Tíminn - 02.03.1966, Síða 8

Tíminn - 02.03.1966, Síða 8
MIÐVIKUDAGUR 2. marz 1966 8 ____ ' ' ' ___________TÍMINM Friðjón Guðmundsson, bóndi, Sandi og erlent fjármagn Það er nú mikið rætt og ritað um stóriðju á íslandi. Okkur er tjáð að nú séu samningar langt komnir á milli fulltrúa ríkisstjórn arinnar og fulltrúa erlends auð- hrings um byggingu og rekstur alúmínverksmiðju við Faxaflóa. Og að samninga þessa e:gi að leggja fyrir Alþingi í marz n. k. Nú býður í grun að þetta stór iðjumál geti reynzt okkur íslend ingum nokkuð afdrifaríkt. Og þó því verði ekki hér gerð nein við- hlítandi skil, vil ég drepa á nokk- ur almenn rök, sem vissulega mæla gegn því, augljós hverjum manni, sem út í það hugsar. Þó talsmerm stóriðjunnar látist annaðhvort ekki sjá þau eða vilji sem minnst um þau tala. Mín skoðun er afdráttarlaust sú, að okkur væri fyrir beztu að kom ið verði með öllu í veg fyrir þcssa samningagerð en sé það ekki hægr, er vitanlega höfuðnauðsyn að hags munir okkar verði sem bezt tryggð ir á allan hátt. Það er ástæða til að draga í efa að svo muni verða, þó ekki sé meira sagt. Ríkisstjórn in hefur sótt málið fast og þaö út- af fyrir sig er ábending um | að samningarnir muni ekki reynast sigurstranglegir fyrir íslendinga. Trúlegt er að þeir erlendu hafi fundið það fljótt og notfært sér það. Þetta lýtur sömu lögmálum og önnur viðskipti og þarf ekki skýringar við. Á ýmsan annan hátt er starts aðferðin óforsvaranleg. Að ganga frá samningum fyrst en leggja þá síðan fyrir Alþingi til staðfesting ar ber vott um fyrirfram gerða ákvörðun ríkisstjórnarinnar mn að knýja málið fram með harðfylgi. Eðlileg krafa til lýðræðisiegrar meðferðar þessa máls finnst mér vera sú, að Alþin’gi hefði til að byrja með fjallað um það og tekið afstöðu til þess hvort tiltækilegt þætti að stofna til^stóriðju í þessu formi með stuðningi erlends fjár magns, eða ekki, að því tilskildu auðvitað að hagkvæmari samning ar næðust. Hefði ályktunin orðið jákvæð var eðlilegast að þingkjör in nefnd hefði leitað eftir samn- ingsgrundvelli, en ekki fulltrúar ríkisstjórnarinnar. Þá samninga ef til hefði koanið, hefði svo orðið að leggja fyrir Alþingi til umsagn ar, samþykkis eða synjunar elleg ar þjóðaratkvæðis. Mín skoðun er sú að nokknr forráðamenn þjóðarinnar hafi ekkert umboð til að braska svona með jafn mikið fyrirtæki gegn Vilja mikils hluta Alþingis, og sennilega meiri hluta þjóðarinnar og að henni forspurðri. Enn hefi ég ekki séð nein við- hlítandi rök fyrir nauðsyn þess arar stóriðju. Atvinna er nóg í landinu og almenn velmegun. Við höfum hingað til getað virkjað árnar til eigin þarfa sjálfir. Auð- vitað þarf að vinna að því afram í auknum mæli, /en við ættum að ráða við þeim mun stærri verk efni í framtíðinni, sem efnahagur fer batnandi og tæknin vex. Við eigum að nytja auðlindir okkar og byggja land okkar sjálfir. Fram tíðin mun sanna nauðsyn þess. Okk ur ber að efla innlendan iðnað og nytja það hráefni sem við öflum og framleiðum bæði til sjós og lands. Með innfluttri stóriðju er vegið að íslenzkum atvinnuvegum, iðnaði, útvegi og landbúnaði. Þeir standa þó höllum fæti fyrir, vegna erlendrar samkeppni og innan- lands dýrtíðar. Það er talað um verðbólgu og þenslu. Stóriðja sem hér uim ræðir myndi með því erlenda fjármagni, sem henni fylgdi, vinnuafli, sem hún krefst og braski sem henni yrði samfara, stórauka á þá þenslu — og er þó ekki á bætandi — og hafa ófyrirsjáanlegar