Vísir - 11.09.1974, Blaðsíða 1

Vísir - 11.09.1974, Blaðsíða 1
Ali í Zaire: , LOFAR FLJOTRI AF GREIÐSLU Á FOREMAN ,,Það gæti fokið í inig og þá afgreiði ég ’ann i fyrstu lotu”, segir Múhammcð Ali og varar menn við þvi að missa af byrjun sjónvarps- sendinga af leik þeirra George Foremans þ. 24 sept... — Þá gætu þeir misst af öllu „heila bls gillinu”. Ali er staddur á ferðalagi I Afrlku. Fjórir um hverja lausa íbúð — bls. 3 Með 19 hross í óskilum\ — bls. 2 • OKKAR EVRÓPUMET í ÚTLENDUM BLÖÐUM — Baksíða Beðið eftir drukkinni ósóttri eiginkonu ó Lundúna- flugvelli — Lesendabréfin ó bls. 2 Mozambique: Uppreisnar- menn grýttir til bana — Sjó bls. 5 Þrettán hundruð er þó alténd happatala! — baksíða LUKTIRNAR í LAGI? Það er auðséð að strákarnir hérna á myndinni njóta þess að fá smásumarauka jafnvel þótt sumarið hafi veriö gott. Nú þegar skólarnir eru byrjaðir tekur alvara lifsins við eins og stundum er sagt og þeir verða aö sitja kófsveittir inni við lest- ur eða reikning. En ekkert er við þvi að gera annað en taka út hjólið sitt viö og við og smella sér I góðan hjólreiöatúr svona sér til hvildar og hressingar. Nú verður senn ekki hægt að setjast út I iðgrænt grasið með nestið sitt og er það söknuöur hjá mörgum strákunum, sem það hafa iðkaö I sumar. En það er annaö sem nú veröur að athuga. Ljósin verða að vera I lagi. Það verður að koma fyrir kattaraugum og hjólið verður að sjálfsögðu að vera i fullkomnu lagi eins og alltaf, þvi að mun hættulegra er að hjóla áveturnaen á sumrin. —EVI ,,Þaö er afskaplega litið sem við höfum orðið varir við að fólk dragi ferðir sínar til baka. Að visu er alltaf óánægja fyrst þegar hækkanir eiga sér stað, en þetta er hlutur sem við ráðum ekki við”, sagði örn Steinsen hjá ferðaskrif- stofunni útsýn, þegar við höfðum samband þangaö i morgun. Ferðir ferðaskrifstofanna hafa nú hækkað um 20%, en fáir virð- ast láta það á sig fá. Orn nefndi sem dæmi, að I ferð, sem fara á 18. september hefðu verið laus 10 sæti, en þau hefðu verið fyllt núna eftir hækkunina. Þegar viö höfðum samband við ferðaskrifstofuna Sunnu var sömu sögu að segja. Þar var okk- ur þó sagt, að ekki væri svo gott að segja um þetta ennþá, þar sem sumarannirnar eru að minnka, og vetrarannirnar breytilegar frá vetri til vetrar. Tveggja vikna ferð til Mæjorka á ágætu hóteli, kostaði 31.900 snemma I vor. Frá 1. júni kostaði slik ferð 35.000 og slik ferð mun kosta 42.000 I október. Ferö.sem áður kostaöi 31.570, kostar nú 37.884. Kaupmannahafnarferöir, hóp- feröir, kostuðu áður 12.000 krón- ur, en kosta nú 14.500 krónur. — EA Mölvuðu tuttugu fermetra af tvöföldu gleri Er menn komu til vinnu og náms I Arbæjarskóla I morg- un blasti viö þeim gifurleg eyðilegging I nýbyggingu við skólann, sem bráðlega átti að taka I notkun. TIu stórar tvöfaldar rúður höföu verið brotnar og var ekkert vitað, hver þar heföi veriö að verki. Stórir hnullungar lágu hjá og sagði lögreglan að I það minnsta heföi þurft stálpaða krakka til að valda þeim. Kúðurnar voru stórar frá einum og hálfum til rúmlega tveggja fermetra og er verðmætatjón þvi mikið. Samtals höfðu þarna veriö mölvaðirum 20 fermetrar af tvöföldu gleri. —JB Spánarsólskinið verður fimmtungi dýrara — en fólk lœtur slíkt ekki á sig fá og ferðast eftir sem áður

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.