. Ýmsir hafa viljað álíta að þar sem svo margar sögur Maupassants fjalli um brjálæði hljóti hann að hafa verið bilað ur á geðsmunum þegar hann skrifaði þær En hann fiallar um geðveilu sem læknir, en ekki sem sjúklingur því að sög urnar bera engin slík einkenni að hægt sé að álykta að geð bilaður maður hafi sett þær saman. Stíll hans er of skír og hugsanagangur of ljós tií Cramhald a bls i/

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.