af- leiðingar í för með sér fyrir lands byggðina, ekki sízt sveitirnar, sem alltaf hafa goldið verðbólgunnar, en þéttbýlið notið, því þar hefur fjármagnið sópast saman ekki sízt í hinni margumtöluðu Reykjavik Fyrirhuguð alúmínverksmiðja víð Faxaflóa myndi því auka stór- lega á ójafnvægi í landsbyggðinni og er beint tilræði við dreifbýlið og sveitirnar. Það verður naumast fjallað um þetta mál án þess að þjóðernið sé haft í huga. Þó finnst sumum það fjarstæða. Það er eins og mörg um finnist skömm að því að tala um þjóðerniskennd, gamaldags orð og úrelt. Nú hugsa menn í pen- ingum og meta allt eftir því hva'ö gefi mestar tekjur og mestan arð. Peningar, kröfugerð, alþjóða- hyggja. fslendingar eru veikir fyr ir erlendum áhrifum og þjóðernis kenndin er á undanhaldi. Undir þessum kringumstæðum held ég að alþjóðahyggja og kröfugerð fari ekki saman, séu ekki í samein ingu líkleg til að treysta raunveru legt sjálfstæði, tungu né þjóðerni. Öll þessi neikvæðu áhrif, sem nú hefur verið drepið á, verða þeim mun hættulegri sem þjóðin er smærri. Það er oft vitnað í Norð menn. En það eru skiptar skoðan- ir um það hvernig þeir hafa /arið út úr stóriðjunni. Ýmsir þeirra telja þar á meðal menntamenn og hagfræðingar, að þeir hefðu mik ið mátt gefa fyrir það að hafa aldrei hleypt inn í landið erlendu fjármagni. En það er þó ekki sambærilegt við okkur, sem erum margfalt fámennari og fátækari en þeir. Auk þess sem að nú lítur út fyrir að íslenzku samningarnir verði á marga lund miklu óhagstæð ari, eins og t. d. toll^’vilnanir, ó- hagstætt raforkuverð fyrir okkur og þá ekki sízt það að Norðmenn eignast smám saman fyrirtækin sjálfir, en við ekki. Okkur er sagt af talsmönnum stóriðjunnar að hér verði svo vel um hnútana búið, að okkur sé i engu hætt. Þó hér hafi verið drep ið á fátt eitt, tel ég mig hafa fært nokkur rök fyrir því, að það sé ekki hægt. Það er auðvitað ekki sama hvernig frá þessum samning um er gengið, en hversu dyggilega sem réttur okkar er tryggður, hlýt ur alltaf eitthvað í kringum þetta að leiða til tjóns fyrir okkur eða óhagræðis í einhverri mynd. En jafnvel þó svo væri ekki og þetta fyrirtæki færði okkur eingöngu blessun og jákvæðan árangur, haggar það í engu þeirri stað- reynd að þá er búið að taka stein inn úr og opna flóðgáttirnar, og úr því verður ekki snúið aftur. Og jafnvel þó núverandi ríkis- stjóm sjái vel fyrir öllu eftir því sem unnt er, veitir það enga trygg ingu fyrir því, að sú næsta eða næst-næsta geri það líka. Með þetta í huga má ljóst vera að slík rök eru einskisvirði og verra en það. Þau eru hin herfilegasta blekk ing. Því ég vil vekja athygli á því að mesta hættan við þetta er einmitt sú að þegar erlcndur auð- hringur er einu sinni búinn að ná hér fótfestu opnast leið fyi'ír erlent fjármagn í ýmsuin myndum og erlent vinnuafl inn í íslenzkt atvinnulíf, og enginn er þess um- kominn að segja fyrir um það, hvaða afleiðingar það getur haft fyrir atvinnuvegi þjóðarinnar og efnahagskerfi. Þetta er i mínum augum næg ástæða fyrir því, að vera andvígur erlendri stóriðju á íslandi. — Það er oft sagt um okkur, sem andvígir erum útlendingadekri og erlendri eftiröpun að við séum einangrunarsinnar og afturhalds- menn. Þetta eru slagorð og sleggju dómar, því í þeim finnast engin rök. Þau falla dauð og ómerk. Það er vitað að einangrun okkar lands hefur varðveitt tungu okkar og þjóðerni um aldir. Nú er slík ein- angrun rofin. Enginn óskar eftir því að þessir einangrunartímar komi aftur. En einmitt vegna bess ara snöggu umskipta stöndum við berskjaldaðri en ella fyrir þeim erlendu áhrifum sem um okkur blása úr ýmsum áttum. Ef við lokum augunum fyrir þessum staðreyndum og opnum allt upp á gátt fyrir útlendingum, er ég hræddur um að við getum ekki heitið fslendingar lengi úr þessu. Við megum ekki vera svo lítilmótlegir að apa allt eftir út- lendingum, ekki gleypa allt ómelt, ekki meta allt í krónum. Við verð um að eiga eitthvað útaf fyrir okkur. Að sýna einurð og stað- festu gegn skaðlegum erlendum áhrifum og niðurrifsöflum er ófrá víkjanleg forsenda fyrir varð- veizlu tungu okfcar, þjóðemis og menningu í framtíðinni. Um það verður ekki deilt, svo lengi sem menn kunna að meta og virða þau verðmæti. Ofcfcur er líka sagt að við höfum ekkert vit á þessum stóriðjumál um. Það á að reikna allt út af sérfræðingum og þar með á að afmá sjálfstæðar skoðanir almenn ings. Ekki skal þvi neitað að nú- tímaþjóðfélag krefst sérmentaðra manna í hinum ýmsu starfsgrein um. Sérfræðingur getur verið fær á sínu sviði í sjálfu sér, þó hann sé þess ekki umkooninn að sjá fyrir hliðarverkanir eða afleið ingar þeirra umbóta sean hann tél ur þörf á, séð frá tæknilegu eða hagfræðilegu sjónarmiði. Ennírem ur þarf efcki að efa að sérfræðing ar geta orðið áróðursmenn, og þá eru þeir þeim mun viðsjárverðari en aðrir menn, sem meira tiUit er tekið til þeirra en annarra. Við megum því alls ekki trúa i blindni á sérfræðingana. Við verðnm lika og ekki síður að trúa á eigin dóm greind. Eg veit að margir íslendingar eru andvígir þessu alúmínmáti sennilega meirihluti þjóðarinnar. En þrátt fyrir talsverðan andróð ur síðustu vifcurnar finnst mér það einhvern veginn liggja í loft- inu að menn séu orðnir nokkuð kvíðnir út af því að það muni verða knúið fram. Það eru of marg ir, sem hörfa aðgerðalausir á, of margir sem þegja, of margir von- litlir. Það snertir okkur sem erum á móti þessu ekkert þó við séum kallaðir einangrunarsinnar og afturhaldsmenn. Það sem máli skiptir er að láta ekki blefckjast né blindast af þeim áróðri sem á okkur dynur í þessum málum, en fylgja heilshugar því sem við álítum sannast og réttast. Enn get um við þjappað okkur saman til sóknar í því að stöðva framgang málsins. Og ef andspyman er nógu hörð er aðstaða okkar eng an veginn vonlaus. Alm. cnótmæli ellegar mótmæli ábyrgra forráða manna er t. d. mjög sterkt vopn í slíkri sókn. Stjórnarandstöðuflokkamir hafa lýst sig andvíga þessari samninga gerð, og ríkisstjómin hefur svo nauman þingmeirihluta að það er ákaflega hæpin málsmeðferð að knýja þetta fram, gegn (viljal eindregnum vilja stjómarandstöð unnar. Og þó málið sé orðið póli tískt, nú orðið, því í eðli sínu er það það ekfci, þá þykir mér harla ólíklegt að innan stjómarflofck- ana á Alþingi séu ekki til menn sem í hjarta sínu era andvígir þessu stóriðjubrölti. Við þá vil ég aðeins segja það að ég trúi því ekfci fyrr en ég tek á, að þeir hafi efcki manndóm og hugrekki tU að fylgja sannfæringu sinni og neyta aðstöðu sinnar til að st.öðva þennan hættulega leik. Eg veit að hart muni verða sótt og ég veit líka að flokksböndin eru sterk. En það er betra að slíta þau en bregðast sannfæringu sinni í slíku máli sem þessu. Sandi í Aðaldal 9.2. 1966 HESTAR OG MENN Breyting til batnaðar Með stofnun hestamannafé- laganna og sambands þeirra (L.H-V er brotið blað í þró unarsögu íslenzkrar hrossa- ræktar — Hestamannafélögin settu sér strax í upphafi það markmið, að vinna að eflingu hrossaræktarinnar með kyn- festu gæðingsins að takmarki. Var þá samið „frumvarp til reglugerðar um ræktun reið- hesta“ og lögtekið á Ársþingi 5. júlí 1952. — Þar segir svo í 1. kafla, (almenn á- kvæði): „Landsamband hestamanna- félaga ákveður að beita sér fyrir því, að ræktaðir verði í landinu reiðhestasttofnar, er búnir séu öllum þeim beztu reiðhestakostum, sem til eru í íslenzka reiðhestafcvnini/ Það er gengið út frá því að hrossaræktin verði í fram tíðinni eins og hingað til að langmestu leyti í höndum bænda, þó einstakir hestaeig endur, sem ekki hafa jarð- næði, taki þátt í henni. Starf L. H. á þessu sviði verður því langmest uppörvandi og leið beinandi. Þannig hyggst L. H. gangast fyrir sýningum, þar sem reiðhross eru dæmd og veitt verðlaun, fyrir námskeið um. þar sem veitt er tilsögn i reiðmennsku og meðferð hesta og kennt að dæma og meta þá. Ennfremur með því að gangast fyrir skipulegri leit að beztu reiðhestunum og beztu reiðhestaættum, hvar sem þær finnast á landinu, og nota þær siðan í hesta- ræktinni. L. H. vill gangast fyrir því að ræktaður verði hér á landi meðalstór, fagur, léttbyggður, þurrbyggður og stæltur hestur, með ágæta skapgerð, fjörhár haupaglað ur, ófælinn og hrekkjalaus, með léttan fjaðurmagnaðan fjölhæfan gang, skeið, tölt og brokk“. — Með tilliti að þessum fyrir mælum hefir síðan verið unnið bæði innan hinna ein stöku hestamannafélaga og í samvinnu við hrossaræktarsam böndin þar sem þau eru starf- andi. — Hlutur hrossaræktar félaganna er þar sýnu meiri en L.H., enda starfssaga þeirra miklum mun lengi, því hana má rekja allt til síð ustu aldamóta, eða jafnvel lengra aftur í tímann. — í framkvæmdinni er þetta því þannig nú, að tvenn félags- samtök vinna að sama mark miði og hefir svo verið um mörg undanfarin ár. — — Um árangur þessarar starf semi verður ekki rætt hér. Þar um munu ekki allir á einu máli. En það mun flest um vora vitanlegt að öll kyn- bótastarfsemi tekur langan tíma og því lengri sem fleiri erfðaeiginleika á að kynfesta, svo örugglega, að tilætluðum árangri verði náð. — Og að sjálfsögðu skiptir miklu máli hvernig að því er unnið. — f núgildandi búfjárrækt arlögum er gert ráð fyrir að vinna megi að hrossaræktinni í mismunandi formi, ef tak- markið er eitt og það sama Þetta hefir líka þannig verið eins og kunnugt er. Aðalkyn- bótastarfið er nú á vegum hrossaræktarsambandanna þótt það sé í nánum tengslum við hestamannafélögin á hverjum stað. — Nú er það svo, að yfirleitt eru það sömu mennirnir sem hafa veg og vanda af starf- semi beggja þessara félaga- sambanda og m. a. þess vegna hefir stundum örlað á þeirri hugmynd hvort ekki gæti ver- ið heppilegra að sameina þessa starfsemi undir eina yfir stjórn. — Með því móti ætti að vera auðveldara að skapa þessari kynbótastarfsemi ákveð ið form og samræma þær að gerðir sem nauðsynlegar mega teljast hverju sinni. — Á aðalfundi Hrossarækt arsambands Suðurlands í fyrravor kom þetta lítillega til umræðu, en var hvorki rætt til hlítar né tekin nein á- kvörðun því viðvíkjandi. Og oftar hefir lauslega verið á þetta minnst manna á meðal þó ekki sé hægt að segja að málið hafi verið á dagskrá í raun og veru. Nú er þessari hugmynd skot ið hér fram á opinberum vett- vangi, án þess þó, að um Framhald á bls. !2.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.